Dagur - 27.01.1983, Side 1

Dagur - 27.01.1983, Side 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 1 n 1 ÉfP Oi 66. árgangur Akureyri, fimmtudagur 27. janúar 1983 11. tölublað Mest raforku- verðshækkun — hjá Rafveitu Akureyrar Mest raforkuverðhækkun á landinu á síðasta ári varð hjá Rafveitu Akureyrar. Hækkaði smásöluverð raforkunnar um 132% á árinu, en þess má geta að hækkunin hjá Rafmagns- veitum ríkisins var 125% á sama tíma. Minnst var hækk- unin hjá Rafveitu Reyðarfjarð- ar, eða 116%. Samkvæmt upplýsingum Ing- ólfs Árnasonar hjá Rafmagnsveit- um ríkisins á Akureyri, þá hækk- aði raforkuverð hjá almennings- veitum á tímabilinu 5.11. 1981 til 5.11. 1982, frá 116% upp í 132%, en á sama tímabili hækkaði gjaldskrárliðurinn almenn notk- un hjá Rarik um 125,8%. Af öðr- um gjaldskrárliðum má nefna að raforka til búreksturs hækkaði um 125%, en niðurgreidd raforka til búreksturs um 80%. Niðurgreidd húshitun hækkaði um 71%, en óniðurgreidd húshitun, sem er hitun á öðru en íbúðarhúsnæði hækkaði um 124%. Meðaltals- hækkunin varð því 125%. Ingólfur Árnason sagði að hækkun raforkuverðs stafaði fyrst og fremst af hækkun heildsölu- verðsins, en skýringin á því væri sú að Landsvirkjun væri með öll sín lán bundin í dollurum, en sem kunnugt væri þá hefði dollarinn hækkað vel yfir 100% á síðasta ári. Þess má geta að á meðan hækk- unin hjá Rafveitu Akureyrar var 131%, þá hækkaði smásöluverðið um 129% á Húsavík, 125% á Siglufirði og hjá Orkubúi Vest- fjarða, en það er sama hækkun og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hlíðarfjall í morgunskímu. Ljósm: H.Sv. Afgreiðslur Úreldingar- sjóðs í molum manns sjóðsins „Ég vil taka það fram að konan bað bara um tæki til að ryðja krapastíflu úr læknum. Slíkt tæki höfum við ekki og vísuð- um því á bæjarverkstjórann,“ sagði Gísli Kr. Lórenzson hjá slökkviliðinu á Akureyri, en hann var á vakt þagar eigendur Svínabúsins Lóns voru að leita sér aðstoðar þegar grísirnir voru að drukkna á laugardag. Gísli sagði að hún hefði ekki beðið um neina aðra aðstoð. Að- spurður hvort ekki hefði verið hægt að bregðast við með dælum sagði hann, að ef hún hefði beðið um slíkt hefði verið hægt að senda dælur sem dæla um 20 þúsund lítr- um á mínútu. Um það hafi hins- vegar ekki verið rætt og ekkert hefði komið fram í samtalinu sem benti til þess að dælur kæmu að notum. Bygginganefnd Akureyrar samþykkti á fundi sínum 12. janúar sl. að heimila niðurrif nokkurra gamalla húsa í bænum, að tillögu Stefáns Stef- ánssonar, bæjarverkfræðings. Húsin sem um ræðir eru Banda- gerði I og Bandagerði II, Geisla- gata 35, Geislagata 37, Geislagata 39 og verkamannaskýlið við Geislagötu, þar sem gamla lög- reglustöðin var til húsa. „Það er ekki búið að afgreiða þetta mál endanlega hjá stjórn Úreldingarsjóðs því var frestað á fundi hjá okkur í gær,“ sagði Pétur Sigurðsson hjá Sam- ábyrgð íslands á fiskiskipum er Dagur ræddi við hann í fyrra- dag og spurði hvað liði af- greiðslu Úreldingarsjóðs og greiðslu úr sjóðnum vegna Sólbaks, togara Útgerðarfélags Akureyringa hf., sem lagt hef- ur verið. „Fjárhagsstaða Úreldingar- sjóðs er þannig að það hefur ekki verið hægt að afgreiða málið,“ sagði Pétur. Þegar hann var innt- ur eftir því hvað hér væri um að ræða háa upphæð sem sjóðnum bæri að greiða vísaði hann á Boga Þórðarson, aðstoðarmann sjávar- útvegsráðherra, sem jafnframt er formaður stjórnar Úreldingar- sjóðs. „Ég má ekkert segja frá svona afgreiðslum sem eru í molum,“ sagði Bogi. „Ég sagði Gísla Kon- ráðssyni, framkvæmdastjóra Út- gerðarfélags Akureyringa, frá málinu vegna þess að það er hon- um skylt og hann getur alveg ráðið því hvað hann segir þér.