Dagur - 13.01.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 13.01.1983, Blaðsíða 1
HALSFESTAR 8og14KARÖT GULLSMIOIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, fimmtudagur 13. janúar 1983 5. tölublað Skaðabætur vegna brauð- málsins? „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um það enn hvort höfðað verður skaðabótamál," sagði Björn Jósef Arnviðarson, Iögfræðingur, sem sat í gerðar- dómi í brauðmálinu svokallaða fyrir Brauðgerð Kr. Jónssonar, sem tapaði málinu sem kunn- ugt er. Hugsanlegt er að brauðgerðin geti átt skaðabótakröfu á hendur Smáranum sem byggði og seldi húsið í Sunnuhlíð, á þeirri for- sendu að meiru hafi verið lofað varðandir ekstur veiginastofunn- ar en hægt var að standa við vegna annarra sem. eiga hlut í húsinu, þ.e. Kaupfélaginu. Málið snerist um það hvort veitingastofan mætti selja brauð til neyslu utan hennar, eins og um bakarí væri að ræða. Ólafur Birgir Árnason, sem flutti málið fyrir gerðardómi fyrir hönd Kaupfélagsins, sagði í við- tali við Dag, að hann teldi að Kaupfélagið hefði átt ótvíræða skaðabótakröfu á hendur Smár- anum ef það hefði tapað málinu. Innbrot og ávísanafals upplýst Innbrotið í Krókeyrarstöðina sem Dagur sagði frá er nú upplýst. Rannsóknarlögreglan á Akureyri hafði upp á tveimur unglingspiltum sem innbrotið frömdu. Þeir stálu töluverðu af tóbaki og sælgæti en mestu af þýfinu hefur nú verið komið til skila. Þá er búið að upplýsa ávísana- falsið sem upp kom á Akureyri fyrir jól, en þá keyptu tveir menn sjónvarp og myndsegulband og greiddu með fölsuðum ávísunum. Bundíð slitlag á þjóð- vegum: Tæplega 60% lagt á sl. þrem árum Haustið 1982 var búið að leggja bundið slitlag á rösklega 650 kflómetra af þjóðvegum Iandsins. Þar af hafa tæplega 290 kflómetrar verið lagðir síð- ustu tvö árin, eða yfir 44% af heildarmagni bundins slitlags á þjóðvegum. Sé árið 1980 talið með hefur bundið slitlag verið Iagt á tæplega 390 kiu, eða yfir 58% af þjóðvegunum sl. þrjú ár. Því verður vart annað sagt en verulega hafi áunnist í þess- um efnum í valdatíð núverandi samgönguráðherra. Ofangreindar upplýsingar er að finna í 3. hefti Fjármálatíðinda 1982, sem gefið er út af hagfærði- deild Seðlabanka íslands. Þar kemur einnig fram að búið sé að leggja bundið slitlag á yfir þriðj- ung þjóðvegarins frá Reykjavík til Blönduóss (41%), Sauðár- króks (40%), Akureyrar (35%), Dalvíkur (37%) og Húsavíkur (35%). Ef litið er til þess hvernig að þessum málum hefur verið staðið á rösklega tveimur áratugum kemur það í ljós að frá 1960-1969 var lagt bundið slitlag á aðeins 43 km, en frá 1970 til haustsins 1982 hefur hins vegar verið lagt bundið slitlag á tæplega 608 km, eða 93,4% alls bundins slitlags á þjóð- vegum landsins. Þar af hefur lang mest verið lagt síðustu þrjú árin, eins og áður sagði, eða á 91 km árið 1980,143 km árið 1981 og 144 km árið 1982. Samkvæmt óendur- skoðaðri vegaáætlun fyrir þetta ár er gert fyrir að lagt verði svipað magn núna og síðustu tvö árin, eða yfir 140 km. Enn er þó lagt í land að viðun- andi árangur náist, því þjóðvega- kerfið er samtals 8400 km, en um- ferð að vísu ákaflega mismunandi eftir vegum. í langtímaáætlun um svokallaða góðvegagerð, sem mun ná 12 ár fram í tímann, er gert ráð fyrir að ljúka vegabótum á um 2800 km, eða þriðjung þjóð- vegakerfisins. Þar af er helming- urinn í hringveginum,, eða um 1400 km. Nú er sem sagt lokið