Dagur - 03.02.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 03.02.1983, Blaðsíða 8
Pakkningaefni korkur og skinn sími 96-22700 Kaldbakur aflahæstur en Sval- bakur með best meðalverð Á síðasta ári varð heildarafli skuttogara Útgerðarfélags Ak- ureyringa 20.398 lestir, en varð tæplega 25 þúsund lestir árið 1981. Afli allra togaranna minnkaði nokkuð milli ára en Sólbaks mest, enda var honum lagt 9. ágúst í fyrra. Þá má gea þess að togararnir voru frá veiðum fyrri hluta janúar sl. árs vegna stöðvunar flotans. Aflahæsti togari Ú A varð Kald- bakur með 5.132 lestir. Harðbak- ur, Sléttbakur og Svalbakur voru með milli 4.400 og 4.600 tonn en Sólbakurrúml 1.700 tonn. Meðal- afli á hvert skip varð 4.080 tonn á móti 4.990 tonna meðalafla á skip árið 1981. Veiðidagar allra skip- anna voru samtals 1237 en árið á undan 1391. Flesta veiðidaga hafði Sléttbakur 281, veiðidagar Kaldbaks voru 253 en Sólbakur hafði 155 veiðidaga. Afli á hvern veiðidag varð mestur hjá Kald- baki eða 20.3 tonn, 16.9 tonn hjá Harðbaki, rétt rúmlega 16 tonn hjá Sléttbaki og Svalbaki og tæp 11.1 tonn hjá Sólbaki. Meðalafli allra togaranna á veiðidag var 16.5 tonn. Allir togararnir fóru í 24 eða 25 veiðiferðir nema Sól- bakur sem fór í 15. Brúttóverð- mæti afla togaranna varð samtals 95.1 milljón, hæst hjá Kaldbaki 23.7 milljónir, 22 milljónir hjá Svalbaki, 21.3 milljónir hjá Harð- baki, 20.2 milljónir hjá Sléttbaki og 7.9 milljónir hjá Sólbaki. Hæsta meðalverð á hvert kíló hafði Svalbakur með 4.95 krónur, þá Harðbakur 4.64 krónur, Kald- bakur og Sólbakur með 4 krónur 62 aura og Sléttbakur var með meðalverð á hvert kíló 4 krónur og 47 aura. Nú „loga ljós“ á öllum grýlukertum bæjarins og þvi er eins gott að vara sig. Þá sem fengju grýlukertin á meðfylgjandi mynd í höfuðið, ofan af þriðju hæð, þyrfti varla að binda um og því ættu eigendur húsa að sjá um að fjarlægja þennan ófögnuð. Mynd: ESE „Hækkun til Rafveitu Akureyrar aðeins 32% fií „Taxtarnir hjá Rafveitu Akur- eyrar hækkuðu mjög mismun- andi mikið og ef tekið er tillit til hversu mikil raforka er seld á hverjum taxta kemur í Ijós að meðaltalshækkunin var 115,2% á milli ára á gjaldskrá Rafveitu Akureyrar, en ekki 132%. Þetta er eina raunhæfa viðmiðunin, þ.e. að umreikna notkunina á síðasta ári til verð- lagsins í dag. Rúmlega 83% af þessari hækkun kemur til vegna hækkunar á heildsölu- verði, þannig að hækkun til Rafveitu Akureyrar nemur ekki nema 32%, sem er veru- lega minna en verðbólguhækk- unin,“ sagði Knútur Otter- stedt, framkvæmdastjóri Raf- veitu Akureyrar í viðtali við Dag. A þriðjudag í síðustu viku kom fram í blaðinu að mest hækkun á raforkuverði í smásölu á milli ára hefði orðið á Akureyri, eða 132%. Eins og ummæli Knúts sýna er sá útreikningur ekki ein- hlítur, þar sem þar var ekki tekið tillit til mismunandi notkunar heldur var hækkunin reiknuð jafnt á alla liði. Mest af þessari hækkun stafar af innkaupsverði, en það hækkaði um 119%. Sem dæmi um mismunandi hækkanir má nefna að raforka samkvæmt heimilistaxta hækkaði um 116%, iðnaðartaxti hækkaði um 100-128%, næturhitunartaxti hækkaði um 150% og daghitun- artaxti um 145%. Minnsta hækk- un varð á ljósataxta til fyrirtækja eða 54% og rúmlega 76%, eftir því hvort mið er tekið af gólf- flatarmáli eða ekki. Knútur sagði að 70% af nettó- tekjum Rafveitu Akureyrar færu til kaupa á raforku frá Lands- virkjun og þá væri rafveitan búin að greiða söluskatt og verðjöfn- unargjald. Hann sagði að 29% hækkun á gjaldskrá Lands- virkjunar núna þýddi að Rafveita Akureyrar þyrfti að hækka sitt verð um 18,8% bara til að mæta þessari hækkun á innkaupsverði. I Snjósleða- akstur bannaður „Því er ekki að leyna að undan- farin ár hafa mestu skemmdirn- ar á nýjum gróðri í bænum orð- ið af völdum snjósleðaaksturs og er það ástæðan fyrir því að við grípum til þess ráðs að setja upp þessi skilti,“ sagði Árni S. Jóhannsson, garðyrkjustjóri á Akureyri, í samtali við Dag. Þessa dagana er unnið að því að setja upp skilti á opnum svæðum í bænum og á stofnanalóðum þar sem snjósleðaakstur hefur verið stundaður með þeim afleiðingum að viðkvæmur gróður hefur skemmst. Er það eindregin von garðyrkjustjóra og hans manna að snjósleðamenn virði það bann sem þessi skilti fela í sér og stuðli þannig að því að gróðurinn á þess- um svæðum