Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 3
ALIT Bjarni Guðleifsson Mér skilst að mikill vandi steðji nú að öllum útflutningsatvinnu- vegum þjóðarinnar. Ál, skreið og dilkakjöt eru allt hálfgerðar vandræðaafurðir, sem þó koma hver úr sinni atvinnugrein. Lík- lega er sama hvað við framleið- um, annaðhvort hrynur mark- aðurinn eða við fáum of lágt verð fyrir framleiðsluna. Eg man ekki í svipinn eftir neinu sem við getum framleitt með hagnaði til bjargar gjaldeyris- ástandinu. Pó er ekki ólíklegt að tína mætti til eitthvað sem hag- kvæmt gæti verið að framleiða til útflutnings en ósköp er ég hræddur um að það yrði vesæld- arlegt í dollurum talið í saman- burði við þann varning sem inn er fluttur, metinn í sama gjald- eyri. Mér er samt alveg óskiljanlegt hvers vegna menn basla sífellt við að upphugsa leiðir til öflunar gjaldeyris, en sáralítið er talað um leiðir til að spara gjaldeyri. Ég fæ ekki skilið annað en að sparaðir dollarar séu jafngildir öfluðum dollurum. Hver og einn sem á erfitt með að skilja þetta ætti að líta á sitt eigið heimilis- bókhald. Ef hann lifir um efni fram er annaðhvort hægt að bæta úr því með minni eyðslu eða meiri tekjum. Hvers vegna leggja stjórnvöld landsins ekki jafnmikla áherslu á að draga úr óþarfri gjaldeyriseyðslu eins og að leita leiða til að afla enn meiri gjaldeyris? Ég trúi því ekki að við höfum samið svo af okkur að við vegna þessara viðskipta- samninga getum ekki lagt höml- ur á heimskulega gjaldeyris- eyðslu. Ég trúi því heldur ekki að menn telji stjórnun heimsku- legs innflutnings óæskilega haft- astefnu og frelsisskerðingu og að betra sé að ana út í skuldafenið í nafni frelsisins. Landinu þarf auðvitað að stjórna eins og hverju öðru heimili og þá ekki síst eyðslunni sem fer úr land- inu. Aukinn útflutningur iðnvarn- ings, einkum afurða stóriðju- vera, á líka að hindra ímyndað atvinnuleysi hérlendis. Hömlur á heimskulegan innflutning eru einnig atvinnuskapandi vegna þess að þá framleiðum við sjálfir það sem við þurfum og er hús- gagnaiðnaðurinn ferskt dæmi um þetta. í nafni frjálshyggjunn- ar skrifar Jónas DV-ritstjóri ný- lega í forystugrein: „Fátt vitu- legra er hægt að gera í efnahags- málum en láta frjálsan innflutn- ing skera hefðbundinn landbún- að niður við trog.“ Sem betur fer stjórnar Jónas ekki landinu og ef þetta er hans besta úrræði þá er hætt við að sá þjóðarbúskapur færi svipað og hjá Hrafna-Flóka, er hann gleymdi að heyja fyrir skepnur sínar. En það er einmitt þessi einfalda búmannsregla sem landsfeðurnir hafa gleymt: Að vera sjálfum sér nógur og leita sem minnst til annarra. Pessu hafa þeir gleymt í amstrinu við að afla gjaldeyris vegna óþarfa eyðslu. Bæði almenningur og þeir sem landinu stjórna þurfa að gera sér grein fyrir því að hollur er heimafenginn baggi, ekki bara líkamlega hollur, heldur einnig fjárhagslega. Skilnaðurinn er um garð genginn, þú ert orðin frjáls maður aftur. . . Séra, værir þú þá fáanlegur til að annast útför á mánudaginn? Það er nógu slæmt að þurfa að skreppa á barinn þótt maður þurfi ekki að gera það í svona afleitu veðri. . . Reyndu að hætta þessu sífellda nöldri. . . Þessi auglýsing er um meiri peninqa en þiq órar fyrir HAPPDRÆTTl HÁSKÓLA ÍSLANDS HEFUR VINNINGINN 14. janúar 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.