Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 7
- segja Þráinn Karlsson og Sunna Borg um „Bréfberahjónin [ Arles“ Svein Lund-Roland og Haukur Gunnarsson, leikstjóri fylgjast með æfingu. • « segir Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri . vor og gerði ég þá tillögu þar að lútandi til leikhúsráðs. Ég hal’ði heyrt mjög mikið látið af þessu lcikriti og lesið það og það var A I » 1*1 A ** XlM /nMHBal l. I . .... U I ^ ^ ^ ^ það til sýningar, sagði Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri í samtali við Dag, er hún var spurð um tildrög þess að ákveðið var að ráð- ast í að færa leikritið „Bréfberinn frá Arles4* upp hér á Akur- eyri. Að sögn Signýar var þetta leikrit Danans Ernst Bruun Olsen, fyrst sýnt í Árósum 1975, en síðan þá hefur það farið sigurför um Norðurlöndin og verið fært upp í fjölda borga og bæja í Danmörku, Finnlandi. Svíþjóð og Noregi. Höfundur- inn er ekki mjög þekktur hér- iendis. en þó hefur eitt verka hans. „Táningaástir" veriðsýnt i Pjóðleikhúsinu auk nokkurra Ieikrita í útvarpi. - Það var snemma rætt um það að fá Hauk Gunnarsson til að leikstýra þessu verki og við vorum mjög ánægð þegar það tókst að fá hann og ieikmynda- teiknarann Svein Lund-Roland frá Noregi til að vinna að þesstt verkefni með okkur, sagði Signý Pálsdóttir. „Bréfberínn fráAries“ Frumsýning hjáLA - Þetta er maður með óvenju stórt hjarta og mikið brjóstvit, sagði Þráinn Karlsson, Ieikari er hann var beðinn um að lýsa því hvernig maður bréfberinn frá Arles væri. Þráinn sagði að það hefði verið óvenjulega gaman að takast á við þetta hlutverk og bréfberinn væri maður að hans skapi. - Hann er mjög tilfinningarík- ur og það má eiginlega segja að tilfinningar hans spanni allt hljómborðið, eða allar mannlegar tilfinningar komi þarna við sögu. Bréfberinn og fjölskylda hans eru einstakt fólk og þau reynast van Gogh betri en enginn, sagði Þrá- inn Karlsson - Ekki er hún síðri, sagði Sunna Borg er hún var beðin að lýsa sínu hlutverki, en hún leikur konu bréfberans. - Hún tekur málaranum að vísu illa til að byrja með og er ekk- ert ánægð með að maður sinn skuli umgangast hann, en í lokin er henni farið að þykja vænt um hann. Að sögn þeirra Þráins og Sunnu hefur samstarfið við Hauk og Svein gengið mjög vel og það var samdóma álit þeirra að þeir væru mjög færir í sínu starfi og að þeir tækju á þessu fallega verki á sér- staklega næman hátt. - Það hefur verið sérstaklega afslappað að vinna með þeim og allt hefur gengið samkvæmt áætl- un. Andinn í hópnum hefur verið frábær og þegar svo er þá kvíði ég ekki útkomunni, segir Sunna. Þess má geta að við sögu í leikrit- inu kemur málverk sem van Gogh málaði í Arles og er það af mörg- um talið eitt hans allra frægasta verk. Fyrirmyndin er kona bréf- berans, en myndina málaði lista- maðurinn með franska sjómenn á íslandsmiðum í huga. - Van Gogh dáðist ákaflega að þessum mönnum og hann vildi með myndinni sem heitir „Vöggu- konan“ færa sjómönnunum mynd sem væri þeim eins konar móður- ímynd. Myndina gerði hann þannig að auðvelt væri að endur- prenta hana og síðan gætu sjó- mennirnir hengt hana upp í káet- unum og „móðirin“ vaggað þeim í svefn, sagði Sunna að lokum. Sunna Borg með eftirprentun af „Vöggukonunni“, en þetta verk van Gogh kemur við sögu í leikritinu. Myndir: ESE o.fl. í kvöld verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar leikritiö „Bréfberinn frá Arles“ eftir danska rithöfundinn Ernest Bruun Olsen. Leikstjóri er Haukur Gunnarsson, en aðal- leikendur eru Þráinn Karlsson, Viðar Eggertsson og Sunna Borg. „Bréfberinn frá Arles“ lýsir síðustu tveim æviárum hol- lenska málarans Vincent van Gogh og kynnum hans af Ro- ulin- fjölskyldunni í franska smáþorpinu Arles. Það var á þess- um árum sem van Gogh málaði flestar hinna heimsfrægu mynda sinna, en þess má geta að í lifandi lífl seldi hann að- eins eina einustu mynd. Birtan og litadýrðin í Arles varð honum uppspretta nýrra hugmynda en þessa litadýrð má glögglegal grcina í myndum van Gogh frá þessum tíma. Þetta er nokkurs konar ástaróður til lífsins - segja Haukur Gunnarsson, leikstjóri, og Svein Lund-Roland, leikmyndateiknari - Þetta er ákaflega sterkt verk sem hrífur fólk með sér og í stuttu máli sagt þá má segja að þetta sé eins konar ástaróður til lífsins. Það fjallar um það hvað það getur verið erfitt að vera til, en líka um það hvað lífið getur verið dásamlegt. Þetta er verk sem höfðar til allra mannlegra tilfinninga og það verða örugglega margir sem koma til með að þekkja sjálfa sig og aðra í persónum leiksins. Þráinn Karlsson, sem bréfberinn frá Arles og Viðar Eggertsson sem leikur listamanninn van Gogh, í hlutverkum sínum. Þetta sögðu þeir Haukur Gunn- arsson, leikstjóri, og Svein