Dagur - 01.02.1983, Síða 1

Dagur - 01.02.1983, Síða 1
HÁLSFESTAR 8 og14 KARÖT GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. febrúar 1983 13. tölublað Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra: Þriðjungur fulltrúanna fór af þingi vegna úrslitanna — Ingólfur Guðnason neitaði að taka sæti á listanum með Páli Péturssyni Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandi vestra var haldið í Miðgarði á sunnudag, 30. janúar. Á þinginu var skoð- anakönnun um uppröðun á framboðslistann í komandi al- þingiskosningum. Rétt til þingsetu áttu 206 þingfulltrúar en 204 mættu til þingsins. Eftir að Guttormur Oskarsson, formaður kjördæmissam- bandsins, hafði lesið upp fram- boð og tillögur meirihluta kjör- dæmisstjórnar um kosningar urðu miklar umræður um hana og fyrirvara þá sem tveir fram- bjóðendur höfðu haft á fram- boði sínu varðandi fyrirkomu- Iag kosninganna. Lögð var fram tillaga um að kjósa eitt sæti í einu en tillaga kjördæm- isstjórnar var um að merkt skyldi í sæti. TiIIaga kjördæm- isstjórnar var samþykkt með 127 atkvæðum en hin tillagan hlaut 63 atkvæði. Var nú gengið til kosninga og urðu úrslit þannig að Páll Péturs- son hlaut 105 atkvæði í 1. sæti, en alls 176 atkvæði. Stefán Guð- mundsson hlaut 192 atkvæði í 1. og 2. sæti, alls 103 atkvæði. Tíu at- kvæðum munaði á Páli og Stefáni í 1. sæti. í 3. sæti varð Ingólfur Guðnason með 106 atkvæði í 1,- 3. sæti og Sverrir Sveinsson í 4. sæti með 167 atkvæði í 1.-4. sæti. Aðeins munaði einu atkvæði á Ingólfi Guðnasyni og Sverri Sveinssyni í 3. sæti en Sverrir var með 105 atkvæði í það sæti. Að loknum úrslitum gekk Ing- ólfur Guðnason í ræðustól og kvaðst ekki taka sæti á listanum óbreyttum, eins og hann hefði til- kynnt áður, þakkaði fyrir samver- una og gekk af þingi. Grímur Gíslason, frá Blönduósi, tók til máls og sagðist mundu yfirgefa þingið. Hann sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn- arflokkinn. Gekk hann síðan út af þingi, svo og Magnús Ólafsson, frá Sveinsstöðum, og nær allir austur-húnvetnskir fulltrúar með honum, einnig nokkur hluti full- trúa Vestur-Húnvetninga, eða samtals um 70 manns. Var nú skipuð uppstillinga- nefnd sem kom með tillögu um að færa Sverri Sveinsson upp í 3. sæti á listanum og fá síðan áframhald- andi umboð ásamt kjördæmis- stjórn til að ganga frá listanum. Var það samþykkt, en þingið varla orðið starfshæft eftir að þessi stóri hópur fulltrúa hafði gengið út. Voru menn sem flemtri slegnir yfir ■ þeim atburðum sem gerst höfðu og skiptist þingið upp í smá hópa sem skröfuðu úti í horni og virtust menn ekki á eitt sáttir. Þingi var slitið klukkan 22.30 um kvöldið. ÓJ. Umtalsverð vanstilling áhita- veitu- kerfunum „Það má gera ráð fyrir að það taki fjórar vikur að yfirfara og endurstilla öll hitaveitukerfin í bænum. Nemendur og kennar- ar frá Vélskóla íslands annast þetta og þeim hefur nær undan- tekningalaust verið tekið mjög vel. Hins vegar hafa einstaka menn hringt í okkur og kvartað yfir því að utanbæjarmenn væru fengnir í þetta verk. Okk- ar mat var það að eðlilegt væri að snúa sér til Vélskólans, þar sem nemendur skólans hafa áður tekist á við hliðstæð verk- efni, sem var stilling olíukyndi- tækja, með mjög góðum ár- angri,“ sagði Hákon Hákonar- son, formaður stjórnar Hita- veitu Akureyrar, í viðtali við Dag. Hákon sagði að orðið hefði vart umtalsverðrar vanstillingar á búnaði. Töluvert væri um það að menn fengju meira en þeir borg- uðu fyrir en einnig nokkuð um