Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 6
 - Ég er fæddur og uppalinn í Fjörunni, sem kallað er, en við krakkarnir sem þar bjuggum vor- um alltaf kölluð „Fjörupúkarnir". Þetta var á árunum rétt fyrir stríð og á stríðsárunum sjálfum og eins gefur að skilja var oft mikið um að vera. Við „Fjörupúkarnir“ áttum í væringum við „Brekkusnigl- ana“, sem bjuggu uppi á Brekku og „Eyrarpúkana", sem bjuggu úti á Oddeyri, og ég man sérstak- lega eftir því að á stríðsárunum varð hér innlyksa kvikmynd með Hróa hetti sem var sýnd svona einu sinni á vetri. Eftir þessar sýn- ingar upphófust alltaf bardagai milli krakkanna úr þessum bæjar- hlutum. í þeirri baráttu var ekkert gefið eftir og lurkum og öðrum bareflum beitt óspart og svo mikil var harkan á tíðum að krakkar voru rotaðir, segir séra Birgir, en bætir því við að hann hafi ekki haft sig mjög mikið í frammi í þessum átökum. - Eru einhverjir sérstakir at- burðir þér minnisstæðari frá þess- um tímum en aðrir? - Því er ekki að neita að stríðs- árin eru minnisstæð, en sá atburð- ur sem mér er einna minnisstæð- astur frá uppvaxtarárunum er þegar ég lenti í snjóflóði fyrir ofan húsið sem ég bjó í, Aðalstræti 24. Það var gífurlegur snjór hér þenn- an vetur og í brekkunni fyrir ofan húsið var stærðar snjóhengja. Við bræðurnir vorum þarna að leik ásamt félaga okkar og bróðir minn hafði klifrað upp á hengjuna en við biðum fyrir neðan. Það skipti engum togum að snjóhengj- an fór af stað og við sem stóðum fyrir neðan áttum fótum fjör að launa. Ég komst það langt að flóðið bara skellti mér og gróf mig aðeins að hálfu leyti þannig að upp úr stóð höfuð og hendur. Fé- lagi okkar var ekki jafn heppinn, því að snjóflóðið fór alveg yfir hann. Við gátum ekkert gert nema að kalla á hjálp og það tók fjölda manns um 20 mínútur að grafa hann upp og hann var með- vitúndarlaus þegar hann fannst. Þetta fór allt vel að lokum, en hann var þó rúmfastur í margar vikur á eftir. í sveit í sjö sumur Líkt og mörg önnur börn og ung- lingar var séra Birgir í sveit á sumrin og telur hann sig mjög heppinn að hafa komist að á jafn góðum bæ og raunin varð á. ----------------------........................... - Ég tók það upp eftir fermingarföður mínum, séra Friðrik J. Rafnar, að halda skrá yfir prestverkin og fram til þessa dags hef ég skírt 3499 börn, framkvæmt 1094 hjónavígslur og jarðsett 1084. Ætli messurnar séu svo ekki farnar að nálgast átjánda hundraðið. Sá sem þetta mælir er séra Birgir Snæbjörnsson, prestur í Akureyrarprestakalli, en um þessar mundir eru liðin 30 ár síðan séra Birgir hóf prestskap. Hann er fæddur á Akureyri 20. ágúst 1929, sonur hjónanna Snæbjöms Þorleifssonar, bílaeftirlitsmanns frá Grýtu í Eyjafirði og Jóhönnu Þorvaldsdóttur, frá Akureyri. Séra Birgir hóf prestskap í Æsustaðaprestakalli í Austur- Húnavatnssýslu og var þar prestur í sex og hálft ár. Þá flutti hann sig um set og gerðist prestur í Laufási í Eyjafirði en árið 1960 komst séra Birgir svo heim, er hann var vígður prestur í Akureyrarprcstakalli. Séra Birgir er kvæntur Sumarrós Garðarsdóttur og eiga þau tvö börn, Jóhönnu Erlu, 19 