Dagur - 18.01.1983, Síða 1

Dagur - 18.01.1983, Síða 1
HÁLSFESTAR 8 og14 KARÖT GULLSMIÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 18. janúar 1983 7. tölublað Fjölgun við Eyjafjörð undir landsmeðaltali íbúafjölgun á Akureyri milli áranna 1981 og 1982 varð 1,1% sem er nokkru undir landsmeð- altali, því samtals fjölgaði landsmönnum um 1,46% eða * ' Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofu íslands um mannfjölda 1. desember 1982. Ibúum Akureyrar fjölgaði um 154 milli ára eða úr 13.594 í 13.748 og eru báðar tölurnar bráðabirgðatölur. Endanleg tala um íbúafjölda á Akureyri 1. desember 1981 er 13.605, en rétt þykir í samanburði að not- Póstur og sími fær frímerkin - Þetta er gamalt deilumál sem oft hefur farið fyrir dómstól- ana, en niðurstaðan hefur alltaf orðið sú sama og Póstur og sími hefur unnið málið, sagði Gísli Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma í samtali við Dag, er hann var inntur eftir því hvers vegna póstafgreiðslumenn héldu eftir frímerkjum þeim sem væru á póstkröfum. Ástæðan fyrir því að haft var samband við Gísla, var sú að maður á Akureyri pantaði bók sunnan úr Reykjavík og var hún send honum í póstkröfu. Maður- inn fékk afrit af fylgibréfinu í pósti og honum tilkynnt að hann gæti náð í bókina á pósthúsið, en Pósthúsið hélt eftir fylgibréfinu með frímerkjum að verðmæti 32 krónur. Að sögn Gísla Eyland þá fer Póstur og sími í öllu eftir lögum Alþjóða póstsambandsins í þess- um efnum, en samkvæmt lögun- um ber póstafgreiðslumönnum að halda eftir fylgibréfinu með frí- merkjunum á. í Bretlandi og Bandaríkjunum, sem standa utan Alþjóðasambandsins, er þessum málum þó öðru vísi farið og þar eru frímerkin sett á pakkana sjálfa. - Ég veit til þess að sérstaklega frímerkjasöfnurum hefur þótt sárt að missa af frímerkjunum en við því er ekkert að gera, sagði Gísli, en samkvæmt upplýsingum hans eru þessi frímerki boðin upp árlega í 250 gramma pakkningum hjá Pósti og síma í Reykjavík. Rennur andvirðið til svokallaðs Póstmannasjóðs og sagðist Gísli vita til þess að mjög gott verð hefði fengist fyrir frímerkin undanfarin ár, en erlendir safnar- ar hafa verið á meðal áhugasöm- ustu kaupendanna á þessum upp- boðum. ast við bráðabirgðatölur, sem eiga að vera sambærilegar. Mannfjöldi stóð í stað á Ólafs- firði nema hvað fjölgaði um einn og voru íbúar þar 1189 um síðustu áramót. Á Dalvík varð hinsvegar talsverð fjölgun eða 3,2%, úr 1.294 í 1.335 manns, sem er fjölg- un um 41. Þegar litið er á alla hreppa Eyjafjarðarsýslu kemur í Ijós að íbúum þeirra hefur fækkað um 37, eða úr 2.667 í 2.630 eins og þeir voru 1. des. sl. Þetta er 1,4% fækkun. Sé litið til kaupstaðanna þriggja við Eyjafjörð kemur fram - Ég er þeirrar skoðunar að þessi hópakstur hafi tekist vel. Fólk á rétt á því að fá að vita í hvaða ásigkomulagi öryggis- tæki þeirra eru og við hverju megi búast af þeim, sagði Tóm- as Búi Böðvarsson, slökkviliðs- stjóri í samtali við Dag, en um helgina voru liðin 30 ár síðan teknar voru upp fastar vaktir hjá Slökkviliði Akureyrar. Að sögn slökkviliðsstjórans hefur Slökkvilið Akureyrar nú yfir að ráða átta bifreiðum, ef með eru taldar tvær sjúkrabifreið- ar Rauða krossins og dælubíll Brunavarna Eyjafjarðar. Af hin- um eiginlegu slökkvibílum slökkvi- liðsins er sá elsti frá árinu 1942, annar er jafngamall vaktakerfinu, eða frá 1953 og sá nýjasti er ár- gerð 1976. að samanlögðum íbúum þeirra hefur fjölgað úr 16.076 í 16.272 eðaum 1,2%. Samanlagðurfjöldi íbúa í Eyjafirði var 1. des. sl. 18.902 og hafði fjölgað úr 18.743 eða um 159, sem jafngildir 0,8%. íbúafjölgun við Éyjafjörð er því töluvert undir landsmeðaltali. íbúum á Norðurlandi eystra fjölgaði um 189 eða 0.73%. Þeir voru við síðustu talningu 26.079. Á árunum 1972-1982 fjölgaði að jafnaði um 1,4% milli ára á Norðurlandi eystra. Fjölgunin á Norðurlandi eystra varð þriðja mest af landsbyggðafjórðungun- - Við