Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ ,Hitað upp“ fyrir Aldursflokkamótið sem fram fór á Akureyri s.l. sumar. Sundfólk leggur ótrúlega hart að sér 4679-5016 skrifar: Mig langar til að koma með at- hugasemd vegna hins svokallaða íþróttaannáls sem birtist í Degi 21. desember síðastliðinn. Þar segir greinarhöfundur að hann hafi byggt greinina á íþrótta- fréttum Dags 1982. Eitthvað virðist hann þó hafa valið efnið eftir sínum smekk og eiga sumar íþróttir greinilega síður upp á pallborðið en aðrar. Til dæmis get ég nefnt að hér á Akureyri var haldið eitt stærsta sundmót sem farið hefur fram á íslandi, þ.e.a.s. Aldursflokka- mót íslands. Akureyringar stóðu sig ágætlega á þessu móti og eignuðust aldursflokkameist- ara. Hingað til bæjarins komu 250 þátttakendur víðs vegar að af landinu (24.-25. júlí). Mótið þóttist hafa tekist mjög vel og framkvæmd þess var til sóma. Framkvæmdin var í höndum Sundfélagsins Óðins. Greinar- höfundur virðist ekki hafa séð ástæðu til að minnast einu orði á mótið. Akureyringar eignuðust sína fyrstu íslandsmeistara unglinga í boðsundi í febrúar. Þá bar pilta- sveit Sundfélagsins Óðins sigur úr býtum í báðum boðsunds- greinunum sem keppt var í á U nglingameistaramótinu. (Fréttin birtist í Degi 25. febrúar og hefur sennilega verið of smá fyrir höfund annáls. Hún tók „aðeins“ yfir helming íþrótta- síðunnar). Sundfélagið Óðinn sigraði nú þriðja árið í röð á Sundmeistara- móti Norðurlands sem sýnir þó að sundíþróttin er nokkuð ris- hærri hér en annarsstaðar á Norðurlandi. Ég veit að sundfólk þarf að leggja ótrúlega hart að sér til að ná árangri og þótt sundíþróttin hafi verið í lægð hér á Akureyri undanfarin ár finnst mér engin ástæða til að þegja yfir afrekum sundfólks okkar. Ef íþróttin á einhvern tíma að lifna við verð- ur að styðja við bakið á henni. Þess vegna langar mig, að lokum, að þakka Hauki Berg, sundlaugastjóra, og starfsliði hans fyrir velvild í garð Óðins- manna á liðnum árum og ég vona að sú samvinna eigi eftir að gefa góðan árangur. Eru ávísanlr ekki löglegur gjaldimðm? Húsmóðir á brekkunni hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri. Ég fór í verslun KEA við Hlíðargötu rétt fyrir kl. 12 á há- degi á Gamlársdag, enþarerég vön að versla. Pegar ég kom með þær vörur sem ég ætlaði að kaupa að borði afgreiðstúlkunn- ar spurði hún hvort ég hyggðist greiða með ávísun og sagði ég svo vera. Þá tilkynnti hún mér að því miður væri ekki tekið við ávís- unum á þessum degi eftir kl. 11,30, og verð ég að segja að ég varð mjög undrandi svo ekki sé meira sagt. Það skal tekið fram að ég var ekki eini viðskiptavin- ur verslunarinnar sem lenti í þessu þennan morgun. Hvað veldur þessu?. Eru ávís- anir ekki löglegur gjaldmiðill og er ekki nokkuð hart að skella svona aðgerðum á fyrirvaralaust á síðasta degi ársins þegar allir eru á harðahlaupum?. Ég vildi gjarnan fá svör við þessum spurningum mínum. Hver sló hvern? í Degi þriðjudaginn 4. janúar stóð í fyrirsögn á forsíðu „Hús- brot og líkamsárás fimm manna á ung hjón“. Það er alvarlegt að saka menn um líkamsárásir. Söguna af þessum atburði heyrði ég á aðra leið og finnst mér rétt að láta koma fram frá- sögn þessara svokölluðu „árás- armanna". Tildrög málsins eru þessi: Síðasta starfsdag ársins eru þessir vinnufélagar vanir að gera sér glaðan dag og hafa þá stund- um farið í heimsóknir til fólks og það fólk hefur reynst gestrisnara en þetta, sem betur fer. Að þessu sinni fá þeir sér bílstjóra og aka um bæinn og nágrenni. Þegar þeir koma að heimreið Saltvíkur ætlar bílstjórinn að snúa við en nær ekki beygjunni svo hann ekur nokkrar bíllengd- ir inn á heimreiðina. Dettur drengjum þá í hug að athuga hvort ekki verði tekið á