ára, sem gift er i Odense í Danmörku og Birgi Snæbjörn, 16 ára, sem stundar nám við Menntaskóiann á Akureyri. í viðtalinu sem hér fer á eftir ræðir séra Birgir um uppvaxtarárin og fyrstu prestskaparárin, en gefum honum nú orðið: - Ég var í sveit á sumrin frá því þegar ég var strákur, segir séra að égvarsjö ára, allt til fjórtán ára Birgir hlæjandi. aldurs, hjá systkinunum Böðvari - Þannig er mál með vexti að Jónssyni og Guðnýju Jónsdóttur í við „Fjörupúkarnir" vorum að Brekknakoti í Reykjahverfi. leika okkur í nágrenni kirkjunnar Þarna var indælt að vera og ég er brúðarfylgd fór þar hjá. Þetta hafði þann starfa m.a. með hönd- voru ákaflega glæsileg brúðhjón um að vera kvíasmali en þetta var sem þarna voru á leiðinni til kirkj- með síðustu bæjunum sem fært unnar ásamt fríðu föruneyti og var frá á. Ég var einnig sendur einhvern veginn atvikaðist það að að rjómabúinu að Brúum og við strákarnir eltum brúðarfylgd- reiddi ég rjómann í brúsa öðrum ina, af einhverri rælni. Líklega megin á hestinum en hinum meg- höfum við haldið að þetta yrði in hafði ég stein svo að ekki hall- einhver skemmtun. En hvað um aðist á. Ég varð svo að .finna mér það. Við eltum inn í kirjuna og annan minni stein á heimleiðinni þar var okkur vísað upp á loft og til að setja á móti brúsanum, sem síðan byrjaði athöfnin. Þetta hef- þá var að sjálfsögðu tómur. ur e.t.v. ekki verið eins skemmti- Þetta voru góðir tímar, segir Jegt og við héldum í byrjun því að séra Birgir, en tekur jafnframt fljotlega foru flestir okkar að elt- fram að þetta hafi ekki verið ein- ast Vlð flugur Þarna uppi a loftinu, tóm sæla. - Það er mér ákaflega en af Þeim var en n°8- Þetta minnisstætt að eitt sinn þurfti ég endaðl svo með ÞV1 að vlð vorum að sækja meðöl út á Húsavík og a ir. settir ut fynr, enda mun ha- fór ég ríðandi. Ég stytti mér leið vaðinn 1 okkur 1 eltingarleiknum yfir svokallaðann Skarðaháls og á Vlð flugumar híifa keyrt fram ur heimleiðinni vissi ég ekki fyrr til ®oðn hofi Siðan hefur mer aldrei en skollin var á svarta þoka. Mér venð visað ut urklrkJu’ se8lr sera varð ekki um sel þarna aleinn Birgir, en varla hefur hann grun- uppi á hálsinum, sérstaklega fð þa er hann eltist við flugurnar a vegna þess að þarna átti að vera k.rkjuloftinu að það ætti siðar ákaflega reimt og þokan var svo ^11 honum að l.ggja að gerast svört að ekki sá út úr augum. Ég Prestur °g sJa um hjonav.gslur og varð því ákaflega hræddur en onnur þau storf sem prestar mna greipþátilþessráðsaðsyngjaalla a endl' þá sálma og fara með allar þær bænir sem móðir mín og amma höfðu kennt mér. Ég komst svo ------------------------------- yfir hálsinn í þokunni og þá fann ArXA QA Knrnitl fítri ég vel vhers virði þetta vegarnesti WlclU dU UUi 11111 icli 1 er og hvað foreldrar gera börnum , Kr^clr sínum gott með að kenna þeim ________________________________ bænir og vers og kenna þeim að „. „. . „ .... trevsta Gnöi Sera Birgir Snæbjornsson rnnnt- y ' aðist í Menntaskólann á Akureyri árið 1943 og að eigin sögn á hann margar góðar minningar frá _____________________________ menntaskólaárunum. -pv I . ' 1 • 1 ‘ - Þetta var ákaflega samstæður KeKinn úr KirKjú hópur. Við vorum 54 saman í 6. ----------------------------- bekk og ég get nefnt til gamans að - Voru foreldrar þínir trúhneigð- af þessum 54 nemendum urðu sex ir? prestar, segir séra Birgir og bætir - Já, það voru þau og afi minn því við að þeir hafi haldið þó ogammalíka. Ég vandist því ung- nokkuð saman í skóla og þá sér- ur að fara í kirkju með afa staklega í þeim deildum sem þá mínum, Þorvaldi Helgasyni, sem voru innan skólans í trúmálum. kallaður var keyrari, sökum - Hver af sambekkingum þín- atvinnu sinnar. Þetta var í gömlu um frá þessum tíma er þér minnis- kirkjunni á Akureyri sem stóð þar stæðastur? sem Minjasafnskirkjan stendur - Það er varla rétt að nefna nú en mér er það minnisstætt að neinn einn þar öðrum frekar, en ég var einu sinni rekinn út úr þess- það leikur þó varla nokkur vafi á ari kirkju, segir séra Birgir og því að Ingibjörg Magnúsdóttir, brosir. frá ísafirði, hafði sterkust áhrif á - Hvernig atvikaðist það? okkur í bekknum. Hún var mjög - Þaðernúe.t.v. réttaðégtaki fötluð en stóð sig afburðavel og það strax fram að þetta gerðist varsannkölluðhetjaaðmínu viti. Ingibjörg varð síðar kennari á Isa- firði og stóð sig mjög vel í því starfi, en hún er nú látin fyrir nokkrum árum. Um samstöðuna í bekknum er annars það að segja að við ákváð- um snemma að fara öll saman í ferð til útlanda að stúdentspróf- inu loknu. Við byrjuðum einnig snemma að undirbúa fjáröflunar- leiðir til að borga ferðina, en þrátt fyrir góðan vilja þá gekk þessi fjársöfnun heldur erfiðlega. Fyrst ætluðum við að setja á fót bóksölu og selja nýjar og notaðar bækur á lægra verði en gerðist á almenn- um markaði. Við sóttum um leyfi til skólameistara og sögðum hon- um frá fyrirhugaðri ferð og að við ætluðum að láta 5% ágóðans renna í nemendasjóð. Skóla- meistari hafði í framhaldi af þessu samband við einn af aðal bóksöl- um bæjarins í þá tíð og spurði hann álits á þessu fyrirtæki. Bóksalinn, sem þarna sá að hann átti á hættu að missa spón úr aski sínum, svaraði því að bragði að þetta væri ómögulegt. Það væri ekki hægt að hleypa blessuðum börnunum út í braskið. Og þar við sat. Við fengum ekki leyfið. Annað sinn ætluðum við að halda grímuball í fjáröflunarskyni og sóttum um leyfi til skólameist- ara. Þá fengum við það svar að þetta væri nógu slæmt þó ekki væri verið að fela það á bak við grímu. Þannig var tíðarandinn í þá daga og þessi utanlandsferð varð þannig ekki annað en draumur sem aldrei varð að veru- leika. Enginn dansar ófullur . . . - En skólaárin voru samt ákaf- lega skemmtileg og kennararnir mjög góðir og það er ekki annað en hægt að vera þakklátur fyrir það vegarnesti sem þeir veittu okkur í lífinu. En þó skólaárin væru skemmtileg þá bar þar vissu- lega líka skugga á og t.a.m. lent- um við í því að skólanum var lok- að í tvo mánuði þegar ég var í sjötta bekk. Þá skaut upp hinni svokölluðu Akureyrarveiki sem var lömunarveiki og af einhverj- um ástæðum var hún einskorðuð við Akureyri og næsta nágrenni og varð aldrei vart annars staðar. Það var talið daglega í skólanum og stöðugt veiktust