Dagur - 11.01.1983, Page 1

Dagur - 11.01.1983, Page 1
DEMANTS- HRINGARNIR KOMNIR GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 11. janúar 1983 4. tölublað „Við höfum fengið um það nokkuð góð orð að heimilt verði að ráða í þær stöður sem þarf til að koma þessu af stað og nú er verið að vinna í því að fá einhverja peninga til reksturs- ins og ekki útilokað að það geti gengið,“ sagði Bjarni Arthúrs- son, forstjóri Kristneshælis, en þar bíður nú nær fullbúin af- vötnunarstöð fyrir áfengis- sjúklinga þess að verða tekin í notkun. Húsbúnaður og húsnæði er fyrir hendi og læknar og hjúkrun- arfólk er á staðnum, en heimild vantar til að ráða fjóra starfsmenn og fjárveitingu til rekstursins. Á fjárlögum er ekki sérstök fjárveiting til þessa máls, en sér- stakur liður í fjárlögum gæti gert mögulegt að fé fengist í þetta. Reiknað er með að launakostn- aður á ári verði 935 þúsund krónur, miðað við verðlag 1. desember og annar rekstrarkostn- aður rúmlega 400 þúsund krónur. Afvötnunarstöðin á að rúma 10 manns í senn og gert er ráð fyrir viku til tíu daga meðferð. Bjarni sagði að full þörf væri orðið fyrir framhaldsmeðferð í líkingu við þá sem nú fer fram á Vífilsstöðum og Sogni en það yrði þá á annarra vegum en Kristneshælis. Skattframtöl borin út bráðlega Nú líður senn að því að menn þurfi að fara að setjast niður og taka til við hina árlegu skýrslu- gerð til yfirvaldanna en hér er að sjálfsögðu átt við skatt- framtalið skemmtilega. Hjá Skattstofunni á Akureyri fengust þær upplýsingar að senni- lega yrðu skattframtölin borin út um 20. janúar og skilafrestur yrði þá væntanlega 10. febrúar eins og í fyrra. Dragist hinsvegar eitthvað að framtölin verði borin út gæti fresturinn lengst eitthvað. Togararnir eyðilögðu I ínuna í friðuðu hólf i „Það komu þarna tveir eða þrír togarar inn á lokaða svæðið í Reykjafjarðarál, toguðu yfir línuna hjá mér og ég missti 14 bjóð. Þetta er tilfinnanlegt tjón því þetta er um fjórðungur af línunni sem ég er með. Ég held að þetta geti ekki verið eins- dæmi því hvað gera þeir þegar við erum ekki á staðnum úr því að þeir leyfa sér að fara inn á svæði sem er lokað fyrir öllum togveiðum meðan línubátar eru þar við veiðar,“ sagði Gunnlaugur Konráðsson, á Særúnu frá Árskógssandi, í viðtali við Dag en togarar eyði- lögðu fyrir honum línu í Reykjafjarðaráli í síðustu viku. Þetta gerðist á svæði sem er lokað fyrir öllum togveiðum. „Ég frétti það hjá Jakobi Þor- steinssyni, á Frosta frá Grenivík, að hann hefði lent í því nóttina áður að togarar toguðu yfir línuna hans sem var um hálfa mílu fyrir innan mörkin. Hann missti sjö bjóð. Til að vera öruggur lagði ég mína línu hvergi nær mörkunum en tvær mílur, vegna ótta við tog- arana. Mér datt ekki í hug að til- kynna togurunum í talstöðina að ég hefði lagt línuna á þessum slóðum, enda taldi ég mig örugg- an. Ég var síðan að draga þegar 2 eða 3 togarar komu inn í hólfið. Ég var það langt í burtu að ég sá ekki hvort þeir voru að toga, enda dimmviðri og snjókoma af og til og bræla. En það kom sem sagt í ljós að þeir höfðu heflað allan vestasta hlutá línunnar hjá mér, samtals 14 bjóð með 540 krókum. Ég veit ekki hverjir þetta voru, en á