Dagur - 21.01.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 21.01.1983, Blaðsíða 8
UR EINUIANNAÐ Lim köttinn Tuma? Börnin kalla hann Tuma, en þess vegna getur hann heitið hvað sem er annað. Tumi er einn þeirra ólánsömu, sem hefur glatað heimili sínu og á líf sitt undir góðmennsku þeirra, sem hann leitar til og eftir ástandi hans að dæma eru það margir hér á Dalvík, sem vikið hafa að honum bita og skotið yfir hann skjólshúsi. Tumi ersem sagt það sem kallað er flækingsköttur, en ég kem nánar að honum seinna. Kötturinn hefur fylgt mannin- um öldum saman, líklega lengst af vegna þess að hann hélt mús- um í skefjum í híbýlum manna. Nú á tímum er hins vegar ekki þörf fyrir músakött nema á stöku stað, svo að kisa flokkast undir gæludýr. Hlýtur maður ekki að gera ráð fyrir, að fólk, sem tekur kettling inn á heimili sitt, viti, að hann stækkar og verður sjálfstæður? Kettir eru einmitt þekktir fyrir sjálfstæði, og vilja aðeins vera gæludýr, þegar þeim sjálfum sýnist. Það er grunnt á rándýrseðlinu. Jafn- vel bestu heimiliskettir skreppa öðru hvoru út á sportveiðar, er þá maðurinn ekki rándýr líka? Jæja, en þar að kemur oft, að þessir „kattavinir" vilja fyrir hvern mun losna við köttinn af ýmsum ástæðum og nota til þess mismunandi aðferðir. Sem opin- ber kattavinur og einn af stofn- endum kattavinfélagsins hef ég fengið að heyra ótrúlegustu og ógeðslegustu sögur af slíku. Nýjasta uppátækið hjá þessu lata eða hugsunarlausa fólki er að aka í fínu bílunum sínum eitt- hvað út í sveit og fleygja dýrinu út á gaddinn, þar sem það ratar ekki heim. Vonandi fá slíkir kattavinir slæmar draumfarir, því samvisku eiga þeir sennilega ekki til. Pað kostar ekki mikið að fá dýralækni til að svæfa kött með sprautu, en ef til vill vaxa þau útgjöld einhverjum í aug- um. Vissulega kemur fyrir, að óhjákvæmilegt er að láta aflífa kött, til dæmis vegna sjúkdóms á kettinum sjálfum, eða slæms of- næmis einhvers á heimilinu fyrir honum og raunar öllum köttum. Hins vegar er það ekki nauðsyn- legt vegna flutninga, ferðalaga eða tilkomu ungbarns á heimil- ið. Svo ég tali nú eins og þeir sem fjalla um fóstureyðingafrum- varpið, þá eru það félagsleg vandamál,.sem hægt er að leysa með góðum vilja. Ef aflífa þarf kött, á skilyrðalaust að fá dýra- lækni til þess. Ég þurfti einu sinni að láta aflífa kettling, sem ég hafði ætlað mér að eiga og var búin að flytja mörg hundruð kílómetra í því skyni, af því hann höfðaði svo sterklega til mín. En í ljós kom , þegar hann stækkaði,að hann var svo kvið- slitinn, að garnirnar lögðust undir húðina og ollu miklum kvölum. Vesalingurinn litli dó malandi og sleikti á mér hönd- ina. Ég svaf vel á eftir, þó þetta kostaði mig leigubíl í Reykjavík og 1000 gamiar krónur. Eina fyndna sögu kann ég og hef hana eftir konu, sem hugsaði um heimili fyrir systur sína, meðan sú lá á fæðingardeildinni. Þess má geta að systirin hneyksl- aðist óskaplega á mér eftir á. Sú, sem var að fæða barnið, bað sem sagt um, að læðunni yrði