Dagur - 03.02.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 03.02.1983, Blaðsíða 1
HÁLSFESTAR 8 og14 KARÖT GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66.árgangur kureyrí, fímmtudagur 3. febrúar 1983 14. tölublað Bráðabirgða- lögin til afgreiðslu á mánudag - Samþykkt að mótmæla ekki hvalveiði- banni „Bráðabirgðalögin verða ekki tekin til afgreiðslu fyrr en á mánudag. Eg held að allir geri því skóna að þau nái í gegn um þingið og að stjórnarandstæð- ingar muni forða því með ein- hverjum hætti að þau verði felld. Svo mikið er í húfl að þeir þora ekki að taka þá ábyrgð að fella þau,“ sagði Stefán Val- geirsson, alþingismaður, í við- tali við Dag í gærkvöldi. Sem kunnugt er ventu sjálf- stæðismenn í stjórnarandstöðu kvæði sínu í kross þegar þeir, eftir 5 mánaða stanslausa gagnrýni á bráðabirgðalögin og hótanir um að fella þau, buðu ríkisstjórninni að sitja hjá við afgreiðslu þeirra ef samið yrði um þingrof og kosning- ar. Þessu hafnaði ríkisstjórnin, enda um óskyld mál að ræða. Afgreiðsla útflutningsgjaldsins kemur fyrir þingið í dag og búist er við að það verði afgreitt með aðstoð Vilmundar Gylfasonar. Stefán Valgeirsson sagði enn- fremur að margt benti nú til þess að A-flokkarnir og Sjálfstæðis- flokkurinn væru að reyna að ná samkomulagi sín á milli um kjör- dæma- og kosningamálin. „Það er auðvitað ljóst að þeir munu reyna að minnka áhrif Framsóknar- flokksins og þar með landsbyggð- arinnar," sagði Stefán. Mjög tvísýn afgreiðsla um hvalveiðibannið fór fram á þing- inu seint í gærkvöldi og var ákveð- ið með 29 atkvæðum á móti 28 að mótmæla ekki hvalveiðibanninu sem tekur gildi 1986. Undanfama daga hefur verið unnið við að rífa húsin þrjú sem standa við Geislagötu norðan við Ráðhúsið. Húsin hafa verið óíbúðarhæf um nokkurt skeið, en í framtíðinni er fyrirhugað að nýta svæðið undir viðbyggingu við Ráðhúsið. Mynd: ESE Tveir menn í gæsluvarðhaldi: „Rannsókn stendur yfir“ Tveir menn sitja nú í gæslu- varðhaldi í Reykjavík, vegna rannsóknar Rannsóknarlög- reglu ríkisins á ætluðum auðg- unar- og fjármunabrotum þeirra. Var annar þeirra úr- skurðaður í varðhald til 9. febrúar en hinn til 16. febrúar. í DV í gær voru birt nöfn þess- ara manna. Þar sem meginreglur í íslensku réttarfari gera ráð fyrir að maður sé saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð var Hall- varður Einarsson, rannsóknar- lögreglustjóri ríkisins spurður að þvf í gær hvort játning mannanna tveggja í þessu máli lægi fyrir. „Yfirheyrslur standa yfir núna“, svaraði Hallvarður. Hann var því næst spurður að því hvort rannsóknarlögreglan hefði gefið fjölmiðlum upp nöfn mannanna. „Það hefur ekki verið að mínu frumkvæði. Þegar fjölmiðlar leit- uðu til mín og spurðu hvort hér væri um tvo menn að ræða sem voru nafngreindir, staðfesti ég að svoværi". . Jöfnun húshitunar- kostnaðar strandar á samningum um hækkun til álversins „Markmið ríkisstjórnarinnar er að ná jöfnuði í húshitunar- kostnaði fyrir 1. maí nk. Niður- greiðslur á raforku til húshitun- ar hófust 1. október og þegar er búið að taka þrjú skref í þessa átt, en sýnt er að tryggja þarf sérstaka fjáröflun eigi mark- miðið að nást,“ . sagði Guð- mundur Bjarnason, alþingis- maður, en hann var einn af nefndarmönnum í nefnd sem iðnaðarráðuneytið skipaði til að fjalla um fjáröflun til að jafna húshitunarkostnað. Ljóst er að verði raforka til hús- hitunar ekki greidd niður á þessu ári má búast við að kostnaður við rafhitun verði jafnhár kostnaði við að kynda með óniðurgreiddri olíu. Markmiðið er að hitunar- kostnaður með raforku verði 60% af kyndingarkostnaði með óniðurgreiddri