Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 27.01.1983, Blaðsíða 7
Leikfélag Öngulsstaðahrepps: HITABYLGJA Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Ungmennafélagið Árroðinn frumsýndu s.l. laugardagskvöld í Freyvangi sjónleikinn Hita- bylgju eftir breska höfundinn Ted Willis, í þýðingu Stefáns Baldurssonar. Þar í sveit hefur löngum ríkt leiklistaráhugi mikill, og oft mikið á sig lagt til að koma upp leiksýningum. Enn hér ekki fjölyrt um hann. Leik- urinn gerist á þeim tímum þegar þeldökkir menn tóku að flykkj- ast til Englands í atvinnuleit, einkum frá Vestur-Indíum. Komu þá upp gamalkunn vandamál í samskiptum hvítra og svartra, og um það fjallar Hitabylgja öðrum þræði. Þó seg- ir höfundurinn sjálfur að aðal- Jónsteinn Aðalsteinsson og Emelía Baldursdóttir í hlutverkum sínum í Hitabylgju. er þar efnt til sjónleiks, og nú er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Leikfélag Reykjavíkur setti þetta verk á svið fyrir rúmum 12 árum. Var sú uppfærsla mjög rómuð og síðar tekin upp og sýnd í sjónvarpi, svo að margir ættu að kannast við söguþráð- inn. Af þeim ástæðum verður I Allar tryggingar! umboðið hf. Rádhústorgi 1 (2. hæð), simi 21844, Akureyri. markmið hans sé að lýsa Palmer- hjónunum, og þá einkum kon- unni sem stendur í skugga hins þróttmikla verkalýðsforingja. í leikskrá er greint frá því hvernig neistinn að verkinu tendraðist í huga hans. Hlutverkin íleikritinu erusjö: Verkalýðsforingjann háværa og baráttuglaða, Jacko Palmer, leikur Jónsteinn Aðalsteinsson. Emelía Baldursdóttir leikur Nell konu hans, sem lifir í skugga mannsins síns, funda- hetjunnar miklu. Kathie, dóttur þeirra, unga, lífsglaða en ákveðna stúlku, sem verður ást- fangin af svertingjanum Sonny, leikur Anna Ringsted. Leifur Guðmundsson fer með hlutverk - svertingjans. Afann á heimilinu leikur Birgir Þórðarson, Vilberg Jónsson leikur verkalýðsforingj- ann Frank Stephens og Hulda Kristjánsdóttir er Judy Comes, hvít kona sem gifst hefur þel- dökkum manni. Hér er fjallað um mannleg vandamál og miklar tilfinningar. Það sannast þarna eins og fyrr, að þótt vandamál náungans virðist smávægileg, hafa þau þann eiginleika að stækka og magnast þegar þau nálgast og færa sig inná heimili manns sjálfs. Þá er líka mörgu „lífs- mottóinu“ hætta búin. Þannig höfum við þú og ég, enga for- dóma gagnvart litarhætti manna, á meðan við erum nógu langt í burtu. Hitabylgja er gott leikhúsverk og kunnáttusam- lega unnið af höfundarins hálfu, verk sem lætur engann ósnort- inn. Þetta er átakaleikur sem byggir eingöngu á meðferð textans. Hér duga engin þau brögð, sem oft fleyta ærsla- og farsaleikjum langt í meðförum áhugaleikara, það þarf því mikið til, að koma svona verki til skila. Það er skemmst frá því að segja, að þetta tekst allt með miklum ágætum hjá þeim Frey- vangsmönnum. Allir leikararnir gera vel, sumir stórvel. I sýning- um áhugamanna vilja oft verða veikir hlekkir sem spilla heildar- árangri. Hér er engu slíku til að dreifa. Hver einn gerir sínu hlut- verki þau skil að engar veilur skapast í heildarmyndinni. Þetta gerir sýninguna sterka og eftir- minnilega, hvergi þó of sterka, heldur er hér umfram allt á ferð- inni