Dagur - 11.02.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 11.02.1983, Blaðsíða 5
m .. I. II I I II I .. I ... Viðtal og myndir: ESE beðin um að lýsa dæmigerðum degi í lífi okkar. Það var spurt um atvinnu, en hins vegar virðist sem tekjur viðkomandi eða húsnæðisstærð skipti ekki eins miklu máli. A.m.k. var það ekk- ert skilyrði að skiptineminn þyrfti að hafa sérherbergi eða að við töluðum erlend mál. Eftir að við sóttum um komu svo eftirlitsmenn frá AFS á íslandi í heimsókn og ræddu við okkur, en það var svo í júlí að okkur var sagt að við mættum eiga von á Katrínu með haustinu. - Hvernig gekk með íslensk- una í upphafi? - F*að gekk ákaflega erfiðlega til að byrja með, segir Katrín skellihlæjandi. - Ég skildi ekk- ert til að byrja með en líklefga hefur það hjálpað mér talsvert að hafa þýsku sem móðurmál og málfræðin var því ekki eins erfið fyrir vikið. - Við töluðum satt að segja einhvers konar ensku fyrstu dag- ana, segir nú Helga. - Við Kat- rín kunnum svona svipað mikið í því tungumáli og Stefán nokkru meira og þannig tókst okkur að gera okkur skiljanleg. Síðan þróaðist þetta þannig að við töl- uðum íslensku og Katrín ensku og þannig var staðan í nóvember er Katrín fór til Reykjavíkur til fundar við hina skiptinemana. Á þessum samráðsfundi hjá AFS í Reykjavík komst Katrín að því að einn hinna skiptinem- anna var farinn að tala dágóða íslensku og það varð til þess að hún strengdi þess heit að gera átak í íslenskumálunum og síð- an þá hefur hún talað íslensku við „fjölskyldu“ sína og skóla- félaga. Þess má reyndar geta að „bræður“ hennar tveir hafa reynst henni ómetanlegir kenn- arar og í raun voru það þeir sem fyrst komu henni á sporið. Ástarkveðjur til helgu frí Rúmum mánuði eftir að Katrín kom til Akureyrar kom að því að hún þurfti að setjast á skóla- bekk. I október settist hún í annan bekk T í Menntaskólan- um á Akureyri og hún getur ekki varist hlátri þegar hún minnist fyrsta dagsins í skólanum. - Þetta var alveg agalegt. Ég þekkti auðvitað ekki einn ein- asta sambekkinga minna og kunni auk þess ekkert í íslensku. Ég hafði mig því lítið í frammi og þar sem hinir krakkarnir þekktust lítið sem ekki neitt þá leið talsverður tími þar til þau komust að því að ég væri ekki íslensk. - Hvernig hefur svo gengið í skólanum? - Það hefur eiginlega gengið mjög vel, segir Katrín. - Ég gat fljótlega farið að fylgjast með í ensku og stærðfræði þar sem ég hafði, sem betur fer, verið með svipaða stærðfræði heima í Sviss. í líffræðinni gekk mér hins vegar afleitlega að fylgjast með en kennslan var í fyrirlestra- formi og kennarinn skrifaði mikið á töfluna. Ég skrifaði þetta allt auðvitað samvisku- samlega niður en ég skildi samt sem áður ekkert meira í því sem ég setti á blaðið. Líffræðikennsl- unni tengist annars ákaflega skemmtileg saga og þær Katrín og Helga veltast um af hlátri bara við að hugsa um þessa sögu en hún er í stuttu máli þessi: Þórir Haraldsson, líffræði- kennari við MA, sem er sam- bekkingur Stefáns Vilhjálms- sonar og góðvinur þeirra hjóna, vissi að Helga hjálpaði Katrínu alltaf með þýðingar á tímaglós- unum. Er leið á veturinn vildi hann prófa hvað Katrín hefði lært í íslenskunni og fékk bekk- inn sér til hjálpar. í líffræðitím- anum skrifaði Katrín svo eins og venjulega allt samviskusamlega niður en þegar þarna var komið sögu var verið að fjalla um efna- skiptin. Ekki gerði Katrín nein- ar athugasemdir við það sem kennarinn skrifaði en þegar heim var komið vildi svo til að Helga þurfti að bregða sér frá og Stefán hljóp því í skarðið og hjálpaði Katrínu með þýðing- arnar. Og hann hafði ekki lengi lesið er hann rakst á setninguna „með ástarkveðju til helgu frí“ í minnispunktunum um efna- skiptin. Félagslíflð kom á óvart - Hvernig finnst þér íslands- dvölin hafa verið fram að þessu? - Hún hefur verið mjög skemmtileg en jafnframt óvenjuleg og talsvert frábrugðin því sem ég átti von á. Hér hengir fólk t.a.m. þvott út á snúru í byrjun febrúar í núll gráðu hita en það myndi ekki nokkrum manni detta í hug í Sviss. Þá kom það mér mjög á óvart að hér virðast allir eiga sínar eigin íbúðir en í Sviss búa flestir í leiguíbúðum. Nú og hér eru allir dús og meira að segja skóla- meistari þúar mig, en svoleiðis nokkuð gæti aldrei gerst í skól- anum mínum heima í Solothurn, segir Katrín og er greinilega mjög sátt við talsmáta hinna nýju landa sinna. - Stefán og Helga. Hvernig finnst ykkur þetta hafa gengið fram að þessu? - Það er víst óhætt að segja að þetta hafi gengið mjög vel, segir Helga og Stefán bætir því við að þau hafi a.m.k. alls ekki séð eftir þessu. - Viðhöfðumáhyggjurafþví fyrst að þetta yrði erfitt fyrir strákana en þær áhyggjur hafa reynst ástæðulausar, segir Helga. - Já, það er ekki hægt að segja annað en að Katrínu hafi gengið vel að aðlaga sig íslensk- um aðstæðum. Við höfum líka lagt okkur fram um að kenna henni algengustu íslensku sið- ina, s.s. að vaka lengi fram eftir og spila á spil, segir Stefán og hlær. - Hvernig hafa bekkjarfélag- arnir tekið þér, Katrín? - Mjög vel og ég er alveg undrandi á öllu félagslífinu í skólanum. Þar er alltaf eitthvað um að vera en heima í Sviss þá var skólanum einfaldlega lokað klukkan sex og félagslíf á vegum skólans var sama og ekkert. - Hvað gera unglingar í þinni heimabyggð sér þá til skemmt- unar? - Það er nú heldur lítið en þó er diskótek einu sinni í mánuði og svo er einstaka sinnum farið til Bern, þó að ég hafi sama og ekkert gert af því. Jólaundirbúningurinn ógleymanlegur Talið berst nú aftur að dvöl Katrínar hér á íslandi og ég spyr hana hvort hún hafi orðið vör við hina heimsfrægu verðbólgu og hvernig henni hafi líkað við veðrið. - Ég veit ekki hvort ég hef tekið svo mikið eftir verðbólg- unni, en ég varð strax vör við að allir á íslandi vinna mikið og allir virðast hafa það gott. Um veðrið hef ég bara gott eitt að segja og það hefur verið gott í vetur. Mér fannst að vísu dálítið kalt fyrst eftir að ég kom sl. sumar en vet- urinn hefur verið ágætur. - Ert þú farin að hlakka til að komast heim til Sviss? - Nei, ekki ennþá a.m.k., en ég er farin að hlakka til sumars- ins og þess að fá að sjá miðnæt- ursólina sem ég hef heyrt’svo mikið talað um. Ég fer annars heim í lok júlí og ætli ég fari nokkuð að hlakka til fyrr en þá, segir Katrín brosandi. - Hvað finnst þér svo eftir- minnilegast frá dvöl þinni hér á íslandi fram að þessu? - Ég býst við að það séu jólin og jólaundirbúningurinn, segir Katrín. - Það virðist eitthvað svo ríkt í íslendingum að þeir vilja vera heima með fjölskyld- um sínum og allir hjálpast að við skreytingarnar. Líklega eru öll jólaljósin í gluggunum eitthvað það fallegasta sem ég hef séð og þessi jól verða mér alltaf eftir- minnileg. - Fórstu í kirkju um jólin? - Já, ég fór í kaþólsku kirkj- una og svo var ég viðstödd barnamessu í Akureyrarkirkju og fannst það virkilega skemmti- legt, segir Katrín. Um leið og ég kvaddi þessa viðkunnanlegu stúlku og „fjöl- skyldu“ hennar hér á Akureyri, spurði ég þau Stefán og Helgu hvort þau vildu bæta einhverju við að lokum. - Það væri þá helst að við vildum hvetja fólk til þess að taka á móti skiptinemum, því að það er alveg þess virði að prófa þetta, segja þau einum rómi og það er greinilegt að þar fylgir hugur máli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.