“ „Sólbaksmálið er algjörlega í sama farinu, og það hefur ekkert greiðst úr því ennþá,“ sagði Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri ÚA, er við töluðum við hann. „Við bíðum eftir því að fá bætur úr Úreldingarsjóði sem við teljum okkur eiga kröfu á en þeir hafa ekki tekið sínar ákvarðanir ennþá. Salan var hinsvegar al- gjörlega háð því að við fengjum þessar bætur.“ - Átt þú þá við söluna til Sig- urðar Þorsteinssonar? „Já.“ - Átt þú von á því að þetta skýrist á næstunni? „Um það get ég ekkert sagt, kerfið virðist vera svo þungt í vöfum, og ég veit ekkert hvenær eitthvað fæst út úr þessu.“ Nú þarf leyfi lögreglu og umsögn bæjarstjórnar Bæjarráð Akureyrar hefur lagt til að þær breytingar verði gerðar á lögreglusamþykkt bæjarins, að knattborðs- og leiktækjastofur, þar sem rekst- ur knattborða, spilakassa eða leiktækja er meginhluti starf- seminnar, megi ekki starfrækja nema með leyfi lögreglustjóra, að fenginni umsögn bæjar- stjórnar. Tillaga þessi var samin og sam- þykkt í bæjarstjórn Akureyrar og staðfest á fundi bæjarráðs 20. janúar sl. Mál þetta mun tilkomið vegna opnunar leiktækjasalarins Las Vegas í Skipagötu. Blönduvirkjun: Litil varanleg áhrif á búsetu og atvinnuþróun Gerð hefur verið á því athugun hvaða áhrifa megi vænta af framkvæmdum við Blöndu- virkjun á nærliggjandi héruð. Þessi athugun er gerð af áætl- anadeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins og mið tekið af fyrri virkjunarframkvæmdum hér á landi, einkum við Hraun- eyjafoss. Megin niðurstaða skýrslunnar er sú að stórvirkj- anir á borð við Blönduvirkjun hafí lítil varanleg áhrif á bú- setuþróun og atvinnuhætti. Ályktað er að virkjunarfram- kvæmdir auki tímabundið vaxtar- hraða nærliggjandi þéttbýlisstaða en varanlegur aðflutningur fólks sé ólíklegur. Áhrif nýrra atvinnu- tækifæra við Blönduvirkjun munu verða lítil á framboð vinnuafls til annarrar vinnu nema við bygging- ar þar sem um 13% af starfandi mönnum munu að líkindum byrja störf við virkjunina. Gera má ráð fyrir lítilsháttar fjölgun atvinnu- tækifæra í héraði sem óbeint stafa af virkjunarframkvæmdum. í skýrslunni segir að þrátt fyrir all- miklar tímabundnar breytingar á atvinnuástandi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum verði ekki að vænta varanlegrar fólksfjölgunar fyrir áhrif Blönduvirkjunar. Áætlað er að vinnuaflsþörf við Blönduvirkjun verði 718 ársverk (52 fjörutíu stunda vinnuvikur í einu ársverki). Fjöldi ráðninga verði mest 1985 og 1986, 420 og 425 starfsmenn hvort ár. Áætlað framboð heimamanna 15-29 ára til vinnu verði allt að 800 manns, sem er mun meira en áætluð eftir- spurn. Miðað við mannaflaspá er ætlað að hlutfall mannafla í Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl- um sem við virkjunina starfa verði á bilinu 0,6-1,6%. Reiknað er með að 189 heimamenn verði starfandi við virkjunina á mesta umsvifatímanum 1985 og 1986. Þar af komi 50 úr landbúnaði, 20 úr iðnaði, 80 úr byggingastarfsemi og 30 úr þjónustugreinum. Gert er ráð fyrir að flestir verði aðkomumenn við framkvæmdirn- ar um 240 talsins 1985 og 1986 og í skýrslunni segir: „Reynslan sýnir að langflestir aðkomumenn við virkjunarframkvæmdir kjósa að dveljast einungis á virkjunarstað meðan vinnulota stendur yfir en hverfa svo til síns heima í leyfum. Hvað varðar atvinnusókn til Blönduvirkjunar langt að, t.d. úr Eyjafirði eða af höfuðborgar- svæðinu, er nauðsynlegt að hafa í huga að löng ferðalög til og frá vinnustað valda ekki búsetuskipt- um þegar jafn sjaldan er farið á milli og gert er ráð fyrir við Blönduvirkjun, eða hálfsmánað- arlega."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.