Dagur - 10.02.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 10.02.1983, Blaðsíða 6
Minning: Ejja Friðgeir Einar Sigurbjörnsson Fæddur 6. nóv. 1896 - Dáinn 27. jan. 1983 Á laugardaginn 5. febr. 1983 var kvaddur hinstu kveðju Friðgeir Ein- ar Sigurbjörnsson, hljóðfærasmiður hér í bæ, sem lést á sjúkrahúsi Akur- eyrar 27. jan. sl. Friðgeir var fæddur í Svalbarðsseli í Fistilfirði 6. nóv. 1896. Foreldrar hans voru bóndinn og oddvitinn, Sigurbjörn Friðriksson, og síðari kona hans, Sabína Jóns- dóttir. Föður sinn missti hann ungur að árum eða 4ra ára. Fluttist þá með móður sinni norður yfir Axarfjarðar- heiði, og að hinu mannmarga sæmd- arheimili Grjótnesi, mun hann hafa komið þangað 12 ára. Það gefur auga leið að hann mun hafa átt hálfsystkini, þar sem bæði móðir hans og faðir voru tvígift. Heyrt hef ég að allflest ef ekki öll föðursystkini hafi flust til Kanada. Snemma hneigðist hönd hans til smíða, mun hann hafa notið tilsagn- ar hjá hagleiksmanninum Birni í Grjótnesi og lærði þar smíðar, renndi mikið af rokkum og öðrum heimilstækjum og vann aðra smíða- vinnu er til féll. Hingað kom hann frá Reykjavík, þar sem hann dvaldi við nám og kynnti sér meðferð á smíðavélum, hér réðist hann að verkstæði hins Hljóðlega og hvíldarlaust erjar dauðinn. Að baki okkar allra leynist hann og telur þær tímaeiningar sem hverjum og einum eru mældar sem æviskeið. Margir verða nálægðar hans varir og hafa hann að meðvituð- um förunaut í lengri eða skemmri tíma áður en að dánarstund þeirra kemur, an aðra fellir hann snöggt og fyrirvaralaust án þess að þeir hafi fengið grun um nálægð hans. Þessar óvæntu dánarstundir snerta eftirlifandi ástvini og ættingja eins og heljarhögg. Því verður naumast trú- að að sá sem var heilbrigður að leik eða starfi, sé á andartaksstund horf- inn yfir í dularheiminn á bak við dauðann. Líðandi stund myrkvast. En þegar tíminn líður hemar yfir saknaðarsárin þó söknuðurinn verði alltaf förunautur minninganna. Sorgin vitjar okkar einnig við and- lát okkar nánustu sem lifað hafa við lengri eða skemmra heilsuleysi og þjáningar. En andlát þeirra kemur okkur ekki á óvart - við höfum búist við því í dag eða á morgun. Það er líka til huggunar að lokið er sjúk- dómsstríði þar sem ekki var á mann- legu valdi að ná sigri. Með ást, þökk og virðingu viljum við minnast þeirra sem voru okkur nánastir og kærastir, en hurfu okkur á dauðastund. f minningunum eigum við þá hjá okkur áfram uns okkar eigið „kall“ kemur. En eftirvænting- in mikla er: Hvað tekur þá við? Feg- urra líf - fullkomnara líf? - En þótt við fáum ekki óyggjandi svar þá er okkur óhætt að taka undir með trú- arskáldinu: „Þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því.“ Kristbjörg Pálsdóttir var fædd í Borgargerði í Grýtubakkahreppi, dóttir hjónanna Margrétar Árna- dóttur og Páls Friðrikssonar, sem kunna ágætis manns Ólafs Ágústs- sonar. einnig vann hann á verkstæði Kristjáns Aðalsteinssonar. Árið 1928 giftist hann eftirlifandi konu sinni Halldóru Jóhannesdóttur ættuð frá Ólafsfirði, eignuðust þau fjögur börn, eitt barna þeirra dó á fyrsta ári en en eftir lifa, Sigurbjörn, Erla og Gígja gift Kristjáni Sveinssyni kennara, en þau eru til heimilis að Blómsturvöllum í Glæsibæjarhr. Friðgeir vann alfarið við smíðar, en 1948 veiktist hann og var um þriggja ára skeið á sjúkrahúsi, þar og eftir það hóf hann smíði og viðgerðir á hljóðfærum, og stofnsetti verk- stæðið Strengi þar sem hann vann að