Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. aukning a höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt bráðabirgðatölum um mannfjölda á landinu 1. desember sl. hefur íslendingum fjölgað um 3.372 eða 1,46% milli áranna 1981 og 1982. Þetta er mesta hlutfallslega mann- fjölgun síðan 1967, ef frá eru talin árin 1972 og 1974, en þá var mikið um heimflutning íslend- inga frá útlöndum. í skýrslu Hagstofunnar seg- ir að tölur um fólksflutninga milli íslands og útlanda liggi ekki fyrir, en svo virðist sem tala aðfluttra til landsins umfram tölu brottfluttra hafi verið með því hæsta sem gerst hefur, ef ekki hæst. Þetta eru góðar fréttir og segja tölu- vert, þó ekki sé annað en það að fólksflótti er ekki frá landinu, nema síður sé. Annað árið í röð varð fjölgun meiri á höfuð- borgarsvæðinu en utan þess og í Reykjavík fjölgaði meira en nokkru sinni síðan 1963. í skýrslu Hagstofunnar segir að fjölgunin á höf- uðborgarsvæðinu ráðist ekki nema að hluta af flutningi fólks milli landssvæða, því milli- landaflutningar snerti höfuðborgarsvæðið miklu meira en önnur landssvæði. Þetta er að sjálfsögðu ekki að öllu leyti rétt, því gera verð- ur ráð fyrir að fólkið sem flutti til landsins á síð- asta ári hafi að einhverju leyti verið búsett utan Reykjavíkur áður en það flutti til útlanda, þó það flytji ekki á heimaslóðirnar eftir kom- una til íslands á ný. Af þessum tölum Hagstofu íslands má greinilega ráða að hlutur höfuðborgarsvæðis- ins er betri en annarra landshluta hvað fólks- fjölgun varðar. Landsbyggðin heldur ekki sín- um hlut. Þannig er hækkunin á höfuðborgar- svæðinu rúmlega 2% milli áranna 1981 og 1982 og lang mest í nágrannabæjum Reykja- víkur eða 3,17%. í Reykjavík nemur fjölgunin milli ára 1,55% en á árunum 1972-1982 fjölg- aði Reykvíkingum að jafnaði um 0,2% á ári. Dæmið er ef til vill gleggra ef notast er við fólksfjölgunartölurnar sjálfar í stað hlutfalls- talna. Þá kemur í ljós að íbúum á suðvestur- horni landsins hefur fjölgað um 2789, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en að- eins um 583 í öllum öðrum hlutum landsins samanlagt. Því lætur nærri að 83 % af íbúafjölg- uninni fari á suðvesturhorn landsins, en að- eins 17% í aðra landshluta. Ef aðeins er tekinn hlutur höfuðborgarsvæðisins kemur í ljós, að 75% fjölgunarinnar verður þar, en 25% utan höfuðborgars væðisins. Þetta eru athyglisverðar staðreyndir. Slag- síðan sem tekist hafði að stöðva fer nú vax- andi á nýjan leik. Nær öll aukning íbúafjöldans fer á suðvesturhornið. Vilji menn að sú þróun haldi áfram eru þeir á réttri leið, en fyrir hina, sem telja að jafnvægi sé æskilegt milli höfuð- borgarsvæðisins annars vegar og lands- byggðarinnar hins vegar, er nauðsynlegt að leita leiða til að snúa þessari þróun við á nýjan leik. ÓVEÐURA • • HOLTAVORÐU- HEIÐI Óveðrið sem skall yfir landið í fyrri viku er enn öllum í fersku minni. Á Suðurlandi skall veðr- ið fyrirvaralaust á að morgni þriðjudags og þvert ofan í allar spár skall annar hvellur á laust fyrir hádegi á miðvikudag. Því veðri hafði reyndar verið spáð en einhverra hluta vegna var það tæpum hálfum sólarhring fyrr á ferðinni en ráð hafði verið fyrir gert. Mikil ófærð, einkum á Suður- landi og Vestfjörðum, fylgdi í kjölfar óveðursins og í sunnan- verðri Holtavörðuheiði varð ófærðin slík að elstu menn verða