Dagur - 11.02.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 11.02.1983, Blaðsíða 11
STÆLT OG STOLIÐ Olíuborpallar úr klaka! Eí'tir liin óhugnanlegu borpallaslys sem orðið hafa undan- farin ár, hefur mönnum þótt nauðsynlegt að gera palla þessa eins vel úr garði og frekast er unnt og hefur ekkert verið til sparað í þeim efnum. Það er því ekki víst að ný- jasta hugmyndin um borpallasmíð eigi svo mjög upp á pall- borðið, en hún er í því fólgin að væntaniegir borpallar í Barentshafínu verði úr ís!!! Það er Eystein Huseby verkfræðingur í Osló sem hefur varpað fram þessari byltingarkenndu og því sem mörgum finnst, brjálæðislegu hugmynd. Samkvæmt hugmyndum Huseby, þá mun þessi ísborpallur vega um 2.5 milljón tonn og þaö er áætlað að smíðin muni taka 500 menn u.þ.b. eitt ár. Pallinn á samkvæmt þessu að byggja úr ís og segir Huse- by að Suður-Varangurfjörður í Finnmörk sé heppilegasti staðurinn til þess arna. Paliinum er ætlað að fljóta eins og ísjaka á sjónurn, en til þess að varna því að hann bráðni þá væri hægt að koma fyrir stálbyggingu með frystibúnaði utan um sjálfan jakann. Síðan væri hægt að vcrki loknu að taka einangrunina utan af pallinum og þá myndi hann bráðna í rólegheitum. Þess má geta að Huseby er ekki cinn urn þessar hug- myndir því nú síðast hafa fyrirtæki eins og Aker-skipasm- íðastöðin, risafyrirtæki í Noregi, tekið undir íspallasmfð- ina og því er aldrei að vita nema hægt verði að nota siíka palla í ísköldu Barentshafinu í framtíðinni (Norimform) Sagt er að ástin geri ýmsa menn stærri og víst er að hann Francois Gabella, sem stundar nám við háskólann í Laus- anne í Sviss, þrætir ekki fyrir það. Hann notar nefnilega rúntlega þriggja metra langt hjól þegar hann heimsækir elskuna sína, en vafalaust getur hann einnig brugðið fyrir sig tveim jafnfljótum ef svo bcr undir. Petta risahjól er gert úr 10 metra stálröri og keðjan sem drífur hjólið áfram er um átta metra löng. Auðvitað vonast kappinn til að kom- ast í heimsmetabókina en enn sem komið er þá verður hann að láta sér nægja að vera hátt skrifaður hjá elskunni sinni. Það er nú meiri lukkunnar pamfíll þessi sem betur fer þá var þetta ekki allt aðeins núll núll sjö. Þessi mynd var tekin af kapp- ætlað augum Djeims Bond og því fáum við anurn á meðan töku myndarinnar „For dauðlegir menn og konur að berja herleg- your eyes only" stóð og eins og sjá rná þá hcitin augum. má kvenholli kúrekinn fara að vara sig. En Iscross Bílaklúbbur Akureyrar heldur íscross- keppni átjörninni við Drottningarbraut laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Von er á mörgum fjörugum ökumönnum til keppninnar, m.a. Jóni Ragnarssyni (bróður Ómars) á Volvo Turbo. Bílaklúbbur Akureyrar. Flugbjörgunarsveitarfélagar Kvikmyndasýning að Galtalæk mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30. Nýjar kvikmyndir um bruna, kal og ætingu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ay Leikfélag Akureyrar sýnir: t Bréfberinn frá Arles eftir Ernst Bruun Olsen í þýðingu Úifs Hjörvars. Leikstjóri: Haukur Gunnarsson. Leikmynd: Svein Lund-Roland. Næstu sýningar: Föstudaginn 11. februar kl. 20.30. Sunnudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Þriðjudaginn 15. febrúar kl. 20.30. Miðasala opin alla virka daga, nema mánudaga, kl. 17-19. Sýningardaga kl. 17-20.30. Sími 24073. Myndlistarsýningin „Fólk“, samsýning 13 mynd- listarmanna á Akureyri, í fordyri Leikhússins er opnuð kl. 19.30 sýningardagana. Leikfélag Akureyrar. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ AKUREYRARBÆR ||| Fasteignagjöld 1983 Gjaldseðlar yfir fasteignagjöld hafa fyrir nokkru verið sendir út til gjaldenda. Hafi eigendur fast- eigna ekki ennþá fengið gjaldseðla sína eru þeir beðnir að gera viðvart á bæjarskrifstofuna. Athygli er vakin á að fyrsti gjalddagi fasteigna- gjalda 1983 var 15. janúar og eindagi er 15. febrúar. Eftir það faila dráttarvextir á hina gjald- föllnu upphæð, 5% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði. Akureyri, 8. febrúar 1983. Bæjarritari. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFELAGIÐ LÉTTIR , 1983 rrtJ^JR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.