Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ Ómaklegar árásir á Vídeólund „Hættið að hugsa um þessar þrjár bíóferðir sem þið getið fengið fyrir afnotagjaldið,“ segir Lundabúi. Vegna skrifa um fjöldaúrsagnir úr Vídeólundi í Degi þann 20. janúar langar mig til að koma á framfæri nokkrum upplýsingum til notenda, og til lesenda blaðs- ins um þessi mál, og ádeilum á þá sem skrifa svona greinar. Tekið skal fram í upphafi að Vídeólundur er eign allra þeirra húsa og notenda sem kerfinu eru tengdir, og með niðrandi skrif- um á opinberum vettvangi eru þessir menn fyrst og fremst að deila á sjálfa sig. Þaö er rétt að peningamálin hjá fyrirtækinu eru í ólestri ásamt efnisvali og öflun og mikið um endursýning- ar. En hvers vegna er svo komið? Jú, það eru notendur, í þessu til- felli eigendur sjálfir, sem eiga sökina að miklu leyti, og þeir sem ætluðu að vera notendur í upphafi. Er fyrirtækið var stofn- sett var gengið út frá vissum fjölda notenda og stofngjald miðað við það en stór hluti þeirra brást. Reiknað var með um 550 notendum en 355 urðu með, og síðan hafa 37 fallið út. Af þessum 550 ætluðu um 90- 95% að vera með en urðu ekki nema um 60-65%. Á þessu sést að stófngjaldatekjur urðu minni Gönguferðirnar leiði- gjamar tíl lengdar Göngugarpur skrifar: Kæra Strætisvagnanefnd og aðr- ir bæjarbúar! í 13000 manna bæ nægir alls ekki að láta strætis- vagnana ganga aðeins til kl. 19 (það er augljóst mál) því fólk sem fer út á kvöldin, t.d. í bíó, heimsókn, í sund eða á íþrótta- æfingu svo eitthvað sé nefnt þarf á þessari þjónustu að halda eftir þann tíma. Þetta fólk myndi nota vagn- „Við mættum á fundi“ Erla Haraldsdóttir hringdi og sagðist tala fyrir hönd íbúða- eigenda í Tjarnarlundi 2-6. Hún sagðist vilja mótmæla því sem kom fram hjá Pétri Péturs- syni fyrrverandi formanni Vídeólundar í Degi þann 20. januar, en þar sagði Pétur m.a.: „Það eru samtals fimm stigahús sem hafa sagt sig úr þessu. Nýja ■stjérnmerþessa dagana að boða fund með þessu fólki enda er mikil! misskilningur á ferðinni víða. Það fólk sem hefur sagt sig úr Vídeólundi er fyrst og fremst fólk sem aldrei hefur sótt fundi og veit þess vegna ekkert um á- stæður fyrir þessu og hinu sem hefur verið að gerast . . .“ Erla sagðist vilja mótmæl: þessu. „Á aðalfundi þann 12. desember mættu þrír fulltrúar frá Tjarnarlundi 2^6 og það var eftir þann fund sem ákvörðun var tekin um að hætta í fyrir- tækinu og við hættum um ára- mótin í framhaldi af því.“ ana eftir kl. 19 á kvöldin ef þeir myndu ganga. Þið haldið ef til vill að þetta fólk sem að meiri hluta til eru unglingar geti bara gengið á milli staða, en málið er ekki svona einfalt. Svoleiðis gönguferðir verða leiðigjarnar til lengdar ekki síst þegar veður er vont. Sumir þurfa að ganga í allt að 40 mínútur til að komast heim til sín í bænum og ég held að þið ágætu herrar ættuð að pæla dá- lítið í þessu. Læt ég þessu nú lokið en bæti því við að ég mæli fyrir munn fjölmargra unglinga hér í bæ. „Göngugarpur" vill auka þjónustu strætisvagnanna. Hver á aö veita aÖstod? Reiður bæjarbúi, sem svo vildi nefna sig, skrifar eftirfarandi: Hvenær eigum við rétt á að- stoð lögreglu og slökkviliðs? Slík spurning hlýtur að vakna eftir að birst hafa í fjölmiðlum fréttir af tjóni svínaræktarbónd- ans við Lónsá. Tjón bóndans mun nema íbúðarverði, eða meira, af völdum þessara nátt- úruhamfara. Á meðan fregnir berast af vasklegri framgöngu björgunarsveita víðsvegar á landinu til að afstýra tjóni á fólki, fé og eignum, lætur lög- reglan og slökkviliðið á Akur- eyri sér sæma að yppa öxlum og fara ekki einu sinni á staðinn til að kanna aðstæður og ekki er reynt að útvega aðstoð björgun- arsveita. Því spyr ég: Hverjir eiga að aðstoða í slíkum neyð- artilvikum? en ætlað var og þarna er ástæða komin fyrir hluta skuldahalans. Síðan gerist það að vinna sú við fyrirtækið sem nefna má úti- vinnu var reiknuð þannig að eins mikill hluti hennar og hægt væri frír, það er að eigendur sjálfir sæu um að grafa niður kapla hjá sér gegn lægra stofngjaldi. Margir skiluðu þessari vinnu og eiga hrós skilið fyrir, en öðrum þótti betra að standa innan við gluggatjöld heima hjá sér og fylgjast með í stað þess að taka til hendi. Vegna þess hversu fáir komu út til að aðstoða við kapallögn- ina var gripið til þess ráðs að greiða þeim vinnulaun sem því nenntu, en þess hefði ekki þurft ef allir hefðu verið jafn áhuga- samir við framkvæmdina. Þarna er komin skýring á hluta skulda- halans. Síðan gerist það að hluti þeirra sem tengdir voru við