Dagur - 13.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bylting í lagningu bundins slitlags Mjög verulega hefur áunnist í lagningu bundins slitlags í valdatíð núverandi ríkis- stjórnar. Má raunar segja að um algjöra bylt- ingu sé að ræða í þessum efnum. Samkvæmt upplýsingum úr Fjármálatíðindum, sem Seðlabanki íslands gefur út, var á síðastliðnu hausti búið að leggja bundið slitlag á rösk- lega 650 kílómetra af þjóðvegum landsins. Þar af hafa tæplega 290 kílómetrar verið lagðir á síðustu tveimur árum, eða yfir 44% af heildarmagni bundins slitlags á þjóðveg- unum. Sé litið til síðustu þriggja ára nemur þetta hlutfall yfir 59%, eða 380 kílómetrum. Því hafa tæplega tveir þriðju hlutar af bundnu slitlagi á þjóðvegum landsins verið lagðir í tíð núverandi samgönguráðherra, Steingríms Hermannssonar. Segja má að þetta sé aðeins upphaf þeirrar miklu byltingar sem nú er að verða á þjóð- vegunum. Áætlað er að jafn mikið verði lagt af bundnu slitlagi á nýbyrjuðu ári og á síð- asta ári, eða yfir 140 kílómetrar. Svipað magn var einnig lagt á árinu 1981. í langtímaáætl- un um góðvegagerð, sem nær 12 ár fram í tímann, er gert ráð fyrir að ljúka lagningu bundins slitlags á um 2800 kílómetra eða um þriðjung þjóðvegakerfisins alls. Þar af er helmingurinn í hringveginum, eða um 1400 kílómetrar. Þegar þessu verður lokið má segja að allir fjölförnustu þjóðvegir landsins verði komnir með bundið slitlag. Samtals er þjóðvegakerfið um 8400 kílómetra langt, en umferðarþungi er ákaflega mismunandi. Ef litið er til þess hvernig að þessum mál- um hefur verið staðið á rösklega tveimur ára- tugum kemur í ljós að frá 1960 til 1969 var langt bundið slitlag á aðeins 43 kílómetra af þjóðvegum landsins og er Keflavíkurvegur- inn þar lang stærsta verkefnið. Frá 1970 til haustsins 1982 hefur hins vegar verið lagt bundið slitlag á tæplega 608 kílómetra eða yfir 93% alls bundins slitlags á þjóðvegum landsins. Á síðasta áratug og sérstaklega síðustu þrjú árin hefur verið gerð bylting í þessum efnum, miðað við það sem á undan var gengið. Yfir þriðjungur þjóðvegarins milli Reykja- víkur og Akureyrar er nú með bundnu slit- lagi, eða35%. Sömusögu er að segjaumleið- ina milli Reykjavíkur og Húsavíkur og Reykjavíkur og Dalvíkur, sem er með 37% bundið slitlag. Um og yfir 40% þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Blönduóss annars vegar og Sauðárkróks hins vegar er með bundnu slitlagi. Vegabætur af þessu tagi hafa verið taldar með arðbærustu fjárfestingum hér á landi. Verður vart annað sagt en vel hafi verið fjár- fest og mikið framkvæmt á síðustu þremur árum. f.... Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma: Greinargerð talsímavarðanna byggð á miklum misskilningi Vegna greinar sem birtist í Degi fimmtudaginn 6. janúar 1983 undir yfirskriftinni „Talsímaverð- ir eru óánægðir" óska ég undirrit- aður að gera eftirfarandi athuga- semd. í nóvember sendu nokkrir tal- símaverðir frá sér greinargerð varðandi skerðingu á símaþjón- ustu að þeirra áliti, samfara fækk- un starfa talsímavarða, sem af- leiðingu af aukinni sjálfvirkni á símaþjónustu. Greinargerð talsímavarðanna er byggð á miklum misskilningi bæði hvað varðar þróun skeyta- og símaafgreiðslu í boxi og póst- þjónustu og virðast þeir ekki hafa leitað eðlilegra skráðra upplýs- inga sem hægt er að skoða um talsímaafgreiðslu, en vísa má til þess að Hagdeild Póst og síma breytti fyrir 2 til 3 árum skráning- arformi skeyta- og talsímaaf- greiðslu í betra og aðgengilegra upplýsingaform en áður var. Það er ljóst að þessar breyting- ar frá handvirku í sjálfvirkt síma- kerfi hefur ekki nú, heldur alltaf verið viðkvæmt mál þar sem hún lo'sar út störf og því miður eru ekki fyrir hendi önnur störf hjá stofnuninni sem hægt er að bjóða upp á sem þó er leitast við að fremsta megni hverju sinni. Þess má jafnframt geta að mín reynsla hefur kennt mér að þessu starfsfólki, bæði talsímavörðum og þeim sem önnuðust símstöðvar til sveita, verða seint fullþökkuð þeirra störf í þágu stofnunarinnar og almennings þegar á reyndi en það kom vissulega