Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 04.02.1983, Blaðsíða 12
BAUTINN - SMIÐJAN ■ gömlum áríð 1951 Þjóðkunnir að sannsögli 5. des. Þjóðviljinn leggur mikla áherslu á það í síðustu viku að tveir meðlimir sendinefndar Kommúnistaflokks- ins til Rússlands sóu „ekki í Sósialistaflokknum og hafi aldrei nálægt starfsemi hans komið“ enda séu þeir „þjóð- kunnir að sannsögli og heiðarleik"! Þessa lýsingu gefur blaðið á þeim Bolla Thoroddsen og Jóni Magnússyni fréttastjóra ríkisútvarpsins. Mun mörgum koma hún spánskt fyrir sjónir a.m.k. þeim sem fylgst hafa með leyni- hernaði kommúnista í fréttum ríkisútvarpsins á undan- förnum árum. Það er athyglisvert að á meðan fréttastjór- inn var í Rússlandsförínni birti blað harðorðar greinar um misnotkun útvarpsins af hálfu fimmtuherdeildarinnar. Þetta mun mega telja næsta gamalkunnar hernaðarað- ferðir, að leiða athyglina frá eigin vigbúnaði með því að æpa um stríðsæsingar annarra. Sannleikurinn er að ríkis- útvarpið virðist vera orðið furðulegt kommúnistahreiður, ekki aðeins á fréttastofunni, heldur vaða kommúnistar uppi i daskránni og reka laumuáróður í ýmsum dagskrár- liðum. Útvarpsráð hefur vel vandað mannavalið til að ann- ast ýmsa fasta liði og er engu líkara en að hinn ópólitiski óflokksbundni, strangheiðarlegi og sannsögli fróttastjóri hafi þar einn um öll mál fjallað. Auglýsing 5. des. - í jólaölið sel ég nokkur kg. af malti og humlum þessa vikuna. A. Schiöth. Hættur að reykja 5. des. Þegar Elisabet krónprinsessa og Philip Edinborgarhertogi maður hennar voru á ferð í Bandaríkj- unum í s.l. mánuði reyndi amerísk sígarettuverksmiðja að fá hertogann til að segja álit sitt á sígarettutegund og lát- ið var skina í það að mjög há dollaraupphæð væri í boði fyrir hagstæð ummæli sem hafa mætti eftir honum. En Philip var vandanum vaxinn. Hann lét skila því til fram- leiðendanna að hann hefði lagt allar reykingar á hilluna þegar hann giftist Elísabetu. Mikið drukkið 5. des. í desembermánuði munu vera mest áfengiskaup hér á Akureyri. Frá sumum heimilum í bænum sem lítið hafa til fæðis og fata fer drjúgur skildingur í vínbúðarhol- una. Væri nú ekki hægt að minnka vínkaupin í þessum mánuði svo að fleiri krónur yrðu til jólagjafa handa börn- unum og ánægjuauka á heimilunum? Bættu tveimur núllum við 5. des. Það þóttu heldur betur tíðindi í íþróttaheiminum er fréttist um síðustu afrek Gunnars Huseby. Danir birtu nú mynd af Evrópumeistaranum þótt þeim hafi láðst sú rausn er hann vann titil sinn um árið. í Politiken gat að líta auk myndarinnar, digra tveggja dálka fyrirsögn svohljóð- andi: „Europamaster arresteret for vold tyveri“. í frá- sögninni var afrek Gunnars talið, auk þess að slá mann í rot, að ræna hann 46000 krónum (í stað 460) og þótti slíkt göturán met, jafnvel í Danmörku. Eins og að líkum lætur fylgdi það frásögn þessari að þar með væri íþróttaferli Huseby fyrir íslands hönd lokið. Dýrar fórnir 12. des. Þegar andbanningar tóku við ráðum í áfengis- málum þjóðarinnar og fengu afnumið bannið var farið að selja sterk vín í landinu 1. febrúar 1935. Frá þeim tíma til 1. janúar 1951 hefur verið selt áfengi í vínbúðinni á Akureyri fyrir 35,5 milljónir króna. Það eru dýrar fórnir til hjáguðs- ins Bakkusar. Þorramatur afgreiddur aila