Dagur - 11.01.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 11.01.1983, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 11. janúar 1983 Mótmæla kæru um hús- brot og líkamsmeiðingar Æfingar standa nú yfir af full- um krafti hjá Leikfélagi Akur- eyrar á „Bréfberanum frá Arles“ sem frumsýnt verður í byrjun febrúar. í>að er Haukur Gunnarsson sem leikstýrir því verki en hann kom gagngert frá Noregi þar sem hann starfar til þess. Með honum kom norski leiktjaldamálarinn, Svein Lund Roland, sem sér um leiktjöldin. Aðalhlutverkin verða í höndum Þráins Karlssonar og Viðars Eggertssonar. Síðasta verkefni LA á leikárinu verður „geggjaður farsi“ eins og Signý Pálsdóttir, teikhússtjóri, orðaði það í samtali við Dag. Hann ber heitið „Laxerið með ljúfu geði“ og það erenginn annar en Ftosi Ólafsson sem hefur leik- stjórn á höndum, en hann hefur einnig þýtt verkið sem er eftir Feydeau. Petta verk verður frum- sýnt nærri páskum. Bjart f ram- undan í Hrísey Hrísey 10. janúar. Jól og áramót voru tíðindalítil í Hrísey. Börn og fullorðnir fjölmenntu við hátíðaguðþjón- ustu á Aðfangadagskvöld. Jólatrésskcmmtun fyrir börn var haldin og hefðbundnir dansleikir milli jóla og nýárs. Vinna í frystihúsinu var í lág- marki um hátíðarnar en nú hefj- ast annirnar á ný með hækkandi sól. Togarinn Snæfell kom inn í fyrrakvöld eftir 6 daga útivist með um 90 tonn af góðum fiski. Tveir þilfarsbátar sem gerðir verða út á línu og net eru að hefja veiðar. Heimtur Hríseyjarhrepps á opinberum gjöldum voru góðar, eða allt að 90%. Að framan- skráðu má ljóst vera að fólk hér lítur björtum augum á framtíð- ina, með skuldir greiddar og næga atvinnu fyrir höndum. S.A. Ungu mennirnir sem sagt var frá að hefðu framið húsbrot og ráðist á íbúana í Saltvík sunnan Húsavíkur hafa mótmælt frá- sögnum af málinu, sem þeir telja einhliða og rangar. Frá- sögnin sem birtist í Degi var höfð eftir gesti húsráðenda, sem var á staðnum, og borin undir Adolf Adolfsson, sýslu- fulltrúa á Húsavík, sem kvað frásögnina í samræmi við það sem fram hefði komið við skýrslutöku. í viðtali við blaðamann Dags á Húsavík við tvo þeirra sem málið snerist um kemur fram, að þeir hafi verið að skemmta sér nokkrir vinnufélagar þennan dag og verið við skál. Þeir hafi ætlað að snúa við hjá Saltvík en bíllinn hafi runnið til í hálku inn á afleggjar- ann heim að Saltvík. Þeim hafi dottið í hug að heilsa upp á hús- ráðendur, enda verið ljós og þeir þóst hafa séð fólk í glugga. Þeir hafi barið að dyrum, húsbóndi komið til dyra og þeir beðið kurt- eislega um að fá að koma í heim- sókn. Hafi hann sagt nei og vera með gesti. Þá hafi þeim dottið í hug að spyrjast fyrir um hátalar- ana sem skemmdust er brugg lak niður af efri hæð húss sem hann bjó í, en hann hafi sagt að hann ætti þessa hátalara ekki lengur. Þar sem illa hafi verið tekið í málaleitan þeirra um að fá að ganga í bæinn hafi þeir ætlað að fara. Einum félaganna hafi þá orðið það á að setja út á útlit hús- bóndans með því að segja að E23 HúsUrot^og^ a un9 *»I®S mm ncmn» g«»' „tm að tms,n“ hávaða°S ,tið ÍÍS slá gleraugu ai hafði cftir út» íbU' m t0eum »ð súhótun,ásamtþ ðmcnn ssssí- r saftði ssíS&ffS roÞe,r sgSffsaas—*_ v°ruJJ"ft aö hafa v skegg hans væri ljótt. Hann hafi vart verið búinn að sleppa orðinu er hann hafi fengið vel útilátið kjaftshögg og síðan hafi húsráð- andi stokkið upp stigann upp á aðra hæð. í látunum hafi flaska sem þeir voru með dottið í gólfið og brotnað og þegar þeir hafi ver- ið að tína upp glerbrotin hafi hús- ráðandi komið æðandi niður stig- ann vopnaður haglabyssu og þá hafi þeir flýtt sér burt hið bráð- asta. Þeir sögðust enn fremur hafa spurt ítrekað eftir því hjá lögregl- unni hvort skýrsla þeirra gilti sem kæra á hendur húsbóndanum fyrir að ógna þeim með vopni og hafi lögreglan svarað þeirri spurningu játandi. Þeir mótmæltu því ein- dregið að hafa haft í frammi dólgshátt eða dónaskap og enn- fremur væri það rangt að þeir hafi barið hjónin, hvað þá gestkom- andi, en það mun hafa komið fram í öðru blaði. Það skal tekið fram að þegar upphafleg frétt af málinu var bor- in undir sýslufulltrúann var hann sérstaklega inntur eftir því hvort húsráðandi hafi náð í byssuna og ógnað þeim með henni. Hann sagði að það muni nú ekki hafa gengið svo langt. Ennfremur var hann spurður eftir því sérstaklega hvort mennirnir væru búnir að kæra húsráðanda, en sagði að ekki væri litið á skýrslu þeirra sem kæru. Slökkvilið Akureyrar: Bílarnir komnir til ára sinna „Við erum að berjast fyrir því að fá að kaupa nýjan slökkvi- bfl,“ sagði Tómas B. Böðvars- son, slökkviliðsstjóri á Akur- eyri, í spjalli við Dag. I skýrslu hans um útköll hjá slökkvilið- inu á síðasta ári er vikið að bif- reiðaeign slökkviliðsins og kemur þar fram að meðalaldur slökkvibflanna er tæp 29 ár. „Það er hæpið að segja að bíla- kostur okkar sé viðunandi og að við séum vel í stakk búnir til þess að mæta stórum útköllum. Þó er bílunum vel við haldið en af- kastageta þeirra er ekki mikil.