Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 6
Verkmenntaskólinn á Akureyri: Verknámið verði metið jafngilt bóknáminu Fyrsti áfangi Verkmennta- skólans á Akureyri var formlega afhentur íðnskól- anum á Akureyri til rekstrar á föstudaginn. í þessum fyrsta áfanga er smiðja fyrir málmiðnað og hófst kennsla þar 15. nóvember s.I. Með tilkomu þessa verknámshúss er gert ráð fyrir að fjölga megi nemendum í málmiðn- aði upp í 72 sem er þreföldun nemendafjölda frá því sem verið hefur. Fjöldi gesta var viðstaddur þegar þessi fyrsti áfangi skólans var tekinn i notkun og á laugardag var skólinn opinn almenningi til sýnis. Það var Haukur Árnason, formaður byggingarnefndar skólans, sem afhenti hann form- lega. Hann rakti í ræðu sinni við það tækifæri aðdragandann að málinu og sagði frá framkvæmd- um. I lok ræðu sinnar sagði Hauk- „Tveir megin skólar á fram- haldsskólastigi Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða það stórir, 5- 700 nemenda skólar, að þeir geta ráðið til sín hæfustu kennara sem völ er á. Búnaður þeirra getur orðið sá besti og hæfileg sam- keppni mun myndast milli skól- anna Mat almennings á verknámi mun breytast. Val nemenda og foreldra þeirra á námsbrautum framhaldsnáms verður meira miðað við áhugasvið nemandans og verknámið metið jafngilt bók- námi og lokar ekki leiðum til framhaldsnáms. Hlutfall mennt- aðs vinnuafls í framleiðslustörf- um mun vaxa. Nemendur Verk- menntaskólans verða af báðum kynjum og mun það ef til vill auka fjölbreytni náms og atvinnuvals kvenna. í skólanum verða nem- endur á mismunandi námsbraut- um, sem þurfa að starfa mikið saman t atvinnulífinu. Þá er skólanum ætlað að þjóna öllu Norðurlandskjördæmi eystra þannig að nemendur sem lokið hafa því námi sem býðst í heima- byggð geta komist í þennan skóla og lokið frá honum réttindanámi í sinni grein, eða lokið undirbún- ingsmenntun til háskólanáms. Hugsanlega verður boðið upp á kennslu á háskólastigi þegar fram líða stundir. Heimavistarhúsnæði fyrir nemendur sem búsettir eru utan Akureyrar er skilyrði þess að þeir geti stundað nám við skólann og þarf að ráðast í byggingu þess sem fyrst. Þarfir atvinnulífsins fyrir vel menntað starfslið er þjóðarnauð- syn. Brýnast er nú að efla mennt- un í iðnhönnun og sölustörfum. í dag byggjum við afkomu okkar í utanríkisviðskiptum, að mestu á sjávarafla, úrvinnslu í málmefna- iðnaði. Flestir eru sammála um að aukning söluverðmætis sjávaraf- urða og landbúnaðariðnaðar geti ekki staðið undir þeim lífskjörum sem við óskum okkur. Skiptar skoðanir eru um stóriðnað en víst er að á þeim vettfangi erum við mjög háð hráefniskaupum og afurðasölum þar sem um er að ræða millivinnslu, kaupendur eru fáir og oft þeir sömu og þeir er hráefnasöluna hafa á hendi. Smáiðnaði okkar er mjög van- mátt vegna þess að við höfum ekkert lagt upp úr hönnun og vöruþróun. Sölustarfsemi ís- lensks smáiðnaðar og erlend markaðsþekking er engin. í vitund okkar flestra er góður sölumaður óheiðarlegur, svikari og lygalaupur; sá sem getur selt úldna skreið í Nígeriu og óæta gaffalbita í Rússlandi. Þessu við- horfi þarf að breyta og mennta hér góða sölumenn, sem geta sagt hönnuðum íslensks iðnaðar hvaða vöru erlendur kaupandi vill kaupa og hvernig hún þarf að vera til að við fáum