Dagur - 13.01.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 13.01.1983, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudagur 13. janúar 1983 DNY-FLEX VATNSKASSAHOSUR 3 Vill ekki gefa upplýsingar Nýr blaða- maður Eiríkur St. Eiríksson hefur ver- ið ráðinn blaðamadur við Dag frá og með áramótum, en jafn- framt hefur Áskell Þórisson, blaðamaður, látið af störfum. Eiríkur St. Eiríksson hefur starfað við blaðamennsku um fimm ára skcið og lcngst af vcrið blaðamaður við Tímann, þar scm hann hcfur m.a. vcrið umsjón- armaður Sunnudagsblaðs og fréttastjóri. Eiríkur lauk námi við Blaðamannaskólann í Osló sl. vor og var hann frcttaritari Tímans mcðan á Norcgsdvólinni stóð. Askell Þórisson, scm hcfur látið af störfum, tckur nú við störfum framkvæmdastjóra Sam- bands ungra framsóknarmanna. Um lcið og Áskcli cru þökkuð velunnin störf í þágu Dags, býður blaðið Eirík vclkominn til starfa. Fundur með þingmönnum á laugardag Fundurinn sem vera átti með þingmönnum Framsóknar- flokksins s.l. laugardag en varð að fresta vegna samgönguerfið- leika verður á Hótel Varðborg nk. laugardag og hefst klukkan 13.30. Þar munu þingmcnnirnir Ingvar Gíslason, Stcfán Valgeirs- son og Guðmundur Bjarnason sitja fyrir svörunt. Fundarmcnn geta borið fram skriflcgar spurn- ingar scm fundarstjórarnir Hcr- mann Sveinbjörnsson og Valur Arnþórsson munu koma á fram- færi. Ekki cr nauðsynlegt að fund- armenn láti nafns síns getið á spurningaseðlunum, vilji þcir það síður. Að loknum spurningum munu þingmennirnir ha.Ida stuttar ræður cf tími lcyfir gcta fundar- menn tekið til máls. um sjúklinginn - sem grunaður er um að hafa slasast við rúðubrot Rétt fyrir jólin var brotin rúða í versluninni Huld við Hafnar- stræti á Akureyri. Greinilegt var að sá sem það gerði hafði skorið sig á gleri þvi rannsókn- arlögreglan fann blóð á staðnum. Nú hefur verið farið fram á það við einn Iækni Fjórðungssjúkrahússins að hann gefi upplýsingar um sjúk- ling sem til hans kom vegna ein- hverra áverka um sama leyti, því grunur leikur á að sá hafi átt hlut í rúðubrotinu. Umræddur læknir skirrist hins vegar við að gefa þessar upplýsingar og ber við trúnaði lækna við sjúklinga samkvæmt læknalögum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík mál koma upp og fyrr í vetur var bíil skemmdur fyrir framan Bögglapóststofuna, rúöa m.a. brotin. Sá sem það gerði slasaðist og leitaði læknis, Neitað var um upplýsingar á áðurgreindum for- sendum og þær fengust ekki fyrr cn viðkomandi læknir hafði verið kallaður fyrir sakadóm. í læknalögum segir m.a. að sér- hverjum lækni beri að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, er hann kann að komast að sem læknir, nema lög bjóði annað. Samkvmt áliti tveggja lögfróðra manna sem Dagur leitaði til ber læknum, sem öðrum landsmönn- um, skýr skylda til að aðstoða lög- reglu við að upplýsa brot. Er svo komist að orði í lögum um með- ferð opinberra mála að mönnum sé skylt að veita rannsóknardóm- ara og lögreglumönnum lið í þarf- ir opinberrar rannsóknar. Hefur þetta ákvæði m.a. verið notað til að knýja á um töku blóðsýnis vegna ölvunaraksturs. Eins og áður sagði hafa læknar gefið slíkar upplýsingar fyrir dómi