þessu svæði voru togarar alls staðar að af landinu, milli 10 og 20 skip. Mín reynsla er sú að vegna frekju og aðgangshörku togar- anna geta línubátarnir ekki einu sinni treyst því að fá að vera í friði í hólfum sem eru lokuð fyrir öll- um togveiðum," sagði Gunnlaug- ur. Hann bætti því við að þeir hefðu verið svona vestarlega vegna þess að sáralítinn eða eng- an afla væri að fá á heimamiðum. Um 10 tíma sigling er á miðin í Reykjafjarðarál. Gunnlaugur gat þess einnig að hann hefði kært þetta mál til Landhelgisgæslunn- ar. Sjúkraflutningar: Harðar innheimtu- aðgerðir dugðu „Þegar dæmið var gert upp 20. desember sl. voru ekki nema 11,4% af greiðslum fyrir sjúkraflutninga útistandandi, sem er mikill munur frá því ára- mótunum í fyrra en þá voru 45% útistandandi,“ sagði Bjarni Arthúrsson, forstöðu- maður Rauða kross deildarinn- ar á Akureyri, í viðtali við Dag. Bjarni sagði að þetta stafaði fyrst og fremst af því að nauðsyn- legt hefði verið að fara út í harðar innheimtuaðgerðir og þær hefðu borið þennan árangur. Um 55% aukning varð á útseld- um akstri milli ára en töluverður rekstrarhalli er á sjúkraflutning- unum. Kemur það sér illa því nú þarf að fara að endurnýja fjór- hjóladrifsbíl Rauða krossins og kostar nýr bíll um 750 þúsund krónur eftir að gjöld hafa verið felld niður. Hvassviðrið og snjókoman undanfarna daga hefur tæplega farið framhjá neinum, margir hafa fengið tækifæri á að draga fram snjóskóflumar, t.d. bátseigandinn sem var að hreinsa snjó af bát sínum í smábátahöfninni í Sandgerðisbót, á dögunum. Ljósmynd: KGA. Innbrot á Afvötnunar Gerðardómur í brauðmálinu: Sala utan veitingastofu Dómur er nú genginn í brauðmálinu svokallaða I versl- unarmiðstöðinni í Sunnuhlíð. Niðurstaða hans varð sú að meirihluti gerðardómsins sem skipaður var í málið taldi söiu á matarbrauðum og brauðum í heilum pakkningum sem ekki væru ætluð til neyslu á staðnum óheimila og byggir dómurinn á kaupsamningi. Sem kunnugt er reis upp deila milli Brauðgerðar Kr. Jónssonar og KEA vegna sölu brauðgerðar- innar á brauði út úr veitingastof- unni í Sunnuhlíð. Taldi KEA að um væri að ræðá brot á sameign- arsamningi, sem m.a. kveður á um hvað hver aðili megi selja á staðnum. Skipaður var gerðar- dómur til að leysa úr ágreiningn- um. Árni Pálsson, lögfræðingur, var skipaður af fógeta sem oddviti en Ragnar Steinbergsson var full- trúi KEA og Björn Jósef Arnvið- arson fulltrúi brauðgerðarinnar. Oddviti og fulltrúi KEA kom- óheimil ust að áðurnefndu meirihlutaáliti en fulltrúi brauðgerðarinnar var nánast á öndverðri skoðun. Gerðardómnum er ekki hægt að áfrýja og á grundvelli hans er hægt að fá lögbann sett á sölu brauða úr veitingastofunni sem neyta á utan hennar. í fyrrinótt var brotist inn í Krókeyrarstöð við Drottning- arbraut á Akureyri. Farið var inn um sölulúgu og einhverju stolið þar af tóbaki og hugsan- lega einnig einhverju sælgæti. Að sögn Daníels Snorrasonar, rannsóknarlögreglumanns á Ak- ureyri, hafði verið lítið um inn- brot í bænum þar til um áramótin og hefur talsvert borið á minni innbrotum síðustu daga. Rann- sóknarlögreglan vinnur að því að upplýsa þessi mál.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.