Dagur


Dagur - 15.02.1983, Qupperneq 1

Dagur - 15.02.1983, Qupperneq 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66.árgangur Akureyri, þriðjudagur 15 . febrúar 1983 19. tölublað Óánægja með vinnubrögðin - en viðræðum haldið áfram til að reyna að hafa áhrif á gang mála „Við erum ekki með meirihluta og verðum því að semja um mái ef við ætlum að starfa í stjórn- málum og hafa áhrif1 sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokks- ins á miðstjórnarfundinum á sunnudag, en niðurstaða fund- arins var sú að þingflokki og framkvæmdarstjórn flokksins var veitt umboð til að vinna áfram að samkomulagi um breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum. Fram kom á fundinum að hinir flokkarnir þrír væru ákveðnir í að knýja fram breytingar og töldu fundarmenn rétt að reyna til þrautar að hafa áhrif á gang mála þótt óánægja væri með vinnu- brögðin. Flestir þeir sem töluðu á fund- inum lýstu sig mótfallna þeim vinnubrögðum sem knúin hafa verið fram og bentu á að nauðsyn- legt væri að leiðrétta þann ójöfn- uð sem ríkti á öðrum sviðum landsbyggðarfólkinu í óhag, samhliða breytingum á vægi at- kvæða. Þá kom fram að menn teldu breytingar ótímabærar og illa undirbúnar. í tillögu sem samþykkt var á fundinum var lögð áhersla á að vægi atkvæða yrði svipað og 1959, fjölgun þingmanna yrði sem minnst, kjördæmakjörnir þing- menn yrðu sem flestir t.d. 53 af 63, þingmönnum verði hvergi fækkað, jöfnunarsætum í þéttbýli verði úthlutað fyrst t.d. þremur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og einu í Norðurlandi eystra og að síðasta sætið í öðrum kjör- dæmum gæti komið til greina til jöfnunar. Þá yrði stefnt að því að kjósendur alíra flokka í hverju kjördæmi hafi sem jafnastan at- kvæðisrétt og sömu möguleika á að koma manni á þing og í fram- tíðinni verði það aðrir en þing- menn sjálfir sem fjalli um breyt- ingar á kjördæmaskipan og kosn- ingalögum. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: Farið fram á allt að 100% hækkun fjárveitinga „Fjárhagsáætlun bæjarins er í vinnslu núna hjá bæjarráði og ég þori ekki að segja til um það hvenær hún verður til fyrri um- ræðu í bæjarstjórn. Það var meiningin að taka hana fyrir n.k. þriðjudag en af því getur ekki orðið“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri á Akureyri er Dag- ur ræddi við hann fyrir helgina. „Það er tæplega tímabært að ræða það hver hækkun fjárhags- áætlunarinnar verður, þetta á ör- ugglega eftir að breytast eitthvað frá því sem nú er. En það er ekki óalgengt að beiðnir um fjárveit- ingar séu um 100% hærri en var á áætlun í fyrra. Það er hinsvegar ljóst að tekjurnar aukast ekkert nálægt því.“ - Hvað getur þú sagt mér um lausafjárstöðu bæjarins um þessar mundir? „Hún er í þrengra lagi. Lausa- fjárstaða bæjarsjóðs hefur oft ver- ið góð og einnig oft slæm. Hún var slæms.l. haust og íveturenþað er ekkert nýtt. Hún hafði verið af- skaplega góð í eitt og hálft ár þar áður og það eru hugsanlega fyrst og fremst viðbrigðin sem menn finna. Það fer hinsvegar að koma sá tími að við væntum þess að hún batni verulega. Janúar og febrúar eru tekjulausir mánuðir, engar út- svarsgreiðslur í janúar og fyrsta greiðsla fasteignagjalda fellur ekki í eindaga fyrr en 15. febrú- ar. En að öllu jöfnu á lausafjár- staða bæjarfélaga að vera mjög góð í maí/júní enda er útstreymi fjár ávallt mest yfir sumarmánuð- ina þegar framkvæmdir eru mestar. En verði lausafjárstaðan ekki góð á þeim tíma er ljóst hvert stefnir er kemur fram á árið og ég óttast að staðan verði frekar slæm er kemurfram á árið“ sagði Helgi. Nær fullvíst er talið að eldurinn sem kom upp í húsinu við Geislagötu 39 sl. föstudag sé af manna völdum. Hús þetta, sem stendur við hlið bæjarskrifstofanna og slökkvistöðvarinnar, hafði verið dæmt ónýtt og eina ástæðan fyrir því að ekki var búið að rífa húsið var sú að slökkviliðsmenn áttu að fá að æfa þar reykköfun. Mynd: ESE Sauðkrækingar kvarta undan þjónustu Flugleiða „Það hefur komið fyrír tvívegis á um tveggja mánaða tímabili að áætlunarferðir Flugleiða hafa verið felldar niður hingað og því hefur verið borið við af hálfu Flugleiða að engir farþeg- ar hafi verið bókaðar í þær ferðir,“ sagði Þórður Þórðar- son, bæjarstjóri á Sauðárkróki, í samtali við Dag en honum var, á fundi bæjarráðs Sauðárkróks þann 3. febrúar, falið að skrifa Samgönguráðuneytinu og kvarta yfir þjónustu Flugleiða við Sauðárkrók. „Þetta gerðist í síðara skiptið í byrjun þessa mánaðar en þá var tekin ákvörðun um það að fella niður ferð hingað á fimmtudegi. Sú ákvörðun var tekin á morgun- fundi hjá Flugleiðum á þriðjudeg- inum í sömu viku. Okkur þykir það undarleg vinnubrögð að aflýsa flugi rúmum tveimur sólar- hringum áður en fljúga á vegna þess að engar bókanir séu komnar fram. Ég hef hinsvegar vitneskju um að þegar þessi ákvörðun var tekin voru fjórir farþegar bókaðir frá Sauðárkróki. Auk þess veit ég um, eina 6 aðila sem hugðust komast með Flugleiðum hingað þennan dag. Bæjartæknifræðingur okkar var í þessum hópi en hann fékk þær fregnir strax á þriðjudeginum að ekki væri tekið á móti bókun- um x flug til Sauðárkróks á fimmtudeginum. Þá hafa ferðir hingað verið mjög óhentugar. Engar ferðir hafa verið á laugardögum og sunnudögum og ekki hingað norður fyrr en seint á mánudög- um. Það hefur verið kvartað mjög mikið undan þessu fyrirkomulagi og helgakrferðir Flugleiða nýtast okkur t.d. alls ekki,“ sagði Þórður. „Þetta er alveg rétt sem Þórður segir,“ sagði Einar Helgason, yfirmaður innanlandsflugs Flug- leiða, er við bárum þetta undir hann. „Stefna okkar er hinsvegar sú að það skuli reynt að komast hjá því í lengstu lög að fella niður áætlunarferðir. Ef við höldum okkur við Sauðárkrók þá viljum við sameina flug þangað flugi ann- aðhvort til Akureyrar eða Húsa- víkur. í þessu umrædda tilfelli, 3. febrúar, var engin bókaður til Sauðárkróks og því fannst okkur ástæða til þess að fella flugið alveg niður. Síðar kom í ljós að nokkrir aðilar hugðust notfæra sér flug frá Sauðárkróki þennan dag en þær bókanir komu seint. Þetta er ástæðan fyrir því að flugið var fellt niður þennan dag þótt stefna okk- ar sé sú að gera slíkt ekki,“ sagði Einar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.