Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 5
Yiðtölin og myndirnar hér á síðunni eru unnin af tveim nemendum Gagnfræðaskóla Akureyrar sem hér hafa verið í starfskynningu, þeim Sigurði Krist- inssyni og Snorra Bragasyni. akureyrskar hljónisveitir, sem fluttu frumsamið efni, afar fáséðar. Þó svo að þessi þróun hafí þokast í rétta átt má segja að hún sé ekki svipur hjá sjón saman- borið við það sem gerist í Reykjavík. Því má kannski um kenna aðstöðuleysi til æfínga og tónleikahalds. Æílun mín er sú að spjalla aðeins við hljómsveitar- meðlimi þeirra hljómsveita sem mest hafa látið að sér kveða nú síðasta ár. Þess skal getið að meðlimir Bara-flokksins sáu sér ekki fært að koma í viðal. rokk.“ „Ekki heavy,“ skaut Jón Haukur inn í. - Er hljómplata á döfínni. „Nei, engin hljómplata. Við höfum lítið sem ekkert hugsað um svoleiðis framkvæmdir," sagði Jón Haukur mér. „Hins vegar erum við sífellt haldandi tónleika víðsvegar um land og til að ítreka það verðum við í Bifröst Sauðár- króki á föstudagskvöldið 4. þessa mánaðar og jafnvel á ísafirði seinna í mánuðinum.“ Loks báðu þeir félagar mig að koma því á framfæri að það sem vantaði í tónlistarlíf Akureyringa væri þátttaka almennings, bæði til að mæta og hvetja. Þótti þeim undarlegt að jafnframt því að aldrei hefðu verið fleiri hljóm- sveitir og meiri gróska í tónlistar- lífi bæjarins, hefði almenningur sjaldan og aldrei sýnt minni áhuga á þátttöku. Áður en ég kvaddi spurði ég þá, eins og hina, hvort þeir hefðu skipt á barni. Urðu þeir undrandi og þögnin sem myndaðist varð mjög vandræðaleg um tíma. Færðist svo bros yfir mannskap- inn og svöruðu þeir nær einróma: „Jú, að sjálfsögðu.“ Þegar ég var á leiðinni út kallaði Þráinn til mín: „Það má segja að þetta sé tóm- stundagamanið mitt. Ég er þaul- vanur. samtals," sagði Jónas mér, en hann sá um svörin ailan tímann. Er ég spurði hvernig tónlist þeir spiluðu hugsaði hann sig um nokkra stund áður en hann sagð- ist ekki vilja skýra hana neitt sérstakt, en ég mætti kalla þetta nýbylgjurokk, ef ég vildi kalla hana eitthvað. - Er hljómplata í bígerð? „Nei, það stendur ekkert svo- leiðis til og hefur aldrei gert. í rauninni stendur alls ekkert til hjá okkur á næstunni, engir tónleik- ar, ekkert.“ Þegar ég spurði þá hvort þeim fyndist eitthvað vanta í tónlistarlíf Akureyringa, sagðist hann ekki vita það svona í fljótu bragði, það þyrfti að hugsa miklu nánar út í svoleiðis áður en eitthvað væri fullyrt. Loks spurði ég hvort þeir hefðu skipt á barni. Þessa spurningu voru þeir allir lengi að melta og sögðu síðan hver af öðrum: „Oj nei, og við ætlum ekkert að prófa neitt svoleiðis.“ Áfárásar- H ferii og af- leiðmgum þess Eins og hinir gleggri meðal les- enda munu hafa orðið varir við, fylgja aukinni þátttöku okkar mörlanda í heimsmenningunni ýmsar aukaverkanir sem ekki eru allar jafn hollar viðkvæmri þjóðarsál. Það er t.d. deginum ljósara að ofbeldis- og árásarat- ferli hverskonar fer sívaxandi og er illt til þess að vita að nú er svo langt gengið að íslendingar eru jafnvel farnir að slást ófullir í stað þess, sem þjóðlegra er, að drekka sig ofurölvi fyrst. Og á þessu nærast blöðin, stundum er jafnvel sagt að þau velti sér upp úr ósómanum. Þau elta uppi hvert það glóðarauga og sprungna vör sem á fellur og slá þessu upp á forsíðu, jafnvel með rauðu letri. Ekkert missætti má kyrrt liggja (ekki einu sinni Missættið Mikla í Miðgarði, sem þó fékk ekki rautt letur) og ekk- ert tækifæri látið ónotað til þess að harnpa hinum lægstu kennd- um sem með mannskepnunni hrærast. Er þá komið að sjálfum kjarna málsins: Hafa blöðin það vísindalega innsæi sem þarf til þess að fjalla um þessi mál? Sjá þau þetta í þjóðfélagslegu sam- hengi? Ég held bara ekki. Ná- kvæmlega ekkert í umfjöllun blaðanna ber þess vott að svo sé. Gallinn er nefnilega sá að þau hafa ekki kynnt sér það sem skiptir máli, nefnilega árásar- feríið sjálft. Vísindi nútímans eru nefnilega á einu máli um þetta: Það er árásarferlið sem skiptir máli,hvernig árásin hefst, rís og hnígur svo að lokum. Kúrvan verður að sjálf- sögðu ærið misjöfn eftir því hvaða þjóðfélagslegu kraftar eru hér að verki. En látum oss nú rannsaka þetta fyrirbæri nánar: