Dagur - 08.02.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 08.02.1983, Blaðsíða 12
 Pakkningaefni ,^96-22700 ® I Akureyri, þriðjudagur 8. febrúar 1983 korkur og skinn ^fchl | Fjölmargir tengjast sjálfvirka kerfinu Nú eru á Norðurlandi um 740 handvirkir símar af 1834 á land- inu öliu. Þessum símum mun fækka verulega í sumar, því áformað er að tengja verulegan hluta þeirra inn á sjálfvirka kerfið. í Lýtingastaðahreppi og Akra- hreppi í Skagafirði verða tengd um 130 ný númer, 64 í Saurbæjar- hreppi, um 30 í efri hluta Ljósa- vatnshrepps, 60 númer í Mývatns- sveit og um 40 á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Alls eru þetta um 320 símar sem tengdir verða sjálfvirka kerf- inu á þessu ári. Ætlunin er að ganga frá lagningu jarðstrengja á sumarmánuðunum og í haust ætti framkvæmdum við þessa teng- ingu að verða lokið. Fimmtán Islend- ingar keppa í „Vasa-göngunni“ Fimmtán íslendingar munu verða á meðal keppenda í Vasa-skíðagöngunni svoköll- uðu, sem fram fer í Svíþjóð þann 6. mars, en þetta er ein- hver frægasta og fjölmennasta skíðaganga sem haldin er í heiminum ár hvert. Sigurður Aðalsteinsson, frá Akureyri, sem tók þátt ígöngunni í fyrra, ásamt þremur öðrum fs- lendingum, verður á meðal kepp- enda aftur nú og einnig Björn Þór Ólafsson, frá Ólafsfirði, sá kunni íþróttagarpur. Frá ísafirði koma7 keppendur, tveir frá Reykjavík og fjórir íslenskir læknar, sem starfa í Svíþjóð, verða með. „Það er ávallt gengin sama leið- in í þessari göngu, frá Sálen til Mora fyrir norðan Stokkhólm," sagði Sigurður Aðalsteinsson, er við ræddum við hann. „Vega- lengdin sem gengin er, er alls 89 km og það tekur menn að sjálf- sögðu mislangan tíma að ganga þessa vegalengd. í fyrra voru þeir bestu um fjóra og hálfan tíma að ganga þetta en þeir sem lengstan tíma þurftu voru um hálfan sólar- hring á leiðinni. í fyrra tóku um 11 þúsund þátt í göngunni og allir fara af stað samtímis.“ Sigurður sagði að 26. mars væri fyrirhugað að halda svokallaða „Hraungöngu“ í Bláfjöllum og væri ætlunin að reyna að koma á fót árlegri almenningsgöngu hér á landi þar sem jafnframt yrðu er- lendir keppendur. Sagði Sigurður að það væri von forráðamanna hennar að mikill fjöldi fólks myndi taka þátt í þessari göngu í framtíðinni. Hér sést forseti Hrólfs, Þorsteinn M. Aðalsteinsson, t.v. aflienda Olafi B Thoroddsen, formanni björgunarsveitarinnar, peningagjöfina. Slökkviliðsmenn við slökkvistörf á þaki verksmiðjunnar. Mynd: KGA Annar bruninn á einu ári Laust upp úr hádegi í gær kom upp eldur í niðursuðuverk- smiðju Kr. Jónssonar & Co. Slökkvilið Akureyrar kom strax á vettvang og gekk greið- lega að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn Tómasar Búa Böðv- arssonar, slökkviliðsstjóra, var eldurinn í þaki reykhúss verk- smiðjunnar og mun eldurinn hafa átt uppt.ök sín í skorsteini sem Dalvík: Góð gjöf til Björgunar- sveitarinnar Nú er tími þorrablótana genginn í garð. Á þorrablóti Kiwanis- klúbbsins Hrólfs nýlega, var Björgunarsveit Dalvíkur afhent fjárhæð að upphæð 45.000 kr. sem var afrakstur flugeldasölu klúbbsins um síðustu áramót. Kiwanismenn hafa um árabil séð um sölu áramótadóts á Dalvík og í nágrenni. Ágóði af sölunni hefur alltaf runnið til líknarmála. í ár var fyrirfram ákveðið að styrkja Björgunarsveit Dalvíkur. Að sögn Ólafs B. Thoroddsen for- manns sveitarinnar munu þessir peningar m.a. verða notaðir til kaupa á flotbúningum sem sveit- ina hefur lengi vantað. Björg- unarsveit Dalvíkur hefir starfað um áratugaskeið, og eru félagar um tuttugu og fimm. A.G. liggur frá reykofninum. Nákvæm- lega sams konar atvik átti sér stað fyrir u.