“ - Þess má geta að bílar slökkviliðs- ins eru frá árunum 1942, 1946, 1952,1953 og 1976. Á síðasta ári var slökkvilið Ak- ureyrar kallað út 78 sinnum. Af þessum útköllum voru 4 utan bæjarins. Mestu eldsvoðarnir voru að Furulundi 10 í janúar og er svínabúið að Hamraborgum brann í júní. Slökkviliðið sér einnig um sjúkraflutninga. Sjúkraútköll urðu 1136ásíðasta ári, þar af213 utanbæjar. Af þessum 1136 út- köllum voru 170 bráðatilfelli sem er nokkuð meira en árið áður. Björguðu hrossum úr Hvammshnjúk „Þetta var mjög góð ferð og það gekk upp sem við ætluðum okkur að gera,“ sagði Baldvin Haraldsson á Stóru-Hámund- arstöðum á Arskógsströnd, en Baldvin fór ásamt félögum sín- um í Björgunarsveit Slysavarn- arfélagsins á Arskógsströnd í mikinn björgunarleiðangur í síðustu viku. Fréttst hafði að 11 hross væru í sjálfheldu í Hvammshnjúk í Arnarnes- hreppi og var leiðangurinn far- inn þeim til bjargar. 12 félagar björgunarsveitarinn- ar fóru og með þeim tveir menn úr Arnarneshreppi. Þegar þeir voru komnir upp fyrir hrossin mokuðu björgunarmenn 20-30 metra löng göng í snjóinn niður til þeirra og voru göngin um 2 metrar á dýpt. Upp þessi göng tókst að bjarga hrossunum, utan tveggja. Hafði eitt hrapað framaf áður en björg- unarmenn komu á staðinn en hitt sneri sér við í göngunum og hrap- aði þá niður. Brattinn í þessum göngum var svo mikill að hrossið stóð ekki undan brekkunni. Þegar upp á brúnina var komið með hrossin gerði aftakaveður, ofsarok og fannkomu og sá ekki handa skil. Varð að skilja hrossin eftir þar uppi en björgunarmenn bundu sig saman og héldu heimleiðis. Ljóst er að björgunarmenn hafa unnið mikið þrekvirki og voru þeir allan birtutíma dagsins í leiðangrinum. Þeir fóru aftur upp daginn eftir og fundu þá hrossin sem hrapað höfðu. Hafði fall þeirra verið um 30 metrar. I # Bannað að kíkja Það virðist greinilega vera mikið feimnismál hverjir fá svokallaðar láglaunabætur og hverjir ekki, en þeim mun meira er pískrað um að þessi og hinn fái bætur á meðan Pétur og Páli.sem þyrftu frem- ur á bótunum að halda, fái ekki neitt. Ganga magnaðar sögur um það hverjir fái bæt- urnar á Akureyri og eru bráð- fyndnar ef sannar eru. Hjá Skattstofunni á Akureyri var okkur tjáð að ekkert væri gef- ið upp um það hverjirfá þess- ar bætur, einstaklingar sem þangað leita geta fengið að vita hvort þeir sjálfir fá bætur, aðrar upplýsingar liggja ekki á lausu. Það er sem sagt ekki hægt að komast að því hvort menn sem eiga fyrirtæki sem ganga vel, nýja bíla og allt það, hafa virkilega fengið bæturnar. En það er hægt að fara á skattstofuna og fá að sjá hvað þessi sami maður greiðir í opinber gjöld. Dálítið snúið, ekki satt? • Villekki bæturnar Greín Guðrúnar Einarsdóttur forstjóra Ofnasmiðju Norður- lands í DV s.l. föstudag þar sem hún skýrir frá því að henni hafi borist „láglauna- bætur“ frá ríkisstjórninni hef- ur vakið mikla athygli. Guð- rún segist sitja uppi með ávís- un að upphæð kr. 1.686 og hreinlega ekkert vita hvað hún eigi við ávísunina að gera. Ekki detti sér ( hug að leysa féð út til eigin nota og ekki vill hún heldur endur- senda ríkisféhirði það. Þetta verður ósjálfrátt til þess að manni verður hugsað tii allra hinna sem fengu „láglauna- bætur“ án þess að þurfa á þeim að halda, og hvort þeim er einhverjum eins innan- brjósts og Guðrúnu. # Innheimtan gekk vel Svo einkennilega sem það kann að hljóma í miðri um- ræðunni um að allt sé að fara á hausinn í þjóðfélaginu, þá mun innheimta opinberra gjaida hafa gengið vel á þeim stöðum norðanlands þaðan sem Dagur hefur fregnað. Er innheimtuhlutfall víða um og yfir 90% af álögðum gjöidum og virðist innheimtuhlutfallið síst vera lakara en undanfarin ár. Hínsvegar bendir allt til þess að það sem fólk hafi sparað við síg á staðinn hafi verið ýmislegt er tengdist jóiahaldi og kaupmenn munu margir hverjir hafa fundið illi- lega fyrir því.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.