daga, allan daginn frá Bautanum. Best er að panta með smá fyrirvara. -{x Fullbókað í Smiðjuna í seinna tímann á laugardagskvöld. Munið að panta borð í Smiðju tímanlega um helgar. JMörg handtök v/ð að gefa út blað „Það má segja að forvitni hafi ráðið því að við völdum að kynnast blaðamennsku þessa viku,“ segja tveir ungir piltar úr Gagnfræðaskóia Akureyrar sem hafa dvalist í starfskynn- ingu á ritstjórn Dags undan- farna daga. Nemendur á 2. ári á verslunarsviði skólans hafa í vikunni sem er að líða verið að kynna sér ýmis störf í fyrirtækj- um víða um bæinn og þeir Sig- urður Kristinsson og Snorri Bragason völdu sem sagt blaða- mennskuna. „Við höfum engin kynni haft af blaðamennsku, það eina sem hægt væri að tengja henni er að við lærðum í fyrravetur örlítið í ís- lenskutímum um það hvernig byggja skal upp frétt og þess hátt- ar en það var svo lítið að varla tek- ur því að minnast á það.“ - Og hefur það komið ykkur á óvart hvernig lífið gengur fyrir sig hjá þeim sem vinna við útgáfu blaðs? „Já, það er óhætt að segja það. Það eru svo margir þættir sem tengjast því að koma út blaði og við erum vissir um að fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað það eru mörg handtök við þetta þegar það fær blaðið í hendur.“ - Áhugamál Sigurðar tengjast tónlist og hann er einn þeirra sem skipa tölvuhljómsveitina „ART“. Sigurði var falið það verkefni að skrifa grein um unglingahljóm- sveitir á Akureyri og er sú grein hans á bls. 4-5 í blaðinu í dag. Við spurðum hann hvort tölvutónlist- in ætti miklum vinsældum að fagna í dag. „Hún er almennt mjög vinsæl og sem dæmi um þær vinsældir má nefna að hljómsveitin „Duran- Duran“ hefur átt lag á „Top 10“- listanum í Bretlandi í a.m.k. 40 vikur.“ - Ert þú eitthvað lærður í tónlist? „Ég lærði tvö vinnukonugrip á gítar í barnaskóla, en 1979 fór ég í Tónlistarskóla Akureyrar og lærði þar á hljómborð.“ - Á meðan Sigurður lemur hljómborðið sitt á kvöldin er Snorri á karateæfingum en þá íþrótt hefur hann stundað af og til undanfarin ár. Hann er með grænt belti, sem þýðir að hann hefur náð ákveðnum árangri í íþróttinni og er víst vissara að reita hann ekki til reiði þótt hann fullyrði (réttilega víst) að karate- íþróttin sé eingöngu sjálfsvarnar- íþrótt eins og hann stundar hana og þeir séu gerðir brottrækir sam- stundis sem beita henni sem árás- aríþrótt. Snorri hefur unnið að því að skrifa grein um karate- íþróttina og mun leiða lesendur Dags í allan sannleika um leynd- ardóma hennar í næsta Helgar- Degi. „En karateíþróttin er ekki eina áhugamál okkar,“ segja þeir fé- lagar. „Við höfum báðir áhuga á að standa okkur vel í náminu. Að lokinni veru sinni á Degi munu þeir skrifa ritgerð um það sem fyrir augu og eyru bar og gefur hún þeim „punkta“ sem koma þeim til góða þegar einkunnar- bókin sér dagsins ljós í vor. Við þökkum þessum hressu piltum fyrir samveruna á Degi undan- farna daga og vonum að þeir eigi eftir að standa sig vel við námið og áhugamálin í framtíðinni. Snorrí Bragason t.v. og Sigurður Krístinsson. Mynd: ESE' Viðkynnum BOND heimilisprjónavélina • Hún er ódýr og einföld. • Hún prjónar úr öllum grófu gamtegundunum, einnig lopa. • Kennsla á staðnum. • Omissandi á hverju heimili.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.