Dagur - 08.02.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 08.02.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR DAGS OG AFGREIÐSLU: 24222 ÁSKRIFT KR. 90 Á MÁNUÐI - UVUSASÖLUVERÐ 10 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aö ganga bæði upp og niður stigann Engu er líkara en heill og hamingja þjóðarinn- ar sé undir því komin að kosningalögum verði breytt hið snarasta og þjóðinni sett ný stjórn- arskrá hið fyrsta. Komin eru fram í sviðsljósið drög að stjórnarskránni sem í sárafáu eru frá- brugðin þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi í yfir hundrað ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum meiriháttar breytingum varðandi stjórnun landsins s.s. meiri aðskilnaði fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds, valddreif- ingu sem auki áhrif og sjálfsstjórn sveitarfé- laga og samtaka þeirra, ekkert er rætt um að auka jöfnuð í þjóðfélaginu, nema hvað látið er líta út sem jöfnun kosningaréttar sé það eina sem eftir standi til að fullkomið jafnrétti ríki í þjóðfélaginu. Að flestu leyti eru þessi drög að nýrri stjórnarskrá aðeins árétting þess sem viðgengist hefur hér á landi um áratuga skeið. Ef eitthvert vit á að vera í stjórnarskrár- breytingunni þarf miklu meiri umræðu um málið. Þetta á ekki síst við um fyrirhugaðar breytingar á kosninga- og kjördæmaskipan og fjölgun alþingismanna sem þorri almennings er mótfallinn. Engu er líkara en verið sé að breyta breytinganna vegna, eða flokkanna vegna, en ekki í þágu kjósenda. Ekki er fyrr búið að finna reglu sem einhverjir eru ánægðir með heldur en þeir hinir sömu finna henni flest til foráttu. Regla sem þótti góð í gær er orðin vond í dag. Þetta bendir tvímælalaust til þess að það eitt vaki fyrir mönnum að koma bara á einhverjum breytingum, burtséð frá því hvort þær geti orðið til frambúðar eða ekki. Það vill svo til, og ekki að ástæðulausu, að Framsóknarflokkurinn hefur mest fylgi á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf barist fyrir jafnvægi í byggð landsins og tekið upp hanskann fyrir landsbyggðina þeg- ar á hefur hallað. Nú vill svo undarlega til að þótt menn viðurkenni það í öðru orðinu að vægi atkvæða skuli vera meira á landsbyggð- inni, til að vega upp á móti ýmsu því óhagræði sem af því hlýst að búa þar, þá skal sá flokkur sem mest fylgi hefur úti á landi í engu njóta þessa. A-flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr áhrifum Framsóknarflokksins á lands- byggðinni, þannig að hann fái ekki áhrif í sam- ræmi við fylgi. Það er ekki von að vel gangi hjá þessum flokkum að möndla og höndla með þessi mál þegar þeir eru að reyna að ná markmiðum sem eru ósamrýmanleg - viðurkenna rétt lands- byggðarinnar í öðru orðinu en ekki í hinu. Það getur verið erfitt að ganga samtímis bæði upp og niður stigann. Angantýr H. Hjálmarsson: Mengun í mannlífinu Grein eftir mig með þessu nafni birtist í Degi 11. janúar sl. Þar gerði ég lítillega samanburð á þeirri mengun sem oftast er tal- að um og kemur fram í umhverfi manna sem ýmis konar úrgangur og er því utanaðkomandi og þeirri mengun sem býr í fólkinu sjálfu, smitar út frá sér og veldur mengun í mannlífinu. Þaö er fyrst og fremst hin sívaxandi eit- urlyfjanotkun sem veldur þess- ari síðarnefndu mengun. í sjálfu sér eru eiturlyfin alveg meinlaus ef enginn neytir þeirra. Það má líka segja um þá sem eru eitur- lyfjaneytendur að þeir gerðu ekki mikinn skaða í mannlífinu ef þeir sýktu ekki sjálfir út frá sér og kæmu öðrum til að neyta sömu eiturefnanna og þeir eru sjálfir ánetjaðir, en það gera þeir stöðugt og þar er komið að kjarna málsins. Þeir eru hinir raunveruiegu mengunarvaldar. í fyrri greininni benti ég líka á það að oftast ná engin lög yfir þessa