að menn fengju of lítið vatn. Miklu meira var um yfirstillingu. Hákon sagði þessa yfirreið einnig nauð- synlegan undirbúning undir fulln- aðarvinnslu á spjaldskrá hita- veitunnar. Sem dæmi um það hversu hér er um nauðsynlegar aðgerðir að ræða má geta þess að samkvæmt heimildum Dags hefur m.a. kom- ið í ljós að menn hafi fengið yfir einum lítra meira en þeir greiddu fyrir og dæmi er um mann sem keypti einn og hálfan lítra en fékk ekki nema 0.9 lítra. Þá kom einn- ig í ljós að einn notandi hitaveit- unnar var ekki á skrá og hafði því ekkert greitt fyrir vatnið, líklega í ein fjögur ár. „Það er nú lítið hægt að segja um það meðan húsið er tómt, hvernig hljómburður mun reynast í því og e.t.v. þarf að gera einhverjar ráðstafanir, en ég óska ykkur til hamingju með húsið. Þetta er stórglæsileg íþróttaaðstaða“, sagði Sigurð- ur Björnsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í viðtali við Dag, er hann kom fyrir helgi til að kanna að- stæður til hljómleikahalds í nýju íþróttahöllinni. Þann 12. mars n.k. mun Sinfón- íuhljómsveitin koma norður og flytja óperuna Tosca eftir Puccini í konsertformi, en hún verður flutt í Reykjavík 2. og 5. mars. Þetta er mikið verk og meðal ein- söngvara verða Kristján Jóhanns- son, Sigelinde Kahman og Robert Becker. Stjórnandi verður Jean- Pierre Jacquillat. Söngsveitin Fíl- harmonía mun annast kórhlut- verkið. Sigurður sagði að leigð yrði þota sem myndi bíða listamann- anna, sem eru samtals um 160. Áætlaður kostnaður við að koma norður er um 300 þúsund krónur. Sigurður sagði ennfremur að Ní- unda sinfónía Beethovens yrði flutt í Reykjavík í byrjun júní. Hann sagði að mikili áhugi væri á því að flytja hana einnig á Akur- eyri og hugmyndin er ennfremur sú að fá kóra á Akureyri til að taka þátt í flutningi verksins á báðum stöðum. Þetta væri þó óráðið ennþá. Grýlurnar stóðu í ströngu Hin vinsæla hljómsveit Grýl- urnar úr Reykjavík var á ferð- inni á Norðurlandi um helg- ina. Komu þær Grýlur fljúgandi með vél frá Sverri Þóroddssyni á laugardagskvöld til Akureyrar, en þær áttu að skemmta í Sólgarði í Saurbæj- arhreppi það sama kvöld. Þegar bifreiðin sem ók þeim kom á móts við Kristnes ók hún á þrjú hross og drapst eitt þeirra við áreksturinn. Grýlurnar létu ekki hugfallast við þetta óhapp heldur skemmtu á dansleiknum um kvöldið. Þar voru um 300 unglingar saman- komnir, flestir frá Akureyri á aldrinum 16-20 ára. Grýlunum tókst að ná þar upp mikilli stemmningu, svo „góðri“ að eftir að dansleiknum lauk neituðu margir að fara heim. Kom til óláta við samkomuhúsið og voru nokkrar rúður brotnar og eins mun eitthvað lítilsháttar af hús- gögnum hafa orðið undan að láta. Þjófaflokkur afhjúpaöur Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur komið upp um hóp unglinga sem hefur stundað það að undanförnu að heim- sækja vinnustaði og stela pen- ingaveskjum frá fólki sem þar starfar. Hér var um að ræða 7 pilta á aldrinum 11-15 ára, og höfðu þeir „heimsótt" 8-9 vinnustaði í þess- um tilgangi. Einn piltanna var stórtækastur, en yfirleitt voru þeir 2-4 saman við þessa iðju sína. Þeir munu hafa haft hátt í 30 þús- und krónur upp úr krafsinu og er talið ólíklegt að stór hluti af þeim peningum skili sér til réttra eig- enda aftur. Sigurður Bjömsson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar skoðaði aðstæður í nýju íþróttahöliinni fyrir helgi. Mynd: H.Sv. Tosca og 9. sinfónían í nýju íþróttahöllinni?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.