Dagur - 13.01.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 13.01.1983, Blaðsíða 7
Stórleikur í körfunni! Stórleikur verður í íþrótta- skemmunni á Iaugardag kl. 15, en þá leika þar Þór og Haukar í l.deild íslandsmóts- ins í körfuknattleik. Segja má að þessi leikur sé geysilega mikilvægur báðum liðunum og þá ekki síður Þórsurum sem hreinlega verða að sigra til þess að vera með í barátt- unni um sæti í Úrvalsdeild að ári. Liðin hafa leikið einn leik, og þá sigruðu Haukar með þriggja stiga mun 74:71 eftir geysilega baráttu. Haukarnir hafa ekki tapað leik í mótinu sem af er, en Þór er með tvö töp, gegn Hauk- um og ÍS. Af því sést hversu mikilvægur leikurinn er fyrir Þór. Þessi leikur verður sem fyrr segir í Skemmunni kl. 15 á laug- ardag. Ástæðan fyrir því að hann verður ekki í nýju íþrótta- höllinni er sú að þar eru ekki kommnar upp körfur og eru körfuknattleiksmenn mjög óhressir með að svo skuli ekki vera. Enn verður gamla Skemm- an því vettvangur stórleiks í körfuknattleik. Full ástæða er til að hvetja fólk til að fjölmenna á þessa viðureign Þórs og Hauka, von er á mjög jöfnum og spennandi leik og stuðningur áhorfenda getur haft mikið að segja fyrir Þórs- ara. Rúnar Þór Bjömsson „Íþróttamaður ársins“ hjá Íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri. Iþróttamaður ársins hjá IFA: Aðalsteinn fer til Eyja Aðalsteinn Jóhannsson, mark- maður hjá KA, hefur nú óskað eftir félagaskiptum úr KA yfir til Vestmannaeyja og hyggst hann leika þar með ÍBV næsta keppnistímabil. Formaður knattspyrnudeildar KA staðfesti þetta við blaða- mann íþróttasíðunnar. Adidasmóti frestað Adidasmótinu í handknattleik, sem vera átti í íþróttahöllinni nú um helgina, hefur nú verið frest- að um sinn. Reykjavíkurfélögin sem koma ætluðu norður ósk- uðu eftir frestuninni þar eð þau áttu áríðandi leiki strax eftir helgina í fyrstu deild. Rúnar Þór var kjörinn Hið árlega „Desembermót“ íþróttafélags fatlaðra á Akur- eyri var haldið í síðasta mán- uði. Keppt var í eftirtöldum greinum: Boccia, borðtennis og bogfimi. Helstu úrslit urðu þessi: Boccia: 1. Björn Magnússon 2. Sigurrós Karlsdóttir 3. Þorsteinn Williamsson 4. Tryggvi Gunnarsson Yngri flokkur: 1. Stefán Thorarensen 2. Magnús Þórhallsson 3. Elvar Thorarensen í hófi er haldið var 30. des- eir.ber var íþróttamaður ársins hjá félaginu kynntur. Það sæmd- arheiti hlaut Rúnar Þór Björnsson. Rúnar Þór er vel að þessum titli kominn, hann stóð sig mjög vel á íþróttamótum á síðasta ári og var m.a. valinn til að keppa fyrir íslands hönd á Stoke- Mandeville leikunum sem er al- þjóðlegt íþróttamót fatlaðra í Englandi. Um miðjan mars mun íþrótta- félag fatlaðra standa fyrir opnu íþróttamóti fyrir fatlaða á Ak- ureyri og búist er við þátttöku víðsvegar að af landinu. Gunnar fékk mokka- jakka Á 55 ára afmælishátíð KA í Sjallanum á laugardagskvöldið var happdrætti meðal gesta Sjallans á vegum handknatt- leiksdeildarinnar. Stjórn deildarinnar óskar eftir að koma því á framfæri að vinn- ingsnúmerið 255, sem svo mjög var auglýst þá um kvöldið, sé komið í leitirnar. Eigandi þess hafði farið snemma af hátíðinni en það var Gunnar Níelsson, starfsmaður íþróttahallarinnar. Hann fékk í vinning mokka- jakka frá Iðnaðardeild Sam- bandsins. Skíðamót Borðtennis: 1. Hafdís Gunnarsdóttir 2. Sigurrós Karlsdóttir Yngri flokkur: 1. Stefán Thorarensen 2. Elvar Thorarensen 3. Magnús Þorvaldsson Bogfimi: 1. Hafliði Guðmundsson 2. Aðalbjörg Sigurðardóttir 3. Magnús Asgeirsson Fyrstu skíðamót vetrarins verða haldin í Hlíðarfjalli um helgina. A laugardag hefst Stórsvigs- mót Þórs í karla-og kvenna- flokki kl. 11.30ogklukkustundu síðar fyrir 9 ára og yngri. Á sunnudag hefst Svigmót KA fyrir konur og karla kl. 11,30 og kl. 12 Stórsvigsmót Þórs fyrir 10-12 ára. Skráning fer fram í Strýtu klukkustund fyrir keppni. Jazzdansstudio Alice Glerárgötu 26 (áður Pallas) 10 vikna námskeið hefjast mánudaginn 17. janúar (20tímar). ★ Unglingar, framhaldsflokkar. ★ Konur, byrjendur, framhald. ★ Sturtur. ★ Sauna. ★ Vigtun og mæling fyrir þá sem vilja. ★ Jane Fonda prógram. Upplýsingar og innritun í síma 25590 frá ki. 6-8 e.h. Ath.: Afhending skírteina fer fram sunnudag- inn 16. janúar frá kl. 4-6 e.h. Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 20. janúar kl. 20.00 í kaffistofu Garðræktarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf. önnurmál. Stjórnin. Frá Pósti og síma Akureyri Þar sem stækkun sjálfvirku símstöðvarinnar á Ak- ureyri verður lokið um miðjan febrúar, eru þeir sem ekki hafa látið skrá sig fyrir síma beðnir að hafa samband við skrifstofu stöðvarstjóra, Hafnarstræti 102, á annarri hæð, sem fyrst. Allar breytingar í næstu símaskrá þurfa að ber- ast skrifstofunni fyrir næstu mánaðamót. Stöðvarstjóri. Skrifstofustarf Laust er til umsóknar starf á skrifstofu Dalvíkur- bæjar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Um- sóknum skal skila til undirritaðs sem, ásamt bæjarritara, veitir allar nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn á Dalvík. Háseta vantar á netabát Aðeins vanir menn koma til greina. Upplýsingar í síma 61149. Tannsmíði! Rúmlega þrítug laghent kona óskar eftir að kom- ast í tannsmíðanám á Akureyri, helst sem fyrst. Þeir sem áhuga hafa á því að taka nema í tann- smíði vinsamlegast leggið nöfn yðar í pósthólf 861, Akureyri. Vantar stýrimann og háseta á netabát sem fer suður á vertíð. Upplýsingar í síma 63152. 13. janúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.