Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 8
 Betri kaup Vissir þú að við eigum til egg ....... á aðeins kr. 39.95 kg unghænur .. á aðeins kr. 42.95 kg rauðepli .. á aðeins kr. 28.20 kg að það er tilboðsverð á: Beech nut barnadjús aðeins kr. 3.60/ 4.60 Coke 1.5 Itr. aðeins kr. 29.95 Saltað hrossa kjöt m/beini aðeins kr. kg. 43.70 HAGKAUP Norðurgötu 62 Sími 23999 4 AKUREYRARBÆR Hús til sölu Tilboð óskast í húseignina Eiðsvallagötu 14 - Gamla Lund - á Akureyri. Húsið hefur verið friðlýst í B-flokki samkv. þjóð- minjalögum nr. 52/1969. Sala hússins er miðuð við að kaupandi taki á sig skyldur og kvaðir í samræmi við ákvæði framan- greindra laga. Akureyri, 12. janúar 1983. Bæjarstjóri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982á fasteigninni Rauðumýri 19, Akureyri, þingl. eign Sigurjóns Sig- urðssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Kr. Sólnes hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 21. janúar 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetlnn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 45., 48. og 50. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Skálagerði 4, Akureyri, þingl. eign Eiríks Jóns- sonar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs verslunarmanna og inn- heimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 21. janú- ar 1983 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Stapasíðu 11d, Akureyri, talin eign Magn- úsar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl., Benedikts Ólafssonar hd., Friðriks Magnússonar hrl. og Veð- deildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 21. janúar 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104., 107. og 111. tbi. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Háalundi 6, Akureyri, þingl. eign Gunnhild- ar Björgólfsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 21. janúar 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Alþingi: Stuðningsmaður Gunnars Thor í stað Eggerts Útlit er fyrr að ekki verði lagð- ar hindranir í veg fyrir fram- gang bráðabirgðalaga, físk- verðsákvörðunar og annarra mála ríkisstjórnarinnar á þingi, þar sem stjóminni hefur nú bæst liðsauki, sem er Vilmund- ur Gylfason, frá Bandalagi jafnaðarmanna, auk þess sem einum andstæðingi ríkisstjóm- arinnar á þingi hefur fækkað, nefnilega Eggerti Haukdal. Eggert Haukdal er kominn í hálfs mánaðar frí frá þingstörfum og í hans stað kominn varamaður- inn Siggeir Bjömsson, Holti, en Haukdal hann er talinn dyggur stuðnings- maður Gunnars Thoroddsen. Eins og kunnugt er hljópst Egg- ert Haukdal undan merkjum á sínum tíma og hætti stuðningi við ríkisstjórnina. Nú hefur forsætis- ráðherra nýlega endurskipað Eggert Haukdal í embætti for- manns Framkvæmdastofnunar ríkisins, þrátt fyrir brotthlaupið. Menn leiða nú að því líkur að þær annir sem skyndilega urðu þess valdandi að Eggert þurfti að fara í frí tengist á einhvern hátt því að hann verður áfram formaður Framkvæmdastofnunar ríkisins. lUí'ÍHBUÐIN S22111 íbúð til sölu Til sölu er íbúðin Furulundur6k, sem er byggðskv. lögum um leigu- og söluíbúðir sveitarfélaga. íbúðin er þriggja herbergja í raðhúsi, og selst hún á matsverði miðað við gildandi byggingavísitölu. Umsóknareyðublöð fást afhent á bæjarskrifstof- unni, Geislagötu 9. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. janúar 1983. Akureyri, 12. janúar 1983. Bæjarstjóri. Akureyringar, Eyfirðingarog landsmenn! Hljómsveitin Portó og Erla Stefánsdóttir taka að sér að spila á árshátíðum og öðrum skemmtunum. Spilum alla músik. Upplýsingar í símum 22235 og 22396 eftir kl.19. Smáauglýsingar og áskrift Sími24222 íbúar á Sigluftrði hafa aldrei verið færri en nú síðan 1929, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofú íslands um mann- fjöida 1. desember sl. Þá bjuggu á Siglufírði 1.963 og er það 2,1% fækkun. Þetta er mesta fækkun milli ára í bæ með yfir þúsund íbúa. Mest fjölgun varð hins vegar í Mos- fellshreppi en þar fjölgaði um 6,6%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði milli áranna 1981 og 1982 um 57, sem er 0,53% fjölgun. íbúar á Norðurlandi vestra eru nú 10.770. Eins og áður sagði fækkaði á Siglufirði, en Siglfirðingar voru um síðustu ármót 1.963 talsins en 2.006 árið áður. Þetta er fækkun um 43 íbúa. Umtalsverð fjölgun varð hins vegar á Sauðárkróki, en þar fjölgaði um 74 upp í 2.284 og nemur fjölgunin 3,3%. Enn meiri hlutfallsleg aukning varð þó á Blönduósi, en þar fjölgaði um 55, úr 996 í 1051 og er það 5,5% aukning, eða með því mesta sem gerist á landinu. Það eru aðeins sveitarfélög í nágrenni Reykja- víkur sem eru með svipaða fjölg- un og meiri. Metaregn r I sundi 7 Akureyrarmót voru sett á des- embermóti Óðins sem fór fram dagana 15., 16., 17. og 18. des- ember. Svavar þ. Guðmundsson setti fimm Ákureyrarmet í sveinaflokki. Hann synti 1500 m skriðsund á tímanum 24:59,4 mín., 400 m skriðsund á 6:05,8 mín., 200 m skriðsund á 2:59,2 mín., 200 m baksund á 3:24,1 mín. og loks 100 m baksund á tímanum 1:39,4 mín. Er nú svo komið að hann á öll Akureyrar- met nema tvö í sveinaflokki. Ragnheiður Valgarðsdóttir setti nýtt met í telpnaflokki, hún syndi 200 m skriðsund á tíman- um 2:56,1 mín. og Ármann H. Guðmundsson setti piltamet í 200 m skriðsundi á. tímanum 2:26,4 mín., en eldra metið var orðið sex ára gamalt. Æfíngartafla Óðins:: Byrjendaflokkur: Þriðjudaga og föstudaga kl. 18.30 til 19.30. A-flokkur: Æfingar alla daga nema sunnudaga. Mánudaga til föstudaga kl. 18.00 til 20.00, laugardaga kl. 10.00 til 12.00. Þrekæfingar eru á fimmtudög- um. I Allar tryggingar! umboðið hf. Ráðhustorgi 1 (2. hæð), simi 21844, Akureyri. 8 r- DAGUR -r 18. janúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.