fái frið. Atvinnuástand á Akureyri: Hef heyrt að samdráttur sé yfirvofandi“ - segir Haukur Torfason, hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni 33 „Mér finnst hafa orðið svolítil aukning á því að fólk leiti til okkar vegna atvinnuleysisbóta og fólk, bæði á verksmiðjum Sambandsins og Niðursuðunni hjá K. Jónssyni, hefur verið að hringja til að spyrjast fyrir um bætur. Ég hef heyrt að þar sé einhver samdráttur yfírvof- andi. Þá eru nú um 15 konur úr verslunarstétt með skerta vinnu og fá atvinnuleysisbætur fyrir kannski 1-2 daga i viku en fólk úr þeirri stétt hefur ekki verið á skrá hér á undanförnum árum. Þá má geta þess að 17 múrarar hafa komið hér og fengið bætur, fyrir allt upp í þrjá daga í viku, en þeir hafa verið sjaldséðir gestir til þessa. Ástandið virðist í góðu lagi hjá trésmiðum og hafa aðeins 5-6 fengið einhverjar bætur,“ sagði Haukur Torfason, hjá Vinnu- miðlunarskrifstofu Akureyrar, í viðtali við Dag. Haukur sagði að nokkru meira væri um að fólk leitaði eftir aðstoð skrifstofunnar, bæði með að út- vega vinnu og vegna atvinnuleys- isbóta, heldur en t.d. í fyrra. Að sumu leyti væri þetta vegna breyttra reglna frá miðju ári 1981, sem ollu því að fleiri geta nú feng- ið bætur en áður. T.d. er nú ekki um neina skerðingu á bótum að ræða vegna tekna maka. Það væri hins vegar ljóst að skrifstofan gæti ekki vísað á nein störf hér í bænum og því yrði að vísa á t.d. vertíðarstörf út með firði og fyrir sunnan. Mestu bætur sem fólk getur fengið eru tæplega 380 krónur á dag. Tekið er mið af dagvinnu fólks allt að ári aftur í tímann. Til þess að ná þessari upphæð þarf fólk að hafa unnið 1700 dagvinnu- tíma, eða í 10 mánuði á undan- gengnu ári. Lágmarksdagvinnu- tímar til að bætur fáist eru hins vegar 425. Þegar fólk leitar eftir atvinnuleysisbótum fær það vott- orð sem atvinnuveitandi skrifar upp á, um að fólki hafi verið sagt upp vegna verkefnaskorts. Það sem af er þessu ári hafa 80 ný nöfn bæst á lista þeirra sem fengið hafa atvinnuleysisbætur, en fyrir mjög mismunandi langan tíma. I UÚ # Fordæmi ríkisvaldsins Það þarf að spara og herða sultarólarnar, segja framá- menn í þjóðfélaginu gjarnan og auðvitað eru þeir að beina orðum sfnum til hins almenna launamanns. En á sama tíma láta embættismenn Húsa- meístara rfkisins, Skipulags rfkisins og ÁTVR sig hafa það að smíða eitt stykki útidyra- hurð að húsi sfnu f Borgartúni í Reykjavfk fyrir litiar 640 þús- und krónur. Forstjóri ÁTVR gefur í skyn að ástæðan fyrir bruðlinu sé sú að það hafi svo mikið verið skrifað um það hvað gamla hurðin hafi verið léleg og er það jafngott yfir- klór og hvað annað. En þeir sem þarna koma til með að ganga um þurfa sennilega ekki að herða buxnabelti sín mikið til að komast þarna út og inn án erfiðleika. # Nýjirmenn með flautur Hætt er við þvf að knatt- spyrnumenn og knattspyrnu- áhugamenn eigi eftir að láta heyra í sér í sumar vegna frammistöðu dómaranna í 1. deild, ef svo fer sem horfir. Ákveðið hefur verið að setja 4 af 15 dómurum sem dæmdu f 1. deild sl. sumar „út í kuldann“ og auk þess hættu tveir vegna aldurs. í stað þessara manna sem allir, að einum undanskildum, höfðu mikla reynslu af að dæma í 1. deild koma 6 nýir menn sem aldrei hafa dæmt þar áður. Að sjálfsögðu er engin ástæða til að gagnrýna störf þeirra fyrir- fram en mörgum segir svo hugur að þessi mikla breyting á dómaraliðinu eigi eftir að bitna mjög á dómgæslunni. # Halli og Laddi Haft er fyrir satt að andstæð- ingar sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi-eystra séu í sjöunda himni með niðurstöður úr prófkjöri sjálf- stæðismanna í kjördæminu. Óttuðust margir að nýir menn sem gáfu kost á sér f prófkjör- inu og virðast röskir og hafa eitthvað fram að færa myndu ná efstu sætunum, en svo fór þó ekki. íhaldið er samt við sig, og þeir Lárus og Halldór eða Halli og Laddi eins og þeir eru gjarnan kallaðir syðra náðu þeim sætum með kosn- ingabandalagi er þeir mynd- uðu gegn öðrum frambjóð- endum. Getur Lárus Jónsson þá einbeitt sér að þvf að „hafa forustu í málefnum Norður- lands“ eins og sagði í auglýs- ingunni fyndnu sem stuðn- ingsmenn hans birtu í fjöl- miðlum fyrir prófkjörið. Og þá er bara að vona að Eyjólfur hressist og haldi vöku sinni á Alþingi á næstu árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.