við tæplega fjórðunginn samkvæmt þessari áætlun. Segja má að þessi mynd sé lýsandi fyrir það ástand sem ríkt hefur að undanförnu. Hvarvetna hafa bifreiðaeigendur lent í vandræðum af völdum veðurhamsins og þó að Norðlendingar hafi e.t.v. sloppið betur en aðrir landsmenn hafa þeir ekki síður en aðrir þurft að moka snjó frá bifreiðum sínum. Mynd ESE IWikiö tjón í Hrísey Tjónið sem varð í Hrísey í óveðrinu þann 16. nóvember s.l. hefur nú verið kannað að mestu. Um mikið tjón var að ræða, eink- um á svonefndu Sandhorni þar sem eru ýmis verkstæði og hús fiskvinnslu KEA. Sjórinn braut stór skörð í hlífð- argarða og þar sem mjög hásjávað var gekk sjór á land upp og flæddi kringum húsin á Sandhorninu, þar á meðal frystihúsið. Náði sjór hæst um hálfan metra upp á austurgafl þess og urðu björgun- armenn að nota báta við störf sín. Taka varð rafmagn af húsinu í fimm og hálfan tíma en þó tókst að forða stórskemmdum. Kom sér vel að vélar og mótorar standa á háum undirstöðum.Enginn sjór komst inn í salthús og beinaverk- smiðju og ekkert tjón varð í frysti- klefum frystihússins. Þess má að lokurxj geta að inni í hinni nýju fiskmóttökuírystihúss- ins fundust sprikjandi fiskseiði og finnst mörguth Hríseyingum það góðs viti. Beiðni um opnun hafnað - en rekstur Las Vegas látinn afskiptalaus til 1. mars Úm miðjan s.I. mánuð var sótt til bæjaryfirvalda um það að opna leiktækjasal í gamla Eim- skipafélagshúsinu við Kaup- angsstræti 2. Byggingarnefnd tók málið síðan fyrir á fundi 17. desember og hafnaði erindinu fyrir sitt Ieyti. Hinsvegar sagði í afgreiðslu nefndarinnar að hún myndi ekki gera athugasemd við að umbeðin starfsemi fari fram í húsinu til 1. mars 1983 enda uppfylli umsækj- andi þau skilyrði sem eldvarnar- -og heilbrigðisnefnd kunni að setja. Bæjarstjórn staðfesti síðan samþykkt byggingarnefndar og leiktækjasalurinn sem hlaut nafn- ið „Las Vegas" tók til starfa og hefur verið starfræktur síðan. Dagur fékk upplýsingar um af- greiðslu málsins hjá Valgarði Baldvinssyni bæjarritara sem sagði einnig: „Það verður bara hver og einn að túlka þetta eins og hann skilur það, en ég skil það ekki". Sigurður Óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins bar upp breytingartillögu þeg- ar bæjarstjórn afgreiddi málið og lagði til að erindinu yrði alfarið hafnað og leyfi til 1. mars yrði ekki veitt. „Ég tel að starfsleyfi frá bæjar- stjórn þurfi til þessa reksturs vegna ákvæða í lögreglusam- þykkt. Um það eru skiptar skoð- anir og þá tel ég að það þurfi að breyta lögreglusamþykktinni þannig að ótvírætt sé að leyfi bæjarstjórnar þurfi fyrir rekstri á billiardstofum og öðrum leik- tækjastofum. Auk þess var ég andvígur því að þetta væri látið afskiptalaust sem þýddi það að það var verið að gefa leyfið í þrjá mánuði", sagði Sigurður Óli í samtali við Dag. „Það hefur ekkert verið leitað til Æskulýðsráðs varðandi þetta mál og álits ráðsins var ekki óskað", sagði Hermann Sigryggs- son æskulýðsfulltrúi. Við höfðum hinsvegar af því fregnir að þessu erindi hefði verið hafnað og töld- um það úr sögunni. Eftir að staðurinn var opnaður hafa starfsmenn Æskulýðsráðs skoðað staðinn og starfsemina og í framhaldi af því átt viðræður við fógeta um ýmis atriði sem tengjast málinu. Því er ekki að leyna að okkur hafa borist kvartanir vegna opnunar þessa staðar" sagði Hermann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.