nýsmíði og viðgerðum á margskonar hljóðfærum, gíturum, kontraböss- um og smíðaði mikið af hinu íslenska hljóðfæri langspilinu. Þar á meðal var langspil það er Akureyrarbær gaf forseta Islands, Vigdísi Finnboga- dóttur er hún var hér á ferð. Friðgeir var einn af þeim mönnum er varð skotinn í skákgyðjunni og mátti segja að hann hafi fallið að fót- um hennar og dýrkað hana til ævi- loka. Kynni okkar Friðgeirs hófust er hann var þátttakandi á skákþingi bjuggu þar og víðar. Urðu börn þeirra hjóna 10 en þrjú þau elstu dóu í frumbernsku. Þrátt fyrir mikla fátækt og mikið vinnuálag í bemsku urðu systkinin 7 sem lifðu kjarkmikil og harðgerr, sem mun líka hafa verið ættarein- kenni. Borgargerði var kotjörð sem lá undir Laufás. Voru leigukjör ekki hagkvæm ábúanda eins og títt var á þeirri tíð. Það var því knappt um alla hluti og skólamenntun systkinanna gat ekki orðið nema lítil. Þrátt fyrir allt áttu þau þó kærar minningar frá uppvaxtarárum sínum í Borgar- gerði. Þær minningar hafa líka kunn- að að tengjast fögru umhverfi - en frá Borgargerði var fagurt útsýni, sérstaklega á vor- og sumartíð: um Höfðann, Höfðahverfi og Laufás- hnjúkinn, yfir Fnjóskána, Laufás- hólmana og yfir Eyjafjörð að Sólar- fjöllum. Þórunn, systir Kristbjargar, sem var allmörgum árum eldri hafði gifst Lúteri Olgeirssyni á Vatnsleysu og hófu þau búskap þar. Til þeirra fór Kristbjörg á unglingaárum sínum. Var hún falleg, lífsglöð og bráðdug- leg stúlka sem gott var að hafa til Fríðgeir með langspil er hann smíð- aði og gefið var Vigdísi Finnboga- dóttur en hún heimsótti Akureyri 1981. Norðlendinga 1954, þar sem hann hlaut fyrsta sætið í öðrum fl. Það sama ár gerðist hann félagi i Skákfé- lagi Akureyrar og var lengst af við- loðandi f stjórn og varastjórn allt að árinu 1970. Síðan og áður hefur hann hjálpar. Frá Vatnsleysu fór hún til Akureyrar að vinna fyrir sér og kynnas nýju lífi. Þar lágusaman leið- ir hennar og Steingríms Hanssonar frá Hóli í Köldukinn, þau giftust og fóru að búa á Hóli árið 1923. En sam- búð þeirra varð aðeins skamman tíma - þau skildu og Kristbjörg fór aftur í Vatnsleysu um stundarsakir. Þá hafði hún eignast dreng með Steingrími og reyndist hann vera þroskaheftur. Hann hlaut nafnið Þorvaldur. Já - fagrir draumar enda stundum skjótt og skilja eftir svíðandi sár í sál- inni. En Kristbjörg hlaut mikla lífs- gleði í vöggugjöf sem varð henni smyrsl í þau andlegu sár er hún særð- ist á lífsleiðinni. í þetta síðara sinn á Vatnsleysu kynntist hún Aðalsteini Jónssyni, Grímsgerði í Fnjóskadal, og leiddu þau kynni til trúlofunar þeirra. Munu þau hafa þekkst frá fyrri veru hennar á Vatnsleysu. Kristbjörg og Áðalsteinn fluttu til Akureyrar og giftust þar árið 1928 en fluttust svo fljótlega til Hríseyjar og settust þar að. Þá höfðu þau eignast dreng, Steingrím Hrein. í Hrísey eignuðust þau annan dreng, Trausta, sem er sjómaður, búsettur í Ólafs- firði, giftur Þórdísi Árnadóttur. f Hrísey byggðu þau sér íbúðarhús og nefndu Hreinsvelli. Atvinna Aðalsteins var vélagæsla í eyjunni o.fl. og svo sjómennska. Hann var mikill gæðamaður og góðum hæfi- leikum gæddur. Hann kom þroska- hefta drengnum, Þorvaldi, í föður stað og var honum hlýr og nærgæt- inn. En 14. nóvember 1942 fórst Aðal- steinn með Sæbjörginni frá Hrísey, ásamt öðrum sem á bátnum voru, aðeins 44 ára að aldri. Ekki er vitað með hvaða hætti slysið varð, en þetta var á stríðsárunum þegar hætturnar voru meiri en áður á hafinu