oft fyrir þar sem þjónustutími við aðstæður handvirkssíma voru takmarkað- ar. Þar sem fyrrnefnd greinargerð er nokkuð óljós, hverf ég frá því ráði að svara henni í einstökum atriðum heldur vísa til eftirfar- andi upplýsinga sem ég vænti að sýni að Póstur og sími stefnir að aukinni þjónustu og er það sam- merkt um allt land þótt ég svari fyrir þetta póst og símaumdæmi. Á síðastliðnum 6 árum hafa gerst stórstígar framfarir á síma- þjónustu Pósts og síma samhliða verulegri hagræðingu til kostnað- arlækkunar. Á sama tíma og 25 símstöðvar hafa verið lagðar niður í þessu póst og símaumdæmi sem nær frá Hrútafirði austur á Langanes hafa allir símnotendur með handvirk- an sveitasíma fengið sólarhrings þjónustu. Lög um sjálfvirkan síma voru samþykkt á Alþingi vorið 1981 sem gera ráð fyrir að lokið verði við lagningu sjálfvirks síma á 5 árum á öllu landinu. Samhliða aukinni sjálfvirkni gerast síðan eðlilegar hagræðing- ar á símaþjónustu. Afgreiðslutími boxafgreiðslu í símaþjónustu helgaðist af við- veruþörf talsímavarða á hverjum stað miðað við ákvarðaðan tíma (frá 4 til 24 klst.). Þegar símasvæði símstöðva er orðið alsjálfvirkt skapast mögu- leiki til tilfærslu á símaþjónustu. Langlínuafgreiðsla 02 og skeyta- þjónusta 06 þarf ekki að vera til staðar á hverri póst- og símstöð heldur getur slík þjónusta flust til færri miðstöðva, Akureyri af- greiðir t.d. langlínusamtöl fyrir símstöðvar sem eru alsjálfvirkar svo sem Akureyri, Hrafnagil, Hjalteyri, Grenivík, Dalvík, Árskóg, Hrísey, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Raufarhöfn, í þessu felst mikil hagræðing. Afgreiðsla síma og skeytaþjón- ustu í boxi fer fram í póst- og símaafgreiðslum á hverjum stað Ársæll Magnússon við hús Pósts og síma á Akureyri. og er samræmdur afgreiðslutíma póstsins (ekki banka). Staðreynd- in er sú að þörf á boxafgreiðslu minnkaði verulega við sjálfvirkni í sveitum. Þörf á símaþjónustu í boxi utan afgreiðslutíma símstöðva er mætt með sjálfsölum. Stöðvarstjórar póst og sím- stöðva hafa jafnframt ábendingu um að fylgjast með þjónustuþörf við sérstakar aðstæður, svo sem vegna neyðarástands og varðandi fermingarskeyti eða landlegu að- komuskipa og er slíkri þjónustu- þörf þá mætt með framlengingu símaafgreiðslutíma hverju sinni eftir þörfum. Símaafgreiðslur hafa vissulega verið miðstöðvar allskonar upp- lýsingaþjónustu sem ekki varðar símaþjónustuna beint. Með sjálfvirkum símabúnaði hverfur þessi þjónusta frá tal- símavörðum en í stað þess koma sjálfvirkir símsvarar sem bæði gefa upplýsingar og taka við skila- boðum. Ég vænti þess að framangreint upplýsi að Póstur og sími stefnir ekki í skerðingu á þjónustu held- ur öfugt og jafnframt fylgir eftir skyldu sinni að breytingar yfir í sjálfvirkt símakerfi leiði til lækk- aðs rekstrarkostnaðar og aukinn- ar hagræðingar til hagsbóta fyrir símnotendur. Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma, Akureyri. Ofullnægjandi starfsaðstaða við grunnskóla Akureyrar Ekki hefur farið fram hjá foreldr- um sem eiga, eða hafa átt, nem- endur á grunnskólastigi síðustu árin að námsefni skólanna hefur tekið stórstígum breytingum og ég vil segja miklum framförum. En mér er ekki ljóst hvort fólk al- mennt gerir sér grein fyrir því að þetta kallar á breytta kennslu- hætti á flestum sviðum skóla- starfsins. Afleiðingar þess eru svo aukin undirbúningsvinna kennara sem krefst betri starfsaðstöðu. Ég ætla nú að gera nokkra grein fyrir starfsaðstöðu kennara og skólastjórnar við Lundarskóla, sem ég hef starfað við frá stofnun, haustið 1974. - Tilgangurinn er Barnaskóli Akureyrar. ekki sá að koma höggi á einhvern eða einhverja aðila, heldur að vekja athygli á hvernig búið er að þessum þætti skólastarfsins nú í byrjun árs 1983. Enginn grunnskólanna hér á Akureyri býður kennurum upp á viðunandi vinnuaðstöðu. Þó er hún sennilega skást við Barna- skóla Akureyrar, en verst við tvo yngstu, en jafnframt fjölmenn- ustu skólana, Glerárskóla með 700 nemendur og Lundarskóla með 600 nemendur. En við þessa tvo skóla álít ég svipaða vinnuað- stöðu. í Lundarskóla