mannleg, einlæg og falslaus túlkun. Það er mesti styrkur þessarar sýningar, og einnig hversu jafngóð hún er. Þetta er sá sigur liðsheildar- innar, sem oft er talað um í íþróttum. Þess vegna er engin leið að nefna einn leikenda fremur en annan. Þó verður ekki hjá því komist að nefna eitt nafn, Theódór Júlíusson, hér hlýtur hann að eiga svo stóran hlut að máli. Svona hnökralaus og jöfn leiksýning verður ekki til nema undir góðri og glöggri stjórn, jafnvel þótt góðum sé á að skipa. Auk þess að leikstýra hefur Theódór hannað leik- myndina. Einnig þar má hann vel við una. Leikmyndin á sinn þátt í þessari góðu útkomu, öllu er haganlega fyrirkomið og múr- steinshleðslan sem myndar um- gjörð um sviðið, gefur því skemmtilegan blæ. Og þetta leiðir hugann að allri þeirri geysilegu vinnu, sem liggur að baki svona leiksýningu, og hversu margir leggja þar hönd að, sem ekki sjást í sviðsljósun- um. Ég leyfi mér að fullyrða, að þessi sýning er óvenjulega góð af áhugamannasýningu að vera, hér er verkefni valið af metnaði og dirfsku, og árangurinn er ótvíræður sigur fyrir alla þá er leggja hönd á plóg. Sýning Hita- bylgju í Freyvangi er viðburður sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara, ég trúi því vart að nokkur sjái eftir þeirri kvöldstund. Þ.B. Alhliða auglýsinga-& teiknihönnun delfi auglýsmgaslnfia Fluguköst Kastnámskeiðin hefjast í íþróttahúsi Glerárskóla laugardaginn 5. febrúar kl. 8.30. Þátttakendur láti skrá sig í síma 21208 og 22421. Allir velkomnir meðan aðstæður leyfa. Stangaveiðifélagið Flúðir. LETTIR ■t i iin ■ r a m ■ % Lettisfelagar Þeir sem enn eiga ógreidda gíróseðla (árgjöld), eða skulda önnur gjöld, vinsamlegast gerið skil. Tekið á móti greiðslum í félagsherberginu, Skipagötu 12, föstudaginn 28. janúar kl. 16.00-19.00, laugar- daginn 29. janúar kl. 16.00-18.00, mánudaginn 31. janúar kl. 19.00-21.00. Gjaldkeri. Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar Nú standa yfir mælingar á vatnsskammti, hitastigi og þrýstingi hitaveituvatns eins og áður hefur verið aug- lýst. Húsráðendur eru minntir á þau ákvæði reglugerða er kveða á um frjálsan aðgang starfsmanna hitaveitu að pípulögnum og eru vinsamlega beðnir að fjarlægja muni frá hemlagrind og inntaksloka svo störf mæl- ingamanna verði ekki tafin að óþörfu. Mælingamenn verða að störfum í eftirtöldum götum frá fimmtudegi 27. jan. til þriðjudags 2. febr.: Akurgerði, Ásvegur, Austurbyggð, Engimýri, Goðabyggð, Grænamýri, Heiðarlundur, Helga- magrastræti, Jörfabyggð, Kambsmýri, Klettaborg, Kotárgerði, Klapparstígur, Kringlumýri, Langá- mýri, Lerkilundur, Munkaþverárstræti, Mýrarveg- ur, Rauðamýri, Suðurbyggð, Víðimýri. Húsráðendur eru beðnir að veita mælingamönnum aðgang að húsum og hemlagrindum á þessum dögum. Hitaveita Akureyrar. VÖRUMEÞKI FIRMAMERKI FÉLAGSMERKI Fljót og góð þjónusta. INNISKILTI AUGLÝSINGAR UMBUÐAHÖNNUN BERNHARD STEINGRiMSSON GEISLAGATA 5 SÍMI25845 PLAKÖT ÚTISKILTI ÍBLÖÐ, TÍMARIT HÖNNUN BÆKLINGA BÓKAKAPUR LJÓSASKILTI & SJÓNVARP MYNDSKREYTINGAR LAY-OUT O.FL. Matsvein og háseta vantar á 70 tonna bát frá Austfjörðum. Upplýsingar á kvöldin í síma 97-5610. 27. janúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.