Dagur - 21.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENTHF. Miklar vonir bundnar við verkmenntaskólann Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á sínum tíma að tveir skólar á framhaldsskólastigi verði í bænum, þ.e. Menntaskóli Akureyrar og nýr skóli, Verkmenntaskólinn á Akureyri. í menntaskólanum verði hefðbundið bóknám og kennsla á uppeldissviði, en verkmennta- skóhnn veiti fræðslu á heilbrigðissviði, hús- stjórnarsviði, tæknisviði og viðskiptasviði. Nú er lokið fyrsa áfanga verkmenntaskólans og byrjað er að kenna þar málmiðnaðarnemum, en Iðnskólinn á Akureyri mun sjá um rekstur- inn þar til verkmenntaskólinn verður formlega stofnaður. Verkmenntaskólanum á Akureyri er ætlað að þjóna öllu Norðurlandskjördæmi eystra, þannig að nemendur sem lokið hafa námi sem býðst í þeirra heimabyggð geti komist í þenn- an skóla og lokið frá honum réttindanámi eða undirbúningsnámi undir háskólamenntun. Gera má ráð fyrir að verkmenntaskólinn þurfi að veita allt að 700 nemendum fræðslu sam- tímis, en námstími hvers nemanda getur verið 2-4 ár. Hugmyndir eru uppi um það að í fram- tíðinni geti skólinn boðið upp á kennslu á háskólastigi. Til að skólinn geti annað hlut- verki sínu er nauðsynlegt að koma upp heima- vistaraðstöðu fyrir nemendur utan Akureyrar. í nýja verkmenntaskólanum verða skóla- smiðjur fyrir verklegt iðnnám og vélstjórnar- braut, bóknámsrými sem jafnframt getur nýst til ýmiss konar verklegs náms í svokölluðum léttum greinum, og félagsaðstaða fyrir nem- endur og kennara. Heildargrunnflötur skólans verður 8.100 fermetrar og nú er lokið um 11% af því sem byggja á. Kostnaður við 1. áfanga með búnaði er um 12.5 milljónir króna. Nú er unnið að teikningum og útboðsgögnum fyrri hluta annars áfanga og er stefnt að því að hann verði fokheldur á þessu ári. Þar verður vélstjórnarhús og gert er ráð fyrir að fullnað- arteikningar af öðrum hluta annars áfanga verði tilbúnar í haust, en þar verða bóknáms- greinar og verslunarsvið til húsa. Fram- kvæmdir verða að sjálfsögðu háðar fjárveit- ingum á hverjum tíma. Ljóst er að þetta er stórt og fjárfrekt verk- efni, en einnig mjög nauðsynlegt. Fjárfesting í góðri verkmenntun verður ekki lengi að borga sig. Þá má ennfremur geta þess að við athug- un hefur komið í ljós að í Norðurlandskjördæmi eystra eru aðeins 2,9% íbúanna í framhalds- námi, en meðaltal landsins alls er 4,2%. Vart þarf að fara í grafgötur með það að skortur á námsframboði veldur þarna miklu. Miklar vonir eru því bundar við Verkmenntaskólann áAkureyri. Stefán Valgeirsson, alþingismaður, skrifar um aUsherjarþing SÞ: IVlannréttindi og kvenréttindi í fyrstu grein stofnskrár Samein- uðu þjóðanna, þar sem helstu viðfangsefni samtakanna eru talin upp, er getið alþjóðlegrar samvinnu um eflingu og virð- ingu fyrir mannréttindum. Þessu starfi er lýst sem nauðsynlegum þætti í friðarviðleitni samtak- anna. Það er líka tekið fram í stofnskránni, sem liður í mann- réttindareglunum, að engin mis- munun skuli eiga sér stað milli kynja og að konur og karlar eigi jafnan aðgang að þátttöku f starfi á vegum samtakanna. Þrátt fyrir þessar hátíðlegu yfirlýsingar í upphafi hafa síðari tíma efndir verið lakari en efni stóðu til. Á meðan samtökin hefðu átt að veita góða fyrir- mynd, hafa karlar gegnt þar öllum meiri háttar embættum, en kon- ur fyllt einkaritarastólana. