Dagur - 01.02.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 01.02.1983, Blaðsíða 12
msm 8 Pakkningaefni ,ín| 96-2270«, W! I Akureyri, þriðjudagur 1. febrúar 1983 korkur og skinn | -Rannsóknarlögregla ríkisins með yfirheyrslur á Akureyri Komist hefur upp um fjármála- misferli sem talið er að teygi anga sína til Akureyrar. Vegna þessa máls komu menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins með leiguflugi til Akureyrar um helgina og yfirheyrðu hér mann sem talinn er tengjast málinu. Ég get ekki greint efnislega frá málinu á þessu stigi, að öðru leyti en því að hér er um alvarlegt fjár- málamisferli að ræða og að því tengjast nokkrir menn, sagði Hallvarður Einarsson, Rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins í samtali við Dag. Fjár- mála- misferli Langt gengin í tólf. Mynd: H.Sv. Menning blómstrar í Aðaldal Hallvarður sagði að nýlega hefði komist upp um þetta fjár- málamisferli og hefði verið unnið að gagnasöfnun og rannsókn málsins síðustu daga. Hefði Ak- ureyrarferðin verið liður í þeirri gagnasöfnun. Var búist við því að rannsóknarlögreglumennirnir sneru aftur til Reykavíkur í dag. Nýja bíó er hætt Sagt var frá því í Degi fyrir nokkru síðan að til stæði að hætta starfsemi Nýja bíós á Ak- ureyri. Nú er þetta orðið staðreynd, því í gærkvöldi voru síðustu sýn- ingar í bíóinu og það er nú hætt starfsemi sinni. Ekki tókst í gær að ná í Odd Thorarensen einn af eigendum bíósins til að fá fréttir af því hvaða starfsemi yrði í hús- næði bíósins þegar það er hætt. Indriði Ketilsson á Ytra-Fjalli í Aðaidal sagði í samtali við blaðið að menn hefðu verið heppnir þar með veður í vetur. Snjólétt væri nú í dalnum þó að tíðarfarið hefði að undanförnu verið risjótt. Aðaldælir héldu sitt þorrablót á laugardagskvöld í hinu glæsilega félagsheimili sínu að ídölum. 370 sóttu blótið, en nokkuð á fimmta hundrað hafi boðað komu sína, en sökum leiðinlegs veðurs seinni part dags, höfðu allmargir þeirra sem um lengri veg þurftu að fara ekki komist. Þá héldu nemendur Hafralækjarskóla þorrablót í síð- ustu viku þar sem foreldrum barna var boðið. Menningarlíf í Aðaldal er með , miklum ágætum. Verið er að æfa leikritið Saklausi Svallarinn um þessar mundir, en allnokkur ár eru nú liðin síðan leikrit hefur verið fært þar upp. Pað er Einar Þorbergsson frá Húsavík sem leikstýrir, en með helstu hlutverk fara Hanna Guðnadóttir, Heiðar- garði, Halldór Skarphéðinsson, Garði og Vilhjálmur Jónasson, Sílaíæk. Frumsýning er ráðgerð 3. febrúar. Karlakórinn Hreimur gaf út hljómplötu á síðasta ári sem þótti takast mjög vel, enda mun hún nánast uppseld. Enskunámskeið var haldið í Hafralækjarskóla í vetur. Atli Vigfússon, kennari við skólann leiðbeindi fólki. Þetta var tíu kvölda námskeið sem var vel sótt. Eini kratinn r i Sauðaneshreppi: „Pólitískur munaðarleysingi“ Þá er þorri genginn í garð og tími árshátíða og þorrablóta runn- inn upp. Dagur hafði samband við fréttaritara blaðsins í N- Þingeyjasýslu í gær og voru þeir Jón Jóhannsson á Þórs- höfn og Óli Halldórsson á Gunnarsstöðum, hressir mjög enda nýkomnir af fjölmennu þorrablóti. Blótið var haldið í félagsheimili Þórshafnar og sótti það um 370 manns. Jón kvað atvinnuástandið frek- ar gott sem stafaði fyrst og fremst af afla togarans Stakfells sem bú- inn er að landa um tvö hundruð tonnum það sem af er þessu ári og er að koma úr þriðju veiðiferð ársins nú eftir helgina. Taldi Jón að hlutur togarans í atvinnumál- um staðarins yrði seint ofmetinn nokkuð sem reikningsspekúlant- ar og aðrir tölfræðingar sem alltaf væru að reikna út tap gerðu sér ekki grein fyrir eða gætu skilið. Frá Þórshöfn eru gerðir út einn áttatíu tonna bátur og nokkrir smærri bátar, tíu til tuttugu tonna. Fáir eru byrjaðir veiðar af alvöru á þessu nýbyrjaða ári enda hefur gæftaleysið verið mikið frá áramótum og afli tregur þegar gefið hefur á sjó. Óli Halldórsson sagðist hafa skynjað það vel á þorrablótinu kvöldið áður hve forfeður okkar voru forsjálir á sínum tíma þegar þeir tóku upp á því að salta, súrsa og ýlda matinn og sagði að sannarlega myndum við tapa miklu af okkar þjóðarmenningu ef við glötuðum niður þeim geymsluaðferðum. Um pólitíkina vildi hann litlu spá á þessu stigi málsins. Kvaðst þó ekki búast við miklum breyt- ingum frá því sem nú er. Þó sagði hann að það hefði komið fram á þorrablótinu að það fyndist að- eins einn krati í Sauðaneshreppi og væri hann því pólftískur munaðarleysingi þó hann ætti e.t.v. skoðanabræður annars staðar. Hugur í mönnum vegna