kerf- ið sjá eftir að greiða afnotagjöld- in, en þau samsvara á mánuði þeirri upphæð sem það kostar að fara þrisvar í bíó á sama tíma. Samt notaði hluti þessa fólks sér kerfið (sem betur fer ekki marg- ir en nokkrir þó). Þarna er skýr- ing á enn einum hluta skuldahal- ans. Enn má nefna að nokkrir aðilar hafa verið tengdir við kerfið en ekki greitt inntöku- gjald og þar missti fyrirtækið tekjur. Það hefur komið fram mikil óánægja með hækkun stofn- gjalda sem áætluð var 1. febrúar og 1. mars n. k. en sú hækkun var áætluð í eitt skipti fyrir öll til lækkunar skuldahalans, ekki bein stofngjöld, heldur var þetta hugsað sem framlag þeirra sem tengdir væru til að laga fjárhags- stöðuna, og til að bæta þeim upp (fyrirtækinu) þann missi er þeir sem hættu við inntöku á síðustu stundu ollu. Vegna launamálanna vil ég spyrja: Vill einhver vinna eitt- hvað starf fyrir ekki neitt? Svar- ið við þessari spumingu verður líklega það að þeir séu fáir. En ef einhverjir eru , ættu þeir að gefa sig fram hið snarasta. Þeir menn sem hafa þegið laun hjá fyrir- tækinu hafa ekki verið ofaldir af þeim, síður en svo. Hinsvegar hefði ég farið öðruvísi að, nefni- lega þannig að taka full laun fyrir mína vinnu hefði ég þurft að hætta störfum og þannig orð- ið fyrir tekjutapi. Að öðrum kosti hefði ég verið tilbúinn að taka allt að helmingi minni laun eins og ég veit að þessir menn hefðu verið tilbúnir að ræða, ef þeir hefðu mætt einhverjum skilningi og velvild eigenda vídeósins. í greininni 20. janúar var minnst á lélegt efnisval og mikl- ar endursýningar. Þetta er rétt, en hver er ástæðan? Videóið hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til kaupa á meira og dýrara efni sem stendur vegna ástæðna sem raktar hafa verið hér að framan. En um leið og skuldahalinn minnkar og fjárhagsstaðan batn- ar verður möguleiki á slíku og það gert. í lokin langar mig til að beina máli mínu sérstaklega til þeirra sem eru óánægðir, til þeirra sem harðast hafa lagst gegn stofn- gjaldahækkuninni 1. febr. og 1. mars n.k. (sem áætluð var að vísu en lögð til hliðar í bili a.m.k.), og til þeirra sem bölvað hafa videóinu hvað mest yfir kaffibolla heima í eldhúsi í sam- tölum við kunningjana. Hættið að tala um bölvað vídeóið heima í stofu við vini og kunningja, komið heldur áfundi hjá félaginu og fylgist með því sem er að gerast, eða fáið stjórn félagsins til að koma á húsfundi hjá ykkur til þess að gefa skýr- ingar og upplýsingar um hag fyrirtækisins. Til þeirra sem hafa verið á móti öllum hækkunum og verið með hótanir um úrsögn: Hættið að hugsa um þau þrjú vínglös á barnum sem þið gætuð fengið fyrir stofngjaldahækkunina sem fyrirhuguð var og þessar þrjár bíóferðir sem þið getið fengið fyrir afnotagjaldið. Og til þeirra sem eru komin með endann inn hjá sér en hafa ekki greitt stofngjaldið og til þeirra sem horfa á vídeóið án þess að greiða afnotagjald: Lát- ið af þessari vitleysu, hún þjónar engum tilgangi. En það þjónar tilgangi að bæta fjárhagsstöðu fyrirtækisins þannig að það geti betur sinnt hlutverki sínu. Leggjumst á eitt, gerum stjórn fyrirtækisins kleyft að geta starfað við eðlilega fjár- hagsstöðu þannig að hægt verði að sýna 38-42 stunda dagskrá af góðu efni (almennt) fyrir verð þriggja bíóferða á mánuði á hverja íbúð. Lundabúi. Menn þurfa ekkí að vera Nóbelsskáld Jósef Guðbjartsson, hringdi: Ég vildi gjarnan þakka fyrir kveðjurnar sem ég fékk í Smátt og stórt í Degi á dögunum. Sú gagnrýni sem þar kom fram er alveg réttmæt, en mér finnst samt sem áður að það hefði mátt gagnrýna vinnubrögðin sem við- höfð voru við útgáfu bæklings- ins, á annan hátt, Sá sem klaus- una skrifaði hefði gjarnan mátt setja sig betur inn í hvernig bæklingar sem þessir eru unnir. Þetta var allt unnið á síðustu stundu og það vannst einfald- lega ekki tími til að láta lesa bæklinginn yfir áður en hann kom út, hvað þá fá prófarkales- ara. En gagnrýnin er réttmæt og ég gæti reyndar bent á fleiri vill- ur en þær sem voru tíundaðar í Degi. Ég er t.d. sagður 37 ára á einum stað, en 33 ára á öðrum, sem er rétt. Þessar villur eru hins vegar engum öðrum en mér sjálfum að kenna, en hvað sem þeim líður þá tel ég að boðskap- ur bæklingsins komist vel til skila og skrif Dags verði til þess að hann verði lesinn enn betur. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að menn þurfi ekki að vera Nó- belsverðlaunaskáld til þess að komast á þing. 2 - DAGUR - 28. janúar 1983 í: - RUíJAC! eSí ' l£Ufl&ii .fív

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.