fleiri og þar kom að því að aðeins örfáa vant- aði upp á til þess að skólanum yrði lokað. Okkur langaði að sjálf- sögðu í smá frí en það ætluðu samt aldrei að verða nógu fáir eftir til að það gerðist. Það var því að síðast þegar átti að telja þá hlupu nokkrir nemendanna niður á klósett og földu sig þar á meðan verið var að telja. Þetta dugði og ákveðið var að loka skólanum um stundarsakir. Þetta heyrðu þeir sem á klósettinu voru og um leið stukku þeir upp fagnandi, en þá tókst ekki betur til en að þeir stukku beint í flasið á kennurun- um sem verið höfðu að telja, segir séra Birgir og það er greinilegt að honum er skemmt við að rifja upp þessi strákapör. - En þetta var samt allt í lagi, bætti hann við, - við vorum víst of fá hvort eð er, þannig að klósettferðin gerði ekk- ert til eða frá. Svo kom okkur þetta reyndar bara í koll síðar því þó að skólinn væri lokaður í tæpa tvo mánuði, þá urðum við að - Rætt við Birgi Snæbjörnsson, sóknarprest á Akureyri standa skil á fullu námsefni og ég man eftir því að það gekk erfið- lega hjá sumum. Margir áttu erfitt með að þýða, sérstaklega latín- una og það var því dálítill beygur í mér þegar ég kom upp í latínu- prófinu, sem þá var munnlegt eins og flest próf. Sem betur fer þá lenti ég á tiltölulega léttum kafla sem ég kunni nokkuð vel, en ég gleymi aldrei upphafsorðunum í kaflanum: Nemo saltat sobríus nisiforte insanet, sem þýðir: Eng- inn dansar ófullur, nema kannski brjálaður. Þá fékk maður straum í afturendann - Ég útskrifaðist úr Menntaskól- anum á Akureyri 1949, en á skóla- árunum og fram til 1951 vann ég flest sumur í Síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn. Svo vor og haust í almennri verkamannavinnu hér á Akureyri. Það voru fimm sumrin sem ég var á Raufarhöfn og þetta var ákaflega lærdómsríkur tími, að því er mér finnst. Þetta var líka mjög góð vinna fyrir námsmenn, enda gífurlega mikið að gera og hver og einn gat nánast unnið eins og hann vildi og þessi sumarvinna sá mér yfirleitt fyrir peningum sem dugðu allan veturinn. Það var því mikið á sig lagt og eitt sinn man ég eftir því að ég stóð sam- fleytt í 42 tíma án hvíldar og kunningi minn einn stóð einu sinni 48 tíma. Þá var hann líka það þreyttur að hann gat ekki staðið í sturtunni að vinnu lokinni og varð að leggjast flatur á sturtu- gólfið og láta buna á sig. En þetta voru skemmtilegir tímar og allt iðandi í lífi hvert sem litið var. Ég vann mest á þrónum, sem kallað var, eða úti í síldarþrónum og þó vinnan væri erfið þá létu menn sjaldan undan þeim freistingum að tylla sér niður á plankana til að hvíla sig. Rafkerfið þarna var nefnilega það lélegt að það leiddi oft út og ef við tylltum okkur niður þá gat maður átt á hættu að fá straum í afturendann, segir séra Birgir og hlær. - Við unnum svo í vegagerð- inni í þorpinu þegar lítið var að gera í síldinni, en Raufarhöfn var að byggjast upp á þessum tíma og varla götur að heita gæti í pláss- inu. Enda kölluðum við götustíg- ana eða slóðana sem þarna voru, þeim virðulegu nöfnum, Sést- varlagata, Ervarlagata og Finnst- varlagata. Þetta voru ljómandi skemmtilegir