milli- landaflugsins Töluverðar vonir eru bundnar við beina áætlunarflugið milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar, sem ákveðið er að hefj- ist í sumar. Til dæmis hefur komið til tals að bjóða út gerð matarpakka í flugvélarnar hér á Akureyri og gæti orðið um að ræða 3 þúsund matarskammta í sumar. Þá skapast nokkur vinna við lestun og losun vél- anna og reiknað er með að til tollgæslustarfa þurfí sex manns. Áfengisverslun ríkisins á Akureyri gæti annast fríhafn- arverslunina með áfenga drykki, ef af því verður, en of snemmt er að fullyrða nokkuð á þessu stigi. Leitað hefur verið hófanna við fjármálaráðuneyt- ið og í fyrstu fékk málið ekki góðar undirtektir Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum sem Flugleiðir skíðaráð og ferðamálaaðilar héldu á Hótel KEA s.l. föstudag. Fram kom einnig að aðilar utan Norðurlands hefðu sýnt beinu flugi frá Akureyri til Kaupmanna- hafnar áhuga, t.d. Austfirðingar. Til tals hefur komið að gefa út sér- stök fyrstadagsumslög í tilefni þessara tímamóta í íslenskum flugmálum. Eins og gefur að skilja er mjög mikilvægt að þoturnar komi ekki tómar frá Kaupmannahöfn til Ak- ureyrar þegar þær koma til að sækja íslensku farþegana. Því verður lögð áhersla á að kynna þennnan möguleika í Danmörku og Suður-Svíðþjóð. Mikill áhugi er á málinu hjá starfsfólki sölu- skrifstofu Flugleiða í Kaupmannahöfn. Þá er Ferða- skrifstofa Akureyrar með í undir- búningi bækling á dönsku til kynningar á málinu og fulltrúar frá fyrirtækinu munu væntanlega geta boðið íslensku farþegunum upp á ódýra sumardvöl og jafnvel skipulagðar ferðir í Danmörku. Sem kunnugt er hafa hótel- og gistimál á Akureyri verið mörgum sem að þessum málum vinna nokkur þyrnir í augum. Hug- myndir eru uppi innan Ferða- málafélags Akureyrar að reyna að fá Skíðahótelið inn í þessa mynd um sex vikna skeið á mesta ferða- mannatímanum. Þá hefur heyrst að hugsanlegt sé að Hrafnagils- skóli verði rekinn sem einhvers konar hótel í sumar, en þar hafa húsmæðraorlofin verið og gæti orðið einhver tilflutningur á þeim. Ætlað er að um hundrað rúm sé að fá í heimahúsum hjá þeim sem veita „rúm- og morgun- verðarþjónustu“ (bed and break- fast service). Munar þar mikið um Skólastíg 5, sem talið er að geti hýst 35-40 gesti. Raunar sækjast sumar erlendar ferðaskrifstofur beinlínis eftir slikri þjónustu fyrir ferðamenn sína. • Að- Bandalagið Að ... Vilmundur Gylfason hélt kynnfngarfund á fimmtu- dagskvöld á ... að ... Hótel KEA. Talið er að ... hátt í 300 manns hafi sótt fund- inn ... að ... og varðhundar valdsins hafi veriið þar í meiri... að ... hluta. Flestir hafi nefnilega ... að ... kom- ið á fundinn til að ... að ... að... sjá hverjfr mættu. Menn hafa það nú f flimting- umaðbandalagiðhansVil... að ... mundar... að ... ætti helst að heita „Að-Bandalag- íð“. Það var... að.... nú það. • III meðferð á hænum Okkur hafa borist til eyrna tvær Ijótar sögur sem tengj- ast illri meðferð á dýrum. Fyrir skömmu kom vöruflutninga- bifreið frá Sauðárkrókí til Ak- ureyrar og meðal farmsíns voru þrfr kassar, troðfullir af hænum. Fylgdu þau fyrirmæli með að kössunum skyldi staflað fyrir utan vöruflutn- ingastöðina en Jónas bóndi Halldórsson, í Sveinbjarnar- gerði II, átti svo víst að ná í hænurnar. Hörkufrost var úti en hænunum var samt sem áður fundinn staður á gang- stéttinni. Leið nú og beið og áhyggjuf ullir starfsmenn vöruflutningastöðvarinnar fóru að óttast um heilbrigði hænanna. Loks tók einn þeirra af skarið og labbaði upp í bæ til að sjá hvort hann fyndi ekki Jónas í Svein- bjarnargerði. Það tókst, en Jónas mun hafa komið af fjöll- um hvað varðaði hænurnar. Hann hefði ekki átt von á neinni slíkri sendíngu en hins vegar mun ekki hafa verið óalgengt að honum væru sendar hænur á þennan hátt til slátrunar. Þess má svo að lokum geta að Jónas mun hafa brugðið skjótt við og náð strax f hænurnar en þá munu a.m.k. tvær þeirra hafa verið frosnar í hel. # Hænurnar á haugana önnur hænusaga er úr Önguls- staðahreppi, en þar mun sá sem ekur á milli bæja og fjar- lægir sorpið hafa fundið plastpoka með óvæntu inni- haldi. Var maðurinn að hreinsa ruslið við einn bæinn er hann tók eftir þvf að einn pokinn hreyfðist. Er betur var að gáð kom í Ijós að f pokan- um voru hænur sem grelni- lega átti að farga á þennan hátt. Varð maðurinn að von- um undrandf, þvf að bændur hafa hingað til haft önnur og „mannúðlegri" ráð til að farga skepnum sínum en að láta þær kafna á öskuhaugunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.