og með úrskurðum en trauðla án þess að slíkt komi tjl. Farið hefur verið fram á það við lækninn sem annaðist þann sem grunaður er um að hafa brotið rúðuna í Huld að hann gefi upp nafn hans, en málið var ekki útkljáð í gærdag. Nýja útvarpshúsiA á Akureyri - Að undanförnu hefur verið unnið að því að rýma húsið, en innréttingasmíð verður boðin út á næstunni. Mynd: ESE Nýja útvarpshúsið á Akureyri: Innréttingasmíði boðin út fljótlega Nýja útvarpshúsið á Akureyri verður væntanlega tekið í notk- un í byrjun næsta árs. Að undanförnu hefur verið unnið að því að rýma húsið og sam- kvæmt upplýsingum Harðar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, líður væntan- lega ekki á löngu þar til innrétt- ingasmíð ■ húsinu verður boðin út. - Ég á von á því að þessari inn- réttingavinnu verði lokið ekki seinna cn cinhvern tímann seint á þessu ári, þannig að hægt verði að hefja starfsemi að fullum krafti í byrjun næsta árs, sagði Hörður Vilhjálmsson í samtali við Dag. Hörður sagði að þessi mál lægju mikið til Ijós fyrir og t.a.m. hefði öll teiknivinna farið fram. Það eina sem þyrfti að gera áður en .vinna við innréttingarnar gæti hafist, væri að lyfta hluta þaksins, þar sem lofthæð væri ekki nægileg fyrir nauðsynlegan ljósabúnað í fyrirhuguðum upptökusal Sjón- varps og Útvarps. Auk þessa stóra upptökusalar, verður annað minna upptökuherbergi í húsinu, svo og tvö stjórnherbergi og vinnuaðstaða fyrir starfsfólk. Auðvelt að halda Víkur skarðsveginum opnum - ef vilji er fyrir hendi, segir Jón Ámi Sigfússon. eeurinn nm Víkurskarö er T rt A rn i po n Á i o A frs 1 n /> <\ , I ÍY, »- ■ 1% n A T» ff + . •— n, 1 ■ , ■ .,, „Vegurinn um Víkurskarð er mjög góður, nema svo sem þrjár bíllengdir fyrst þegar far- ið er af Svalbarðsstrandarveg- inum. Auðvelt ætti að vera að haida honum opnum ef vilji væri fyrir hendi. Mér finnst furðulegt að skilja við veginn svona á smá kafla og leggja ekki áherslu á að auðvelda um- ferð um hann“, sagði Jón Árni Sigfússon, bflstjóri úr Mývatns- sveit í viðtali við Dag. Jón Árni sagði að formlega væri ekki búið að opna veginn og skilti sem segði að hann væri lokaður, væri við báða enda. Hins vegar opnaði Vegagerðin veginn stund- um og fjarlægði lokunarskiltin. Nær væri að lagfæra þennan stutta kafla á veginum og leggja áherslu á að halda honum opnum alfarið. Vegurinn væri fljótfarinn og góður. Þá sagðist Jón Árni hafa séð það haft eftir einhverjum vega- gerðarmanni að menn ækju veg- inn á eigin ábyrgð. Margir hefðu misskilið þetta á þann veg að tryggingar bættu ekki tjón sem yrði á bílum sem færu um veginn. Þetta sagði hann ekki geta staðist, því bifreiðatryggingar giltu hvar sem bílnum væri ekið. Hins vegar væri hugsanlegt að Vegagerðin kynni að geta fyrrt sig ábyrgð ef tjón yrði vegna t.d. hvarfa í vegin- um, eða eitthvað því um líkt. Bændaklúbbsfundur Afkoma mjólkurframleiðenda og jöfnun mjólkurframleiðslu milli árshluta, verður í brenni- depli á Bændaklúbbsfundi sem haldinn verður á Hótel KEA nk. mánudagskvöld. Frum- mælandi á fundinum verður KetiII Hannesson, hagfræði- ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands og mun hann m.a. gera samanburð milli þeirra sem framleiða