Lund- Roland, leikmyndateiknari, í við- tali við Dag er þeir voru beðnir um að lýsa leikritinu „Bréfberinn frá Arles“, sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Haukur Gunnarsson, sem nú er búsettur í Osló, hefur að undan- förnu starfað hjá Norska leikhús- inu í Osló, en auk þess hefur hann tekið að sér að leikstýra leikritum víðs vegar í Noregi og á Norður- löndunum. Svein Lund-Roland, sem er norskur að þjóðerni, hefur unnið mikið með Hauki á síðustu árum en hann hefur auk þess gert leikmyndir um leikrit víða um lönd. Meðal annars gerði hann leikmyndina við leikritið Kirsu- blóm á Norðurfjalli, sem Haukur setti upp og leikstýrði í Þjóðleik- húsinu haustið 1977 og í Norska leikhúsinu sl. haust. Raunsæ lýsing á síðustu árum van Gogh - Það var fyrst haft samband við mig vegna þessa verks sl. haust og eftir að hafa tekið mér smá um- hugsunarfrest þá ákvað ég að taka þetta verkefni að mér, segir Haukur í viðtali við Dag. Það var jafnframt ákveðið fljótlega að Svein Lund-Roland tæki að sér að gera leikmyndina en að hans sögn þá hefur hann nú breytt all mjög út af þeirri uppskrift sem höfund- urinn mælti með þegar „Bréfber- inn frá Arles“ var fyrst tekið til sýningar. - Höfundurinn lagði til ákveðna sviðsmynd sem fylgt hef- ur verið öll þessi ár, segir Svein. - Hugmyndin var sú að nota hring- svið sem á væri mjög dökkt leik- svið en síðan var brugðið upp skyggnum til að skapa mismun- andi stemmningu. Þessu hef ég horfið frá og í raun liggja margar ástæður þar að baki. Fyrir það fyrsta þá er þessi hugmynd ekki eins spennandi nú og fyrir tæpum tíu árum þegar einfaldar leik- myndir voru nær því óþekktar. í öðru lagi þá hefur Leikfélag Ak- ureyrar ekki hringsvið og sviðið er of lítið fyrir þessa hugmynd, en það sem kannski vegur þyngst á metunum er það að mig langar til að skapa raunsæjan ramma utan um verkið. Ég nota að vísu skyggnur að vissu marki en aðeins á þeim stöðum sem ég tel að sé bráðnauðsynlegt að grípa til þeirra. - Það er kannski rétt að geta þess, segir Haukur, - að þó að þetta leikrit sé mjög raunsæ lýsing á síðustu æviárum van Gogh, þá er það jafnframt létt og skemmtilegt og það kæmi mér ekki á óvart þó að fólk ætti bæði eftir að hlæja og gráta á sýningun- um. Þetta leikrit krefst þess ekki að fólk sé vel að sér í sögu van Gogh eða Suður-Frakklands, en það er rétt að taka það fram að leikritið tekur fyrir tvö síðustu æviár listamannsins. Þau ár sem ollu mestum straumhvörfum í lífi hans og hann málaði mest á. Það var á þessum árum sem van Gogh varð brjálaður og sú saga sem er e.t.v. frægust af honum á þessum árum, er þegar hann sker af sér eyrað og sendir það vændiskonu í jólagjöf. Aðsókn ræðst af gæðum Sem fyrr segir hefur Svein Lund- Roland áður komið hingað til lands til leikmyndagerðar og því þótti okkur forvitnilegt að heyra hvað honum finnst um íslensk leikhús og leikmyndagerð. - Fyrst þegar ég kom hingað vissi ég mjög lítið um það hvað beið mín en ég varð vægast sagt mjög undrandi þegar ég sá hvað hér var að gerast, bæði hjá atvinnuleikhúsum og áhugaleik- hópum. Gæðin voru ótrúleg. Þá vakti það einnig athygli mína hvað öll önnur list stendur hér í miklum blóma. Listin og menn- ingin á hér mun sterkari ítök í fólki en hjá almenningi á hinum Norðurlöndunum. Hér get ég komið í hvaða hús sem er og rök- rætt fram og aftur um leiklist og ég hef orðið var við að íslendingar eru sér mjög meðvitaðir um gæði þeirra verka sem verið er að sýna hverju sinni. Fólk sér ekki hvað sem er og aðsókn virðist ráðast af gæðum. Það er greinilegt á öllu að íslensku leikhúsi er ekki stýrt að ofan, segir Svein Lund-Roland. - Hvað með leiklistina hér á Akureyri? - Það er í raun ótrúlegt að það skuli vera atvinnuleikhús í ekki stærra bæjarfélagi, segir Haukur og bætir því við að þetta styðji í raun það sem Svein var að segja. - Já, þetta er einstakt að það skuli vera hægt að reka þetta leik- hús, segir Svein nú og Haukur getur þess til skýringar að í leik- húsi sem þessu þá þurfi fólk í raun alltaf að vera að hugsa um fjár- haginn og fjárhagserfiðleikana. - Því er ekki að neita að vinnu- skilyrði hér fyrir leikarana eru mjög erfið, hér er ekki einu sinni sturta, segir Haukur, en þeir fé- lagar eru sammála um að hæfni leikaranna sé mikil og þeir gætu komið fram hvar sem væri og hjá hvaða leikhúsi sem væri og staðið jafnfætis þeim leikurum sem þar væru fyrir. - Já, og tæknimennirnir eru mjög færir líka, segir Svein, og tekur það fram að honum hafi lík- að ákaflega vel að vinna með þessu fólki og hann sé þeirrar skoðunar að útkoman eigi eftir að koma leikhúsgestum á óvart. Fólk með óvenju stórt hjarta og ríkar tilfinningar 6 - DAGUR - 4. febrúar 1983 4. febrúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.