að leita þó nokkuð langt aftur í tíma til að finna réttan saman- burð. Blaðamaður Dags var á ferð á Holtavörðuheiði um- ræddan miðvikudagsmorgun og kom það í hlut starfsmanna Vegagerðarinnar að bjarga hon- um og öðrum ferðalöngum ofan af heiðinni. Húsaskjól fékkst hjá sæmdarhjónunum í Sveina- tungu, efsta bæ í Norðurárdal, en hér á eftir fara viðtöl við nokkra þeirra sem bjargað var af heiðinni, m.a. báða þá sem náð var í á snjóbfl björgunarsveitar- innar í Borgarfirði aðfaranótt fimmtudags. " % *v. '■W Helgi Bjömsson, frá Búðardal, hreinsar snjóinn fró vélinni á Bronco-jeppanum. Bfllinn hafði þá staðið yfirgefinn ó heiðinni í u.þ.b. tvo sólarhringa. • • 'X • V hefur líklega bjargað mér - segir Helgi Björnsson, frá Búðardal U - Það hefur vafalaust orðið mér til bjargar að ég komst í talstöðina og gat látið vita af mér, sagði Helgi Björnsson, frá Búðardal, sem bjargað var af Holtavörðuheiði í óveðrinu á dögunum, en komið var með Helga niður í Sveina- tungu í Norðurárdal að morgni fimmtudags eftir að leitað hafði verið að honum á snjóbfl í u.þ.b. fjóra klukku- tíma. Hafði Helgi þá verið tepptur á heiðinni í tæpan sól- arhring og var hann orðinn allkaldur er björgunarsveitin hafði upp á honum. Helgi lagði upp í ferðina frá Dalvík, þar sem unnusta hans býr, að morgni miðvikudags og var ferðinni heitið til Búðardals. Að sögn Helga gekk ferðin vel í byrjun og reyndi hann fyrst fyrir sér á Laxárdalsheiði, en þar er styst yfir til Búðardals. Laxár- dalsheiði reyndist ófær með öllu og varð Helgi því fljótlega frá að hverfa. - Veðrið var ágætt og ferðin gekk geiðlega inn allan Hrúta- fjörð, segir Helgi og bætir því við að hann hafi hvergi orðið var við að reynt hafi verið að stöðva hann þó að þá hafi verið vitað að mikið óveður og ófærð væri á Holtavörðuheiði. Neyðarkall á rás V egagerðarinnar Að sögn Helga komst hann u.þ.b. 20 kílómetra inn fyrir Brú í Hrútafirði, en þar fór bíllinn út af veginum. - Eg hafði séð mannlausan talstöðvarbíl við veginn skömmu áður en ég fór út af og þar sem ekkert heyrðist í litlu talstöðinni minni þá ákvað ég að freista þess að komast yfir í bíl- inn og senda út neyðarkall. Bíllinn sem Helgi komst í er í eigu Gunnars Sæmundssonar, frá Hrútafelli, en Gunnar, sem er lausráðinn starfsmaður Vega- gerðarinnar, var þá að berjast við ófærðina á jarðýtu sinni sunnan megin í heiðinni. Tal- stöðin í bílnum var stillt inn á rás Vegagerðarinnar, sem er lokuð rás og heyrðist neyðarkallið því í stjórnstöðvum Vegagerðarinn- ar. Lengi vel var haldið að um gabb væri að ræða en þegar það fékkst staðfest að sá sem hafði sent út hafi gefið upp farstöðv- arnúmer sitt, var ljóst að alvara var á ferðum. Að sögn Jóns Ólafssonar, flokkstjóra í Vegagerðinni, þá getur það hafa skipt sköpum að Helgi sendi út neyðarkallið með talstöð Gunnars Sæmunds- sonar, því ef ekkert neyðarkall hefði verið sent út, þá hefði Helga e.t.v. fyrst verið leitað á Laxárdalsheiði eða í Bröttu- brekku, þar sem talið var næsta víst að enginn bíll væri þá á Holtavörðuheiðinni. Sem fyrr segir var Helgi orð- inn allkaldur er komið var með hann í Sveinatungu, en hann jafnaði sig fljótlega og var orð- inn jafngóður er hann hélt ferð- inni áfram að morgni föstudags. 4 - DAGUR -14. janúar 1983 1 • I M * 'O. » >vL » > ♦

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.