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þar sem þetta eru samtök svo og svo margra aðildarríkja; ef kon- ur eiga ekki upp á pallborðið í heimalöndum sínum, er varla við því að búast, að þær fái í hendurnar áhrifastöður í alþjóð- legu samstarfi sömu ríkja. En tímarnir breytast og mennirnir með. Aukin áhrif kvenna og kvenréttindahreyf- inga í landsmálum endurspegl- ast í starfi Sameinuðu þjóðanna, sem búa jafnframt að áður- greindum ákvæðum stofnskrár- innar sem og sams konar ákvæð- um í alþjóðasamningum um bæði mannréttindi og kvenrétt- indi. Sem oft áður koma orðin á undan gjörðunum. Það verður æ erfiðara að hundsa viðurkenn- ingar í orðum og ekki hvað síst lagalegar skuldbindingar sem ríkin hafa samþykkt og sem leggja grundvöllinn að jafnrétti og jafnræði kynjanna. Eg hef þennan formála að þriðja og síðasta bréfi mínu frá 37. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem ég sótti í haust sem leið. Eins og á undanförn- um þingum komu málefni kvenna mjög til umræðu. Þau voru rædd undir tveimur dag- skrárliðum bæði í þriðju nefnd þingsins og á þingfundum, auk þess sem þeirra er getið óbeint í ályktunum samkvæmt öðrum dagskrárliðum varðandi mann- réttindi. Þingið samþykkti í þetta skipti 9 ályktanir um kvennamál og allar án atkvæða- greiðslna, sem er merki um óvenjulega mikla samstöðu. Að vísu höfðu áður átt sér stað Stefán Valgeirsson. óformlegar viðræður fulltrúa um innihald og orðalag tillagnanna til þess að tryggja átakalausar niðurstöður og í nefnd voru greidd atkvæði um eina máls- grein í einni tillagnanna, þar sem vitað var til arðráns fjöl- þjóðafyrirtækja á konum í sveitahéruðum og landbúnað- arvinnu. Að öðru leyti ein- kenndi samkomulagsandi bæði umræður um tillögumar og af- greiðslu þeirra. Fulltrúi íslands talaði í nefnd- arumræðum um kvennamálin fyrir hönd allra Norðurland- anna. Það var Kornelíus Sig- mundsson, varafastafulltrúi okkar, sem flutti ræðuna og gerði það vel. Mér fannst að hann hefði kannski mátt taka sterkar til orða, t. .d. vitna til for- seta okkar og kvennaframboðs, en kannske var það betur látið ógert því að við eigum líka okk- ar veiku hliðar í framkvæmd réttlætismála kvenna sem önnur ríki hefðu getað minnt okkur á á óþægilegan hátt. Þetta var einnig ræða flutt í nafni 5 ríkja og þurfti að sjálfsögðu samþykki þeirra allra á hverjum einasta hluta ræðuefnisins; Það er stundum með ólíkindum hvað það getur verið þungt í vöfum að afla slíks samþykkis jafnvel þótt systra- þjóðir eigi í hlut. Ályktanir 37. þingsins um kvennamál báru eftirtaldar yfir- skriftir: kvennaáratugur, ára- tugssjóðurinn, kvennaráðstefn- an 1985, alþjóðleg rannsókna- og menntastofnun kvenna, þátt- ur kvenna í þróunarmálum þriðja heimsins, konur í sveita- héruðum, konur í opinberum störfum, friðarstarf kvenna og loks alþjóðsamningurinn um af- nám misréttis gegn konum. Kvennaáratugurinn, sem er nefndur að ofan, hófst á miðjum sjöunda áratugnum og er því langt kominn. í tengslum við hann hafa verið haldnar meiri- háttar alþjóðaráðstefnur, hin fyrri í Mexíkóborg árið 1975 og hin síðari í Kaupmannahöfn árið 1980, þar sem hafa verið samþykktar ályktanir og fram- kvæmdaáætlanir. Maður verður að vona að enn verði orðið til alls fyrst, því að á stundum virð- ist orðaflaumur og pappírsnotk- un á þessum alþjóðaþingum ganga úr hófi fram. I lok áratug- arins á svo að halda einn fundinn til viðbótar, mig minnir í Nair- obi á árinu 1985, til þess að gera úttekt á því hvað hefur áunnist í þessum málum öllum, bæði í einstökum löndum og á alþjóða- sviðinu. Málstaðurinn er góður og starfið lofsvert. Ég hef gert kvenréttindi að umræðuefni mínu í þessu bréfi vegna þess hve ofarlega þau hafa verið á baugi hér heima og vegna þess að þau eru gott sýnishorn af fjölbreyttri dagskrá Sameinuðu þjóðanna. Stundum finnst manni af fréttaflutningi, að sam- tökin fáist aðallega við