mengunarvalda þótt þeir, í flestum tilfellum, séu upphafs- menn að miklu meira tjóni en þeir sem einhverra hluta vegna valda spjöllum í náttúrunni. Hina síðarnefndu má sækja að lögum, eins og sjálfsagt er, en þeir fyrrnefndu ættu þó að hljóta miklu þyngri refsingu fyrir sínar gerðir. Eiturlyfjanotkun er ótrúlega margvísleg og hún skiptist í marga þætti. I þetta skipti ætla ég einungis að gera einn þáttinn að umræðuefni. Það er alls ekki talinn sá hættulegasti, en hann er þó nokkuð lúmskur, lúmskari en margan grunar. Þessi þáttur er reykingar. Ég ætla fyrst að leita svara við spurningunni: Hvað kostar það að reykja? Reykingamaður, sem brennir sígarettum, reykir að meðaltali einn pakka á dag, en pakkinn kostar nú um 30 krónur. Eftir árið er þessi maður búinn að kaupa sígarettur fyrir 10.585 krónur - sem sagt hann er búinn að brenna - tíu þúsund fimm hundruð áttatíu og fimm krón- um af eigum sínum á einu ári. Eftir þessu virðist enginn taka, þetta er svo venjulegt og talið til sjálfsagðra útgjalda. Ef þessi sami maður hefði, í stað þess að reykja, safnað þessum pening- um saman, kveikt í þeim í lok ársins og látið þá brenna til ösku, hefði hann vakið mikla eftirtekt og umtal með athæfi sínu og sennilega mundi al- menningur ekki telja hann heil- an á geðsmunum. Sé málið rann- sakað nánar, kemur í ljós að maðurinn hefur þó valið þar betri leiðina og er mun betur settur með því að brenna pen- ingunum beint en kaupa sígar- ettur fyrir þá, reykja þær og brenna peningunum þannig óbeint. Víkjum aftur að kostnaðinum við að reykja. Einn pakki á dag kostar 10.585 kr. áári,eins ogað framan getur. Ef einhverjum dytti í hug að leggja þessa fjár- hæð í banka, í stað þess að brenna henni, og vísitölutryggja hana þar, myndi hann brátt eignast dálítinn sjóð í bankan- um. Vexti reikna ég ekki nema 2,5% sem reiknast ár hvert. Sama upphæð lögð inn árlega gerði þá. eftir lár kr. 10.585 - 2- kr. 21.435 - 3- kr. 32.555 - 4- kr. 43.954 - 5- kr. 55.638 - 6- kr. 67.614 - 7- kr. 79.889 - 8- kr. 92.471 _ 9- kr. 105.368 - 10- kr. 118.587 - 11- kr. 132.136 - 12- kr. 146.025 - 13- kr. 160.261 - 14- kr. 174.853 - 15- kr. 189.809 - 16- kr. 205.139 - 17- kr. 220.853 - 18- kr. 236.959 - 19- kr. 253.468 - 20- kr. 270.389 - 21- kr. 287.734 - 22- kr. 305.513 - 23- kr. 323.735 - 24- kr. 342.414 - 25- kr. 361.559 - 26- kr. 381.183 - 27- kr. 401.297 - 28- kr. 421.915 - 29- kr. 443.084 - 30- kr. 464.710 Þetta er skárri aðferð en sú að brenna peningunum og stórum betri en sú að eyða þeim fyrir sígarettur, vegna þess að heil- brigðinni hefur þá ekki verið raskað með reykingum , eins og oft vill verða hjá þeim sem reykja. Hvað vinna menn með tóbaksnotkun? Svör við þessari spurningu liggja ekki á lausu. Þó segja reykinga- menn að þeim líði dæmalaust vel meðan þeir eru að reykja. Ég held að það hljóti að vera rétt, en ég veit líka að þeim líður ekki vel ef það líður langt milli þess sem þeir fá sér reyk. Sú vanlíðan kemur aldrei yfir þann mann sem aldrei hefur reykt. Þess vegna vil ég draga í efa að reyk- ingamanni með pípu sína, vindil eða annað þvílíkt líði nokkuð betur en hinum sem aldrei hefur reykt. Sá síðarnefndi er aftur á móti laus við öll óþægindin sem reyklausu millibilin valda reyk- ingamanninum. Þetta eru helstu rökin sem reykingamenn koma fram með til réttlætingar á verknaði sínum. Þessi rök verða þó hlægilega léttvæg á móts við óþægindin sem af reyknum hljótast. Niðurstaðan af þessu hlýtur að verða sú að ávinningur við reykingar sé enginn. Hverju glata menn við tóbaksnotkun? í fyrsta lagi eyða menn talsverðu fé til tóbakskaupa, samanber það sem áður er fram komið. í öðru lagi fylgir alltaf nokkur sóðaskapur tóbaksnotkun og hann er ekki svo lítill í sumum