þ.b. einu ári síðan og er því ljóst að öryggisráðstafanir hafa ekki verið nægilegar. Helgar- ferðir til 7 staða Líkt og undanfarin ár bjóða Flugleiðir upp á helgarferðir og að þessu sinni ná þessar ferðir til Akureyrar, Reykjavíkur, Isafjarðar, Egilsstaða, Húsa- víkur, Sauðárkróks og Hafnar í Hornafirði, en auk þess útvega Flugleiðir gistirými í nágrenni þessara staða. í sambandi við helgarferðirnar til Reykjavíkur má geta þess að Kynnisferðir bjóða lslendingum nú upp á sérstakar skoðunarferðir um borgina, en meðal annarar nýbreytni má nefna Reykjavík- urævintýrin, sem hefjast með kvöldverði á Hótel Esju eða á Hótel Loftleiðum og lýkur á ein- hverjum skemmtistaða borgar- innar. Þess má geta að helgarferð- ir Flugleiða eru mun ódýrari en þegar farið er með venjulegum hætti, enda veittur góður afsláttur af flugi og hótelverði. En það gilda vissar reglur um helgarferð- irnar sem eru í raun mjög einfald- ar. Aðalreglan er að ferðirnar má hefja á fimmtudegi og þeim má ljúka næsta mánudag. Lágmarks- fjöldi gistinátta eru tvær nætur, þó þannig að gista verður aðfaranæt- ur laugardaga og sunnudaga. Flug og hótelgisting er keypt í einu lagi. í leikhúsferðunum, sem eru fyrir 15-25 manna hópa, þarf þó aðeins að kaupa flugfar, en lág- marksdvöl er tvær nætur, en fimm nætur er hámarksdvöl. # Blessuð prófin Margir voru óánægðir með samræmda prófið (islensku í 9. bekk sem fram fór sl. mið- vikudag. Þótti sem óeðlilega mikil áhersla væri lögð á tvær skáldsögur Laxness sem nemendur lásu á kostnað Gísla sögu Súrssonar. Verk- efni tengd smásögunum tveimur spannaði þrjár blað- síður prófsins en undir Gísla sögu var einni btaðsíðu varið. Hitt þótti heldur verra að nokkurs misræmis gætti millj einstakra þátta prófsins. í stafsetningarhlutanum var seinasta málsgreinin svo- hljóðandi: „Annars kynni svo að fara að á okkur sannaðist málshátturinn: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Flestir nemendur settu stóran upphafsstaf á eftir tvípunktinum, sam- kvæmt reglum um greinar- merkjasetningu. En í B-hluta prófsins gat síðan að líta eftir- farandi málsgrein: „Samt veit alþýða manna það fullvel að allt er ekki komið undír ætt- erninu: einn er aukvisi ættar hverrar... fé er jafnan fóstri líkt.“ Þeir nemendur sem komu auga á þetta breyttu auðvitað stafsetningarverk- efni sínu með hliðsjón af þessu þannig að „Enginn“ varð „enginn“. Nú geta menn siðan spurt: Eru svona vinnu- brögð við samningu prófs til fyrirmyndar? # ... Náin líkamleg samskipti... Formaður Samtaka ’78, félags lesbía og homma á höfuð- borgarsvæðinu, hefur kært dyraverði veitingahússins Óðals í Reykjavíkog hefurlát- ið hafa eftir sér að ástæður kærunnar séu aðallega: „Ég tel mig hafa verið beittan ólöglegu líkamlegu ofbeldi með þessu athæfi, tel mig hafa orðið að þola náin líkam- leg samskipti af hálf u þessara manna gegn vilja mínum og tel þá hafa sært blygðunar- semi mína ... • Pottþétt megrunar- aðferð Þeim sem hafa áhuga á að fara í megrun standa ýmsar leiðir opnar í sambandi við val á svokölluðum megrunarkúr- um, enda hafa fjölmiðlar verlð duglegir við að birta ýmsa slíka. En við heyrðum af ein- um sem okkur finnst vel at- hugandi að reyna. Það skal tekið fram að hann er ein- göngu fyrir gifta karlmenn og hljóðar hann á þessa leið: „Borða má hvað sem er hven- ær sem er dagsins, elnungis þarf að gæta þess að borða ekki á meðan elginkonan er að tala.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.