lógað, áðir en hún kæmi heim, því hún nennti ekki að standa í að halda henni frá vöggunni. (Allir katta- vinir vita, að sérstaklega læður vilja sleikja ungbörn). Systirin lofaði að gera það og pantaði tíma hjá dýralækni. Én viti menn, læðan hverfur daginn áður! Auglýst var í snatri eftir henni. Að vörmu spori hringir kattavinur mikill, sem lætur sér ekkert kattlegt óviðkomandi og i FORNIOG FELAGAR f ÞEGAR VIÐ í KVENNAFRAMBOÐINU KOMUMST TIL VALDA, ÞÁ VERÐUR ÓKEYPIS FYRIR ALLA I V^STRÆTÓ NEMA NÁTTÚRLEGA DAVlÐ OG FÉLAGA T)Fi*ld Enl«rpn«»t. Inc . I9S2 MYNDIR ÞU SEGJA AÐ ÞETTA VÆRI ÞÁ AÐ LÁTA DAVÍÐ SJÁ HVAR DAVlÐ KEYPTIÖLIÐ, EÐA ÞANNIG SKO ... LALLILIRFA vill bara forvitnast, vegna afar sérkennilegs litar á týnda dýr- inu. Brátt kemur í ljós, að læðan á fyrir hvern mun að finnast, svo hægt sé að lóga henni. Kattavin- urinn spyr um ástæður og eftir að hafa fengið skýringu, varð honum að orði: - En hvers vegna ekki að lóga barninu? Kötturinn hafði forgang! Ég hló hjartanlega og sagði, að mér hefði vel getað dottið í hug að segja það sama. En systirin hneykslaðist svo mikið á þessu, að okkar kynni urðu ekki lengri eða nánari. Komum þá aftur að Tuma. Mig langar afskaplega til að koma honum annaðhvort til réttra eigenda, eða góðs fólks. Hann er hvítur og svartur, meira hvítur þó, með brot á skottend- anum, en skottið og eyrun er alveg svart, allar lappir hvítar og andlitið upp á enni. Hann er ekki gamall, varla eldri en 4 ára og ógeltur. Þegar honum skaut hér upp í haust eða seinni part- inn í sumar, var hann með greinileg merki um hálsól. Ennþá er hann gæfur og góður og malar „voðalega hátt“ að því bömunum finnst, en þarf kannske bara að gera það sjaldan. Það væri greiði við Tuma að láta gefa honum sprautu, því lífsbaráttan er hörð í illvirðum að vetrum fyrir heimilisketti, en hann er svo sérstaklega fallegur á svipinn og „karlmannlegur", vöðvastæltur með afbrigðum kelinn. Allt bendir til ,að hann sé alls ekki frá Dalvík eða ná- grenni, gæti hafa komið með bíl, því í fyrsta sinn, sem hann kom hér í haust klippti ég miklar flyksur af smurningu úr feldin- um á honum. Þegar þetta er skrifað, hef ég auglýst hann í nafni kattavina- félagsins og gert mikið til að koma honum út, en árangurs- laust. Það vill honum til lífs, að mér er ófært að sinni til dýra- læknisins. Ástæðan fyrir því, að ég tek hann ekki sjálf að mér, er sú, að ég á einn fyrirmyndarkött fyrir, sem ég vil ekki móðga. ÉGLOSNA LlKAVIÐ HANA, NÆSTU VIKUNAÁ MEÐAN \ HÚNSÝNIRÖLLUMAÐHÚN/ SÉ FRUMSÝNINGAR- J GESTUR Brandarar Hvers vegna er fíllinn í bláu buxun- um í dag? Hann er að þvo þessar rauðu. ☆ ☆☆ Hvers vegna er fíllinn í bláu strig- askónum í dag? Hann er að æfa grindahlaup. Hvað sagði Tarzan þegar hann sá f ílana koma yfir hæðina? Hann sagði: Neeeeeh, þarna koma f ílarnir yfir hæðina. ☆ ☆☆ Hvað sagði fíllinn þegar hann fékk flís ítána? Hann sagði: Ég fíla þetta ekki. ☆ ☆☆ ☆ ☆☆ 8 - DAGUR - 21. jáh(ifar:198á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.