Dagur


Dagur - 08.02.1983, Qupperneq 1

Dagur - 08.02.1983, Qupperneq 1
GULLSMIÐIR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66.árgangur Akureyri, þriðjudagur 8 . febrúar 1983 16. tölublað Óvíst um ser- framboð Vegna orðróms og fréttar i DV um að framsóknarmenn í Aust- ur-Húnavatnssýslu hyggi á sér- framboð í væntanlegum al- þingiskosningum, leitaði Dag- ur frétta hjá Hilmari Kristjáns- syni oddvita á Blönduósi og varaformanni nýstofnaðs fram- sóknarfélags þar, en Hilmar var einn þeirra húnvetninga sem gengu út af kjördæmis- þingi flokksins í Miðgarði. Hilmar sagði að ekki væri neinn fótur fyrir þessari frétt því menn væntu þess að eitthvað væri hægt að gera til að sætta þessi mál. Jafnframt sagði Hilmar að nokkur hópur væri harður í afstöðu sinni og myndi erfitt að ná sættum við hann. Óvíst væri hinsvegar að um sérframboð yrði eins og staða mála væri nú. Ó.J. Þess má geta að Valdimar Gunn- arsson formaður félags ungra framsóknarmanna í A-Húna- vatnssýslu sagði í samtali við DV í gær að sérframboð myndi koma fram og væri það óánægja með Pál Pétursson í efsta sæti lista Fram- sóknarflokksins sem væri ástæða þess. Óveðurá Húsavík Mikið illskuveður gerði á Húsavík aðfararnótt föstudags og kyngdi niður snjó. Svo mikill var djöfulgangurinn í veðrinu að gamlir innfæddir menn þurftu að hugsa sig lengi um til að finn hliðstæðu. Kannski eru allar samlíkingar afstæðar en eitt er þó víst, að veðrið var það slæmt að skóla- stjóri Gagnfræðaskólans sendi út tilkynningu í útvarp þar sem hann aflýsti öllu skólahaldi á föstudag, og er hann þekktur fyrir ýmislegt annað en að fella niður kennslu. Ekki er kunnugt um meirihátt- ar tjón. p.B. Samvinnuhreyfingin: Undirbýr aðgerðir vegna aðsteðjandi efnahagsvanda Sambands íslenskra samvinnu- félaga og kaupfélögin innan vébanda þess hafa ákveðið að gripa til aðhaldsaðgerða í rekstri sínum vegna þeirra efnahagserfiðleika sem nú steðja að þjóðarbúinu. Meðal annars verða hafnar víð- tækar aðgerðir til sparðnaðar og hagræðingar í samvinnurekstrin- um, tekin verður upp útlána- stefna sem beinist að því að minnka fjárbindingu í vörubirgð- um og dregið verður eins og frek- ast er unnt úr fjárfestingum. Þetta voru niðurstöður sam- starfsfundar með kaupfélagsstjór- um og stjórnarformönnum kaup- félaganna sem haldinn var í lok síðastra mánaðar. Par kom fram að íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir alvarlegum efna- hagsvanda og atvinnulífi þjóðar- innar er nú stefnt í mikla hættu vegna hins stórfellda samdráttar þjóðartekna, samfara vaxandi verðbólgu og hættulegri erlendri skuldasöfnun. Nánar er sagt frá þessu máli á bls. 6-7 í blaðinu í dag. 33 Umfangsmeira en álitið var í fyrstu „Það er ekkert nýtt að frétta af rannsókn fjársvikamálsins,“ sagði Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri rikis- ins, í samtali við Dag. „Það hefur verið unnið ósleiti- lega að rannsókn málsins síðustu daga og nú um helgina og rann- sókn málsins miðar vel áfram. Án þess að ég gefi þessu máli nokkra einkunn um umfang á þessu stigi get ég sagt að það er umfangsmeira en virtist í upphafi. Það hafa ekki blandast fleiri aðilar inn í málið en þeir tveir sem eru í gæsluvarð- haldi en það hefur orðið að taka skýrslur af mörgum aðilum og afla gagna víðsvegar frá.