tímar og það var gott að vera á Raufarhöfn. Ég kynntist mörgu góðu fólki meðal heimamanna og alls staðar var mér tekið opnum örmum. Fékk prestakall sex tímum eftir prófið - Það var svo haustið 1949 að ég innritaðist í Guðfræðideild Háskólans. Náminu lauk ég á þrem og hálfu ári og það vildi svo skemmtilega til að sex klukkutím- um eftir að ég lauk kandidatspróf- inu þá fékk ég veitingu fyrir Æsu- staðaprestakalli í A-Húnavatns- sýslu. - Hvernig líkaði þér Reykja- víkurdvölin? - Mér líkaði hún bara nokkuð vel, en því er ekki að neita að ég varð alltaf þeirri stundu fegnastur þegar ég var sestur upp í bíl eða flugvél og var á leiðinni heim. Ég bjó allan tímann meðan ég var í Háskólanum á Nýja Garði óg þar var ágætt að vera. Það voru marg- ir skólafélaga minna frá Akureyri með mér í Háskólanum og það er mér alltaf minnisstætt að skömmu áður en ég útskrifaðist þá vorum við tveir félagarnir að þrátta um hvaða einkunn ég myndi nú fá á guðfræðiprófinu. Hann hélt því statt og stöðugt fram að ég myndi fá 185 stig en það taldi ég af og frá og sagði að ég myndi örugglega fá miklu lægri einkunn. Það var svo bundið fastmælum að sá sem hefði rétt fyrir sér skyldi bjóða hinum út í hádegismat. Við höfð- um sleppt hádegismat í einn og hálfan vetur til að endar næðu saman fjárhagslega þannig að það var til mikils að vinna. Þetta fór svo þannig að ég fékk 184%. - Manstu hver fyrstu embætt- isverk þín, sem prestur, voru? - Já, sama daginn og ég vígðist, 15. febrúar 1953, gifti ég tvo félaga mína úr MA og rétt áður en ég fór norður til að taka við prestakallinu, þá skýrði ég fyrir annan félaga minn úr Menntaskólanum og eins og nærri má geta voru þetta mjög ánægju- leg verk. Ég flutti svo norður seinni part- inn í febrúar og hún var nú ekki merkileg búslóðin mín þá, einn dívan, borð, stóll og bókaskápur, en þetta var aleigan mín þá. Það var komin hæna á öngulinn Það vakti strax athygli mína er ég kom að Æsustöðum hvað það var mikið félagslíf í sveitinni. Þetta er tiltölulega fámennt prestakall, eða aðeins um 430 manns, en kirkjurnar voru fimm þannig að yfirferðin var mikil. Ég lenti strax í félagslífinu og meðal þess sem ég tók þátt í var karlakórinn. Það var mikið æft og menn lögðu mikið á sig vegna kórsins. Eitt sinn fórum við í æfingaferð norður í Skaga- fjörð um vetur en sú ferð tók um 16 klukkutíma. Við urðum að moka okkur áfram uppi á Vatns- skarði og svitnuðum mikið af átökunum en verst var að hafa ekkert kalt að drekka. Við kom- umst þó yfir og æfðum í Víðimel en þegar við snerum til baka vor- um við svo forsjálir að hafa með okkur pilsner sem við ætluðum að drekka í mokstrinum. Og auðvit- að þurftum við að moka og þá kom sér vel að hafa pilsnerinn. Við tókum því pilsnerflöskurnar fram og ætluðum að fara að svala þorstanum þegar í Ijós kom að við höfðum gleymt upptakaranum. Menn dóu þó ekki ráðalausir og einn okkar brá á það ráð að bíta tappann af flöskunni. Það tókst þó ekki betur en svo að stúturinn brotnaði og glerbrot hrukku ofan í flöskuna. Þeim sem beit tappann af tókst þó að dreka talsvert úr flöskunni og rétti hana svo til bróður