Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 3
Hart deilt um Iífeyrissjóðs- greiðslur á Svalbarðsströnd Sérstætt mál er nú risið vegna eigandanum, Jónasi Hall- lífeyrissjóðsgreiðslna sem dórssyni, gert að greiða bæði tengjast kjúklingabúinu í sinn eiginn hlut og hlut starfs- Sveinbjarnargerði II á Sval- fólks til Lífeyrissjóðsins Sam- barðsströnd. Forsaga þessa einingar fyrir árin 1974-1976. máls er sú að ekkcrt var tekið Síðan þetta gerðist hefur Jón- af starfsfólki kjúklingabúsins í as Halldórsson greitt árið lífeyrissjóð á fyrstu starfsár- 1981 að öllu leyti, bæði sinn um búsins, en samkvæmt eigin hlut og svo hlut hæstaréttardómi sem kveðinn starfsfólks, en tekið var af var upp í desember 1981 var starfsfólkinu með eðlilegum hætti frá 1982. Eftir á að greiða árin 1977-1980 og það eru þau ár sem deilan stendur um. Jónas hyggst greiða sinn hlut í næsta mánuði, en hefur lýst þvl yfir að hann muni aldrei greiða hlut starfsfólks- ins fyrir þessi ár. Það er skoð- un forráðamanna Sameining- ar að greiðsluskylda sé fyrir hendi fyrir þessi ár líkt og árin ’74-'76 og því beri Jónasi einnig að greiða hlut starfs- fólksins. Nú hefur það hins vegar gerst að Jónas er farinn að innheimta lífeyrissjóðs- greiðslur af starfsfólkinu aftur í tímann, með dráttarvöxtum og nýtur við það aðstoðar lög- fræðings Sameiningar, Ás- mundar S. Jóhannssonar. Þessu vilja einstakir starfs- menn og forráðamenn Ein- ingar ekki una og talað er um lögbrot og brot á siðareglum lögmanna. Hér á eftir fara viðtöl við þá aðila sem tengjast málinu, birt er yfirlýsing Sameiningar og afrit af einu þeirra bréfa sem lögfræðingur Sameiningar hefur sent út. „Fólkið vildi ógjarnan láta taka af sér“ - segir Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði II - Þetta mál snerist einfaldlega um það hvort starfsfólk hjá bændum ætti að borga í lífeyris- sjóði. Það hafði aldrei tíðkast og tíðkast víst ekki enn, nema þá hér og ætli ég sé ekki eini bóndinn á Eyjafjarðarsvæðinu sem hef verið krafinn um slíkar lífeyrissjóðsgreiðslur fyrir starfsfólkið, sagði Jónas Hall- dórsson, bóndi í Sveinbjarn- argerði II, í samtali við Dag er hann var beðinn um að gera grein fyrir því hvernig þetta mál liti út frá hans bæjardyrum séð. Jónas sagði að upphaf málsins mætti rekja ein tíu ár aftur í tímann, en það hefði verið upp úr 1970 að menn frá lífeyrissjóðnum hefðu farið að hreyfa þessu máli. Starfsfólkið, þar á meðal margar bændakonur sem engin réttindi hefðu getað fengið varðandi líf- eyrissjóðsréttindi, hefði ógjarnan viljað láta reyta þessar greiðslur af sér og því hefði það farist fyrir í byrjun. Þetta hefði svo farið í mál og það væri ástæðan fyrir því hve lengi þetta hefði dregist. - Ég vildi ekki veikja stöðuna með því að fara að inna einhverj- ar greiðslur af hendi á meðan ég hafði von um að vinna málið, sagði Jónas Halldórsson, en sam- kvæmt upplýsingum hans þá er fyrirhugað að hann greiði í febrú- arlok sinn hlut lífeyrissjóðs- greiðslanna fyrir síðustu van- goldnu árin, þ.e.a.s. 1977-1980. Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði II ásamt tveim starfsmönnum sínum. A&MUNDUR S JÓl NNSSON í'rSinn 3 v«sf 'ár.:inor;, Akur«:tyrá. Akureyr i, 10. £9€3. Sveinfc:j«ö»Tiiaríg€r.ft:i T.T., Svalbarftsr» wanciarla?€tpþá , Yerift «kyl'í- aftur t.i.l. ö&' grei.fta Líf eyri.söSaíá*3XJ«:irig'sr iftít jölci til s jóftnöins ai: í&unixst vftúr, meftðXi. þtír vornft utúr-iianoi hj«í. honuiít. Greiðsla jiesei byg'gist á iögua nr. /1, 21. aaí. 137 0 utr, breytingu á 'iögum nr. 'J, 107h «.w, starí'skjÉr launþega, $;xr, og nr.. 55, 1980. 'Riutur'. yftar se.Ks Jaunþetnt isv xr. 0.0;;,00 -hoft vö>. ■.xíí:I «>g féicigsgjaidi. Upphaeft þtíssa bift yftur greifta rr.dr hift f yr-3ta sfta e.vgi siftúr* en 20. januar 1980. Tiiíivar'and.