Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 18.01.1983, Blaðsíða 12
LiMliM BORÐA RENNUM SKALAR Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra sátu fyrir svörum á fundi á laugardag. Milli 60 og 70 spumingar bárust á fundinn, sumar áður en fundur hófst og einnig á fundinum sjálfum. Voru menn á einu máli um að fundurinn hefði tekist vel, verið málefnalegur og upplýst fjölmargt varðandi stjórnmálin, efnahagsmálin og margt fleira sem fólki er ofarlega í huga um þessar mundir. Meðfylgjandi mynd tók ESE á fundinum sem haldinn var á Hótel Varðborg. Ekki ákveðið hvort Nýja-bíó hættir Myndhandaleiya kvikmyndahúsanna í Reykjavík ógnar rekstri kvikmyndahúsanna á Akureyri „Það hafa verið brögð að því að Myndbandaleiga kvikmynda- húsanna í Reykjavík væri búin að senda þær myndir sem við eigum von á til sýninga norður á vídeóspólum áður en við höf- um fengið þær,“ sagði Oddur C. Thorarensen, eigandi Nýja bíós á Akureyri, er Dagur ræddi við hann. Rekstrarerfiðleikar kvik- myndahúsanna á Akureyri hafa verið til umræðu í fjölmiðlum af og til á síðasta ári. Nú bendir ým- islegt til þess að Nýja bíó hætti og sagði Oddur að það væri ýmislegt sem ylli því. „Við þurfum t.d. að greiða 16% í skemmtanaskatt af hverj- um seldum aðgöngumiða fyrir utan aðra skatta og skyldur. En það alvarlegasta er vídeóið sem ógnar okkar rekstri. Ég get nefnt sem dæmi að jólamyndin í Borg- arbíó hafði verið sýnd í vídeó hér í bænum og þetta hefur oft komið fyrir.“ Oddur sagði að Myndbanda- leiga kvikmyndahúsanna væri með þessu beinlínis að vinna gegn hagsmunum kvikmyndahúsanna úti á landi. Hann sagði að þeir teldu sig geta stjórnað þessu en það væri illmögulegt. Oddur ítrekaði það sem fram kom í Degi í sl. viku að ekki væri endanlega ákveðið hvort rekstri Nýja bíós yrði hætt, en hann taldi það þó fremur líklegt. Hann sagði aðspurður að margir hefðu spurst fyrir um húsnæði það sem Nýja bíó er í, en að sjálfsögðu verður ekki tekin ákvörðun um hvað þar verð- ur fyrr en ákveðið hefur verið hvort bíóið hættir. „Fransman": Framleiðslan gengur vel Sigurður bætti metið Sigurður Matthíasson sem keppir fyrir UMSE bætti um helgina nokkurra daga gamalt íslandsmet sitt í hástökki án at- rennu innanhúss, og státar að sögn fróðra manna nú að næst besta árangri í þessari íþrótta- grein í heiminum. Sigurður stökk 1.80 metra og bætti eldra met sitt um 2 cm. Hann hefur að undanförnu verið að reyna að stökkva 1.86 metra og verið svo nærri því að fara þá hæð að menn telja mjög mikla mögu- leika á því að hann geri það innan tíðar. „Framleiðslan á „Fransman“ kartöflunum hefur gengið al- veg skínandi vel,“ sagði Sævar Hallgrímsson, framleiðslu- stjóri, í samtali við Dag fyrir helgina. „Við framleiddum 650 tonn á síðasta ári, en það var fyrsta heila árið í þessari fram- leiðslu okkar á frönskum kart- öflum og er miklu meira en reiknað var með.“ „Það lítur hinsvegar ekkert vel út varðandi hráefnið. Við erum farnir að flytja kartöflur að sunnan, um 16 tonn í hverri viku. Það er hinsvegar ekki nóg og það sem við fáum frá bændum og get- um notað við þessa framleiðslu verður búið um miðjan mars. Við viljum endilega reyna allt sem hægt er áður en við förum að flytja inn kartöflur. Það er hins- vegar fyrirsjáanlegt að við verð- um að fara í innflutninginn, ein- ungis spurning hvenær það verður.“ Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að meira væri til af kart- öflum hjá bændum en margir halda. Maður sem þekkir vel til þessa máls sagði að bændur hefðu beðið eftir hækkun 1. desember sem ekki kom, og þeir sem hefðu góðar geymslur hyggðust bíða eftir verðhækkun á kartöflum sem verður 1. mars. Dalvík: Atvinnu- hjólin snúast — atvinnulausum fækkað um þriðjung Dalvík Eins og sagt var frá í Degi ný- lega voru komnir um 100 á atvinnuleysisskrá hér á Dalvík. Stafaði þessi mikla fjölgun atvinnulausra meðal annars af uppsögn kauptryggingar í frystihúsinu vegna hráefnis- skorts, en ekkert hráefni barst á land fyrstu vikuna í janúar þar sem togarafloti Dalvíkinga lá í höfn yfir jól og áramót eins og áður. Togarinn Björgúlfur kom svo að landi mánudaginn í fyrri viku með 65 tonn af vænum og falleg- um þorski, Björgvin, hinn togari Útgerðarfélags Dalvíkinga, land- aði á þriðjudag 62 tonnum, Dalborg, togari Söltunarfélags Dalvíkinga, landaði á fimmtudag og Baldur, togari hlutafélagsins Ufsastrandar, landaði í gær. Það má því segja að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast á ný, a.m.k. við sjávarsíðuna. Tala atvinnulausra hefur fækkað um þriðjung að sögn Elísabetar Ey- jólfsdóttur hjá atvinnuleysisskrán- ingum en nú eru um 50 á atvinnu- leysisskrá. Bátaflotinn hefur undirbúið sig fyrir netavertíð en byrja mátti að veiða þorsk aftur um helgina. Flestallir bátarnir munu byrja á að róa héðan hvað svo sem um framhaldið verður, en það hefur oft tíðkast að bátar hafi haldið suður fyrir land á vertíð þó svo það hafi verið í mjög litlum mæli hin síðari ár. Þannig að ef þorsk- urinn bregst ekki má búast við því að næg atvinna verði á Dalvík í vetur. Að lokum má geta þess að á meðan vinnsla lá niðri í frysti- húsinu var unnið að undirbúningi fyrir lausfrystingu og fleira. A.G. # ... óheimilt að gaum- gæfa... Frá Siglufirði berast þær fregnir að bæjarráð hafi sam- þykkt reglugerð um sorp- hreinsun í bænum fram til fyrrí umræðu í bæjarstjórn. Er um að ræða nákvæma reglu- gerð um sorphreinsun í bæn- um fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Er um að ræða nákvæma reglugerð varðandi sorphreinsunina og hvernig hún skuli framkvæmd. í 11. grein reglugerðarinnar segir: „Sorphreinsunarmönnum er með öllu óheimilt að slá eign sinni á nokkuð það sem látið hefur verið í sorpsekk eða losað á sorphauga bæjarins. Þeim er og óheimilt að gaum- gæfa á nokkurn hátt það sorp sem kemurfrá hverri íbúð, og reyna á þann hátt að öðlast upplýsingar um lífsháttu íbú- anna... # ÞávarðJ.R. reiður Tímaritið Samúel hefur upp- lýst lesendur sína um það hvað á eftir að drífa á daga helstu söguhetjanna í sjón- varpsþáttunum „Dallas". Nú hafa verið framleiddir á fimmta hundrað þættir og virðist ekkert lát á vitleysunni og vandamálunum. Hinn vln- sæli (?) J.R. hefur ekki látið deigan síga, hann lætur t.d. skipa um móðurlíf í mágkonu sinni, Pamelu, og setja í hana móðurlíf úr ófrískri blökku- konu. Þá lætur hann vana vinnumanninn Ray, þegar upplýst verður að hann er launsonur Jock. J.R. opinber- ar enn frekar kvikindishátt sinn er hann ákveður að fara að verða Sue Elien góður og kærleiksrí kur eiginmaður ein- ungis til þess að vekja hjá henni falsvonir. Hann snýr nefnilega blaðinu við hið snarasta þegar Sue Ellen er orðin hamingjusöm með hon- um á nýjan leik og tekur upp fyrri lifnaðarhætti. Það fylgir líka sögunni að J.R. hafi hald- ið við alla kvenmenn í ætt Sue Ellen nema ömmu hennar - hún er líka dáin! Af öðrum at- burðum má nefna að þau fara að iðka ástarlíf Cliff Barnes og frú Ellie, Bobby ætlar að fyrlrfara sér í olíubrunni en þá gýs um leið upp olíustrókur og mestu olíulindir fjölskyld- unnar eru þar með fundnar. # Dallas á vídeó Nei, ekki hingað til lands, heldur er þetta fyrirsögn úr auglýsingu f færeyska blað- inu, Dimmalætting, og hljóðar auglýsingin á þessa leið: „Ca. 5. febrúar koma teir fyrstu 10 partarnlr av Dallas. Hetta eru part£r sum halda fram, har sjónvarpið endaði. Vegna tess at ilt er at gita, hvussu nógv fara at hava áhuga fyri röðlnl, vllja vit hervið heita á viðskiftafólk okkara ið hava áhuga fyri Dallas-röðini, longu nú at tekna seg fyri hesum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.