kostaverð fyrir. Þá þarf að leysa af íslensku atvinnu- lífi þá verslunarfjötra sem það býr við í dag. Með þessu móti rennum við fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Á framleiðslu- og tæknisviðinu á þessi skóli að styðja atvinnulífið og frá honum eiga að berast bættir framleiðsluhættir og tækni- nýjungar. Hér starfar unga fólkið sem býr yfir frjórri hugsun og er ekki bundið í viðjar vanans eins og við hin eldri. Nemandinn sem spyr „hvers vegna“ vekur ef til vill spurningu sem aldrei hefur verið leitað svars við, setur af stað hugs- unina sem framfarir byggjast á. Starfið í skólanum þarf að vera síungt og alltaf á hreyfingu. Að þessum orðum mæltum vil ég biðja Aðalgeir Pálsson, skóla- stjóra Iðnskóia Akureyrar að koma hér upp og taka við lykli skólans, sem ég afhendi fyrir hönd byggingarnefndarinnar og í umboði bæjarstjórnar, sem tákn þess að þessum bygginaráfanga er lokið. Megi gleði og gæfa fylgja starfi nemenda, kennara og starfsfólks skólans í framtíðinni.“ Haukur Árnason, formaður bygging eyri, afhendir Aðalgeiri Pálssyni, skc Veru og lani áfangi Skólasmiðjan fyrir málmiðnað er rúmgóð og björt, búin mjög fullkomnum tækjum. Enn er þó mikið eftir af nýja skól- anum áður en hann verður fullbúinn. Fingumir benda á þann hluta hússins sem búinn er. Talsvert var af fólki við formlega afhendingu skólans og hann var almenningi til sýnis. Aðalgeir Pálsson, skólastjóri Iðnskólans á Akureyri, sagði meðal annars í ræðu sem hann flutti við afhendingu skólans: „Áfangi í byggingamálum skóla er alltaf stór viðburður. Aukið húsnæði, ný tæki og bún- aður bætir aðstöðuna til kennslu, veitir nemendunum aukna þjón- ustu og stuðlar þannig að aukinni velferð þeirra ef vel tekst til. Hverri þjóð er það kappsmál að búa þannig að æskunni að aðstaða hennar til menntunar og þroska sé sem fullkomnust. Til þess þarf gott húsnæði, búnað og kennslu- krafta. Ég hefði líklega átt að hafa þessa upptalningu í öfugri röð, góða kennslukrafta, búnað og húsnæði, en þegar grannt er skoð- að eru þessir þættir það tengdir að fullkominn árangur næst varla nema að öllum atriðunum upp- fylltum. Við erum samankomin hér í dag til þess að fagna því að veru- legur og langþráður áfangi hefur náðst í að skapa málmiðnaðar- kennslunni á Akureyri varanlega og vandaða aðstöðu. Það undrar sjálfsagt engan sem til þekkir hér í bæ að það skuli vera málmiðn- aðurinn sem fyrstur fær aðsetur á framtíðarstað verkmenntunar á Akureyri. í nafni Iðnskóalns á Akureyri og allrar iðnfræðslu þakka ég þessa veglegu byrjun á hinum fyrirhugaða Verkmenntaskóla á Ákureyri. Samkvæmt samningi milli ríkisins og Akureyrarbæjar skulu allar byggingar sem byggðar eru í nafni Verkmenntaskólans afhendast Iðnskólanum til afnota þar til Verkmenntaskólinn tekur formlega til starfa. Bæjarstjórn Akureyrar ber þakklæti fyrir frumkvæði og ríkis- valdinu fyrir skilning á brýnni þörf. Þessir aðilar hafa að sjálf- sögðu lagt fram þá fjármuni sem eru afl þeirra hluta sem gera skal. En án þess að hefja upptalningu þeirra sem hér eiga hlut að máli vil ég þó sérstaklega þakka Hauki Árnasyni, formanni bygginga- nefndar og formanni skólanefnd- ar Iðnskólans, fyrir hans miklu 6 - DAGUR - 25. janúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.