móti þeim þarna. Renna þeir í hlað og fara fyrst tveir til að kanna jarðveginn, ekki með neinum „dólgslátum, hávaða og dóna- skap“, eins og vikið er að í grein- inni. Telur húsbóndinn sig ekki geta boðið þeim inn þar sem hann hafi gesti. Hleypur einhver púki í drengi og fara þeir eitt- hvað að stríða húsbóndanum. Meðal annars segir annar að sér finnist „bóndi“ ætti að raka sig, það sé ljótt á honum skeggið. „Bóndi“ missir þá alla stjórn á sér og slær þann sem talaði, svo hann dettur aftur fyrir sig og áður en hann rís á fætur er „bóndi“ rokinn upp á efri hæð- ina eftir skotvopni. Eftir ör- skamma stund hrópar eiginkon- an í örvæntingu: „Forðið ykkur, hann skýtur", í sömu andrá kemur „bóndinn“ niður með haglabyssu. Óp eiginkonunnar var svo sannfærandi að þeir þótt- ust eiga fótum sínum fjör að launa. Þegar í bílinn kom fóru þeir að athuga sinn gang og komust að þeirri niðurstöðu að þeim bæri skylda til að kæra manninn sem ekki virtist sjálf- ráður gerða sinna. Óku þeir að lögreglustöðinni, en þar var enginn, en skömmu síðar kom lögreglan. Vildu þeir nú bera upp kæruna, lögreglan var ekki á sama máli. Voru þeir settir í sinn hvern klefann og sagt að þeir yrðu yfirheyrðir eftir 10 mín. en það tognaði heldur bet- ur úr 10 mínútum Húsavíkurlög- reglunnar. Fjórum klukku- stundum síðar var sá fyrsti tek- inn til yfirheyrslu og var hann einn yfirheyrður þá um nóttina. í lok yfirheyrslunnar ítrekaði hann að þeir hefðu komið á stöðina til að kæra ógnun með skotvopni og spurði lögreglu- manninn, sem yfirheyrði, hvort skýrslan dygði sem ákæra, kvað lögreglan svo vera. 16 klukkustundir liðu áður en byrjað var að yfirheyra hina þrjá. Sautján og hálfan klukku- tíma var þeim haldið á lögreglu- stöðinni og þann tíma fengu tveir þeirra aðeins vatn að drekka en sá þriðji fékk eitt kaffiglas. Voru þeir sakaðir um að hafa barið tvær konur svo að stórsæi á þeim. Þetta kom þeim mjög á óvart, því aðra þessara kvenna höfðu þeir aldrei séð, hina höfðu þeir orðið varir við en enginn vissi til að hafa barið hana, hvað þá að brjóta gleraugu hennar. Bað einn drengjanna um að konan yrði sótt til að benda á þann sem slegið hafði. Það þótti konunni alltof mikil fyrirhöfn. Hversvegna? Var ef til vill sá sem sló ekki einn þeirra er ákærðir voru? Mér finnst það nær verka- hring lögreglunnar að komast að hinu sanna en að bera út getsakir sem aðeins eru byggðar á frá- sögn annars aðilans sem því miður er, að mér virðist, lítt áreiðanlegur. Þetta er það sem ég sannast veit í þessu máli, haft eftir „ákærðum“ og hafa skal það er sannara reynist. Ég þekki þessa drengi vel og veit að þeir geta verið orðhvatir og stundum óþarflega hreinskilnir, en lygnir og árásargjarnir eru þeir ekki. Virðingarfyllst. Svafar Ó. Gestsson, Steinagerði 2, Húsavík. Þakklæti og aðdáun á Ouðrúnu „Ein á lágu laununum“ hringdi og vildi koma á framfæri aðdáun og þakklæti til Guðrúnar Einars- dóttur, forstjóra Ofnasmiðju Norðurlands, fyrir skrif hennar í DV þann 7. janúar um svokall- aðar láglaunabætur. (í þeirri grein lýsti Guðrún undrun sinni á því að hún skuli hafa fengið láglaunabætur og spurði: Hvað á ég að gera við þessa peninga? - Innskot blm.). Við íslendingar værum senni- lega betur á vegi staddir ef fleiri hefðu þennan hugsunarhátt. Það virðist vera um mjög alvar- legt mál að ræða að þetta skuli vera túlkað sem láglaunabætur, en þeir sem lægstu launin hafa fá alls ekki neinar bætur. Svar frá einum forráðamanni vegna þessa var að þeir sem hefðu ekki náð 30 þúsund króna tekjum á síðasta ári hefðu hlotið að lifa á einhverju öðru. En á hverju átti þetta fólk þá að lifa öðp’ en náunganum? 2 - DAGUR -14. jaoúar 1933

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.