höfðum fjárveitingu að hluta til, sem ætluð var til kaupa á tíu tonna tankbíl, sem jafnframt er slökkvibíll, en því miður feng- um við ekki að nýta þessa fjárveit- ingu. Ég er því að ganga frá bréfi til bæjarráðs, þar sem þessi fjár- veiting er ítrekuð, enda tel ég ófært annað en að slökkviliðið fái þennan bíl, segir Tómas Búi. Helstu röksemdirnar sem for- ráðamenn slökkviliðsins beita fyrir sig varðandi þörfina á þess- um tankbíl, eru þær að slíkur bíll sé ómetanlegur við slökkvistörf á ýmsum stöðum í bænum þar sem vatnslagnir eru of veigalitlar ef stórbruna ber að höndum. Þá er tankbíllinn útbúinn tveim há- þrýstislöngum og getur tekið um 500 - 800 lítra af froðuslökkvi- vökva, sem er það eina sem dugar um, aðeins Vesturland var með meiri fjölgun eða 1,01% og Aust- urland með 0,85%. Langmest varð fjölgunin í ná- grannabæjum Reykjavíkur eða samals 3,17%. í Reykjavík fjölg- aði um 1,55% og samtals á höfuð- borgarsvæðinu um 2,06%. Mikil íbúaaukning var einnig á Suður- nesjum, Kjalarnesi og í Kjós eða 1,84%. Af þessum tölum er greinilegt að landsbyggðin á undir högg að sækja í þessum efnum, því íbúa- fjölgunin er langmest á suðvestur- horni landsins. í baráttunni við t.a.m. olíuelda. Eins og ástandið er í dag, er Slökkvilið Akureyrar tæpast þess umkomið að ráða niðurlögum elds í bensín- eða olíubíl, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Dagur fékk hjá Tómasi Búa Böðvarssyni. í dag starfa 14 manns hjá Slökkviliði Akureyrar og þar af ganga 12 starfsmenn vaktir. Þrír eru á hverri vakt og sagði slökkvi- liðsstjórinn það a.m.k. einum manni of lítið. Tvo menn þarf á hvorn sjúkrabíl, þannig að ef ann- ar væri úti og neyðartilfelli bæri að höndum, þá væri aðeins einn maður til staðar. Það væri alls ekki nægilegt ef bráð t.d. hjarta- tilfelli bæri að höndum, sagði Tómas Búi Böðvarsson. Eldur kom upp í Galtalæk, þar sem Flugbjörgunarsveitin á Akureyri hefur aðstöðu sína, sl. laugardagsmorgun. Eldurinn kom upp í kjallara sem er notaður sem geymsla. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og urðu skemmdir litlar. Engar skemmdir urðu á efri hæð hússins, hvorki af reyk né eldi. Á laugardag varð umferðarslys á mótum Bugðusíðu og Austur- síðu. Ungur piltur á skellinöðru og bifreið óku þar saman og slasaðist pilturinn. Hann var fluttur á sjúkrahús og komu í ljós innvortis meiðsli piltsins. Hann var í gær ekki tal- inn vera í lífshættu. Kanna áhuga á kvenna- framboði Á fundi Kvennaframboðsins á Akureyri á sunnudag var ákveðið að það hefði forgöngu um það í Norðurlandskjör- dæmi eystra að kanna áhugann á framboði til Alþingis í næstu kosningum. Að sögn Valgerðar Bjarnadótt- ur, bæjarfulltrúa Kvennafram- boðsins á Akureyri, er einhugur um það að kanna áhuga á slíku framboði, en hins vegar væru uppi ýmsar skoðanir á því hvort rétt væri að ganga til slíks framboðs. Hún sagði að það gæti reynst erfitt að fá konur til að leiða slíkt fram- boð og vera í efstu sætum á lista, en sér þætti þó ólíklegt annað en hægt væri að finna hæfar konur sem treystu sér til að fara í þetta. Hins vegar treystu þær sér ekki til að bæta við sig meiri vinnu sem virkar hefðu verið í bæjarmálun- um á Akureyri. Valgerður sagði að erfiðara væri að fá konur til að taka að sér leiðtogastörf en karla og til Iægju vafalaust margar ástæður. Vegna ótrúlega lítils hlutar kvenna á framboðslistum sem fram eru komnir yrðu flestar kvennafram- boðskonur að líkindum ánægðar ef til sérstaks kvennaframboðs kæmi. Hún sagði að ákvörðunar yrði að vænta fyrr en seinna, jafnvel í næsta mánuði. Póstkröfur: Um helgina efndi slökkviliðið til hópaksturs um bæinn í tilefni af því að 30 ár eru liðin síðan fastar vaktir voru teknar 33 upp hjá slökkviliðinu. Um leið vildu slökkviliðsmenn vekja athygli á tækjabúnaði slökkviliðsins. Mynd: ESE Okkurvantar nauðsynlega tankbíl“ — segir Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.