Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI. JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kjördæmamálið og landsbyggðin „Ég er fyrst og fremst fylgjandi þeirri gerð stjórnarskrár sem tryggir eins og unnt er að ís- land verði áfram þjóðríki en ekki borgríki á suðvesturhorni landsins," sagði Tómas Árna- son, viðskiptaráðherra og þingmaður Aust- firðinga, í viðtali við Tímann. Tómas útskýrir sjónarmið sín með eftirgreindum hætti: „Ég álít að kosningarétturinn eigi að vera eins jafn og hagur þjóðarinnar og staðhættir leyfa. Ég álít réttlátt og nauðsynlegt að strjálbýlið hafi hlutfallslega fleiri fulltrúa en þéttbýlið. Það sjónarmið er lagt til grundvall- ar í gildandi stjórnarskrá og kosningalögum. Ef menn á annað borð telja að vægi atkvæða eigi að vera meira úti á landsbyggðinni en í þéttbýlinu á suðvesturhorninu, þá leiðir af því að flokkur sem fær tiltölulega meira fylgi úti á landsbyggðinni hlýtur að hafa tiltölulega fleiri þingmenn. Annars væri verið að útþynna þau réttindi landsbyggðar að hafa tiltölulega fleiri þingmenn. Það er sjálfsagt, eins og verið hefur, að stjórnarskráin ákveði að Alþingi, ríkisstjórn og forseti hafi aðsetur í Reykjavíkurkjördæmi, en af þessu ákvæði leiðir staðsetningu mjög um- fangsmikillar opinberrar sýslu og opinberra stofnana í höfuðstaðnum. Þessi mikilvægu réttindi hafa önnur kjördæmi ekki, samkvæmt stjórnarskránni, og þess vegna er meðal ann- ars réttmætt að Reykjavík og næsta nágrenni hafi fleiri kjósendur á bak við hvern þing- manna en annars staðar tíðkast. Annað væri óréttlæti. Fjölmargar þjóðir haga þessu þannig. í Nor- egi hefur t.d. kjördæmið Finnmörk sex til sjö sinnum færri íbúa á bak við hvern þingmann heldur en kjördæmið í Osló. í Bandaríkjunum hefur fylki með um milljón íbúa jafnmarga öldungardeildarþingmenn og fylki með 40 milljónir íbúa og þetta eru aðeins dæmi," sagði Tómas Árnason. Tómas sagði ennfremur að formenn Al- þýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags legðu aðaláherslu á að ná algerum jöfnuði á milli núverandi stjórnmálaflokka. Þeir væru með öðrum orðum að fást við það að setja kosningafyrirkomulag og kjördæmaskip- an fyrir stjórnmálaflokkana, en ekki fyrir land- ið og þjóðina. Þeim sjónarmiðum hefur hvað eftir annað verið haldið fram hér í Degi að ekki mætti ein- blína á atkvæðisréttinn þegar rætt væri um jöfn- un aðstöðu milli landsbyggðarinnar og þétt- býlisins á suðvesturhorninu. Fólk á lands- byggðinni hefur mjög átt undir högg að sækja og sá aðstöðumunur, sem valdið hefur því að fólk hefur beinlínis mátt til með að flytja til Reykjavíkur, jafnvel gegn vilja sínum, mun aukast ef gengið verður of langt í jöfnunarátt hvað varðar atkvæðaréttinn. Landsbyggðar- fólk verður að halda vöku sinni og sýna sam- stöðu í þessu máli, hvar í flokki sem það stendur. í Svíþjóö er gert rád fyrir aÖ krakkarnir læri í skólanum Má nemandi í skóla á íslandi skara framúr bekkjarfélögum sínum? Má nemandi með mikla námshæfileika láta þá njóta sín? Ef horft er á grunnskólakerfið þá er augljóst að meðal- mennskan er látin ráða ríkjum með þeim árangri að gott náms- fólk er dregið niður, það verður að fylgja þeim sem lítið geta. 0 Pað eru til mýmörg dæmi sem