Nýverið sló í brýnu milli eldri konu í innkaupaferð og þriggja pilta. Frásögn blaðsins af þess- um atburði var eitthvað á þessa leið: „Ráðist á konu í miðbæn- um:“ „Sl.fimmtudag varð kona um sextugt fyrir aðkasti þriggja pilta í miðbæ Akureyrar. Þetta átti sér stað um kl. 16.15 og var konan á gangi eftir Skipagötu þegar piltarnir komu aðvífandi, skelltu henni í götuna, spörkuðu í hana meðan hún lá og veittu henni nokkra áverka. Þá gerðu þeir tilraun til þess að taka veski konunnar, sem í var á þriðja hundruð krónur og eitt sjúkra- samlagsskírteini. Einnig stálu þeir af henni gleraugunum og stórskemmdu fágætan hatt sem hún bar á höfðinu. Piltarnir náðust af lögreglunni og eru nú í yfirheyrslu. Konan ber sýnilega áverka eftir árásina, en líður þó sæmilega eftir atvikum.“ Svona hlóðar það sumsé, frá- sögnin höfð eftir lögreglunni og eiginmanni konunnar sem varð áhorfandi af þessum átökum. En ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar með þessu, þótt fávísir blaðamenn hafi kannski haldið að svo væri. Blaðið gefur nefnilega ákaflega ófullkomna mynd af sjálfu árásarferlinu, ekki síst vegna þess að það kynnir sér málið ekki nema frá einni hlið, þ.e. hlið hins s.k. fórnarlambs. En nú vill það okk- ur til happs að HÁKI hefur ný- lega borist bréf frá samtökum sem m.a. hafa á stefnuskrá sinni að rétta hlut þeirra sem eiga um sárt að binda eftir að hafa fengið negatíva krítíkk í blöðunum eins og það heitir. Þetta bréf kemur nú í fyrsta sinni fyrir al- mennings sjónir og bið ég les- endur að hyggja vel að sjálfu árásarferlinu og bera saman við frétt blaðsins hér að framan. Má þá öllum vera ljóst hve Ijóslega henni er kippt úr öllu þjóðfé- lagslegu samhengi. „Vegna fréttar í blaði yðar í síðustu viku viljum við lýsa furðu okkar á því að svo virt fréttablað skuli leyfa sér jafn óvönduð vinnubrögð f við- kvæmu deilumáli sem þessu og hafa ekki samband við báða hagsmunaaðila áður en fréttin er birt. Við þekkjum þessa pilta sem þarna er rætt um og vitum að þeir eru svolítið glettnir, en meina allt í góðu. Við höfum rætt við þá og heyrt þeirra sögu sem er nú ansi frábrugðin því sem fram kemur í frétt ykkar. Þetta vildi þannig til að þeir voru á gangi í miðbænum þessir ungu menn, voru reyndar nýbúnir að fá útborgað og voru að hjálpast að við að taka út einn aumingja í sameiningu, svona rétt til þess að vökva lífsblómið. Sem þeir ganga framhjá kerlingunni þarna á gangstéttinni dettur ein- um þeirra í hug að stjaka við henni til þess að athuga hvort hún héldi jafnvæginu, það var nefnilega dálítið hált. Og það var ekki að sökum að spyrja: Kerlingin hafði greinilega farið algerlega vanbúin út í ófærðina og hlunkaðist náttúrulega í jörð- ina. Og ekki nóg með það; hún fór nú að ausa yfir strákagreyin þeim voðalegustu svívirðingum sem þeir höfðu nokkru sinni heyrt á sinni lífsfæddri æfi. Tóku þeir þessu samt með stillingu og ætluðu bara að ganga burtu, en þá datt einum þeirra í hug að taka af kerlingunni gleraugun, enda ekkert gleraugnaveður þarna eins og á stóð. Lét hann í leiðinni flakka nokkrar athuga- semdir um útlit konunnar, enda ekki vanþörf á að henni væri sagt til syndanna í því efni. Mann- eskjan versnaði nú bara við þetta og henti hatti sínum í pilt- inn svo stórsá á honum. í ofaná- lag hótaði hún að láta bónda sinn taka í lurginn á þeim en hann hafði staðið álengdar og fylgst með þessum atburði. I þessum svifum koma svo verðir laganna og taka strákana fasta eins og þarna væri um einhverja glæpamenn að ræða. Voru þeir síðan fluttir upp á lögreglustöð, einn þeirra særður eftir hattinn og ekki sleppt út fyrr en var orð- ið uppselt í Sjallann. Okkur finnst þessi framkoma lögregl- unnar og blaðsins til háborinnar skammar og viljum bera fram þrjár spurningar til þessarra að- ila í þessu sambandi: 1. Er hægt að taka menn fasta fyrir að rekast óvart á f ólk? 2. Má ekki segja að gamni sínu að sumir séu ófríðir? 3. Er forsvaranlegt að fólk gangi laust sem hótar ungum piltum með manni sínum? Svar óskast hið fyrsta, sent til: SÁROSULL (samtök áhuga- manna um rétta og sanna upp- lýsingu af lögreglu og líkams- meiðingum.)“ 4. febrúar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.