\: starf svait.ir- yftur aukin iXfeyrisr'óttinði i sjóft.i þessuta og iJlluta ö6rur.t <> Imenr.tiw stót tiuivlnum if.fuyris- sjóðum. \frit af bréfinu sem Þráinn Stefánsson fékk sent frá Ásmundi S. Jóhannssyni. „Óánægðir með dráttarvextina“ — segir Þráinn Stefánsson - Það kom mér ákaflega mikið á óvart þegar ég fékk þetta bréf frá lögfræðingi Sameiningar og ekki minnkaði undrunin þegar í Ijós kom að hann var að inn- heimta þessa lífeyrissjóðs- greiðslur fyrir Jónas Halldórs- son í Sveinbjarnargerði en ekki lífeyrissjóðinn, sagði Þráinn Stefánsson, sem vann í kjúk- lingabúinu í Sveinbjarnargerði II á árunum 1980 og 1981, í samtali við Dag. Þráinn sagði að það væri mikil óánægja meðal þeirra sem unnið hefðu hjá Jónasi vegna þessarar málsmeðferðar. Samkvæmt þessu væri þeim ætlað að greiða lífeyris- sjóðsgreiðslur aftur í tímann með fullum dráttarvöxtum og væri því þarna um verulegar upphæðir að ræða. Sjálfur sagðist Þráinn hafa verið krafinn um tæpar níu þús- und krónur, en hann vissi til þess að margir hefðu fengið hærri reikninga, eða upp á 25-30 þús- und krónur. - Þó við vitum að Jónas þurfi sjálfur að greiða til lífeyrissjóðs- ins, þá finnst okkur ansi hart hvernig þarna er staðið að verki. Jónas braut lög með því að taka ekki af okkur á sínum tíma og það á ekki að bitna svona hart á okkur núna, sagði Þráinn, sem bætti því jafnframt við að þeim hefði verið ráðlagt af forráðamönnum Sam- einingar að hunsa þessar kröfur lögfræðingsins, þar til þessi mál skýrðust betur. „Lögbrot hjá Jónasi og Ásmundi“ - Þessi yfirýsing er gefin út vegna þess að við höfum orðið varir við að margir af þeim sem fengu þessi bréf sem lög- fræðingur Sameiningar hefur skrifað fyrir Jónas Halldórs- son, hafa staðið í þeirri trú að þau séu skrifuð að undirlagi Sameiningar, sagði Jón Helgason, forstöðumaður Sameiningar, í samtali við Dag. Að sögn Jóns Helgasonar eru skýr ákvæði í lögum um að atvinnurekanda beri að halda eftir lífeyrissjóðsgreiðslum af launum starfsfólks og það væri því ekki hægt að sakast við fólk- ið þó að atvinnurekandinn hefði látið undir höfuð leggjast að - segir Jón Helgason hjá Sameiningu halda þessu eftir og trassað að greiða sinn hlut. - Við höfum því ráðlagt fólki að ansa ekki þessum bréfum og eftir að hafa ráðfært mig við fleiri lögfræðinga þá fæ ég ekki betur séð en að þetta sé hreint lögbrot hjá Jónasi og Ásmundi að reyna að innheimta hlut starfsfólksins með þessum hætti, sagði Jón Helgason. „Sökin lá hjá báðum“ - segir Ásmundur S. Jóhannsson, lögfræðingur - Mér þykir nú þessi gagnrýni koma úr hörðustu átt, en það eina sem fyrir mér hefur vakað í þessu máli er að leysa það og koma því frá, sagði Ásmundur S. Jóhannsson, lögfræðingur Sameiningar, er yfirlýsing Jóns Helgasonar, forstöðumanns lífeyrissjóðsins, var borin undir hann. Að sögn Ásmundar er yfirlýs- ing Sameiningar og Jóns Helga- sonar byggð á regin misskilningi, en það hafi verið hans álit að Jón- as Halldórsson bæri ekki einn alla sökina í þessu máli. Sagði Ás- mundur að það stæði skýrt í lög- unum að atvinnurekanda bæri að halda eftir hluta af launum starfs- fólks í lífeyrissjóðs, en það stæði jafnframt að öllum launþegum væri rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóðum og þeim bæri því að ganga úr skugga um að þeir greiddu í lífeyrissjóð. - Það var því mitt mat að sökin lægi hjá báðum aðilum og ég held að starfsfólkinu hafi ekki þótt ósanngjarnt að greiða sinn hluta, en ég veit til þess að það hefur ver- ið ósátt við dráttarvextina og það er verið að athuga það mál nú, sagði Ásmundur S. Jóhannsson. Lífeyrissjóðurinn Sameining; Brot á siðareglum lögmanna Vegna síðustu atburða ( hinu svokaliaða lífeyrissjóðsmáli sem tengist kjúklingabúinu í Svein- bjarnargerði II, hefur Jón Helgason, forstöðumaður Líf- eyrissjóðsins Sameiningar, að höfðu samráði við stjórn sjóðs- ins sent frá sér eftirfarandi yfir- lýsingu: „Af marggefnu tiiefni þykir mér rétt að taka eftirfarandi fram: Bréf þau er lögíræðingur Sameiningar, Ásmundur S. Jó- hannsson, hefur sent út til ein- stakra launþega sem unnið hafa hjá Jónasi Halldórssyni í Svein- bjarnargerði, eru ekki send út að ósk Sameiningar, heldur þveröfugt. Sameining hefur margsinnis mótmælt þessari aðferð iögfræð- ings sjóðsins sem hefur verið með innheimtuna fyrir sjóðinn gagnvart kjúklingabúinu í Sveinbjarnargerði. Kröfuréttur Sameiningar er alfarið á kjúklingabúið, því sam- rýmist það engan veginn að blanda þessu santan og mun vera brot á siðaregium lögmanna. Launþegar eiga enga sök á þessum vanskilum og bcr því ekki að sinna slíkum bréfum." 25. janúar 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.