Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 1
HÁLSFESTAR 8 og14 KARÖT GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 25. janúar 1983 10. tölublað Um 50 grísir drukknuðu í stíum í vatnsflóðinu - tryggingarnar bæta ekki slíkt tjón Um klukkan 10 á laugardagsmorgun kom hlaup í Lónslækinn á norðanverðum bæjarmörkum Akureyrar með þeim af- leiðingum að vatnselgur flæddi inn í Svína- búið Lón og drap um 50 grísi. Viðbúið er að fleiri drepist úr lungnabólgu, fangið drepist í gyltunum og starfsemin raskist meira og minna í upp undir ár. Tjónið er gífurlegt og ekki er hægt að tryggja fyrir slíkum skaða. Búast má við að beint tjón sé ekki undir 500 þúsund krónum. Óvíst er um skemmdir á húsum og vélum. Gífurlegar leysingar voru búnar að vera þegar óhappið varð. Að sögn Benny Jensen, eiganda svínabúsins, og konu hans, Jónínu Guðjónsdóttur, var allt í lagi um klukan hálf nfu um morguninn, en klukkan 10 var allt komið í kaf. Þá flæddi yfir brú ofan búsins, grundir og tún fóru undir vatn, enda var læk- urinn sem rennur á bæjarmörkunum og með- fram búinu eins og skaðræðisfljót, upp undir 4 metrar á dýpt þar sem dýptin er venjulega um hálfur metri. Grísirnir sem drukknuðu voru frá viku upp í fimm mánaða gamlir. Auk sona þeirra hjóna sem unnu með þeim að björgunarstarfinu komu nágrannarnir til hjálpar. Óðu menn upp í mitti í svínahúsinu þegar reynt var að bjarga grísunum. Ekki tókst að fá hjálp frá lögreglu, slökkviliði né bæjarstarfsmönnum. Að endingu tókst að fá gröfu frá Norður- verki, til að hleypa læknum fram. Alls voru rúmlega 150 svín í búinu. Hætt er við að þau veikist og tjónið eigi eftir að auk- ast. Fyrir um 10 árum síðan drápust yfir 30 grísir í búinu af svipuðum orsökum. Þá mun Bjargráðasjóður hafa hlaupið undir bagga. Ljótt var um að litast f svínastíunum þegar vatnið sjatnaði. Dauðir grísir lágu í tugatali í básum sinum Á myndinni er Erik Jensen, sonur eigendanna. Ljósm: H.í Dalvík: Vilja fa sinn fógeta Bæjarstjóm Dalvíkur hefur samþykkt aö unnið skuli að því að stofnsett verið sjálfstætt embætti Bæjarfógeta á Dalvík með aðsetur þar í bænum. Gerir bæjarstjórnin ráð fyrir að aðskilnaður embættisins frá em- bætti Bæjarfógeta Akureyrar og Dalvíkur og sýslumanns Eyja- fjarðarsýslu verði framkvæmdur í tveimur áföngum. Á yfirstand- andi ári verði ráðinn til starfa lög- lærður fulltrúi með fullu umboði er hafi aðsetur á Dalvík og að eftirtalin þjónusta verði flutt þangað: „Veðmálabækur Dalvík- ur ásamt þinglýsingum, afgreiðsla tollskjala, útgáfa ökuskírteina og vegabréfa, dagleg stjórn löggæslu og öll önnur almenn þjónusta sem nú verður að sækja til Akureyr- ar.“ Á næsta ári verði síðan stofnað embætti Bæjarfógeta með aðsetri á Dalvík og Bæjarþing Dalvíkur svo og sakadómur verði með að- setri á Dalvík. í greinargerð með samþykkt bæjarstjórnarinnar segir meðal annars: Þegar Dalvík fékk kaupstað- arréttindi árið 1974 var það skil- yrði sett að ekki yrði stofnað sér- stakt embætti bæjarfógeta. Ýmsar aðstæður hafa breyst verulega síðan þá. íbúum Dalvíkur hefur fjölgað verulega og eru nú liðlega 1300. Þá hefur embættið eignast gott húsnæði í Ráðhúsi Dalvíkur. Umsvif fyrirtækja á staðnum hafa aukist og um leið sú þjónusta sem þau þurfa að sækja til em- bættisins á Akureyri. Þá má einn- ig benda á að íbúar Svarfaðardals- hrepps sækja alla daglega þjón- ustu til Dalvíkur. VERÐUR FRIHOFN OPNUÐ A AKUREYRI í SUMAR? „Eins og kunnugt er ætla Flug- leiðir að hefja beint flug á milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar í sumar, og okkur hjá Flugleiðum fínnst eðlilegt að þeir farþegar sem velja þessar ferðir njóti sömu þjónustu og aðrir flugfarþegar sem fara til eða frá landinu. Til þess að svo megi verða þarf að koma hér upp vísi að frfltöfn,“ sagði um- dæmisstjóri Flugleiða á Akur- eyri í samtali við Dag fyrir helg- ina. „Mér hefur verið falið að kanna hug ýmissa aðila til þessa máls, og þær undirtektir sem ég hef fengið hjá flugvallaryfirvöldum, tollyfir- völdum, bæjaryfirvöldum og þeim þingmönnum sem ég hef nefnt þetta við hafa verið mjög góðar. Mönnum ber saman um að það sé sjálfsagt að þessi aðstaða komi hér á Akureyri og það sem fyrst’ Málið heyrir hinsvegar undir Fjármálaráðuneytið og hef- ur ekki verið kynnt þar enn sem komið er. Aðstaða á Akureyrarflugvelli er ekki góð til þess að mæta þessu eins og er, og þetta yrði fremur smátt í sniðum til að byrja með. Flugleiðir hafa hinsvegar falið ákveðnum aðilum að taka þetta mál upp við ráðuneytið og ef þetta mál fær þá afgreiðslu sem við vonum, þá verður það framkvæmt." - Fyrsta beina flug Flugleiða til Kaupmannahafnar verður fimmtudaginn 16. júní, og verður flogið vikulega á fimmtudögum fram til l.september. Komutími til Akureyrar verður kl. 16.50 og farið utan aftur klukkustund síðar. Sveinn Kristinsson sagði að þessi nýja ferðaáætlun hefði verið kynnt á Norðurlöndunum og áhugi væri mikill á þessum ferðum þar. Ef vel tekst til er líklegt að þessar ferðir verði tvær strax á næsta ári í viku hverri. „Beinar ferðir“ frá Akureyri til borga erlendis hafa til þessa verið með viðkomu á Keflavíkurflug- velli, bæði vegna eldsneytistöku og eins hefur farþegum verið gef- inn kostur á því að versla þar í Fríhöfninni. Nú eftir malbikun lengingu flugbrautarinnar geta þotur Flugleiða farið beint frá Akureyri til Evrópu, og eins og fram kemur hér að framan bendir allt til þess að farþegar á þessari flugleið geti verslað tollfrjálsan varning á ferðum sínum til og frá landinu á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.