olíu og að því verði náð 1. maí eins og áður sagði. „Nefndin telur eðlilegt að raf- orkuverð til stóriðju verði hækk- að verulega og að stjórnvöld beiti öllum tiltækum ráðum í því skyni að tryggja framgang þeirrar kröfu hið allra fyrsta. Lagt er til að hluta þess fjármagns sem þannig yrði aflað verði varið til að tryggja lægra raforkuverð til húshitunar, en til að ná þessum markmiðum þarf 100 milljónir króna á ári mið- að við verðlag í janúar 1983, auk 6 milljóna til að greiða niður stofn- kostnað nokkurra dýrra hita- veitna. Það má geta þess að heiid- söluverð á raforku til almennings- veitna hefur að undanförnu verið fimm sinnum hærra en til álvers- ins í Straumsvík, eða 400% hærra. Eðlilegt hefur verið talið að munurinn væri 50%. Það getur hver maður séð að seinagangur í samningum við álverið um hækkun raforkuverðs veldur okkur stórkostlegu tjóni og því miður er samningsstaðan mun verri nú en fyrir tveimur árum, en þá hefði að líkindum verið hægt að ná viðunandi samn- ingum. Það má því segja að seina- gangur í samningum við álverið um hækkun raforkuverðs standi nú í veginum fyrir því að hægt sé að jafna húshitunarkostnað landsmanna. Meðan svona stend- ur leggur nefndin til að leitað verði bráðabirgðaleiða t.d. að nota orkujöfnunargjald," sagði Guðmundur Bjarnason að lokum. íþróttafélögin á Akureyri: Ferðakostnaður hátt í 3 milljónir „Ég tel að ferðakostnaður knattspyrnudeildar Þórs árið 1983 verði um hálf milljón króna, og það er örugglega ekki fjarri lagi að ætla að ferða- kostnaður félagsins alls verði alveg um ein milljón króna“ sagði Guðmundur Sigurbjörns- son formaður Knattspyrnu- deildar Þórs í samtali við Dag. Ferðakostnaður íþróttáfélaga úti á landsbyggðinni er stærsti út- gjaldaliður þeirra. Þó njóta félög- in þess að félagar þeirra ferðast á svokölluðum ÍSÍ afslætti með flugféiögunum og er sá afsláttur umtalsverður. En sem dæmi um ferðalög íþróttafélaganna má nefna að um næstu heigi verða um 80 íþróttamenn frá Akureyri og Dalvík við keppni í Reykjavík. Nær allur tími þeirra sem reka einstaka deildir íþróttafélaga fer í það að afla fjár til ferðalaganna og annars reksturskostnaðar, og menn gefast yfirleitt fljótlega upp. „Það er ekki hægt að standa í þessu betli“ er oftast viðkvæðið þegar þeir hætta. Ógjörningur er að segja til um það með nokkurri vissu hvað íþróttafélögin á Akureyri eyða í ferðakostnað á ári hverju. En sé gengið út frá upplýsingum Guð- mundar Sigurbjörnssonar sem réttum er ljóst að hér er ekki um neina smáupphæð að ræða. Guðmundur sagði að þessi upp- hæð væri fundin út á þann hátt að verðbólgureikna ferðakostnaðinn frá síðasta ári. Fullyrða má að ferðakostnaður KA sé nær sá sami og hjá Þór. Fé- lögin hafa sömu umsvif í hand- knattleik og knattspyrnu. Þór er með körfuknattleik en KA á móti með blak. En þessi íþróttafélög eru ekki þau einu í bænum. Skíðaráð Akureyrar er með gífur- lega mikla starfsemi og mikil ferðalög skíðafólksins um allt land til að taka þátt í mótum eru mjög dýr. Og ekki má gleyma kostnaður við að senda afreksfólk í íþróttum erlendis. Hér hefur ekkert vérið minnst á íþróttafélagið Eik, Sundfélagið Óðinn, júdómenn, karatemenn, Skautafélag Akureyrar, lyftinga- menn og fleiri sem nefna mætti. En sé ferðakostnaður akur- eyrskra íþróttamanna á árinu 1983 lagður saman, þá er ekki fjarri lagi að áætla að hann sé hátt í 3 milljónir króna. Og mestmegn- is er þessa fjár aflað með „betli“ eins og forráðamennirnir orða það, eða nánar tiltekið, auglýs- ingum í leikskrár, götuauglýsing- um, happdrættismiðasölu og þess háttar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.