Dagur - 21.01.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 21.01.1983, Blaðsíða 9
 STÆLT OG STOUÐ 2 rCAH J KRIKHE ivmmem IT'' i Lengsta hjól sem sögur fara af mun hafa verið smíðað í Hol- landi á dögunum. Hjólhestasmið- urinn Hans Krikke tók sig þá til og smíðaði rúmlega fjörutíu metra langt hjól, en sú stærð er mjög hcppileg fyrir fjörutíu manns eða svo. AHt var þctta gert til að vinna sigur í sjónvarpssamkeppni, en auk Krikke, tóku fjölskylda hans og vinir þátt í að stíga „lönguvit- !eysuna“ áfram. Steve Brooks, eigandi Arfurs, viðrar vél- hundinn. Þá er loksins komið í Ijós hvernig Reykvíkingar og aðrir sem sæta þurfa banni við hundahaldi í þéttbýli geta farið í kringum þau lög. Svarið er einfaldlega það að fá sér gervihund í líkingu við hann Arfur, sem þessa dagana þrýfst ágætlega á Bretlandi. En menn verða að vera rciðubúnir að snara út álitlegri upp- hæð fyrir slíkan vélhund. Arfur - R4, svo notað sé hið fulla nafn hundsins, kostaði hvorki rtieira né minna en tvö þúsund bresk sterlingspund, eða um tæpar 60 þúsund íslenskar krónur. Það verður að teljast nokkuð dýrt þegar það er haft í huga að Arfur er að mestu leyti smíðaður úr steikarapönnum, niðursuðudósum og hlutum úr ryksugum. En „innrætið“ er ekki gefið og það er líklega það sem hækkar verðið svo mikið sem raun ber vitni. Seinheppinn seðlaþjófur Menn eru misjafnlega lánsamir í lífinu. Sumir stíga ekki feilspor alla sína ævi og allt sem þeir snerta á verður að gulli, en svo eru aðrir sem ekkert geta gert rétt. Austurríkismaðurinn Hans Frank, 26 ára, tilheyrir síðari manntegundinni. Hann rændi banka í Vínarborg og komst þaðan með sem svarar rúmlega eitt hundrað þúsund íslenskum krónum. Eins og alvöru banka- ræningjar hafði Hansi flóttabfl- inn tilbúinn fyrir utan bankann, en þegar hann kom hlaupandi að bflnum með seðlana í poka, komst hann að því að hann hafði læst lyklana inni í bflnum. Hansi dó þó ekki ráðalaus og braut í skyndi rúðu og komst þannig inn í bflinn og af stað. Hann hafði þó ekki ekið lengi er í Ijós kom að hann hafði gleymt peningapok- anum á gangstéttinni fyrir utan bankann og er hann sneri við til að ná í pokann, þá beið lögregl- an eftir honum. Þetta er líklega það sem kallað er seinheppni. Einn helsti kostur Arfurs er að hann ónáðar ekki ketti og þvf þrífast þeir ágætlcga í nærveru hans. Akureyri - Nærsveitir Vorum að taka upp nýjar vörur: Leðurbuxur, jakkar og vesti, dragtir, buxnapils og samfestingar. t \l >17 Kaupangi, Akureyri, sími 25692. Hitabylgja - Hitabylgja Frumsýning í Freyvangi laugar- daginn 22. jan. kl. 20.30. Höfundur: Ted Willis. Þýðandi: Stefán Baldursson. Leikstjóri: Theódór Júlíusson. Önnur sýning mánudaginn 24. jan. kl. 20.30. Miðapantanir í síma 24936. Miðasala við innganginn. Leikfélag Öngulsstaðahrepps og UMF Árroðinn. Ein hjónaíbúð við Dvaiarheimilið Hlíð er laus til leigu nú þegar. Þeir sem eru á biðlista heimilisins sitja fyrir um vist. Nánari upplýsingar hjáforstöðumanni, sími 22860 kl. 9-10.30 og 15.30-17. Dvalarheimilastjórn. Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 25. jan. kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR Akureyri - Nærsveitir Nýkomið: Leðurbindi, leðurslaufur, flauelsbuxur, gallabuxur, skyrtur. GATót/ Kaupangi, Akureyri, sími 25692. 21,, janúar 1,983 rr DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.