Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR DAGS OG AFGREIÐSLU: 24222 ÁSKRIFT KR. 90 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 10 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Misvísandi skoðanakönnun Svokölluð samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt hafa nú tekið til starfa í Reykja- vík. Athyglisvert er að flestir framámenn þessara samtaka eru fyrrum forgöngumenn samtakanna sáluðu sem nefndu sig „Varið land“. Þau samtök gengust fyrir skoðana- könnun um afstöðu manna til herstöðvamáls- ins og vakti öll starfsemi samtakanna miklar deilur og dómsmál risu út af ýmsu því sem sagt var um samtökin. Nú ætla sömu menn að gangast fyrir skoðanakönnun um jöfnun kosn- ingaréttarins. Könnunin nær að sjálfsögðu að- eins til höfuðborgarsvæðisins, enda vart ástæða til að kanna hug íbúa landsbyggðar- innar í þessu máli. Þetta er sýnishorn af því sem koma skal. Allt framkvæmdavaldið er í Reykjavík, löggjafar- valdið er þar staðsett, æðsti dómstóll landsins, öll æðri menntun og meginið af allri opinberri þjónustu. Hvað varðar svo lands- byggðafólkið um það hvernig landinu er stjórnað? íbúar landsbyggðarinnar hafa það jú langt umfram íbúa höfuðborgarsvæðisins að eiga greiðari aðgang að náttúrudásemdum landsins, eins og ein af röksemdum skeleggs baráttumanns fyrir jöfnun kosningaréttar hljóðaði. En hver tekur mark á svona þvaðri? Einu náttúruundrin sem landsbyggðabúar umgangast meira en höfuðborgarbúar tengj- ast brauðstritinu - sjávarútvegi og landbúnaði - sem ásamt framleiðsluiðnaði leggja til efnin í bakstur þjóðarkökunnar. Stærstu bitar hennar eru hins vegar etnir á höfuðborgarsvæðinu. Einhver jöfnun kosningaréttarins er sjálfsögð, en á meðan eins mikið misrétti ríkir á öðrum sviðum þjóðlífsins og raun ber vitni væri algjör jöfnun kosningaréttarins vísasta leiðin til að auka enn á þennan órétt. Eða eins og konan sagði: Við þurfum enga þingmenn ef við fáum Alþingi. Uppbygging skíðaaðstöðu Nú er sá tími kominn þegar landsmenn flykkj- ast á skíði í skíðalöndin um allt land. Sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast á myndarlegan hátt um frábæra skíðaaðstöðu í Bláfjöllum. Stærð þeirra og sameining átaks- ins gerir þetta tiltölulega auðvelt, auk þess sem hin ýmsu íþróttafélög á svæðinu hafa tek- ið þátt í þessari miklu uppbyggingu. Af eðlilegum ástæðum er uppbygging af þessu tagi erfiðari þar sem fámennið er meira. Þó hefur t.d. Akureyringum tekist að byggja upp aðstöðu í Hlíðarfjalli. Aðstæður í Hlíðar- fjalli bjóða upp á eitthvert skemmtilegasta skíðasvæði - á landinu - aðeins örskot frá bænum. En betur má ef duga skal. Uppbygg- ing í Hlíðarfjalli hefur setið á hakanum um skeið. Ekki verður alls krafist af bæjarfélaginu, en skilningur á nauðsyn uppbyggingar þess- arar útivistaraðstöðu mætti að ósekju aukast. Þá vekur athygli að íþróttafélögin skuli ekki sinna þessu verkefni á sama hátt og gert er annars staðar. AKUREYRARROKK ART talið frá vinstrí: Jakob, Tómas, Sigurður, Hermann. Fyrir rúmu hálfu ári var stofnuð á Akureyri fyrsta og eina tölvu- hljómsveit (vélahljómsveit) Norðlendinga, og hlaut hún nafnið ART. Ætlun mín var að ná tali af þeim og spyrja þá nokkurra spurninga og lá því leiðin út í Bakkahlíð þar sem þeir stunda æfing- ar sínar á fullum krafti. Er ég kom inn sátu þeir allir í viðamiklum svörtum leðurstólum með einhverskonar kassa sem þeir kölluðu HREINSA. Ég spurði þá hvað „þetta“ væri og fékk það svar að „þetta“ væri trommarinn