alþjóða- deilur og stríðshættur og vissu- lega eru slíkir málaflokkar mikilvægir þættir í starfinu. Hinu má ekki gleyma að margt fleira ber þar á góma. Ber þar mikið á starfi sem er hugsað sem fyrirbyggjandi aðgerðir gegn styrjaldarhættum með því að draga úr hvers konar spennu og sundrungu milli ríkjahópa, þjóða, minnihlutahópa og jafn- vel einstaklinga. Sem dæmi má nefna þróunar- og tækniaðstoð handa hinum fátækari ríkjum og mannréttindabrot alls staðar og er þetta allt til mikilar fyrir- myndar. Vonandi verður árang- urinn í samræmi við erfiðið. Stj ómarskrármálið Stjórnarskrárnefnd, skipuð full- trúum stjórnmálaflokkanna, hefur starfað um alllanga hríð að undir- búningi breytinga stjórnarskrár landsins, þ.á.m. hefursjálfsagt ver- ið varið miklum tíma til umfjöllun- ar á kjördæmaskipan og atkvæða- vægi. Segja má að allur almenningur sé útilokaður frá að fylgjast með og koma fram áliti sínu á þessum málum. Stjórnmálamenn knýja á um að fá fram breytingar og virðast þá hafa meira í huga hagsmuni flokkanna og persónulega hags- muni heldur en hagsmuni þjóðar- innar. Um 60 af hverjum 100 íbúum landsins búa á suðvesturhorni þess og þar leita stjórnmálamennirnir fanga, - þar eru bestu miðin við at- kvæðaveiðar. Almenningi er sagt, að leiðrétta þurfi vægi atkvæða, jafna atkvæða- tölu að baki hvers þingmanns, þá verði lýðræðinu og mannréttindum komið í betra horf o.s.frv. í mannkynssögunni sést að oft voru notuð falleg orð til réttlæting- ar hinum mestu óþurftarmálum og gjarnan vitnað til lýðræðis og trúar- innar, - svo að slíkar á- róðursherferðir eru ekki nýjar af nálinni. Endalausar útjafnanir, svo sem margir stefna að og mergð stjórn- málaflokka hljóta að leiða af sér samsteypustjórnir æ fleiri flokka eða stjórnleysis, auk þess leiðir af sjálfu sér að enn frekari valdatil- færsla verður til Reykja- víkursvæðisins þar sem alltof mikil völd og áhrif eru nú þegar fyrir hendi. Þegar búið er að koma þess- um málatilbúnaði af stað, tyggur hver út úr öðrum að þarna sé mikið jafnréttismál á ferðinni. Ef ætlunin er að vinna lýðræðis- lega að endurskoðun stjórnar- skrárinnar, hlýtur að teljast eðli- legt að bæjar- og sýslufélög fái tækifæri til að koma sínu áliti á framfæri um gerð stjórnarskrárinn- ar, einnig einstaklingar. Sú aðferð, sem nú er notuð að láta alþingismenn, sem dæma þá í eigin málum og óstarfhæft Alþingi með sín flokkspólitísku sjónarmið grauta í kosningalögum og stjórn- arskránni, er að mínum dómi óhæf vinnubrögð og beri því að fresta slíkum aðgerðum, en leggja þær ábendingar, sem stjórnarskrár- nefnd hefur unnið á síðustu árum fyrir sýslu- og bæjarfélög til fyllri vinnslu. í umfjöllun stjórnarskrár- nefndar kom eitt sinn fram að sam- staða hefði náðst um fjölgun al- þingismanna um 6-10. Þessum fréttum var ekki alls staðar fagnað. Á sl. vori unnu samtök manna úr öllum stjórnmálaflokkum að því að gefa kjósendum til sveitastjórna í Vestur-Húnavatnssýslu kost á að mótmæla áðurnefndri fjölgun. Kom þá fram að yfir 90% kjósenda voru andvígir fjölguninni. Könnun DV í hqust gaf til kynna að 3 af hverjum 4 voru einnig á móti fjölgun alþingismanna. Með þessu frábiður almenningur sér öll frekari stólakaup til Alþingishúss- ins, og sýnir það út af fyrir sig traust til alþingismanna að þeir komi verkunum af, þótt eigi verði um frekari fjölgun að ræða. Ég vil hér með hvetja alla þá sem vilja jafnvægi í byggð landsins til að beita sér í þessum málum og stuðla að því eftir mætti að almenningur taki stjórnarskrármálið til með- ferðar. Aðalbjörn Benediktsson 4 - ÐAGUR - 21 .janúajr, 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.