Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 9
Þórsarar stöðvuðu Akureyri sigraði Akureyringar og Húsvíkingar háðu bæjarkeppni í badminton í íþróttahúsi Glerárskólans á Ak- ureyri sl. laugardag. Keppt var í flokkum karla, kvenna og ung- linga. í tvíliðaleik unnu Akur- eyringar samtals í 12 leikjum gegn 1 og í einliðaleik í 21 gegn 5. Kári Árnason var fremstur í karlaflokki hjá Akureyringum og vann báða leiki sína léttilega. TJ. Tvöfaldur sigur Nönnu í fyrstu mótunum Fyrstu skíðamót vetrarins á Akureyri voru haldin um helg- ina, en þá fóru fram í Hlíðar- Qalli Stórsvigsmót Þórs og Svigmót KA. Aðstæður voru frekar slæmar, kalt og færi erfitt. Úrslit í mótunum urðu sem hér segir: STÓRSVIGSMÓT ÞÓRS: Karlar: 1. ElíasBjarnasonÞór 98.08 2. Erling Ingvason KA 100.66 3. Eggert Bragason KA 101.46 Konur: 1. Nanna Leifsdóttir KA 106.62 2. Ásta Ásmundsdóttir KA 107.08 3. Kristín Símonardóttir Dalv. 108.59 11. og 12. ára fl. Drengir: 1. Jón Ingvi Árnason KA 89.04 2. Vilhelm M. Þorsteinsson KA 89.57 3. Sverrir Ragnarsson Þór 91.20 11. og 12. ára fl. Stúlkur: 1. Jórunn Jóhannesdóttir Þór 95.80 2. Sólveig Gísladóttir Þór 96.01 3. Ása S. Þrastardóttir Þór 99.28 10 ára fl. Drengir: 1. Magnús Karlsson KA 92.37 2. Eggert Eggertsson Þór 106.91 3. Arnar M. Arngrímsson KA 110.18 10 ára fl. Stúlkur: 1. María Magnúsdóttir KA 101.90 2. Mundína Kristinsdóttir KA 112.35 9 ára fl. Drengir: 1. Gunnlaugur Magnússon KA 68.66 2. Ingólfur Guðmundsson Þór 73.17 3. Jóhann G. Rúnarsson Þór 73.52 9 ára fl. Stúlkur: 1. Harpa Hauksdsottir KA 73.79 2. Linda Pálsdóttir KA 73.93 3. Laufey Árnadóttir Þór 79.55 8 ára fl. Drengir: 1. Róbert Guðmundsson Þór 77.26 2. Magnús Magnússon Þór 83.33 3. Brynjólfur Ómarsson KA 85.20 8 ára fl. Stúlkur: 1. Sísí Malmquist Pór 83.72 2. Andrea Ásgrímsdóttir KA 95.50 3. IngaH. Sigurðardóttir 125.91 7 ára og yngri. Drengir: 1. Þorleifur Karlsson KA 74.29 2. Sverrir Rúnarsson KA 79.48 3. Kristján Kristjánsson Þór 86.06 7 ára og yngri. Stúlkur: 1. ErlaH. Sigurðardóttir KA 88.16 2. Þórey Árnadóttir Þór 97.22 3. Helga B. Jónsdóttir KA 114.67 SVIGMÓT KA: Karlaflokkur: 1. Eggert Bragason KA 58.46 58.69 = 117.15 2. Erling Ingvason KA 59.35 58.25 = 117.60 3. Finnbogi Baldvinsson KA 59.31 58.55 = 117.86 Kvennaflokkur: 1. Nanna Leifsdóttir KA 64.20 65.34 = 129.54 2. Hrefna Magnúsdóttir KA 67.37 66.45 = 133.82 Nanna Leifsdóttir. sigurgöngu Haukanna Áhorfendur stóðu lengi og klöppuðu Þórsliðinu lof í lófa eftir sigur liðsins á Haukum í fyrstu deildinni í körfubolta á laugardaginn. Sérstakt klapp fékk þjálfari og aðal prímus liðsins, Bandaríkjamaðurinn McField, en hann var hreint frábær í leiknum, skoraði 61 stig af þeim 100 sem Þórsarar gerðu. Lokatölur urðu 100 gegn 91 eftir að framlengt hafði verið í fimm mínútur en þegar venjulegur leiktími var liðinn var staðan jöfn, 85 gegn 85. Það voru Haukar sem gerðu fyrstu körfuna í leiknum í sinni fyrstu sókn. McField jafnaði síð- an fyrir Þór með tveimur víta- skotum eftir að Bandaríkja- maðurinn í liði Hauka, Dakasta Webster eða Spóinn, eins og hann er stundum nefndur, braut á honum. Haukar komust síðan í 10 gegn 4, en eftir fimm mín. leik höfðu Þórsarar minnkað muninn í 9 gegn 10. Eftir 10 mín. höfðu Haukar náð fimm stiga mun og 12 eftir 15 mín. í hálfleik var staðan 34 gegn 42, Haukum í vil, og það voru eflaust fáir í Skemmunni sem trúðu því að Þórarar ættu eftir að sigra í þessum leik en yfir- burðir Hauka höfðu verið alger- ir í fyrri hálfleik og raunar meiri en stigataflan sagði fyrir um. í byrjun síðari