Alþýðublaðið - 10.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.08.1921, Blaðsíða 4
4 ALt> YÐUBL AÐIÐ V erzlunin „Von« aelur Capstan cigarettur í heildsölu og hefir fengið þetta marg þekta og góða rúgmjöl til að gera slátrið bragðgott. Munið það, að »Von‘ hefir ávalt miklar og góðar vörur fyrirliggjandi. Komið því og reynið viðskiftin. Vínsamlegast. Gunnar S. Sigurðss. Rafmagnsleiðslur. Straumnum hefir þegar verið hleypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga iengur að láta okkur ieggja rafleiðslur um hús sin. Við skoðutn húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tíma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H. f. Hiti & Ljós. Laugaveg 20 B. Sími 830. Litil útidypalykill hefir tapast. Skilist á afgreiðslu Aiþbl. Pað Pezta er stuii óifrast. Kaffibætir okkar er sá ódlýrasti og bezti á öllu landinu — viðurkendur af fjölda húsmæðra hér i bænum. Hálft kíló kostar 1,10. Seidur í Gamla bankanum, Laugaveg 22 A og Bræðraborgarstíg 1. r^A ÍSLANDS JK 1 E.s. Sterllng. Farseðlar óskast sóttir á morgun. MaiailMði Ritstjóri Halldór Frlfljónssoa. Argangurinn 5 kr. Gjaidd. 1. júnl. Bezt ritaður allra norðleozkra blaða. Verkamenn kaupið ykkar biððl Gerist áskrifendur á ýljgreiðsto ^ipýðnbl. t kjallamum á Grundar- stíg 8 er tekinn til sautna alls- konar kven- og barnafetnaður; : einnig tekinn iopi til spuna. : Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: öiafur Friðriksoon. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Prentsmiðian Gutenberg. Juch Lmdmx Æfintýri. og lætur eins og bjáni og vill endilega berjast við mig — um llí eða dauða, sagði hann. Það var alveg eins og í ræningjasögunurn." Hún beit sig í varirnar, og þó augu hennar væru róleg og fjörleg eins og vanalega, var grunsamlegur roði á kinnunum. „Vitanlega, ef þú vilt ekki eiga mig-----“ „En eg vil það,“ mælti hann einbeittur. „Einmitt það, þú vilt-----“ „En skilur þú það ekki, ástin mín, að eg krefst þess að þú elskir mig,“ he'lt hann áfram. „Annars væri hjónabandið ekki nema nafnið. Eg kæri mig ekkert um að giftast þér, bara til þess að slúðrið hætti, og ekki lieldur vegna einhverrar bansettrar æfintýraím yndunar- Eg vil alls ekki eiga þig . . . á þann hátt.“ „Nú, fyrst málið horfir þannig við,“ sagði hún, og lést hugsi; og hann hefði getað svarið að hann sá gletnina glampa í augum hennar. „Fyrst þú gjarna vilt athuga tilboð mitt, má eg kannske gera örfáar athuga- semdir. í fyrsta lagi máttu alls ekki tala lítilsvirðandi um æfintýri, þar eð þú hefir sjálfur lifað þau mörg; það var ekkert annað en æfintýri, þegar eg fann þig, hálfdauðan af köldusótt, aleinan á afskektri plantekru meðal tvö hundruð viltra mannæta, sem þyrsti í blóð þitt. En svo kom eg-------“ „Jú, en hvað kallarðu þá komu þína í rokstormi,“ greip hann fram í, „beint frá brotna skipinu, í hvalabát fullum af Tahitimönnum; þú komst beina leið inn til mín með barðastóran karlmannshatt á höfðinu, vað- stígvel á fótunum og hræðilega skammbyssu dinglandi við lendar þér — eg skal fúslega játa, að þú varst æfintýrið ljóslifandi 1“ „Já, alveg rétt,“ hrópaði hún sigri hrósandi. „Þetta er miög létt dæmi — við látum æfintýri okkar ganga upp hvort í öðru. Þá er því máli lokið, og þú þarft aldrei framar að hæðast að æfintýrum. í öðru lagi full- yrti eg það, að ekkert æfintýralegt var við það, þó Tudor kysti mig, og því siður var þessi kjánalega hólmganga æfintýri. En — mér finst það æfintýralegt, að þú —■ varst ástfanginn af mér. . . Og loks — og það er að bæta æntýri við æfintýri — þá hela eg — eg elska þig Davíð--------Davíðl'1 Síðasta orðið kafuaði hálfgert við brjóst hans um leið og hann þrýsti henni í örmum sér. „En eg elska þig ekki vegna þess, að þú tókst þátt í þessum kjánalátum 1 dag,“ hvíslaði hún, með höfuðið við barm hans. „Hvítir menn eiga ekki að skjóta hvor annan.“ ,.En hvers vegna elskarðu mig?“ spurði hann snort- inn af sömu ósk og allir aðrir elskhugar — en þeirri spnrningu hefir aldrei verið svarað. „Eg veit ekki — af því eg geri það, býst eg við. Og þú gafst mér heldur enga aðra skýringu, þegar við töluðum saman eins og karlmaður við karlmann. En eg hefi elskað þig í margar vikur — altaf síðan þu gerðist svo hæverskur og þægilegur 1 viðmóti þrátt fyrir af- brýðissemi þína gngnvart Tudor.“ „Já, já, haltu áfram,“ sagði hann óþolinmóður, þegar hún þagnaði. „Eg beið þess, að þú talaðir máli þínu, og elskaði þig því meir fyrir það, að þú sást að þér. Þú ert alveg eins og pabbi og Vonn. Þeir réðu líka við tilfinningar -^JE f intýrið eftir jfack London, er bráðura fullprentað á ágæt- an pappir með mynd höfundarins. Þetta er ein- hver allra skemtilegasta saga Londons, sem er meðal frægustu rithöfunda siðari ára. — Bókin er yfir 200 síður og kostar að eins 4 kr. send frítt hvert á land sem er gegn póstkröfu. Bók- hlöðuverð er 6 kr. Kanpendur Alþýðublaðsins fá söguna fyrir kr. 3,60 Sendið pantanir sem fyrst til Alpýðublaðsins, Reykjavik. Ath. Skrifið á pöntunina" hjá hverjum þið kaupið Alþýðublaðið, ef þið kaupið það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.