Dagur - 11.02.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 11.02.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ Hver viU skrifast ávið þýskan mann? Blaðinu hefur borist bréf frá Hel- mut Lange, þýskum manni sem óskar eftir að komast í bréfasam- band við íslendinga. Eins og fram kemur í bréfi hans sem birt er hér á síðunni skrifar hann á þýsku, ensku eða finnsku og áhugamál hans eru fiskveiðar, frí- merkjasöfnun og að vera úti í náttúrinni. HEI I I am a German and I am looking foi- an pen-friend from Iceland, who is also interested for stamps. As we can change sometimes stamps. I am 31 years old and my hobbys are to be in the nature, fishing and stamps. Last year I was visi- ting Iceland and was also in Akureyri. Its a very interesting land. You can write me in english, german or if you like and can in finnish. My adress: HELMUT LAMGE MUSBEKER WEG '11 D 2398 HARRISLEE BRD-Germany Framleitt úr íslenskum úrvals kartöflum. KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR slmi (96) 25800 Nokkur orð um vegagerð o <L 3 Pað hafa orðið nokkur orða- skipti útaf vegarspotta sem endurbættur var hér í Saurbæj- arhreppi si. sumar, milli þeirra Sigtryggs Símonarsonar og Guðmundar Svavarssonar í blaðinu „Degi“. Ekki ætla ég að blanda mér mikið í það mál en vil lýsa yfir þeirri skoðun minni og ég veit að svo er um marga fleiri að allt það sem Sigtryggur segir um veginn sjálfan og lagningu hans er satt og rétt. Er ég Sigtryggi þakklátur fyrir að vekja athygli á mistökum verkfræðinganna, sem ég tel að þarna hafi orðið. Má í þessu sambandi benda vegfarendum á sem þarna fara um að athuga hvað um er deilt. Ég held að það liggi ljóst fyrir, þrátt fyrir teikn- ingar og tölur í því sambandi. Eitt vil ég segja að lokum. Ef í þessari vegalagningu fólst ein- hver tilraun, þá kann ég ekki að meta hana. Þó sérlærðir verk- fræðingar nútímans geri marga góða hluti, þá er ekki þar með sagt að annað geti ekki komið fyrir. Nýja tímans má sjá merki mistökin þarstundum finn. Sýnirþetta velíverki Vegagerðarhlykkurinn. Þorlákur Hjálmarsson. Fréttln er full af rang- færslum Bjarni M. Þorsteinsson, hringdi: Ég vil lýsa yfir vanþókn- un minni á frétt Dags um kjör- dæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra, sem merkt er einhverjum Ó.J. Fréttin er full af rangfærslum. og á sumum stöðum er vísvit- andi farið með haugalýgi. Sagt er að Ingólfur Guðnason hafi neitað að taka sæti á listanum með Páli Péturssyni, en það er haugalygi eins og allir sem til þekkja vita. Þá er sagt að um 70 manns hafi gengið af þinginu, sem er líka rangt og ég held að ég geti fullyrt að það hafi í mesta lagi 35 manns gengið út og það voru fulltrúar úr nágrenni Blönduóss með Magnús Ólafs- son á Sveinsstöðum og Grím Gíslason í broddi fylkingar. Það er einnig lygi að Ingólfur Guðnason hafi yfirgefið þingið. Hann gekk að vísu út fyrir smástund, en kom svo inn aftur og sat út þingið. Það er jafn- framt hrein firra að halda því fram að þingið hafi leyst upp í framhaldi af því að umræddir fulltrúar gengu út. Þetta var sameinaður og góður hópur sem sat eftir og þingstörfum var hald- ið áfram eftir sem áður. Athugasemd Það sem fram kemur í frétt Dags af kjördæmisþinginu er ein- göngu það sem átti sér stað á þinginu. Sumt er unnið upp úr gögnum ritara þingsins. Einnig var undirritaður þingfulltrúi þannig að hann gat fylgst með gangi mála á þinginu. Pennavinur s 1 Afríku Strákar og stelpur! Ég er 16 ára og hef mikinn áhuga á því að eignast pennavin á íslandi. Þess vegna vil ég biðja Dag um að koma bréfi mínu á framfæri. Ég heiti Isaac Bentum Eania. Aðaláhugamál mín eru dans, knatt- spyrna og tónlist. Isaac Bentum Eania P.O. Box 415 Cape Coast Ghana W-Africa. Öllum skrifum um rangfærsl- ur vísa ég á bug og bendi m.a. á að Ingólfur Guðnason hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann taki ekki sæti á lista með Pál Pét- ursson í 1. sæti. Um það að Ing- ólfur hafi ekki farið af þinginu má geta þess að hann fór út úr fundarsalnum og beið þar í 15 mínýtur eftir að Bogi Sigur- björnsson fengi sig lausan frá forsetastörfum á þinginu. Urðu þeir síðan samferða til Sauðár- króks þar sem flugvél beið þeirra til Reykjavíkur. Ekki veit ég hvort Bjarni M. Þorsteinsson var á þinginu en ef svo hefði verið hlýtur hann að muna að Sauðárkróksfulltrúar báðu um þinghlé til að ráða ráðum sínum hvort þingið ætti að starfa áfram eða ekki, því upplausnin var auðsæ. Þótt menn vilji fela þann ágreining sem upp kom og láta sem lítið eða ekkert hafi skeð, verður að gera þá kröfu til þeirra að þeir haldi sig við staðreyndir ef um opinberar blaðagreinar er að ræða. Ólafur Jóhannsson blm. Dags á Sauðárkróki. 21 DAQyan 1 l

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.