umhverf- is landið. Steingrímur Hreinn var þá 15 ára og nýbyrjaður sína sjómennsku. Hann varð nú fyrirvinna heimilisins með móður sinni. Þá mun Trausti hafa verið fjögurra ára en Þorvaldur kominn um tvítugt. Harmur og kvíði lögðust nú þungt á hug og hjarta Kristbjargar þegar hún sá á eftir drengnum sínum, Steingrími, út á hið sama hættuhaf, og á sama tíma og maður hennar fórst. En þetta hefur mörg sjómann- skonan mátt reyna. í kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Stórviðri, eru þessi erindi: Konur viðglugga eins og styttur standa stara út í myrkrið hlusta á veðragný þegja og bíða þora varla að anda þegja og bíða - stara og hlusta á ný. verið þátttakandi í allflestum mótum félagsins og skákþingum Norðlend- inga þegar þau voru haldin hér á Ak- ureyri. Hann var og virkur út á við og fór margar skemmti- og keppnisferð- ir með félaginu, var í hópi þeim er fór til Danmerkur 1965, sem var hin mesta frægðarför félagsins, og á síð- asta ári var hann einnig með í ferð félagsins um Suðurland. Heiðusfélagi var hann gerður í skákfélaginu 1973, hann var og heið- ursfélagi í Trésmíðafélagi Akureyr- ar og hafði mikil afskipti af málum þess félags, var meðal annars í sveinsprófsnefnd. Friðgeir var dagfarsprúður, orð- var með afbrigðum, lét lftt í ljós skapbrigði. Hann var alvörumaður, ábyrgðarríkur við störf sín og ósér- hlífinn alltaf boðinn og búinn að hlaupa til og hjálpa er til hans var leitað. Skákfélagið á honum mikið upp að unna, fyrir mörg handtök í þágu félagsins, sem voru unnin af trú- mennsku og ósérhlífni allt án endur- gjalds. Við félagar í Skákfélagi Ak- ureyrar þökkum samfylgdina, mætti hún verða okkur tii eftirbreytni um þrautseigju og áhuga á viðfangsefn- inu hverju sinni. Einnig sendum við innilegar samúðarkveðjur til konu, barna og ættingja og kveðjum með orðum Matthíasar: Stýr mi'nu fari heilu heim íhöfn á friðarlandi. Þar mig í þinni gæslu geim ó, guð minn alls valdandi. Albert. Konur viðglugga fóma hljóðar höndum hjörtun þá stund í rauðu brimi slá undarleg teikn frá ókunnugum ströndum eins og í draumi heyra þær og sjá. En gleðistundimar vom líka margar og stórar þegar ástvinurinn kom úr óveðrunum heill á húfi í höfn og á ný gafst hvíld og hugarró. Það varð Kristbjörgu mikill styrk- ur í sorg og erfiðleikum að móðir hennar og þrjú systkini bjuggu þá í Hrísey, og urðu henni til huggunar og hjálpar. Hún bjó í Hrísey til árs- ins 1955 en flutti þá til Akureyrar og bjó þar síðan. Þangað var þá Stein- grímur, sonur hennar, nýlega fluttur. Síðari árin bjó hún að vem- legu leyti í skjóli Lúlleyjar Lúthers- dóttur, systurdóttur sinnar, og manns hennar, Halls Jónassonar, og naut sérstakrar umhyggju þeirra til síðustu stundar. Kristbjörg var skaprík kona og hreinlynd. í öllum sínum störfum var hún mikilvirk og velvirk. Hún ólst upp við sveitastörf en við sjávarsíð- una vann hún við fiskverkun, síldar- söltun, saumaskap, heimilishjálp o.fl. og allt var það henni til sóma sem hún vann og öðmm til góðs. Þroskahefta drenginn sinn, Þorvald, annaðist Kristbjörg uns hann var orðinn 38 ára að aldri, en þá varð hún að fá samastað fyrir hann á vistheimili - fyrst í Skjaldarvík og síðan á Sólborgarheimilinu á Akur- eyri. Það er langur tími að annast sama barnið í 38 ár og birtist þarna móðurástin og fórnfús umhyggja í fagurri mynd. Þau gátu rætt málin saman og það dró úr einmanakennd- inni á meðan þau gátu verið samvist- um og hann var þrátt fyrir vanþrosk- ann