Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 3
Hitaveita á Árskógs- strönd ekki vænleg í nýlegri húshitunaráætlun frá Orkustofnun er m.a. rætt um möguleika á hitaveitu fyrir Ár- skógsströnd. Gert er ráð fyrir að heitt vatn kæmi frá jarðhita- svæðinu á Hamri, en þaðan fær Hitaveita Dalvíkur heitt vatn. Miðað við þær forsendur sem gefnar eru myndi kílówatt- stundin frá hitaveitu kosta 61 eyri, eða nokkru meira en orkuverð óniðurgreiddrar olíu sem er 57 aurar. Rafhitun sam- kvæmt húshitunartaxta kostaði hinsvegar á sama tíma 37 aura kflówattstundin og rafhitun samkvæmt marktaxta 40 aura. Verð frá hitaveitunni yrði því um 60% hærra en rafhitun á húshitunartaxta. Leiðrétting Eitt orð féll úr ræðu Aðalgeirs Pálssonar, skólastjóra Iðnskólans á Akureyri, í frásögn af afhend- ingu Verkmenntaskólans í Degi þriðjudaginn 25. janúar. Aðalgeir sagði „Af hverju Verkmennta- skóli? Ekki er neitt eitt svar við því.“ Því miður féll niður þetta eina orð „eitt“,sem ruglaði merk- ingu setnningarinnar gjörsam- lega. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. '<'// GETUR ENDURSKINSMERKI BJARGAÐ ||U^JFEROAR í þessari athugun er gert ráð fyrir að hitaveita nái til þéttbýlis- ins á Hauganesi og Litla-Árskógs- sandi og auk þess til rúmlega 20 bæja, kirkju, skóla o.fl. íbúar á þessu svæði eru 250-300 manns. Áætlað er að fyrir hitaveitu á Ár- skógsströnd þyrfti að bora eina 800 metra djúpa holu og að hiti úr henni yrði 65°C. Gert er ráð fyrir að öll hús yrðu tengd, en núna eru um 60% húsa með rafhitun, þar af um helmingur með þilofnahitun eða lofthitun, sem þýðir að 70% húsa hafa vatnshitakerfi. Pá er í þessari athugun Orkustofnunar gert ráð fyrir að vatni yrði dælt í geymi um 2 km frá Hamri í u.þ.b. 130 m hæð, en úr geyminum yrði síðan sjálfrennandi til notenda. Kyndistöð yrði við Hámundar- staði til að skerpa á vatninu í mikl- um kuldum. Samkvæmt ofangreindu virðist hitaveita fyrir Árskógsströnd ekki vænlegur kostur a.m.k. í augna- blikinu, þar sem rafhitun kemur miklu hagstæðar út og heita vatn- ið yrði á svipuðu verði og olía. Bílasýning verður á Akureyri 29. og 30. janúar frá kl. 14-17 báða dagana að Bifreiðaverkstæði Ný gerð af Sigurðar Valdimarssonar. mmn Púlsar. Þessar þrjár gerðir bíla verða til sýnis á Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, sími (96)22520. Freyvangur Hitabylgja fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. L.Ö. og Árroðinn. Þorrablót Þorrablót UMF Dagsbrúnar verður haldið í Hlíðar- bæ laugardaginn 5. febrúar kl. 20.30 stundvís- lega. Hreppsbúar, ungmennafélagar og brottfluttir hreppsbúar velkomnir. Miðapantanir í símum 22597 og 22908 mánudag- inn 31. janúar og þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20.00- 22.00. Nefndin. Akureyringar - Eyfirðingar Við framkvæmum: Raflagnir í íbúðarhús, verksmiðjur, verslanir, skip og báta. Viðgerðir á raflögnum og heimilistækjum. Raforka hf. Glerárgötu 32, símar 23257 og 21867. Iðjufélagar Fræðslufundur verður haldinn á Hótel Varð- borg laugardaginn 29. janúar nk. kl. 2 e.h. Á fundinn mætir Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfari, með fræðsluerindi um líkamsbeitingu við vinnu. Einnig verða sýndar skyggnur. Frjálsar umræður á eftir. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Iðju fyrir kl. 5 e.h. föstudaginn 27. janúar í síma 23621. Fræðslunefnd Iðju. 27. janúar 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.