Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 25.01.1983, Blaðsíða 7
anefndar Verkmenntaskólans á Akur- ilastjóra Iðnskólans, lykla að nýja hús- Myndir: H.Sv. bjartsýni og dugnað. Við vildum áreiðanlega allir gera meira og á skemmri tíma en rétt er að gera sér grein fyrir því að í mörg horn er að líta og því er mikilvægt að nýta vel það fjármagn sem fæst og sjálfsagt verða áfangarnir orðnir margir áður en sigri er náð.“ Síðan sagði Aðalgeir: „Vegna þráláts misskilnings tel ég rétt að nefna það að Verk- menntaskólinn á Akureyri verður sameinaður skóli framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans, Húsmæðra- s'kólans og Iðnskólans. Skólinn mun þannig taka að sér alla starf- semi þessara skóla á framhalds- skólastigi sem í gangi er og von- andi bera gæfu til að auka hana bæði að umfangi og fjölbreytni. Ef Verkmenntaskólinn verður stofnaður í vor, eins og stefnt er nú að, munu nemendur hans verða um 500 á næsta skólaári og mun skólinn, ef guð lofar, eflast í þróttmikla kennslumiðstöð í verkmenntun, kenndar verða brautir sem leiða til starfsréttinda en jafnframt eiga nemendur kost á námi sem veitir þeim aðgang að námi á háskólastigi. Einhver spyr karmski af hverju Verkmenntaskóli. Ekki er neitt svar við því. Hér er fyrirhugaður 700 nemenda skóli sem hefur vegna þessarar stærðar möguleika á að bjóða upp á fullkominn að- búnað fyrir nemendur og kennara, hér á ég við mötuneyti, bókasafn, lestraraðstöðu, tækja- búnað og félagslíf. Ég vil ekki segja að stærðin sé að öllu leyti kostur en þeir sem hafa staðið í því að reka litla skóla vita að allur félagslegur aðbúnaður nemenda verður þar af skornum skammti. Aftur á móti tel ég að ekki eigi að sækjast eftir því að skólar verði mikið stærri en þetta. F>að er von mín og trú að þeir tveir skólar á framhaldsskólastigi sem hér munu starfa, Menntaskólinn og Verkmenntaskólinn, munu sem bræður standa saman og verða færir um að veita það nám og þroskavænleg störf sem gagnast muni norðlenskri æsku og þjóð- inni til heilla.“ Þegar hxst var í læknum fór hann upp undlr þar sem maðurinn stendur og sjást verksummerkin á snjónum. Myndir: H.Sv. Smálækur varð að skaðræðis- fljóti og drekkti um 50 grísum í Svínabúinu Lóni við Akureyri á laugardag. Hlaup kom í lækinn, sem flóði yfir brú og tún og inn í svínahúsið, þar sem vatnið varð um mittishátt. Ná- grannar komu eigendum til hjálpar, en erfiðlega gekk að fá aðstoð annarra og höfðu hjónin Benny Jensen og Jónína Guð- jónsdóttir orð á því við blaða- mann á laugardag, þegar hann ræddi við þau og kannaði verksummerki flóðsins. Þau sögðust hafa reynt að ná sambandi við bæjarverkstjóra í þeirri von um að fá einhverja að- stoð bæjarstarfsmanna og jafnvel tæki til að hleypa læknum fram og dýpka farveg hans. Ekki náðist í verkstjórann og var þá haft sam- band við lögregluna, sem hvorki gat gefið neinar upplýsingar né veitt aðstoð. Sama var að segja um slökkviliðið. Því stóð fólkið nær berskjaldað í þessum óförum, nema hvað starfsmenn Norðurverks brugðu skjótt við og komu með gröfu á staðinn til að dýpka lækjarfarveg- inn, þegar haft var samband við þá og annað hafði brugðist. Um átta manns, nágrannar eigenda búsins, brugðust skjótt við til hjálpar, að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Þá má segja að upplýsingaþjón- usta símans hafi brugðist, þvf þeg- ar Jónína hringdi í 03 og bað um að sér yrði gefið upp eitthvert símanúmer í blokk við Keilusíðu, til þess að ná sambandi við son þeirra sem þar býr en hefur ekki síma, var því svarað til að Keilu- síða fyndist hreint ekki í tölvu símans. Sem kunnugt er fer nú öll upplýsingaþjónusta símans fram í gegn um stöðina í Reykjavík og telja margir að langt sé frá að hægt sé að fá sömu þjónustu og þegar starfsmenn viðkomandi sím- stöðva höfðu þessa upplýsinga- þjónustu með höndum. Óvíst er reyndar hvort aðstoð frá ofangreindum opinberum aðilum hefði komið í veg fyrir tjónið sem varð, þó brugðist hefði verið öðruvísi við, því flóðið mun hafa komið all skyndilega. Hins vegar fannst þeim sem hlut áttu að máli tómlæti þeirra sem leitað var til meira en góðu hófi gegndi. Lónslækurinn, sem venjulega lætur lítið yfir sér, flóði yfir brúna þegar mest var í honum, Bræðumir Erik og Albert Jensen unnu við að reyna að bjarga grísun- um í vatnsflaumnum í vatnsfiaumn- um ásamt föður þeirra og nágrönn- um. Vatnið náði upp í mitti þegar mest var. Gyltumar róuðust tiltölulega fljótt, en gera má ráð fyrir veikindum og alls kyns afföllum í kjölfar vatnsins og kuldans. Kettlingnum litla, sem þama hlýjar sér, tókst að bjarga sér undan vatnselgnum. 25. janúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.