Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 6
\— I L Hf lOJlWuor«slrT|| Helstu jarð- fræðiminjar í Kotárborgum og Glerárgili neðra Helstu jarðfræðiminjar í Kotár- borgum og Glerárgiíi neðra eru merktar með tölum inn á með- fylgjandi kort og vísa þær til skrárinnar hér fyrir neðan. Til að skoða þær er hentugast að hefja göngu á Gleráreyrum við brúna á Hörgárbraut, og ganga upp með ánni að norðanverðu. Verða þá fyrst fyrir margvíslegir steinar á Gleráreyrum (nr. 1) (um þá verður væntanlega fjall- að í næstu grein), og síðan hinar ýmsu jarðmyndanir í neðsta hluta gilsins (Rafstöðvargilinu), sem best er aðskoðaað norðan- verðu. Síðan er best að fara suður fyrir ána (á brúnni við Sólvelli), og halda upp með henni þeim megin, allt að gil- stokknum (nr. 8) og þaðan suð- austur í gegnum Kotárborgir að Dalsborgum og Lækjardal (nr. 10-12). Aðeins „steinboginn" við Rangárvallabrúna (nr. 9) verður þá út undan, en hann er auðvelt að skoða af brúnni. Hægt er að skoða þessar minjar jafnt sumar sem vetur, ef ekki er mikill snjór og tekur gangan um 1-2 stundir eftir því hve vand- lega er skoðað og hratt farið. Steinana á Gleráreyrum er þó hentugra að skoða að sumarlagi. Sé farið með skólanemendur í þessa skoðun þarf að viðhafa gát á nokkrum stöðum við gilið, einkum á 4 og 5, sérstaklega að vetrarlagi þegar svell eða hálka getur leynst á þessum stöðum. 1. Gleráreyrar. Margvíslegar bergtegundir, einkumlípar- ítsteinar; í ýmsum litum og gerðum, biksteinn, gabbró o.fl. (Sjá næstu grein). 2. Gangakerfið mikla við gamla Glerárskólann. Hell- isskúti o.fl. (Best er að skoða með því að fara ofan í gilið að norðanverðu). (5. mynd). 3. Flögnunargrjótið við Borgir (í sama gangakerf- inu og 2). Er rétt við heim- reiðina, andspænis húsinu. 4. Skessukatlar á „Holunöf Á gilbarminum þar sem þrönga gilið mætir víða gil- inu (Rafstöðvargilinu). (1. mynd neðst til hægri). 5. Glerárfoss. Athuga: Við fossinn er stundum sleipt af úða og svell á vetrum. (1. og 6. mynd). 6. „Katlarnir“, með fjöl- breyttum skessukatla- myndunum, straumrákum, líparitsteinum o.fl. (4. mynd). 7. „TrjáhoIan“ (mót eftir tré í berginu?), þar sem gilið beygir í norðaustur. 8. „Stokkurinn“, þ.e. beinn gilhluti sem áin hefur grafið eftir endilöngum berg- gangi. 9. „Steinboginn“ eða Rang- árvallabrú, enþarerufjöl- breyttar katlamyndanir og nánast steinbogi yfir ána. 10. „Háborg“ í Dalborgum, við enda Dalsgerðis að norðan. Frábær útsýnisstaður, jök- ulflúðir og grópir með grett- istökum, mánum o.fl. 11. Lækjardalurinn við Dals- borgir, sem er gamalt gil sem Glerá hefur eitt sinn myndað en síðan yfirgefið. 12. Grjótnámið í Dalsborg ytri, en þar finnst brúnt maríu- gler o.fl. útfellingar í sprungum í berginu. Umhverfi og minjar á Akureyri Glerárgil neðra — efftir Helga Hallgrímsson Gleráin hefur nokkru eftir að síðasta fsaldarskeiði lauk, fundið sér farveg vestanvert við Kotárborgir, og beyg- ir síðan austur fyrir norðan þær og fellur þar niður á Gleráreyrar. Um tíma í ísaldarlokin virðist hún hins vegar hafa runnið austur úr Réttar- hvammi (við steypustöðina), og myndað eyrar þar sem mjólkurstöð- in nýja og Lundur eru nú og fallið síðan út gegnum Lækjardalinn hjá Kotá, enda ber hann þess greinileg merki að vera gamalt árgil. Núver- andi gil Glerár (neðra gilið) er því til- tölulega ungt að uppruna, enda fremur þröngt og grunnt víðast hvar, nema þar sem það liggur framhjá borgum og hefur grafist upp í þær. Neðsti hluti gilsins, sunnan og neðan við Bandagerði (Síðuhverfi núver- andi) er þó dýpri og mun víðari, og hefur áin þar líklega hitt á gamalt árgil, eða þó öllu fremur endann á gömlu gili, sem hefur verið til fyrir síðasta jökulskeið, en fyllst upp af ruðningi og lokast. Liggur það hugs- anlega í suður í gegnum miðjar Kot- árborgir, um Stekkjarsund og Tjarn- armýrina, þótt þess sjáist nú lítil merki á yfirborðinu. Skessukatlar í Glerárgili neðra eru ýmsar athygl- isverðar jarðmyndir, sem tengjast vatnsrofinu, einkum skessukatlar af ýmsum stærðum oggerðum. Skessu- katlar eru oftast pott- eða tunnulaga holur í bergið sem myndast hafa í miklum vatnsstraumi, einkum undir eða í grennd við fossa. (mynd 2) Er talið að þeir grafist einkum af lausum steinvölum, sem safnast í holur í berginu og eru á stöðugri hringferð um holubotninn vegna straumiðu. í djúpum skessukötlum má oft finna slíkar steinvölur, er þar hafa dagað uppi. íslenska heitið á þessu fyrir- bæri vísar hins vegar til þjóðtrúar- innar, en samsvarandi heiti eru til á öðrum tungum t.d. jattegrytor á sænsku og jættegryder á dönsku. Hefur mönnum þótt vel við hæfi, að tröllin löguðu mat sinn í þess konar pottum. Skessukatlar eru einkum á tveim stöðum í Neðra-Glerárgili, þ.e. við gömlu rafstöðina (Glerárfoss) og í gilkróknum niður af Sólborg, sem ég hef kallað Katla. Á báðum stöðum eru katlarnir enn að myndast og því er sérstaklega lærdómsrfkt að skoða þá á þessum stöðum. Mjóa gilskoran neðan við Glerárfoss (Stífluna) er öll samsett af slíkum kötlum, og hafa sumir verið risastórir, jafnvel nokkr- ir metrar í þvermál, og mótar fyrir þeim víða í gilveggjunum, sem þarna eru þverhníptir, og því ekki auðvelt að komast að þeim. (mynd 1) Þessi gilskora er raunar ágætt dæmi um það hvernig fossar grafa bergið og mynda gil, en verki þeirra má einna helst líkja við sög eða fræsara. Foss- inn grefur sig stöðugt til baka í gegn- um berglagið sem hann er upphaf- lega myndaður við, og lengir þannig gilið fyrir neðan sig. Bergið er þarna sýnilega mjög torgræft, enda liggja allar sprungur og berggangar þvert á gilstefnuna, en þeir auðvelda mjög gilgröftinn þar sem stefnur þeirra og gilsins fara saman. Hafa jarðfræð- 6-DAGUR -18. janúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.