er kennarastofa í 60 m2 stofu og vinnustofa kennara í einni almennri kennslustofu líka 60 m2, auk þessa er eldunarað- staða, skrifstofa skólastjóra og bókageymsla í um 60 m2. Vinnu- stofa kennara er jafnframt tækja- og pappírsgeymsla og þar er fjöl- ritunaraðstaða en einnig er fjölrit- að á kennarastofu og „eldhúsi". Innréttingar og fyrirkomulag í vinnustofunni er mjög óhentugt með tilliti til starfsaðstöðu, enda er sú stefna ríkjandi að leggja í sem minnstan kostnað og gera sem minnst rask, þar sem þetta er bráðabirgðahúsnæði. Annar þáttur þessa máls er sá að þessi vinnuaðstaða er á eins óhentugum stað í húsinu og hugs- ast getur, eða í enda á eldri álmu byggingarinnar. - Ég tel hiklaust að þessi aðstaða standi eðlilegu undirbúningsstarfi kennara fyrir þrifum. Flestir hafa nemendur skólans verið 674, en nú hefur þeim fækkað í 600, eins og áður hefur komið fram. Mér finnst það alröng stefna að standa þannig að framkvæmdum við uppbyggingu skólamannvirkja að horfa ein- göngu til kennslurýmis og hola svo niður „stjórnunaraðstöðu" í hluta af því plássi og oft á mjög óhentugum stað, einsög-hér hefur verið lýst. í þessu sambandi mætti taka samlíkingu af stórri fjölskyldu, sem væri að byggja yfir sig hús- næði. í þeirri byggingu væri ekki hugsað fyrir eldhúsi, heldur ákveðnum fjölda svefnherbergja og kannski stofu. Síðan væri eitt svefnherbergið tekið og það út- búið sem eldhús og þar væri hægt að elda fábreyttan mat, en hvorki sjálfrennandi vatn né frárennsli, og við þetta væri svo búið 10 ár eða lengur, og þá væri að öllum Iíkindum elstu börnin farin að heiman. Mér sýnist eðlilegra í þessu tilfelli að leggja megin áherslu á eldhúsið með þeim þæg- indum sem nú þykja sjálfsögð. Á vinnustofu kennara þarf að vera séraðstaða fyrir hvern kennara með bókasafn skólans við hliðina. Því að þar verður að fara fram sú matreiðsla á náms- efni sem nauðsynleg er til að skila góðu og árangursríku starfi. Ég vil svo að lokum beina orð- um mínum til skólanefndar og annarra sem um þessi mál fjalla að gera marktæka áætlun um upp- byggingu skólamannvirkja (grunnskólanna) í bænum og starfa í samræmi við hana. Ég álít að nú þegar sé að skap- ast alvarlegt ástand í þéssum mál- um og það þurfi að hefja fram- kvæmdir á mörgum stöðum við grunnskólana í bænum auk þess sem hraða verði byggingu Síðu- skóla. Ég segi þetta vegna þess að ég vil setja markið hátt hvað varð- ar allt skólastarf hér á Akureyri og veg skólans í landinu sem mestan. Jóhann Sigvaldason, yfirkennari. Tveir látnir listamenn Eitt hið dapurlegasta við að eldast er að verða sífellt að sjá á bak vinum sínum og samferða- mönnum. Þeim sem litu ljós þessa heims á fyrstu tveim til þrem tugum aldarinnar berast brottferðaboðin ört nú orðið. Mér verður hugsað til tveggja hinna allra síðustu: Jóhanns Konráðssonar, söngvara, og Rósbergs Snædal, skálds. En kveðjuhandtökin eru orðin mörg hin síðari ár. Ég sé okkur jafnaldra fyrir mér eins og farmenn er sigla samskipa mislyndan sæ lífsins. Eitt og eitt fley slítur úr þeim flota. Enginn veit hvenær hið síðasta hverfur í djúpið mikla. Það er veðrad.ynur í fjalli. En huggun skal það að hand- an hafsins, sem þó er dauðans haf, er hafnar von. Megi forn- vinum mínum verða þar land- taka góð og þökk sé þeim fyrir samflotið. Brotnar á banaskeri báran um sollinn mar. Dregur með sér í djúpið fornvina minna far. Fley okkar sigldu saman, sókn var til hafnar þreytt. Úr þessum fríða flota enn hefurslitið eitt. Skattgjöldin sín heimtar hafið. hvenær, spyr döpurþjóð, sekkur síðasta skipið? Válegt er veðurhljóð. K.f.D. Námskeið í vaxtarækt hefst í íþróttahöllinni 17. janúar, fyrir karla, og 18. janúar fyrir konur. Tími: 20.30-21.30. Kennt verður tvisvar í viku í 1. mán. Karlar: mánudaga og fimmtudaga. Konur: þriðjudaga og föstudaga. Innritun í síma 21061 milli kl. 2 og 4 daglega. Nú er rétti tíminn til að létta á sér. Stjórn Vaxtaræktardeildar LRA. wmmiBI Nýi hreini appelsínusafinn Blanda er kominn í verslanir 4 - DAGUR -13. janúar 1983 13. janúar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.