Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 5
iunnuhlíð. Frá vinstri eru Hallur Ellertsson, Ólafur Héðinsson, útibússtjóri og Mynd: - gk. rerslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð: iðtökurnar skemmtilegu húsnæði. Starfs- Soffía Jónsdóttir og Hallur Ell- menn þar eru þrír, auk Ólafs þau ertsson. agmr eiga styðjast - Hvað um þær raddir að hér séu fyrirtæki að gefast upp og loka vegna lélegrar sölu? „Jú, þetta er það sem yfirleitt fólst í sögunum sem voru á sveimi um verslanirnar hér. Pessu er til að svara að ein verslun hefur hætt, raftækjaverslun sem var hér á efri hæðinni, en það kom strax önnur samskonar verslun í það húsnæði. Ein verslun hefur lokað um tíma, vegna þess að vörulager eftir jólin gerði eigendum hennar ekki kleift að hafa opið hér og einnig niðri í bæ þar sem þeir reka aðra verslun. Ég veit ekkki annað en flestir eða allir sem reka verslanir hér séu ánægðir með útkomuna það sem afer. Éggett.d. sagtfyrir mig að í Tónabúðina komu fleiri í des- ember en þegar ég var með versl- una niðri í bæ og salan var talsvert meiri að magni til. í janúar hefur verið stöðug aukning á umferð hingað í húsið og ég trúi ekki öðru en það hafi skilað sér í góðri verslun. Við getum því afgreitt þessar sögusagnir á þann hátt að þær hafi ekki við nein rök að styðjast." / „Ibúarnir eiga heimtingu á pósthúsi í hverfið“ - En hvað um þær raddir að hing- að í þetta mikla verslunarhús vanti ákveðna þjónustu, eins og t.d. pósthús? „Því er ég sammála og það er reyndar furðulegt að íbúar í 5 þús- und manna hverfi þurfi að sækja þessa þjónustu marga kílómetra niður í miðbæ. Sem íbúi í Glerár- hverfi get ég sagt að mér finnst það furðulegt, og ég tel að íbúarn- ir eigi heimtingu á þessari þjón- ustu. Pað er hægt að setja á fót mörg póstútibú í Reykjavík úti í hverfunum og því ætti það ekki eins að vera hægt hér? Ég hef lítil- lega rætt þetta við stöðvarstjóra pósts og síma á Akureyri og hann er mér sammála. Við skulum bara vona að eitthvað verði gert í þessu máli. Önnur tegund þjónustu sem mér finnst vanta hér í húsið er lyfjabúð og það gilda sömu for- sendur fyrir þeirri skoðun minni og með pósthúsið. Petta eru þjón- ustufyrirtæki sem eiga að vera til staðar í jafnfjölmennu hverfi og Glerárhverfi er.“ - í veslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð eru í dag 15 fyrirtæki U1 húsa í einni glæsilegustu verslun- armiðstöð landsins. Eigendur verslana þar hafa myndað með sér samtök eða húsfélag og sagði Pálmi að ýmislegt hefði verið rætt varðandi nýjungar sem hægt væri að brydda upp á í verslunarmið- stöðinni þótt ekkert hefði enn verið ákveðið í þeim efnum. Að lokum sagði Pálmi: „Ég er búinn að versla í rúm 16 ár, opnaði Tónabúðina 15. októ- ber 1966 og rak hana í miðbænum þar til ég opnaði hér. Ég var einn af þeim fyrstu sem keyptu hér húsnæði enda var ég sannfærður um að verslunarmiðstöð sem þessi ætti framtíð fyrir sér. Sú skoðun mín hefur ekkert breyst eftir að opnað var hér, nema síður sé.