tilfellum. í þriðja lagi hætta allir reyk- ingamenn heilsu sinni. Hinir allra sterkbyggðustu geta þó þolað miklar reykingar furðu lengi, en einhverjar afleiðingar af reykingum koma þó fram hjá öllum. í fjórða lagi hætta allmargir lífi sínu til að viðhalda þessu eld- gamla tískufyrirbrigði. Af þeim mörgu unglingum sem byrja reykingar hér á landi á þessu ári munu tvö til þrjú hundruð vera að brugga sjálfum sér banaráð, samanber fyrri grein mína. Allt að þrjú hundruð manns ifalla í valinn árlega vegna tó- ibaksnotkunar. Það er mikið mannfall en sagan er ekki öll sögð með því að nefna þessa tölu. Allar þjáningar sem þetta fólk hefur orðið að þola áður en að dauða var komið eru ótaldar og þær er ekki hægt að mæla. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar því ótalin eru þau óþæg- indi sem þetta fólk (og annað reykingafólk líka) hefur valdið samborgurum sínum sem ekki reykja. í framhaldi af þessu vaknar spurningin: Eiga reykingamenn að vera frjálsir að því að spilla heilsu sinni og annarra? Samkvæmt almennum mann- réttindum verða reykingamenn víst að hafa rétt á því að spilla sinni eigin heilsu, en þeir hafa engan rétt á því að spilla heilsu annarra manna og það ætti að vera refsingarvert. Það hefur nefnilega komið í ljós við seinni tíma rannsóknir að maður sem ekki reykir, en situr í sama her- bergi og reykt er, er í sömu hættu og reykingamennirnir. Gerist þetta oft kann það að valda lungnakrabba eða öðrum krankleika sem af reykingum hlýst. Alvarlegast er þetta þó gagnvart börnum og þá sjálfsagt oftast börnum reykingafólksins. Ef annað hjónanna, eða bæði, reykja að staðaldri meðal barna sinna, sem mun gerast nokkuð oft, hljóta börnin að anda að sér talsverðum reyk á hverjum degi. Afleiðingarnar hugsar fólk ekki út í. Eitt er þó ótalið sem er enn alvarlegra fyrirbæri, en það er: Móðir sem reykir um meðgöngutímann Ef barnshafandi kona reykir berast eiturefni úr tóbaksreykn- um með blóði konunnar til fóst- ursins. Þetta dregur mjög úr þroska barnsins og oft svo mikið að aldrei verður bætt. Það er trúlegt að þessi sama kona reyki einnig meðan hún hefur barnið á brjósti. Barnið drekkur þá tó- bakseitrið í sig með móður- mjólkinni. Á fósturstigi og fyrsta ári er þroski mannsins ör- astur og þá er maðurinn einnig viðkvæmastur fyrir utanað- komandi áhrifum. Tóbakseitrið frá móðurinni dregur því mikið úr þroska barnsins og það hefur komið í ljós með samanburðar- rannsóknum (m.a. í Svíþjóð) að börn reykjandi mæðra standa öðrum börnum að baki í þroska þegar skólaganga þeirra hefst og þessi þroskavöntun vinnst aldrei að fullu upp. Það ætti ekki að vera þörf á því að telja upp fleiri illar afleið- ingar af reykingum foreldranna, en þessi saga er bara ekki full- sögð enn, því enn er eitt atriði ótalið sem ég er ekki viss um að jafn margir viti um. Þegar börn reykjandi móður komast á skólaaldur - eða þann aldur sem flestir unglingar fara að fikta við að reykja - bregður svo við að þau verða strax sólgin í tóbaks- reykinn. Móðirin hefur sem sagt dæmt börnin til að verða reyk- ingafólk meðan þau voru í móð- urlífi eða lágu í vöggu. Lokaorð Þegar ég nú legg frá mér penn- inn geri ég mér vel ljóst að ég muni ekki ná til eyrna almenn- ings. Fólk hvorki les svona blaðagreinar né gerir neitt með þær þótt það gluggi eitthvað lítil- lega í þær. Það bókstaflega trúir ekki að þetta sé satt. Ef til vill leynast þó einn eða tveir meðal fjöldans sem taka þessi orð til greina og hætta að reykja. Það mun gleðja mig að vita að svo yrði vegna þess að flestir gleðj- ast yfir því að hafa getað bjargað einu mannslífi, þótt maðurhefði reyndar þurft að bjarga þremur hundruðum. 4 - DAGUR - 8. febrúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.