síns og sagði: „Láttu grön sía, bróðir". Sá fór ekki nógu var- lega þannig að glerbrotin hrukku ofan í háls og sátu þar föst. Við þessu var ekkert að gera þarna uppi þannig að það varð að bíða með allar læknisaðgerðir þangað til við komum til byggða. Þegar þangað var komið borðaði maðurinn heilan sláturkepp og við það hrukku glerbrotin niður í maga. Þau skiluðu sér síðan út úr líkamanum og ég hef aldrei heyrt að manninum hafi orðið neitt meint af, segir séra Birgir. - Annað skemmtilegt atvik sem ég minnist er tengt veiðiferð sem ég fór með ungum pilti að Móbergsselstjörn í Litla-Vatns- skarði. Þetta þykir ágætt veiði- vatn, en svo fór að við fengum ekkert nema einn smátitt. Mér var því nokkuð þungt í skapi er ég kom heim aftur og kastaði veiði- stönginni frá mér á bæjarhlaðið. Síðan fór ég inn í bæ og veit ekk- ert fyrr en ég heyri að það þýtur út af veiðihjólinu. Ég stökk þá út og sá mér til mikillar skelfingar að það er komin hæna á öngulinn. Ég hafði engin ráð önnur til að ná henni en að grípa stöngina og hala inn. Það gekk þó ekki átakalaust og leikurinn barst niður að þjóð- veginum þar sem mikil bi'laum- ferð var og ekki veit ég hvað fólk hélt þegar það sá sóknarprestinn með veiðistöng og hænu á færinu. Þá óskaði ég mér niður úr jörð- inni, en ekki gat ég skilið hænuna eftir svo ég hélt áfram að hala og að lokum náði ég hænunni. Þá kom í ljós að hún hafði gleypt öngulinn og ekki nokkur leið að ná honum úr. Ég klippti því á girn- ið við gogginn og það var svo ekki að sjá að hænunni yrði meint af. Hún lifði lengi á eftir og verpti vel. ■ ; ' Kvígan var með derhúfu - Eitthvað hef ég heyrt um sögu af þér sem tengist nautgripaflutn- ingum? - Já, það gerðist eftir að bænd- urnir í sveitinni vildu að ég tæki upp búskap eins og þeir. Þeir reyndust mér mjög vel og gáfu mér 17 gimbrar, einn hrút, þrjár kvígur og sláttuvél og margt ann- að sem til búskapar þurfti. Ég byrjaði svo búskapinn og það gekk átakalaust nema hvað það gekk illa að fá kálf í eina kvíguna. Ég átti opinn blæjujeppa um þetta leyti og með vissu millibili þurfti ég að fara með kvíguna út og suður um dalinn til að reyna að ráða bót á kálfleysinu. Kvígan var orðin þessu svo vön að hún hopp- aði á eftir mér upp í bílinn og það passaði að hausinn var alveg við framrúðuna en afturendinn nam við afturhurðina. Það var svo eitt sinn að ég var á þessu ferðalagi með kvíguna að einhver strákur kom upp í mér þannig að ég setti derhúfy á kvíguna. Skömmu síðar mætti ég svo fínum bíl úr Reykjavík og sökum þess hve vegurinn var þröngur þá þurftum við að aka ákaflega hægt framhjá hvor öðrum. Þetta skal tekið fram að þetta var ákaflega myndarleg kvíga með rauð eyru og rauða hringi í kringum augun, þannig að þetta gat e.t.v. litið út eins og virðuleg frú. Ég ók svo framhjá bílnum en þegar ég leit við þá sá ég að ökumaðurinn hafði snar- stoppað bílinn og allir farþegarnir voru komnir út og störðu stórum augum á eftir jeppanum. En kvíg- an hún dillaði bara halanum í kveðjuskyni. Mynd og texti: ESE 6 - DAGUR - 28. janúar 1983 28. janúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.