Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 28.01.1983, Blaðsíða 12
Afgreiðum þorramat í trogum eða öskjum alla daga, allan daginn. Bestað panta með fyrirvara, minnst 1-2ja tíma. áríð 1951 Keðjubréfa-ófögnuður 26. september. Keðjubréfa-ófögnuður er á ferðinni um bæinn og víðar um landið. Bréf þessi eru útlend að upp- runa, rituð á ensku, og innihalda hótun um persónulega ógæfu ef viðtakandi sendir þau ekki áfram til margra manna. Það er furðulegt hvað márgir gegnir borgarar láta hafa sig í það að skaprauna vinum sínum með því að beygja sig fyrir hótuninni. Þessar keðjubréfa-sendingar eru andstyggð. Ef allir láta þau beint í ruslakörfuna deyr ófögnuðurinn út. Hvernig skyldi standa á því. . . 17. október. Hvernig skyldi standa á þvi að minna er í fréttum á sunnudögum en á öðrum dögum, ef dæmt er eftir fréttaþjónustu útvarpsins? Einkum þó hér innan- lands. Það skyldi þó aldrei vera ástæðan að fréttamenn- irnir séu værukærari á sunnudögum en aðra daga? Ávextir fyrir bátagjaldeyri 7. nóvember. í gær mun flugvél hafa flutt hingað um tvær smálestir af ávöxtum frá Reykjavík til verslana í bænum. Er hér um að ræða ýmsa ávexti sem keyptir eru fyrir bátagjaldeyri og því dýrir. Flugfrakt mun dýrasta frakt sem til er, sem vonlegt er, og sýnist lítil ástæða til að hækka enn verð þessarar vöru sem kalla má æskilega en ekki nauðsynlega, með slíkum flutningum. Verð þessara ávaxta var í gær mun hærra hér en í Reykjavík. Von mun á ávaxtasendingum hingað innan skamms með bifreiðum. Óþokkaverk 21. nóvember. Nýlega bar svo við í húsi einu er stendur neðarlega við Oddeyrargötu hér í bæ að hnefastórum steini var skyndilega varpað inn um glugga á svefnher- bergi húsráðenda. Hjónin voru gengin til náða en bam þeirra, fárra vikna gamallt, svaf þar í vöggu skammt frá rúmi foreldra sinna. Svo heppilega vildi til að hvorki barn- ið né foreldrana sakaði. - En því er þessa fúlmennsku- verks getið hér m.a. að gjarnan mætti óþokkinn sem var þarna að verki hugleiða það að ekki er það honum að þakka að ekki hlaust stórslys af þessu tiltækihans, heldur er það guðsmildi að ekki fór verr í þetta sinn. Útvarp Keflavík 21. nóvember. Síðastliðinn fimmtudag tók til starfa á Keflavíkurflugvelli lítil útvarpsstöð á vegum vamarliðs- ins. Hófst útvarpið kl. 6 með þvi að R.J. McGaw hershöfð- ingi ávarpaði sína menn en síðan var útvarpað fréttum, hljómlist og þar fram eftir götunum. Útvarpað verður framvegis - nema sunnudag -kl. 6-12. Er útvarpað á 1484 kc, eða 20 m. Fjórir slasast 21. nóvember. Svo slysalega vildi til þegar bfll frá Norðurleiðum hf. var á leið hingað til bæjarins sl. föstu dagskvöld með kirkjukór Siglufjarðar og fáeina aðra far- þega á vegum kórsins, alls rúmlega 30 manns, að bifreið- inni hvolfdi í árekstri við aðra bifreið með þeim afleiðing- um, að fjórir Siglfirðingar slösuðust, en margir hinna hlutu meiri eða minni skrámur eða aðra áverka. Kórfólkið frá Siglufirði lét þetta óhapp þó ekki hindra þátttöku sína í kóramótinu á sunnudaginn, en söng þar með mikilli prýði og við óskipta samúð áheyrenda. Sankti Pétur vísaði veginn 29. nóvember. Tvíþekjan TF-KAM með Viktor Aðal- steinsson og Stefán Sigurðsson innanborðs lenti í hrakn- ingum á leiðinni norður í síðustu viku. Nauðlentu þeir í skafli skammt fyrir norðan Urðarvötn, létu fyrirberast um nóttina eftir stranga göngu og héldu svo áfram morgun- inn eftir. Þeir hittu svo leitarflokk við vörðu þá sem kölluð er Sankti Pétur og er í Hafursárdal, sæmilega hressir. Verslunarmennirnir í Hlíða-Sport, Einar Gunnarsson t.v. og Þorsteinn Ingólfsson. Mynd: - gk. „Þessa þjónustu vantaði hingað“ „ Við Ginar vorum sammála um að það væri grundvöllur fyrir verslun sem þessari til viðbótar þeim sem fyrir eru og þess vegna helltum við okkur út í þetta,“ sagði Þorsteinn Ingólfs- son, en hann er annar eigandi verslunarinnar Híða-Sport í nýju verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í Glerárhverfi. Þorsteinn hafði sáralítið komið nálægt verslunarstörfum áður en þeir opnuðu Hlíða-Sport. „Ég vann hjá byggingavörudeild KEA sem unglingur, en fór síðan til sjós og kom ekki í land fyrr en rétt áður en við opnuðum verslunina. Ég hef stundað sjó frá Akureyri, Siglufirði, Þórshöfn og Vest- mannaeyjum og hefði sennilega haldið áfram á sjónum ef við hefð- um ekki farið út í það að opna þessa verslun.“ Félagi Þorsteins, Einar Gunn- arsson, er ekki alveg óvanur verslunarstörfum. Hann starfaði í 11-12 ár í versluninni Sport og hljóð og síðan í eitt ár hjá Cesar. Ekki var aðdragandinn að opnun verslunarinar Hlíða-Sport langur, þeir ákváðu um miðjan nóvember að hella sér út í þetta og opnuðu síðan 2. desember. „Við fórum tvívegis til Reykja- víkur til þess að kaupa inn og ná okkur í sambönd við ýmis fyrir- tæki sem flytja inn íþróttavörur,“ sagði Þorsteinn. „Við erum hér með allar almennar íþróttavörur og t.d. allt til skíðaiðkana. Jú, ég kann betur við þetta heldur en sjóinn enn sem komið er að minnsta kosti, á meðan vel gengur. Þótt ekki sé komin löng reynsla á rekstur þessarar versl- unar þá sjáum við ekki annað en að dæmið gangi upp. Við erum hér í stóru hverfi og fjölmennu og það vantaði alveg þjónustu af þessu tagi hingað,“ sagði Þor- steinn. Utsala á dömufatnaði hefst á mánudaginn. % Mikill afsláttur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.