“ Karateæfingar að hefjast aftur í kjallara Lundaskóla Nú eru gamlir karate félagar að hefja æfingar á ný, en þær hafa legið niðri nú um tíma. Peir sem áhuga hafa á að byrja aftur að æfa þessa ágætu íþrótt, eða ný- liðar sem áhuga hafa á þessu eru velkomnir í kjallara Lundaskóla á þriðjudögum og fimmtudög- um kl. 19.30 til 20.30 og á laug- ardögum kl. 16.00 til 17.00. Karate er spennandi og karl- mannleg íþrótt, og um leið ein fullkomnasta sjálfsvörn sem völ er á, og ekki má gleyma því að þetta er hin besta líkamsrækt. Aðalkennari félagsins er 1 kyu í japönsku Goju-Ryu KArate do. Þórsarar slógu KR-b út úr bikarkeppninni - sigruðu með 98 stigum gegn 77 Með Einar Bollason og fimm aðra fv. landsliðsmenn í liðinu máttu KR-ingar b lið þola stórtap fyrir sputnik liði Þórs í körfubolta. Leikurinn fór fram í gær- kveldi í Hagaskóla og lokatölur hans urðu 98 gegn 77, Pór í vil. KR-ingar byrjuðu mjög vel í leiknum og var hittni þeirra lengi vel í fyrri hálfleik hreint frábær. Um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 19 gegn 14, KR í vil. Pá kom frábær leikkafli hjá Golfsamband íslands: Stigamótunum flýtt Golfsamband íslands gekk nýlega frá öllum helstu mót- um sumarsins, og er helsta Bautamót í innanhúss- knattspyrnu Opið knattspyrnumót í meist- araflokki karla innanhúss verð- ur haldið á vegum KA í íþrótta- höllinni á Akureyri 5. febrúar (og 6. febr. ef þátttaka verður mikil). Hvert félag má senda tvö lið, leikið verður í riðlum: Lág- marksleikjafjöldi 4. Þátttaka til- kynnist fyrir 1. febrúar til: Gunnars Kárasonar; sími: 22052 Gísla Más Ólafssonar, sími:25713 Þátttökugjaldið er 1.000 králið. Bautinn mun gefa bikar og verð- launapeninga mótsins. Knattspyrnudeild KA. nýbreytnin á sumrinu sú að stigamótin fjögur verða nú háð á tímabilinu 21. maí til 12. júní. Er þetta gert að ósk forráðamanna landsliðsins. Eitt af stóru mótunum fellur í hlut Akureyringa, en það er sveitakeppni golfklúbbana sem háð verður á Jaðarsvelli 3.-4. september. Par mæta fjórir keppendur til leiks frá hverjum klúbbi í karlaflokki og þrjár konur. Árangur þriggja bestu karlana telur og tveggja bestu kvennanna. Önnur helstu mót hjá Golf- klúbbi Akureyrar verða að venju Jaðarsmótið og Minning- armótið um Ingimund Árnason, auk Akureyrarmótsins sem er fjögurra daga keppni. fslandsmótið verður að þessu sinni í Grafarholti hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur, Unglinga- meistaramótið hjá Golfklúbbi Ness og Opna íslenska meist- arakeppnin hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þór og þeir skoruðu 13 stig án þess að KR-ingum tækist að koma knettinum í körfuna. Úr því var staðan orðin góð hjá Þórsurum og þeir fylgdu því eftir með góðum leik það sem eftir var leiktímans. I hálfleik var staðan 47 gegn 33, fyrir Þór. Það var mikil breidd í Þórsliðinu í þessum leik og sérstaklega voru það ungu strákarnir sem komu vel úr leiknum. Björn Sveinsson átti mjög góðan leik, sérstaklega í síðari hálfleik, og skoraði hann samtals 13 stig. McFields skoraði 36 stig, Eiríkur 19, Valdimar 6, Guð- mundur 6, Jón 6, Konráð 5, Bjarni 4, Hrafnkell 2 og Rík- harður 1. Þórsarar eru nú komnir í 8- liða úrslit ásamt fjórum liðum úr úrvalsdeild og fjórum úr fyrstu deild. í næstu viku verður dregið um það hvaða lið leika saman í þeim úrslitum. Bjöm Sveinsson átti mjög góðan leik. 27. janúar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.