“ Týnda flug- vélin fundin — kom í vörpu Harðbaks Hluti flugvélarinnar TF-MÁR, sem hvarf lyrir VestQörðum fyrr í vetur með einn mann innan- borðs, er nú fundinn. Kom brak úr flugvélinni í vörpu Ak- ureyrartogarans Harðbaks sl. fimmtudag og hafa menn frá Loftferðaeftirlitinu staðfest að brakið er úr vélinni. - Við vorum að veiðum rétt austan við Víkurálinn og vorum að byrja að toga er vélin kom í vörpuna, sagði Sigurður Jóhanns- son, skipstjóri á Harðbak, í sam- tali við Dag. Sigurður sagði að varpan hefði rifnað og því hefði aðeins hluti af væng, björgunar- vesti og smærra brak náðst um borð. - Það er öruggt að þetta brak er úr flugvélinni sem hvarf 27. október sl., sagði Skúli Þór Sig- urðsson, deildarstjóri frá Loft- ferðaeftirlitinu, þegar Dagur ræddi við hann í morgun. Skúli sagði að það væri ysti hluti af hægri væng sem hefði fundist en brakið virtist hafa komið í vörp- una á mjög svipuðum stað og skipverjar á vélbátnum Þrym sáu vélina hverfa út í sortann þennan örlagaríka dag. Stór hluti farþeganna varð að sofa í flugvélinni „Það er skömm frá því að segja að við Akureyringar gátum ekki hýst þessa sextíu farþega sem voru með vélinni nema að hluta til“, sagði Sveinn Krist- insson umdæmisstjóri Flug- leiða er við spjölluðum við hann á föstudagsmorgun. Þá um nóttina hafði Boeing þota Flugleiða sem var í áætlunar- flugi frá London til Keflavíkur orðið að lenda á Akureyrar- flugvelli þar sem flugvellirnir í Keflavík og í Reykjavík voru lokaðir vegna veðurs. „Við komum ekki nema helm- ing farþeganna í rúm. Hinir urðu að sofa hér í flugstöðinni og að hluta til út í flugvél“, sagði Sveinn. „Það fór að vísu ekkert illa um fólkið, en þetta er auðvit- að ekki sá aðbúnaður sem við vildum að fólkið fengi. Það var verið að mála á Hótel Varðborg, en það breytir ekki því að hótelmálin hér í bænum eru orðin pirrandi vandamál. Hvað hefði gerst ef vélin hefði verið með 160 farþega í stað 60? Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda. Það er hrein ogbein skömm að því fyrir bæjarfélagið að geta ekki hýst nokkra menn þegar svona kemur uppá. En það getur enginn einstakl- ingur fjármagnað hótelbyggingu í dag, þó það fé sem yrði lagt í slíka byggingu myndi skila sér til baka. Það myndi skapa 150 manns atvinnu og slíkt hótel yrði stór neytandi á öllum sviðum". Af þeim 60 farþegum sem voru með þotu Flugleiða á Akureyrar- flugvelli aðfararnótt föstudagsins voru um helmingurinn útlending- ar. Þeir voru látnir sitja fyrir með að komast á hótelin í bænum. Hinir lögðu sig í flughöfninni og í flugvélinni eins og áður sagði. Vélin var kynnt alla nóttina og fólkinu varð því ekki kalt. Það fékk smurt brauð og kaffi í flug- höfninni. „Fólkið tók þessu mjög vel og margir litu á þetta sem ævintýri, en ekki við starfsmenn- irnir hér á vellinum. Hótelmálin eru í uggvænlegu ástandi, það hljóta allir að sjá,“ sagði Sveinn. Á föstudagsmorguninn var haf- ist handa um að ryðja snjó af vél- inni og afísa hana. Því verki var lokið rétt fyrir hádegi. Við af- ísingu flugvélarinnar nutu flug- vallarstarfsmennirnir aðstoðar körfubíla frá slökkviliðinu og Körfubílaleigu Sæmundar Páls- sonar. Flugbrautin hafði þá verið rudd og bremsuskilyrði á braut- inni voru mjög góð. „Ef svo hefði ekki verið hefði vélin ekki komist héðan strax um morguninn“, sagði Sveinn Kristinsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.