hálfleiks tóku Haukar Spóann útaf um tíma, en hann er nokkuð á þriðja metra á hæð og réði nánast lof- um og lögum undir körfunum, bæði í sókn og vörn. í fyrri hálf- leik hafði það verið þannig að ef Þórsurum mistókst körfuskot töpuðu þeir boltanum þar eð Spóinn gnæfði yfir alla og hirti öll fráköst. Eftir að hann fór útaf fór Jón Héðinsson að njóta sín og var mjög atkvæðamikill undir körf- unum sérstaklega var hann góð- ur í vörninni. Þegar sjö mín. voru af síðari hálfleik var staðan Jón Héðinsson skorar eina af kðrftun sfnnm f leiknum gegn Haukum en Jón átti mjög góðan leik gegn þeim á laugardag. Mynd: KGA orðin jöfn, 55 gegn 55, en þá hafði McField nánast farið á kostum og hittni hans var frábær. Hann kom Þórsurum síðan yfir, 57 gegn 55, og þá ætl- aði þakið að lyftast af Skemm- unni en slík voru fagnaðarlætin. Þegar Þórsarar höfðu náð fimm stiga forskoti, 68 gegn 63, settu Haukar Spóann aftur inná og eftir örskamma stund var staðan orðin 71 gegn 70, Hauk- um í vil. Þá gerði McField glæsi- lega körfu fyrir Þór og Valdimar aðra rétt á eftir. Þegar aðeins 12 mín. voru af fyrri hálfleik var Eiríkur kom- inn með fjórar villur og því tek- inn útaf og hvíldur þar til síðustu mínúturnar. Þegar staðan svar 78 gegn 75, Þór í vil, fékk Spóinn sína fimmtu villu og þurfti því að hverfa af velli. Þá tók Jón Héð- insson aftur til sinna ráða og var frábær undir körfunni. Brotthvarf Spóans af leikvelli þjappaði hins vegar Haukunum saman og smám saman tókst þeim að jafna 81 gegn 81. Það var landsliðsmaður Haukanna, Pálmar, sem var þar fremstur í flokki. Hann gerði einnig tvær næstu körfur og staðan orðin 85 gegn 81, Haukum í vil, og aðeins um hálf mínúta eftir. Þórsarar skoruðu síðan eina körfu og fengu síðan tvö vítaskot eftir að brotið hafði verið á McField. Hann hafði sýnt frábært öryggi í vítaköstum og brást nú heldur ekki á þessari örlagastundu og hitti úr báðum skotunum og jafnaði 85 gegn 85. Þá varvenju- legum leiktíma lokið og nú skildi framlengt í fimm mínútur. Eiríkur gerði fyrstu körfuna í framlengingunni og jafnframt sína fyrstu í leiknum. Síðan jöfnuðu Haukarnir 87 gegn 87. Þá skoraði McField og aftur jöfnuðu Haukarnir. Ennþá kom McField Þór yfir og fékk síðan eitt vítaskot eftir að tæknivíti hafði verð dæmt á Hauka eftir að Einar Bollason, þjálfari þeirra, hafði verið eitthvað orð- ljótur í garð dómaranna. Þá komust Þórsarar inn í sendingu hjá Haukum og Valdi - mar brunaði upp og skoraði. Aftur komust þeir inn í sendingu og nú var það Konráð sem skor- aði. Þá minnkuðu Haukar mun- inn í 91 gegn 96 og aðeins um hálf mínúta eftir. Guðmundur gerði síðan 98. stigið fyrir Þór og rétt áður en flauta tímavarðanna gall skaut McField af löngu færi og hitti og rauf um leið 100 stiga múrinn. Fögnuður Þórsara var að von- um mikill eftir þennan sigur en þetta er fyrsti leikurinn í deild- inni sem Haukarnir tapa. Þeir voru óhressir eftir leikinn og til þess að kenna einhverjum um voru það dómararnir sem þeir töldu hafa tapað leiknum fyrir sig. McField var stigahæstur hjá Þór með 61 stig, en hann sýndi mikið öryggi í vítaskotum og skoraði úr öllum sem hann tók, eða samtals 14. Jón Héðinsson gerði 12 stig, Konráð og Vatdemar 8 hvor, Guðmundur 6, Þórarinn 2, Ei- ríkur 2 og Bjöm 1. Stigahæstir og bestir hjá Haukum voru Pálmar og Dakastar Webster. Dómarar voru þeir Hörður Tuliníus og Rafn Benediktsson, en unirrituðum fannst Hörður vera óþarflega harður við þjálf- ara Hauka, Einar Bollason. 18. janúar 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.