Dagur


Dagur - 16.12.1982, Qupperneq 3

Dagur - 16.12.1982, Qupperneq 3
Mikið annríki hjá Flugleiðum „Það má reikna með að aðal- straumurinn fari af stað strax eftir helgina, en þá fer skóla- fólk t.d. að halda heim í jóla- leyfi,“ sagði Sæmundur Guð- vinsson, fréttafulltrúi hjá Flug- leiðum, er Dagur spjallaði stuttlega við hann um flug fé- lagsins yfir hátíðarnar. „Það er mjög mikið bókað í ferðir síðustu dagana fyrir jól, enda verða Flugleiðir með mikið af aukaferðum. Við fljúgum einar nfu ferðir til Akureyrar, fimm til Húsavíkur og á Sauðárkrók verða aukaferðir auk þess sem í nokkur skipti verður skipt yfir á Fokker í: þeirri áætlun í stað Twin Otter.“ Að sögn Sæmundar verða síð- ustu ferðir fyrir jól á aðfangadag. Þá verður t.d. flogið um morgun- inn til Akureyrar, þaðan til Húsa- víkur og loks Reykjavíkur. Um hádegið verður svo flogið á Sauð- árkrók, þaðan til Akureyrar og áfram til Reykjavíkur og er þetta síðasta ferð frá Norðurlandi fyrir jól. Ekkert flug verður á jóladag, fremur en venjulega, en flogið á suma staði á 2. dag jóla. Á gaml- ársdag verður flogið á Akureyri, Sauðárkrók og Húsavík en ekkert flogið á nýjársdag. Og strax upp úr áramótum hefst svo önnur törn hjá Flugleiðum, þegar þeir sem fóru í jólafrí á milli staða halda til baka aftur. Sæmundur sagði að flug til Norðurlands hefði gengið vel að undanförnu og það væri óvenju- legt að það sem af væri desember hefði aldrei verið ófært á alla staði sama dag. Ávallt hefði verið hægt að fljúga á einhverja áætlunar- staði þótt ófærð hefði hamlað flugi á aðra. . ......... Nýjung: Marineruð ýsa. Algjört lostæti. HRÍSALUNDI 5 J Betri jólakaup Jólapappír, stór rúlla ..... kr. 13.95 Jólapappír, lítil rúlla .... kr. 10.95 Jólamerkimiðar ............. kr. 4.15 Jólamerkimiðar ............ kr. 5.75 Jólatré, plast .......... frá kr. 499.00 Jólaseríur .............. frákr. 279.00 Mjög gott úrval jólagjafa á okkar verði HAGKAUP Norðurgötu 62 Sími 23999 Herradeild sími23599 Herradeild sími23599 16. desember 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.