mikla sumarmjólk og þeirra sem framleiða mikla vetrarmjólk Að sögn Guðmundar Stein- dórssonar, ráðunauts hjá Búnað- ars.ambandi Eyjafjarðar, þá hafa sveiflur í mjólkurframleiðslunni milli árshluta valdið Mjólkur- samlögum talsverðum erfiðleik- um. Það hefði verið mikið um það rætt hvernig hægt væri að tryggja meiri jöfnum og meðal þess sem kæmi til greina væri að láta kýr bera fyrri hluta vetrar, því vitað væri að snemmbærar kýr skiluðu meiri afurðum og eins væri athug- andi að greiða bændum hærra verð fyrir vetrarframleiðsluna. Það er vitað að vetrarfram- leiðslan er dýrari og því er ekki óeðlilegt að greiðslufyrirkomu- lagið verði skoðað nánar. For- sendan er að þar fari hagsmunir bænda og mjólkursamlagsins saman, sagði Guðmundur Stein- dórsson. Bændaklúbbsfundurinn verður sem fyrr segir haldinn á Hótel KEA og hefst hann klukkan 21. mmm # Flugeldarí milligjöf? Þessa seljum við ekki dýrari en við keyptum hana enda sagan óstaðfest: Hjáiparsveit skáta á Akureyri mun á dög- unum hafa selt Land Rover bifreið sem sveitin átti í skipt- um fyrir Van sendiferðabif- reið. Ekki mun andvirði Land Roversins hafa nægt til þess að greiða fyrir hinn bílinn, en skátarnir fóru iétt með að greíða mismuninn og gerðu það með 750 kg af flugeldum. Og nú erum við að velta því fyrir okkur hvort fyrrverandi eigandi sendiferðabifreiðar- innar sitji heima hjá sér og telji flugelda. - í framhaldi af þessu má geta þess að flug- eldasaia Hjálpasveitar skáta fyrir síðustu áramót mun hafa gengið mjög illa og mun verr en skátarnir höfðu reiknað með fyrirfram. En skátarnir þurfa samt sem áður að endurnýja tækjakost sinn og helst að bæta hann og er ekki hægt að segja að þeir sitji ráðalausir f þeim efnum, sé sagan hér að framan sönn. # Kjúklingadans í Straumsvík Sagt er að bændur í Eyjafirði, og reyndar víðar þar sem til greina kemur að reisa stór- iðjufyrirtæki í framtíðinni, hafi beðið með mikilli eftir- væntingu niðurstöðum f hinu svokallaða „kjúklingamáli“ f Straumsvík. „Kjúklingamálið" snýst um það hvort álverið í Straums- vík sé bótaskylt vegna tjóns sem ábúandi jarðarinnar Straums telur sig hafa orðið fyrir vegna mengunar frá ál- verinu. Átti mengun þessi að hafa lagst þungt á kjúklinga ábúandans. Dæmt var f mál- inu í bæjarþingi Hafnarfjarðar og var ÍSAL þar sýknað af öll- um kröfum, enda talið sannað að loftmengun hafi verið undir öllum hættumörkum og að fóður kjúklinganna haf i allt verið aðkeypt. Talið er víst að málinu verði áfrýjað, þannig að þeir sem gætu þurft að leita réttar síns gegn stóriðju- fyrirtækjum í framtíðinni, verði enn um sinn að bíða eftir endanlegum niðurstöð- um í þessu „prófmáli“. # Enneitt gangbrautar- slysið Enn eitt gangbrautarslysið í umferðinni á Akureyri varð ( síðustu viku. Sem betur fer urðu meiðsli ekki alvarleg í þetta skipti hverjum sem það má þakka. Slys sem þetta, þegar ekið er á gangandi veg- farendur á merktri gangbraut skjóta alltaf upp koiiinum af og tii þvf miður. Er enn og einu sinni til ástæða til þess að hvetja bæði gangandi og akandi til þess að sýna aukna varkárni við gangbrautirnar sem og á öðrum stöðum í um- ferðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.