sanna þessa staðhæfingu en auk þess eru líka mörg dæmi þess að meðalmennskukerfið tekur á sama hátt ekki nægjan- legt tillit til þeirra sem búa ekki yfir nægjanlegri námsgetu. Stuðningskennslu er víða ábóta- vant svo mjög að smám saman missa nemendur trú á sig og sína getu með þeim árangri að þeir hinir sömu verða oft baggi á þjóðfélaginu. Kennsla á sviði verknáms er látin sitja á hakan- um. Hún er raunar talin óæðri af hvaða ástæðu sem það nú er. 0 íslendingar þóttust góður þegar þeir öpuðu núverandi grunnskólakerfi eftir frændum sínum á Norðurlöndunum. Peir tóku upp nýtt kerfi án þess þó að hafa nægjanlega yfirsýn, án þess að gera sér grein fyrir því að á því kynnu að vera ýmsir ann- markar. í dag er svo komið að t.d. frændur vorir Svíar, sem hafa verið sem leiðarljós í skóla- málum íslendinga, eru farnir að víkja mikið af þeirri leið sem boðuð er hér á landi í dag. Þeir sáu að það frjálsræði og nýjung- ar í skólamálum, sem þeir voru hvað hrifnastir af fyrir nokkrum árum, bauð vandamálum heim í stórum stíl. En áfram halda ís- lendingar og ef fram heldur sem horfir verður innan skamms búið að gera íslenskt skólakerfi að slíkum hrærigraut að enginn veit hvað snýr upp eða niður. 0 Hér að framann var minnst á þá nemendur sem vilja og geta lært bóklegar greinar. Nú sitja þeir í bekkjardeildum með getu- litlum jafnöldrum og heilu og hálfu tímana sitja þeir nánast aðgerðarlausir á meðan félagar þeirra rembast við að komast álíka langt og þeir. Bekkirnir eru líka alltof stórir, en það mun vera algengt að í einni deild séu rösklega 30 nemendur og það sér hver heilvita maður að einn kennari, hversu góður sem hann kann að vera, getur engan veg- inn sinnt hverjum og einum eins og skyldi. 0 Það fyrirkomulag sem ríkti í íslenskum skólum fyrir tíð grunnskólans var án efa að mörgu leyti gallað, en tæpast hefur það verið jafn ruglað og grunnskólakerfi nútímans. En spurningin er sú hvort ekki væri rétt að endurskoða gamla kerfið, fara að raða nemendum niður í bekkjardeildir eftir getu, auka stuðningskennslu og leggja meiri áherslu á verkmenntun. Það þýðir ekki að láta meðal- mennskuna ráða ríkjum, slíkt býður aðeins hættunni heim. 0 Ungur piltur, sem hefur stundað nám í sænskum grunn- skóla undanfarna vetur, kom heim fyrir rösku ári og situr nú í 8. bekk skóla nokkurs á Norður- landi. Hann hafði haft nokkur kynni af grunnskólakerfi Frón- búa áður en foreldrar hans héldu til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum svo maðurinn ætti að vera sæmilega dómbær á ástandið. Þessi ungi piltur sagði einfald- lega: Það er ekkert lært í íslensk- um skólum, það er allt svo illai skipulagt. Maður þarf bókstaf- lega ekkert að gera. í Svíþjóð er gert ráð fyrir að krakkarnir læri í skólanum og skili einhverjum árangri. Hér er bara vaslað á milli stofa og farið í fótbolta þess á milli. 0 Þegarunglingarnirerusjálfir farnir að finna veilurnar í kerf- inu er kominn tími til að dusta af því rykkið og endurbæta það sem illa hefur verið gert. Og nú ætti að vera lögð á það áhersla að fá í endurbæturnar fólk sem er með báða fæturna á jörðinni, en láta skýjaglópana út í kuldann. - Þórður 4 - DAGUR - 28janúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.