móður sinni mikils virði. Elskulega móðir, amma, systir og frænka, með þaklæti og virðingu minnumst við þín. Steingrímur Hreirm Aðalsteinsson lést skyndilega að starfi sínu á Sauð- árkróki, 55 ára að aldri. Hann fædd- ist á Akureyri en ólst upp í Hrísey. Sjómennskan var aðal lífsstarf hans, sem hann stundaði frá Hrísey, Akur- eyri og Sauðárkróki. Hann tók próf frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík og varð stýrimaður og skipstjóri á togurum. Steingrímur flutti frá Hrísey til Akureyrar árið 1951 og giftist þar konu sinni, Ramborgu Wæhle. Þau bjuggu á Akureyri í 23 ár og á Sauð- árkróki í 7 ár. Sex síðustu æviárin var Steingrímur hafnarstjóri og hafn- sögumaður á Sauðárkróki. Þau hjón eignuðust þrjú börn: Aðalheiði, sem býr á Akureyri, gift Þresti Ásmundssyni, Kristbjörgu, f Minning Kristbjörg Pálsdóttir frá Borgargeröi Fædd 15. apríl 1901 - Dáin 6. september 1982 og sonur hennar Steingrímur Hreinn Aðalsteinsson frá Hrísey Fæddur 3. nóv. 1927 - Dáinn 22. nóv. 1982 Ávísana- mis- ferli eykst Að sögn Ófeigs Baldurssonar rannsóknariögreglumanns á Akureyri hefur ávísanamisferli aukist nokkuð síðustu mánuð- ina. Nokkuð stórt mál kom upp á dögunum og í því tilfelli var ávísað á ákveðin reikning nokkuð hárri upphæð þótt búið væri að loka reikningnum. Varðandi ávísanafals sagði Ófeigur að það væru aðallega unglingar eða börn sem fengjust við slíkt og væri yfirleitt um lágar upphæðir að ræða. „Það er ekki fyrr en kemur fram á sumarið að upphæðirnar fara að vaxa veru- lega og oft eru það þá einhverjir ævintýramenn sem eru á ferð um landið sem skilja þá ávísanaslóð- ina eftir sig“ sagði Ófeigur. sem býr í Reykjavík, gift Sigurbimi Finni Gunnarssyni og Jóhannes, sem býr á Akureyri, giftur Elínrósu Helgu Harðardóttur. Steingrímur var hæglátur í fasi, fremur alvörugefinn og skapfastur með alúðlegt og hlýtt viðmót. Séra Hjálmar Jónsson sagði í útfararræðu sinni um hann. „ - Það fundu Sauð- krækingar þegar hann kom þangað og tók við hafnarvörsiu að hann vildi hafa þar röð og reglu í öllum grein- um og gekk eftir því að svo væri. Það var líka strax auðfundið að þar var maður sem stóð við orð sín og vænti þess af öðrum að þeir gerðu það einnig. Hann var góður stjórnandi, ákveðinn, og það fundu allir að hann bar mikla persónu. Alltaf lét hann menn njóta sannmælis og hallaði ekki á neinn, heldur fann það góða í hverjum manni og hverju máli. Þeir eru margir sem komið hafa til mín undanfarna daga til þess að segja mér frá viðskiptum sínum og kynn- um af Steingrími. Allur er sá vitnis- burður góður og má af honum merkja, hvers virði hann var sam- starfsmönnum og félögum. Hann var með þeim fyrstu sem ég kynntist á Sauðárkróki þegar ég fluttist þangað. Handtak hans var þétt og ákveðið. Að drengskap reyndi ég hann og engu öðru.“ Þessi ummæli og svo margar þakk- arkveðjur frá einstaklingum og starfsmannafélögum sem Steingrími bárust við útför hans er glöggur vitn- isburður um góðan dreng. Hann var kallaður án fyrirvara í siglinguna miklu en var þó ekkert að vanbúnaði. Missir okkar er mikill og sár en bjart um miningarnar. Oft kom Steingrímur að hafi um dimma nótt. Þá tóku vitar að blika um annes og eyjar og vísuðu leiðina heim. Nú hefur hann að Drottins boði siglt um haf, þangað sem vitar blika á ókunnri strönd. Með þakklæti og virðingu geym- um við minningu hans. Ástvinir og ættingjar. 6 - DAGUR -10. febrúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.