Dagur - 21.01.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 21.01.1983, Blaðsíða 5
/ skíðalandi Húsvúcinga Fáir staðir á landinu státa af eins góðri aðstöðu til skíða- iðkunar og Húsavík. Húsavíkurfjall sem er 417 metrar yfir sjávarmáli, að sögn landafræðinnar gömlu, er auðugt af góðum brekkum sem eru vel til þess fallnar að renna sér á skíðum. Áhugi bæjarbúa hefur aukist stór- lega á skíðaíþróttinni á undanförnum árum. Margt hefur líka verið gert af hálfu bæjaryfirvalda til þess að mæta þessum aukna áhuga fólks á þessari göfugu íþrótt. Núna eru 4 togbrautir í fjall- inu. í Skálamel eru tvær, önn- ur 300 metra löng hin 400 metrar. í svokölluðum „Stöllum“ er togbraut á milli 500 og 600 metrar. Systumar Sæunn Helga og Guðný Bjömsdætur drekka kakóið sitt og hlýja sér í skúmum. Myndir: Þ.B. VÍSNAÞÁTTUR Jón Bjamason Ekki kenna meinin Nú ég skil það vcl, sem ég vissi ekki fyrr, en vísindin eru að sanna: Að árásargjömustu aparnir urðu forfeður manna. mér. • • Óli Halldórsson orti svo til æskuvinkonu sinnar. Við getum sagt eftir hryggbrot: Ekki kenna meinin mín mér að forðast vítin. Hugurinn leitarheim til þín, hann ersvona skrýtinn. Eftir febrúarsamningana 1974, orti ÓIi Halldórsson á Gunnars- stöðum svo: Sami maður spáir svo viðvíkj- andi stjórnarskránni nýju: Það á að auka þinglið frítt. Þrengjast fer á stalli. Þar næst byggja þinghús nýtt á þjóðarskuldafjalli. Um efnahagsástand þjóðarinnar hefur Jón Jónasson, Hrauni Öxnadal, þetta að segja: Efnahags er öngþveitið algjört, því ermiður. Allt er að síga út á hlið, aftur á bak og niður. Og enn kveður Jón í Hrauni: Eigi er burðug æviskrá, eða minnisvarðinn, þeirra er ráðast aðeins á allra lægsta garðinn. Næstu vísu kveðst Óli hafa ort er hann lenti í slæmum félagsskap: Þess eru dæmi mörg, sem má marka afgögnum skýrum, að það er feigð að flækjast hjá flokki af villidýrum. Þá kemur vísa sem Óli kvað er hann hélt til smölunar árla morguns í haustveðri svo blíðu sem frekast gefst: Þó að svíði ennþá und, aftur bætt mér getur þessi milda morgunstund marga kalda vetur. Haustvísa í öðrum tón: Einnig eftir Óla á Gunnarsstöðum. Fjúka laufog fölna strá. Fossins hljóðnar ómur. Hærri tónum herðirá haustsins kuldarómur. Næstu vísu orti umsjármaður þáttarins er hann heyrði og sá sjónvarpsfréttir utan úr hinum stóra heimi: Er á kröfum engin stans. - Öfugt fleytan skríður. - Ágirndin til andskotans íslendingum ríður. „Hvað er sannleikur?" var eitt sinn spurt. Jóni þykir sem hann sé nú sagður á ýmsa vegu: Á Alþingi, sem allsstaðar - er það mikill bagi - að sannleikann þeir segja þar sinn með hverju lagi. Fyrir nokkrum árum hættu blöð- in að koma út um skeið. Blaða- verkfall var það víst kallað. Þá orti Jón í Hrauni: Blöðin síðan fóru flatt fækkar okkar kynnum. Ég er farinn að segja satt svona stökusinnum. í lok þáttarins birti ég hring- hendu eftir Kristján Benedikts- son, málarameistara. Hann þyk- ist víst bráðum orðinn gamall: Ungir völdin eignast skjótt. Aldinn höldur bíður. Tímans öldur falla fljótt. Fast að kvöldi líður. Jón Bjarnason. Allar eru þessar brautir í meiru og minna sambandi hver við aðra og þeir allra duglegustu geta komist með fjórðu tog- brautinni alla leið upp á topp. Það telst ekki til meiriháttar framkvæmda að fara á skíði. Þótt margir noti bíla sína til þess að fara á í fjallið, er það mjög algengt að fólk spenni á sig skíð- in heima hjá sér og renni sér svo og gangi á þeim upp á fjall. Sl. sunnudag skrapp blaða- maður Dags í heimsókn í Skála- melinn. Þrátt fyrir kulda og tölu- verða gjólu voru allmargir komnir á skíði um hádegi og þá tvo tíma sem ég staldraði þar við var stöðugt að bætast við fólk í þann hóp. Fólkið var á öllum aldri, sá yngsti varla meira en tveggja ára og sá elsti trúlega á sjötugs aldri. Þótt skíðaaðstað- an frá nátturunnar hálfu sé stór- kostleg þarna í Melunum, verð- ur það sama ekki sagt um að- stöðu þá sem starfsmönnum tog- brautanna er boðið upp á. Ein- hver var að tala um að „Flug- stöðvarmannvirkin" á Aðaldals- flugvelli væru hreint ekki til þess fallin að hrópa húrra fyrir, en samt sem áður eru þau nú eins og hátíð hjá þessum ósköpum. Hússkrifli það sem notast er við er „sjálfsagt uppundir 10 fer- metrar“, eins og einn viðmæl- andi minn komst að orði. Þar inni sat Páll Ríkharðsson lyftu- stjóri og hafði nóg að gera. Fólk var að koma til þess að kaupa sér aðgang að togbrautinni. Sumir keyptu sér kort sem gildir frá áramótum og út maí, og kostar kr. 1300 fyrirfullorðna, 600 fyrir 10 til 15 ára og 300 fyrir 6 til 9 ára, aðrir létu sér nægja að kaupa kort til dagsins. en slík kort kosta 10% af hinum kort- unum. Páll lyftustjóri var að vonum ekkert of hress með skúrinn sinn. Því þrátt fyrir að hann væri hitaður upp kæmu krakkar Á leið upp í togbrautinni. mikið þangað inn til að hlýja sér sem eðlilegt og sjálfsagt væri, en við alla þessa umgengni vildi yl- Páll Ríkharðsson lyftustjóri. urinn oft rjúka út um dyrnar. Það var gaman að fylgjast með skiðafólkinu bruna niður brekk- una og hreint ótrúlæegt að sjá sum smábörnin hvað þau voru lipur. Alltaf hef ég blóðöfundað fólk sem getur steypt sér í ótal hlykkjum niður snarbrattar brekkurnar og stöðvað sig á punktinum. Etir að hafa lufsast um skíðasvæðið í um tvo tíma var blaðamanni orðið kalt og nef hans rautt og þrútið. Það var því ekki um annað að gera en að pilla sig heim. Áður en ég yfirgaf svæðið kíkti ég inn í skúrinn til Páls. Ég taldi 25 krakka sem komin voru inn til þess að orna sér. Var einhver að tala um að gamla máltækið „Þröngt mega sáttir sitja“ sé ekki í fullu gildi enn? Þ.B. Eignist og lesið aldarsögu elsta kaupfélagsins Stórbrotin baráttusaga sem endurspeglar á margan hátt hugsjónir og starf allra samvinnufélaga i landinu i heila öld. ALLT... 21 .janúar.1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.