Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 9
STÆLT OG STOLIÐ Nú á dögum pylsu- skúra og hamborgara- staða er líklega allt mögulegt, en þess verður þó vafalaust langt að bíða að ein- hver hér á landi sæki um leyfi til að selja hressingu úr álíka apparati og maðurinn á meðfylgjandi mynd. Sá er tyrkneskur og blandar á staðnum, þ.e.a.s. hann ber vatnsvélina á bakinu en skenkir mönnum svo það sem við á að éta úr könnunni sem hann heldur á í vinstri hendi. Pá er ár aldraðra liðið í aldanna skaut og hvenær eða hvort það kemur til baka er erfitt að segja til um. Þeir í Bandaríkjum Norður- Amertku láta sér þó ekki segjast og nýlega var haldin hjúkrunar- vika þar „westra“ sem tileinkuð var eldri borgurum landsins. Kjörorð vikunnar var „Ástin er eilíf“ og var þetta slagorð m.a. sett á einar þúsund helíumblöðr- ur sem sleppt var upp í loftið. Má segja að þetta hafi verið nokkuð táknrænt og engu líkara en þarna væri verið að kasta þúsund elli- belgjum. t>að er sjaldgæft að kettir kunni að meta vatn, nema þá til drykkjar. Venjulega stt'fna kettim- ir upp ef þcim er haldið nálægt rennandi vatni og flestir kattaeigendur hafa vafalaust bara einu sinni reynt að setja heim- ilisköttinn t bað. Á þessu eru þó undantckningar, a.m.k. er ekki annað að sjá á myndinni hér að ofan. Myndin er tekin er Alli, eins árs, og kett- lingurinn Bossi voru í sínu daglega 15 mínútna baði, en það er skoðun Alla sem býr á Bretlandi að Bossi sé miklu betri leikfélagi j baðinu en gamlagula plastöndin. Nýtt-I Mýtt! Erum að taka upp nýjar vörur. Buxur, skyrtur og blussur á dömur ot tC' att herra. \|KV/ U\||, Kaupangi, Akureyri, nJÍ >ími 25692. Iscross Bílaklúbbur Akureyrar heldur íscross- keppni á tjörninni við Drottningarbraut sunnudaginn 6. febrúar kl. 14.00. Von er á mörgum fjörugum ökumönnum til keppninnarm.a. Jóni Ragnarssyni (bródur Ómars) á Volvo Turbo. Bílaklúbbur Akureyrar. Missið ekki af þessari sendingu, Vorum að fá nýja sendingu af göngufatnaðinum trá don cano & N Skipagötu 13, sími 22171. Maðurinn minn og faðir okkar, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON, Fornhaga, er lést 1. febrúarverðurjarðsunginn að Möðruvöllum I Hörgár- dal þriðjudaginn 8. febrúar kl. 2 e.h. Herdís Pálsdóttir og börn. 4. februar 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.