Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÓRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Áhrif framkvæmda við Blönduvirkjun Áætlanadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur gert á því athugun hvaða áhrifa megi vænta af framkvæmdum við Blönduvirkjun í nærliggjandi héruðum. Tekið er mið af fyrri stórvirkjunum hér á landi, sem flestar eru á Suðurlandi. Meginniðurstaða skýrslunnar kemur af sjálfu sér ekki á óvart, en hún er sú að stórvirkjanir á borð við Blönduvirkjun hafi lítil varanleg áhrif á búsetuþróun og atvinnu- hætti. Þetta er einmitt það sem Sunnlendingar hafa haft á orði, að orkuframkvæmdirnar skilji sáralítið eftir sig héruðunum til hagsbóta. í þessari skýrslu kemur fram að virkjunar- framkvæmdir auki tímabundið vaxtarhraða nærliggjandi þéttbýlisstaða en varanlegur að- flutningur fólks sé ólíklegur. Þá segir að gera megi ráð fyrir lítlisháttar fjölgun atvinnutæki- færa í héraði sem óbeint stafi af virkjunarfram- kvæmdum. Reiknað er með að allmiklar tíma- bundnar breytingar verði á atvinnuástandi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum fyrir áhrif B löndu virkj unar. Samkvæmt útreikningunum er búist við að um 190 heimamenn verði starfandi við virkj- unina á mesta umsvifatímanum, árin 1985 og 1986, og að þá verði aðkomumenn einnig flest- ir eða um 240 hvort ár. Af heimamönnum er talið að um 50 komi úr landbúnaði, 20 úr iðn- aði, 80 úr byggingastarfsemi og 30 úr þjón- ustugreinum. Miðað við mannaflaspá er ætlað að hlutfall mannafla í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum sem við virkjunina starfa verði frá 0,6—1,6%, en áætlað er að framboð heima- manna, 15—29 ára, til vinnu verði allt að 800 manns sem er mun meira en áætluð eftir- spurn. Um aðkomumenn segir í skýrslunni: „Reynslan sýnir að langflestir aðkomumenn við virkjunarframkvæmdir kjósa að dveljast einungis á virkjunarstað meðan vinnulota stendur yfir en hverfa svo til síns heima í leyf- um. Hvað varðar atvinnusókn til Blönduvirkj- unar langt að, t.d. úr Eyjafirði eða höfuðborg- arsvæðinu, er nauðsynlegt að hafa í huga að löng ferðalög til og frá vinnustað valdi ekki búsetuskiptum þegar jafn sjaldan er farið á milli og gert er ráð fyrir við Blönduvirkjun, eða hálfsmánaðarlega. “ Eins og áður sagði eru forsendur þessarar athugana sú reynsla sem Sunnlendingar hafa fengið af stórvirkjunarframkvæmdum. Vegna atvinnuástands á Norðurlandi og búsetuþró- unar er nauðsynlegt fyrir Norðlendinga að hugsa vel að í þessum efnum og reyna að koma því svo fyrir ef hægt er að Blönduvirkjun og framkvæmdir við hana verði Norðlending- um lyftistöng, ekki síst í Norðurlandi vestra. Sérstaklega er nauðsynlegt að byggja upp iðnað strax í kjölfar virkjunarframkvæmd- anna. Ólafur Héðinsson, útibússtjóri Búnaðarbankans í \ Anægður með v „Þótt það sé ef til vill of snemmt að dæma um það hvernig þetta muni verða er fram líða stundir þá get ég sagt að viðbrögð við opnun þessa útibús hafa verið mjög jákvæð og ég er ánægður með þau,“ sagði Ólafur Héðinsson, sem stýrir útibúi Búnaðarbankans ■ nýju verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í Glerárhverfi. „Þeir sem hafa mesta þörf fyrir bankaþjónustu á þessum stað eru fyrst og fremst fólkið sem býr hér í hverfinu og þær verslanir sem hér eru. Við getum alls ekki kvartað undan þeim viðtökum sem opnun þessa útibús hefur fengið þótt það sé vitað mál að það tekur alltaf nokkurn tíma að vinna svona starfsemi sess. Útibú Búnaðarbankans í Sunnuhlíð er útibú frá útibúi bankans við Geislagötu 5 en því stýrir Steingrímur Bernharðsson og er hann því yfirmaður minn. Þó er stefnan að útibúið hér starfi að mestu leyti sjálfstætt og auðvit- að koma viðskiptavinir okkar hingað til að leita fyrirgreiðslu. Við erum hér með alla almenna bankafyrirgreiðslu, þá erum við með bankahólf fyrir þá sem þess óska - Ólafur Héðinsson er Bárð- dælingur. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk síðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann hóf störf hjá Búnaðarbank- anum 1971 og starfaði við bank- ann á sumrin meðan hann stund- aði nám við Háskóla íslands. Hann var þó aldrei fastur starfs- maður bankans fyrr en hann tók við útibúinu í Sunnuhlíð er það var opnað 4. nóvember. Við spurðum hann hvort það væri ekki erfitt starf að vera útibús- stjóri á þessum síðustu og verstu tímum þegar menn tala um að þeir fái yfirleitt ekki þá fyrir- greiðslu í bönkum sem þeir óska. „Ástandið er sem betur fer ekki svo slæmt að það þurfi alltaf að segja nei, það er oft hægt að segja já við erindi þeirra sem hingað leita og það er gaman að geta hjálpað. Hinsvegar er ásókn í lánsfé talsvert minni en ég hafði reiknað með áður en ég hóf störf.“ Útibú Búnaðarbankans í Sunnuhlíð er í mjög rúmgóðu og Soffía Jónsdóttir. Þessar sögus ekki við rök að „Það fór ekki hjá því að við veltum fyrir okkur hvaðan þær sögusagnir væru komnar að hér væri lítið verslað, en þegar við spurðum fólk sem hafði orð á því var svarið venjulega að það hefði heyrt það einhversstaðar. Þessar raddir voru nokkuð há- værar til að byrja með en úr þeim hefur dregið, sem eðlilegt er, enda hefur það ekki við nein rök að styðjast að verslun hér í húsinu sé Iítil,“ sagði Pálmi Stefánsson, sem rekur verslun- ina Tónabúðina í verslunar- miðstöðinni Sunnuhlíð í Gler- árhverfi. „Því er hinsvegar ekki að leyna að það koma tímar þegar fátt fólk er í húsinu, eins og t.d. stundum fyrir hádegi. En er ástandið ekki svipað niðri í Hafnarstræti á morgnana? Ég held það og að eini munurinn sé sá að þangað sækir fólk ýmsa þjónustu til fyrirtækja sem þar eru staðsett. Ætli það sé ekki nokkuð stór hluti vegfarenda í Hafnarstræti á morgnana sem á erindi í pósthúsið, svo dæmi sé nefnt? Pálmi í verslun sinni ásamt afgreiðslumönnunum Albert Ragnarssyni og Finni Finnssyni. Mynd: - gk. 4 - DAGUR - 27. janúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.