þeirra. Eg var engu nær, reyndi að beina málinu í annan farveg og spurði því hvað þeir hétu. Einn þeirra stóð upp og sagði: „Þessi heitir Sigurður Kristins- son og spilar á hljómgervil og er uppeldis- og umsjónarmaður „HREINSA“. Þessi heitirTómas Finnur Guðmundsson. Hann spil- ar líka á hljómgervil og er söngv- arinn. Þessi heitir Hermann Örn Ingólfsson og spilar, eins og hinir, á hljómgervil. Ég heiti svo Jakob Jóhannsson og spila á gítar og hljómgervil. Já, og svo syng ég bakraddir." - Hvernig tónlist spilið þið? „Við spilum að sjálfsögðu tölvupopp," segir Hermann hálf- glottandi. - Er eitthvað sérstakt á döfinni hjá ykkur á næstunni? „Já, á laugardagskvöldið verð- um við með uppákomu í Dyn- heimum og munum við kynna al- gerlega nýtt prógram sem væntan- lega birtist á plötu næsta sumar?“ fræddi Sigurður mig um og var eitthvað að fikta í „HREINSA“. Um þetta leyti kom einhver inn og benti Jakob mér á að hann héti Þórir Jóhannsson og væri hljóð- blandarinn í ART. Er ég spurði strákana hvort þeim fyndist eitthvað vanta fyrir tónlistarlíf Akureyringa sagði Sigurður um leið: „Það sem vant- .ar alveg tilfinnanlega í bæinn er hljóðupptaka (stúdíó) og hljóð- upptökumaður, svo hægt sé að festa nokkur lög á band án þess að þurfa að fara til Reykjavíkur. Annars væri allt í stakasta lagi.“ Að lokum báðu þeir mig að koma á framfæri þökkum til starfsmanna Tónabúðarinnar í Sunnuhlíð fyrir ómælda aðstoð, starfsmanna JMJ, Dina í æsku- lýðsráði og síðast en ekki síst „mömmu og pabba“ ART í Bakkahlíðinni. Án þeirra hefði ART aldrei lifað. Áður en ég kvaddi spurði ég þá hvort þeir hefðu skipt á barni. Eina svarið sem ég fékk var: „Já, því ættu strákar ekki að gera það eins og stelpur." Undanfarin 2-3, ár eÖa frá því er fyrsta breiðskífa Bara-flokksins var gefin út, hefur tónlistarlíf Akureyr- inga styrkst til muna. Á ár- unum fyrir þann tíma voru í Ásgarði 1 hitti ég félagana í hljómsveitinni V27 í nýju og glæsilegu æfingarhúsnæði þeirra. Ég innti þá félaga að nafni og svaraði þá hver fyrir sig. „Kolbeinn Gíslason, ég syng.“ Jón Haukur Brynjarsson, spila á bassa og sé um raddirnar.“ „G. Ómar Pétursson, spila á gítar.“ „Jóhann Ingvarsson, spila á hljómborð." „Þráinn Brjánsson, trommur." „í dag mun vera nákvæmlega eitt ár frá stofnun hljómsveitar- innar eins og hún er skipuð í dag,“ sagði G. Ómar, er ég spurði um starfsaldur þeirra. Hélt hann svo áfram og sagði: „Á þessum tíma hefur tónlist okkar þróast út í Að lokum renndi ég mér upp í Reynilund, þar sem strákarnir í DES æfa. Fyrst spurði ég þá að nafni og sagði einn þeirra mér að hann héti Jónas Þór Guðmundsson og spil- aði á bassa, trommarinn þeirra héti Gunnlaugur Stefánsson og gítarleikarinn Eiríkur Jóhanns- son. - Hvað hafið þið starfað Iengi saman? ■ „Við höfum æft saman frá því í maí síðastliðinn, eða í níu mánuði „Hefur þú skíptá bami?“ Sjúlfsagt munu margir vera hissa á þeirri spurningu minni „hefur þú skipt á barni*1. Hana spurði ég aðallega til að vekja athygli á því að í öllum þessum hóp hljómlistarmanna finnst enginn kvenmaður. Þótti mér það harla undarlegt í landi þar sem sagt er að ríki algert jafn- rétti. Ekki svo að skilja að mér finnist neitt meiri ástæða til að stelpur geri það, frekar en strákar, heldur hitt að það hef- ur alltaf verið talið eðlilegra!!!? í lokin óska ég þeim svo góðs gengis, öllum saman, og vona að framtíðin blasi sem lengst við akureyrskri tónlist. SK 4 - DAGUR - 4. febrúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.